Tíminn - 20.05.1995, Qupperneq 9

Tíminn - 20.05.1995, Qupperneq 9
Laugardagur 20. maí 1995 wmwiiw 9 SPA hf.: Flytur inn vibar- kynta potta MJOLKURBUÐ MBF - sérverslun meft mjólkurvörur ■ Spa hf. hefur hafið innflutn- ing á viðarkyntum heitum pottum úr sedrusviði frá bandaríkjunum. Eldhólfið, eða ofninn sem hitar vatnib, er ofan í pottinum og er hann kyntur á sama hátt og arinn, þ.e.a.s. meö öllu sem brenn- ur, eldiviði, kolum og jafnvel garðarusli. Pottarnir eru gerðir úr 50 mm þykkum ilmandi sedrusviði og girtir saman með tveimur stál- gjörðum. Hlífðargrind aðskilur ofninn og þá sem í heita pott- inum sitja og kemur hann ósamsettur, en mjög fljótlegt er að setja hann upp. Það tekur ekki nema tvær til þrjár stund- ir. Hægt er að setja pottinn hvar sem er, svo framarlega sem undirlagið er traust. Einnig má fella hann niður í pall, en hann er um 90-120 cm hár. Heitu pottarnir fást í ýmsum stærð- um, frá 3ja til 7 manna. Verð á meðalstórum potti er Sumarbústaöirnir í Súöavík til sölu: Aðeins einn seldur Sumarbústaðirnir átján, sem Súbavíkurhreppur keypti eft- ir snjóflóðið 16. janúar síb- astliðinn og kom fyrir í nýrri byggb við „Bústabaveg" inn- an við kauptúnið, eru til sölu og hafa verið það í raun frá því þeir voru keyptir. Aðeins einn bústaður hefur þegar veriö seldur, en þab var Sam- band rafiönaðarmanna sem keypti bústaöinn og hyggst sambandið nota hann fyrir félagsmenn sína á Vestfjörb- um þegar húsið hefur lokið sínu hlutverki í Súbavík. Jón Gauti Jónsson, starfandi sveitarstjóri í Súðavík, segist þó hafa orðið var við mikinn áhuga almennings á kaupum á húsum, en vegna anna, við skipulagsvinnu og samninga vegna nýs byggingasvæðis, hefur í raun ekki gefist tími til aö sinna sölumálum sem skyldi. Þá stendur einnig til að hefja viðræður við forystu- menn verkalýðshreyfinga um hugsanleg kaup á sumarhús- um, en alls eru þau átján tals- ins, af ýmsum stærðum. Gert er ráð fyrir að flest ef ekki öll veröi þau flutt í burtu frá Súðavík, eftir að ný byggð hefur verið reist. ■ um 130 þúsund, en með öllum aukahlutum svo sem ofni, loki og fleiru kostar hann um 200 þúsund. Þessir pottar eru ákaflega glæsilegir að útliti og eru til- valdir fyrir þá sem vilja fallegan heitan pott úr tré í stað plasts og þá er þetta góð lausn hvort sem er í sumarhúsið eða garð- inn heima. Spa hf. mun hafa pottana fyr- irliggjandi og til sýnis innan skamms, en þeir eru bandarísk- ir að gerð, framleiddir í Alaska. MJOLKURBDÐ MBF Anslnrvegi 65 ■ Simi 492 1600 - SelM Er auðvelt að finna sumarbústaðinn þinn? Það er stefna RARIK að veita sem besta þjónustu. með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Forsenda þess að unnt sé að þjóna eigendum sumarbústaða sem skyldi er að auðvelt sé aÖ finna tilíekinn bústað og komast að honum. Erindið getur verið að leggja heimtaug, lesa af mæli eða koma til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Greiður aðgangur er ekki síst aðkallandi þegar þörf er á skjótri viðgerðarþjónustu. Því mælumst við til þess að eigendur sumarbústaða merki greinilega bústaði sína sem oggötuheiti og númer. Þannig tryggja þeir að okkar menn komist rakleiðis á staðinn. Umsókn um heimtaug Umsókn um heimtaug þarf að berast með góðum fyrirvara, en að jafnaði eru heimtaugar aðeins afgreiddar að sumarlagi. Um- sóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar í Reykjavík, á umdæmis- skrifstofum okkar og útibúum. Hafðu vinsamlega samband við þá skrifstofu okkar sem þér hentar best. Starfsfólk okkar veitir þér fúslega allar nánari upplýsingar. RARIK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.