Tíminn - 24.03.1995, Blaðsíða 8
8
9ÍMíw
Föstudagur 24. mars 1995
FERIVIINGIN IVIIN
FERIVIINGIN IVIIN
FERIVIINGIN IVIIN
FERIVIINGIN IVIIN
Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir:
„Alsiba ab gefa
reibhjól"
„Já, ég skal gjarnan rifja upp
ferminguna mína. Þetta var
voriö 1949 og þaö var sr. Sig-
uröur Kristjánsson, prestur á-
ísafiröi, sem fermdi mig í
gömlu kirkjunni á ísafiröi, sem
síöar brann fyrir fáum árum,"
sagöi Jóna Valgeröur Kristjáns-
dóttir, þingkona Kvennalista á
Vestfjöröum.
Alsiöa var á þessum árum aö
börn fengju reiðhjól aö gjöf frá
foreldrum sínum og systkinum
og einmitt reiðhjól fékk Jóna
Valgeröur aö gjöf á fermingar-
daginn. „Það var mikið sport að
fara um á reiðhjóli og ég man
að einhverju sinni fór ég út í
Bolungarvík. Á leiðinni heim
sprakk dekk á hjólinu og ég
varö aö leiöa það hálfa leiöina.
Því kom ég ekki til baka fyrr en
seint um kvöld og þá voru for-
eldrar mínir farnir að sakna
mín —- og í raun og veru orðin
hrædd," sagði hún.
Um fermingarathöfnina
sjálfa í ísafjarðarkirkju segir
Jóna Valgeröur hana hafa verið
afar hátíölega. Samt sem áöur
hafi sér fundist hún um of
draga dám af sýningu fremur
en helgiathöfn. Fermingin og
undirbúningur hennar hafi þó
engu aö síður veitt sér svör við
ýmsum áleitnum spurningum
um lífið og tilveruna og allt
hafi þetta veriö fróðlegt. ■
jóna Valgerbur Kristjánsdóttir.
Hún fékk reiöhjól og fór á þvífrá
Isafirbi og út í Bolungarvík. Cam-
anib kárnabi hinsvegar þegar
dekk á hjólinu sprakk og leiba
þurfti þab langleibina til baka.
Ingibjörg Pálmadóttir:
„Eg fékk framsóknargræn-
an náttslopp að gjöf"
„Viö komumst í hóp heldri
kvenna viö fermingu. Eignuö-
umst fallega kápu meö loðkraga
og fórum aö ganga um í háhæluö-
um skóm. Þetta var merki minnar
tíöar um aö stelpur væru fermd-
ar," sagöi Ingibjörg Pálmadóttir,
þingmaður Framsóknar á Vestur-
landi, aöspurö um sína fermingu.
Viö náöum í hana í gegnum bíla-
símann, en þá var hún stödd á
sveitabæ vestur í Dölum á kosn-
ingaferöalagi.
Talandi um fermingargjafir
sagöi Ingibjörg aö sér væri minn-
isstæöur grænn náttsloppur sem
henni var gefinn. „Hann var
framsóknargrænn," sagöi hún og
hló. Einnig nefnir hún sem ferm-
ingargjafir snyrtiveski meö ýmsu
tilheyrandi og hring meö rúbín-
gimsteini.
„Þaö var séra Arngrímur Jóns-
son prestur í Odda, síðar í Há-
teigssókn í Reykjavík, sem fermdi
mig og fleiri krakka — og það var
þann 12. maí 1963 í kirkjunni á
Stórólfshvoli við Hvolsvöll. Það
var hátíöleg helgistund. Svo
merkilega vill til að eiginmaður
minn, Sturlaugur Böövarsson,
fermdist þennan sama dag og
sama áriö — og kannski er þaö
viss óbein tenging," sagði Ingi-
björg. ■
Ingibjörg Pálmadóttir: Fermingar-
kápur meb lobkraga voru merki
um ab stúlkur vœru orbnar full-
orbnar.
Halldór Blöndal:
„Smókingföt föbur míns urbu
ab fermingarfötum mínum"
„Eg var eitt af fjölmörgum
fermingarbörnum Óskars J.
Þorlákssonar á hans prest-
skaparferli, en hann fermdi
mig í Dómkirkjunni vorið
Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum:
„Lagt út frá
kærleika í
stólræöu"
1952. Ég fékk Passíusálma
Hallgríms í fermingargjöf,
Vídalínspostillu, Árbók
Reykjavíkur og Heimskringlu
Snorra Sturlusonar," segir
Halldór Blöndal, landbúnaö-
ar- og samgönguráðherra.
Hann rifjaöi fúslega upp ferm-
ingarminningar sínar, en þeg-
ar Tíminn náði tali af Halldóri
var hann staddur á skrifstofu
síns flokks á Akureyri.
Foreldrar Halldórs voru er-
lendis um dagana þegar hann
fermdist. Var hann um ferm-
ingardagana hjá frændfólki
sínu, þeim Halldóri Kr. Þor-
steinssyni og Ragnhildi Pét-
ursdóttur, sem bjuggu í hús-
inu Háteigi í Reykjavík. Og
Halldór Blöndal rifjar upp
fleira varðandi foreldra sína,
hvað ferminguna varðar:
„Á þessum árum voru afar
mikil höft á öllum innflutn-
Halldór Blöndal. Slík voru innflutn-
ingshöftin á fermingarárum hans,
ab snibin voru nibur smókingföt af
föburnum svo sonurinn væri vel
klœddur á merkisdegi í lífinu.
ingi til landsins, svo sem á
vefnaðarvöru. Því var ill-
mögulegt að fá á mig ný
fermingarföt og þess vegna
var tekiö til þess ráös aö
spretta í sundur gömul smók-
ingfót sem faðir minn haföi
átt og sauma föt á soninn úr
þeim. Og þannig má á vissan
hátt segja að ég hafi gengið í
smóking af fööur mínum á
fermingardeginum.
Því get ég svo bætt hér við
að fyrir fáum dögum hitti ég
hér við messu í Akureyrar-
kirkju aldraða konu, Jónínu
Steinþórsdóttur, en hún
fermdist með Lárusi Blöndal,
föður mínum, á Siglufirði fyr-
ir 75 árum. Og ég veit ekki til
annars en gamli maðurinn
ætli norður að hitta ferming-
arsystkini sín, en fjögur eru
þau á lífi í dag," sagði Halldór
Blöndal. ■
„Já, ég man vel hvað ég fékk í
fermingargjöf. Frá foreldrum
mínum og stórfjölskyldu
móöur minnar fékk ég gull-
húðaö úr," segir sr. Gunn-
laugur Stefánsson, alþingis-
maöur krata og sóknarprestur
í Heydölum í Breiödal.
„Og þaö var sitthvaö fleira
sem ég fékk aö gjöf. Ég get
nefnt skíöi sem voru með
gormabindingum og stálkönt-
um. Þau voru ákaflega góð og
vönduö.
En armbandsúr voru vissu-
lega algeng fermingargjöf á
þessum árum og úriö, sem ég
fékk, á ég enn í pússi mínu —
þó ég gangi ekki með það,
enda hef ég ekki gengið með
úr til fjölda ára."
Hafnfirðingurinn Gunn-
laugur var fermdur í Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði og það
var sami prestur sem fermdi
hann og Guðrúnu Helgadótt-
ur, Garöar Þorsteinsson, eins-
og segir frá hér annarstaöar á
síöunni.
„Mér er þaö einkar minnis-
stætt aö í ræðu sinni lagði
Sr. Gunnlaugur Stefánsson: Prest-
urinn lagbi út frá kærleikanum í
stólræbunni vib fermingu Cunn-
laugs.
Garöar út frá kærleikanum.
Og þegar ég lít til baka, var
fermingardagur minn dagur
kærleika og birtu í lífinu,"
segir sr. Gunnlaugur Stefáns-
son. ■
Guörún Helgadóttir:
„I minningunni er þetta
dagur fallegra hugsana"
„Mér fannst fermingarathöfn mín
óskaplega hátíöleg. Þetta var fal-
legur dagur og haldin var veisla
sem margir gestir sóttu," segir
Guörún Helgadóttir, þingmaöur
Alþýðubandalags í Reykjavík, aö-
spurð um. sína fermingu, en hún
var fermd í Þjóökirkjunni í Hafn-
arfiröi voriö 1949 af séra Garöari
Þorsteinssyni.
Fyrst upp í huga Gubrúnar kom
ljóöasafn Jónasar Hallgrímssonar
þegar hún var spurö um ferming-
argjafir. Einnig tíndi hún til úr
ranni sínum armbandsúr og ýmis-
konar fatnaö. Allar fermingargjaf-
ir báru þó svipmót af efnahag
þessa tíma.
Guörún Helgadóttir segir aö
fyrir sér hafi fermingin aldrei ver-
iö hliöið, sem skildi aö bernsku-
og fulloröinsár. Fyrir sér hafi þetta
allt runnib saman í eitt og í sann-
leika sagt finnist sér hún aldrei
hafa veriö barn. „Ég er elst 10
systkina og varö strax að taka þátt
í uppeldi þeirra og vinna eins og
aörir á heimilinu. En þegar ég lít
til baka, finnst mér fermingin
vera ljúf minning og dagurinn
sem ég fermdist er sæll í minning-
unni. Þetta var dagur sem var full-
ur fallegra hugsana. Eftir þeim hef
ég einnig reynt aö fara í lífinu. Aö
minnsta kosti tel ég mig ekki hafa
orbiö neinum til skaöa eöa tjóns
— eöa aö minnsta kosti reynt
þab," sagbi Guörún Helgadóttir.
■
„Fermingardagurinn er sœll í
minningunni," segir Cubrún
Helgadóttir.