Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 8
8 Whatínm Mi&vikudagur 26. apríl 1995 Mongólar ótt- ast kínverska fjöldann Reyna aö tengjast Japan og Suöur- Kóreu og efla þjóöarstolt meö því aö hafa Djengis Khan í hávegum Arið 1924 var því lýst yfir aö Mongólía væri orðin al- þýðulýöveldi og varð hún annað ríkið í röðinni, næst Rússa- veldi, þar sem kommúnistar kom- ust til valda. En a.m.k. á Vestur- löndum þótti þaö ekki miklum tíðindum sæta. Til síðustu ára hefur Mongólía verið eitt þeirra landa, sem fæstar fréttir hafa farið af út um heim. Þannig hafði það raunar verið lengi fyrir valdatöku kommúnista. Á 12. öld, undir forystu Djengis stórkhans og niðja hans, komu Mongólar sér upp einu af mestu risaveldum sögunnar, en frá því að keisaraætt þeirra í Kína var steypt af stóli 1368 hefur vegur þeirra í sögunni yfirleitt ekki ver- ið mikill, flestum öðrum en þeim sjálfum aö saknaðarlausu. Á þeim tíma hafa þeir lengst af verið und- ir meiri eða minni kínverskum yf- irráðum og síðustu aldirnar í frek- ar óöfundsveröri klemmu milli Rússaveldis og Kína. Þótt Mong- ólía sé gríðarlegt landflæmi (1.565.000 ferkílómetrar), er hún líklega í margra augum ekki mjög merkileg landspilda milli þeirra risa land- og lýðfræðilega séð sem Kína og Rússland eru. Lágmarkskvótar Tímamót má kalla að orðið hafi í Mongólasögu 1911, er keisara- dómur var afnuminn í Kína. Eins og stundum ábur, þegar Kína- veldi var í lamasessi, neyttu Mongólar þá færis til ab reyna að slíta sig lausa frá því. Lýstu prins- ar Mongólíu land sitt sjálfstætt og fengu til þess fulltingi Rússa. En sú rússneska vernd brást, er Rússaveldi komst í upplausn nokkrum árum síðar út af bolsé- víkabyltingu og borgarastríðum, og náðu þá Kínverjar tökum á Mongólíu á ný. 1920 gerði rúss- neskur hvítlibaher innrás í land- ið, sem þar með dróst inn í rúss- nesku borgarastríðin. Fóru svo leikar að mongólskir andstæðing- ar hvítliöa sigruðu þá og ráku Kínverja úr landi með aðstoð Rauða hersins rússneska. Skömmu síðar var lýst yfir stofn- un mongólsks alþýðulýðveldis. Alla sögu þess var Mongólía lík- lega undirgefnari Rússum en nokkurt annað fylgiríki þeirra. Sovéskum sósíalisma var þar komið á með svipuöum aðferð- um og í Rússaveldi, nema kannski enn groddalegri. Tugþúsundir manna, sem kommúnistastjórnin hafbi ekki velþóknun á, voru teknar af lífi. Foringjum aftöku- sveita byltingarinnar var fyrir- skipað að skila lágmarkskvóta drepinna manna, og tækist föng- um að flýja, var algengt ab fyrstu menn sem náðist í væru hand- teknir og drepnir í staðinn, án verulegrar hliðsjónar af afstöbu þeirra til byltingarinnar. Yfir 700 klaustur og hof lamasinna (Mongólar aðhyllast búddasið af sömu grein og Tíbetar) voru eyöi- lögð. Líkt og í Kambódíu á tíð Rauðra kmera var lögð áhersla á að slíta öll tengsl við menningu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON fortíðarinnar í þeim tilgangi að skapa nýtt samfélag. Við hrun sovétblokkar og Sov- étríkja lögðu Mongólar af komm- únisma og lýstu yfir lýbræði og hollustu vib markaðsbúskap. Þeir losnuðu þá vib rússnesku yfirráð- in, sem þeir höfðu sætt sig vib sumpart vegna þess að þeim stób og stendur ennþá meiri stuggur af kínverska fjöldanum í suðri. Gamalgróinn ótti þeirra við Kín- verja hefut aukist heldur en hitt síðustu árin, því ab nú er ekki um að ræba rússneska vernd gegn Kínverjum. „Eiginlega Kyrrahafs- landy/ Mongólar óttast ekki aðeins hugsanleg endurnýjuð kínversk yfirráb, heldur ekki síður að Kín- verjar kunni að drekkja mong- ólsku þjóðerni með lýðfræðilegri innrás. Það hefur raunar þegar átt sér staö að miklu leyti í Innri- Mongólíu, hluta af landi Mong- óla sem Kínverjar fyrir löngu að- skildu stjórnarfarslega frá Ytri- Mongólíu (eins og landsvæði nú- verandi ríkis Mongóla var lengi kallað) og innlimuðu í Kína. Svo á að heita^að Innri-Mongólía hafi Sýnishorn af gamla og nýja tímanum í Mongólíu. Djengis Khan (í kín- verskri bók frá 7 9. öld): „eiginlega lýbrœöis- sjálfstjóm, á grundvelli mong- ólsks þjóðernis sumra lands- manna, en af 21,5 milljónum íbúa þar eru nú 18 milljónir Kín- verjar. Mongólar eru þar aðeins 3,5 milljónir og þó fjölmennari en Mongólar í sjálfstæðu Mong- ólíu. (Þar eru íbúar undir 2 millj- ónum, flestir þeirra Mongólar.) Erlendir fréttamenn þar eystra segja að hræðslan við aö Kínverj- ar „gleypi" Mongóla komi fram hjá svo að segja öllum mönnum af síðarnefndu þjóbinni, sem þeir ræði vib. Til að vega upp á móti þeirri meintu hættu og í veikri von um að losna að einhverju marki úr klemmunni milli Kína og Rúss- lands, reyna Mongólar nú eftir bestu getu að komast í sem mest viðskiptasambönd við önnur ríki og fá frá þeim fjárfestingar. Hafa núverandi mongólskir ráðamenn einkum Japan og Subur-Kóreu í huga í því sambandi. Sumir þeirra, eins og Radnaasumberel Gonchigdorj, varaforseti í fýrstu lýöræbisstjórn Mongólasögu, halda því meira ab segja fram — á umdeilanlegum forsendum — aö Mongólía heyri eiginlega Kyrra- hafslöndum til. Hans minning lifir... Annað, sem Mongólar reyna nú til að herða sig upp og efla sjálfsímynd sína og þjóðarstolt, er að hefja Djengis Khan, frægasta mann sögu sinnar, til vegs og virðingar á ný. Hann var ekki vel séður á sovéska tímanum, en nú heitir t.d. nýstofnað verslunar- hlutafélag þarlent Dhengis Khan Company Limited, vinsælasta áfengi landsins er nú vodka sem kennt er viö Djengis Khan og á peningasebla þess er komin mynd af honum í stað myndar af Sukhbator, sem var foringi Mong- óla þeirra er böröust gegn rúss- neskum hvítliðum. Á sovéska tímanum tóku Mongólar upp kýrillskt stafróf að fyrirmynd frá Rússum, en aflögðu letur það, arameiskt aö uppruna og komið til Mongólíu yfir íran og Miö-As- íu, sem Djengis Khan lét þá taka upp. Nú hefur það verið innleitt á ný, meðfram líklega til að auglýsa fyrir umheiminum að Mongólar séu án alls hálfkáks búnir að gera upp við sovésku fortíðina. Djengis Khan og niðjar hans voru meðal afkastamestu fjölda- morðingja sem sagan kann frá aö greina, en landar hans segja nú að Djengis hafi verið misskilinn af síðari tíma mönnum. Hann hafi í raun veriö upplýstur stjórn- málamaöur og eiginlega lýöræð- issinni. Til marks um þab segir áðurnefndur Gonchigdorj að hann hafi aldrei tekið ákvaröanir án þess að ráðgast við hirö sína fyrst. „Djengis Khan er okkur allt," hefur sænskur fréttamaður eftir ungri konu mongólskri. „Minn- ing hans gefur okkur kraft." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.