Tíminn - 20.05.1995, Qupperneq 12

Tíminn - 20.05.1995, Qupperneq 12
12 WtMWM Laugardagur 20. maí 1995 VIÐARKYNTIR POTTAR Fyrir sumarbústaðinn eða garöinn heima. Geróir af meistarans höndum úr ilmandi sedrusviói. spa hf.________________________viðarkyntir pottar Bústaðavegi 69 -108 Reykjavík • S. 552 84 40 S/F 588 58 48 ■ thorthor@ismennt.is Uppsetning heitra potta, ástand þeirra og eftirlit: Reglur almennt orbabar og ekki eftir þeim farib Á undanförnum árum hafa or&ih alvarleg slys, þegar fólk hefur dottið ofan í potta sem hafa verið með sjóðandi heitu vatni. í ööru tilvikinu var um bilun að ræða í inn- taki pottsins. Nær engar reglur eru nú til um útbúnab og frágang á heitum pottum sem settir hafa verið víða upp við heimili og sumarhús, en á undanförnum árum hafa orðið alvarleg slys. Auk þessa má segja að nær allir heitir pottar í landinu séu settir upp í heimildarleysi, því til uppsetningar á slíkum pottum þarf leyfi byggingafulltrúa, en þaö heyrir til undantekninga ef farið er fram á slíkt leyfi. Nú er hins vegar að störfum starfshópur á vegum Umhverfis- ráðuneytisins, sem skipulagsmál heyra undir, en hópurinn á að setja saman nýja byggingareglu- gerð um staðsetningar, útbúnað og eftirlit meö heitum pottum. Reglugerb um heita potta í byggingareglugerb er lítillega komið inn á reglur um heita potta. „Heitir pottar á lóðum íbúðarhúsa og sumarbústaða, skulu útbúnir læsanlegu loki til að hylja þá með þegar þeir eru ekki í notkun, eða öðrum útbún- aði, sbr. aöra málsgrein þessarar greinar, til varnar slysum á börn- um." í henni er talað um að lóbir sundlauga séu girtar af, til aö börn komist ekki inn á þær. Það er ekki raunin með sumarbústaði, enda myndi það ekki hafa tilætl- uð áhrif, þar sem börnin eru ávallt inn á lóbinni, þar sem og potturinn er. Ekkert eftirlit Hilmar Einarsson, byggingar- fulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir ekkert eftirlit vera með heit- um pottum. Hann segir það skoð- un sína að þab væri sjálfsagður hlutur að settar væru hertari regl- ur um þessi mál. Hilmar segir reglugerðina allt of almennt orð- aða og ekki taka á neinu. Fullyrða má að það eru fáir heitir pottar í landinu í dag sem uppfylla þessar mjög einföldu reglur, því ef pottarnir á annað borð eru með loki á þegar þeir eru ekki í notkun, þá er það nær und- antekningalaust ólæst. Þess utan hafa eigendur þeirra komið þeim fyrir án vitundar byggingar- nefnda og fulltrúa. Ekki óalgeng sjón viö íbúbarhús og sumarbústabi: heitur pottur. Ekki hafa verib til neinar afgerandi reglur um uppsetningu, ástand og fleira varbandi heita potta, en nú er ab verba breyting, því nefnd vinnur nú ab því ab breyta þeim. Þessi pottur er algerlega felldur ofan í pallinn, en þab verbur sam- kvœmt nýjum reglum bannab. Ætlunin verbur ab auka eftirlit til muna íframtíbinni og ab samþykki byggingafulltrúa þurfi til ab setja upp heitan pott. Tímamynd CS ast ofan í niðurfallið og þau setið föst. Um leið hafa þau jafnvel stíflað niðurfallið og því drukkn- að eöa verið hætt komin. Herdís segir að nú sé búið að finna heppileg niðurföll og búið sé að skrifa framleiðendum heitra potta, þar sem bent er á þetta. í byggingareglugerö kemur fram að þeim, sem hyggjast setja upp heitan pott, verði aö sækja um leyfi fyrir því til bygginga- nefndar og fulltrúa. „Þetta er eitt af því sem við höfum sett út á. Nefndin hefur sent inn athuga- semd um að það þurfi að fylgja þessu eftir. Það er ekki nóg að setja falleg ákvæbi sem enginn fylgir eftir," segir Herdís. Hún segir að byggingarfulltrúar heyri undir umhverfisráðuneytið og þaö geti sent út skipun til þeirra um að kanna ástand þess- ara mála og í raun verði að heim- sækja hvern einasta stað. Skoða verði pottana, benda á það sem betur má fara og gera úttekt á ástandi mála almennt. „Auövitað er þetta viðamikið, en ef menn vilja vinna í öryggismálum af al- vöru, þá verða þeir ab leggja eitt- hvað á sig," segir Herdís. Ekkert til að styðjast vib Hilmar Einarsson byggingar- fulltrúi benti hins vegar á, að það væri til einskis að heimsækja alla eigendur heitra potta og hafa engar raunverulegar reglur til að styðjast við. Þetta yrði aö laga. Herdís Storgaard bendir hins vegar á að vegna ákvæðanna í byggingarreglugerð verbi menn aö gera sér grein fyrir því að ef eitthvað kemur fyrir, þá er eig- andi ábyrgur og skaöabótaskyld- ur. Þetta segist Herdís hafa eftir lögfræðingi Umhverfisrábuneyt- isins. Skipta um niöurföll í heitum pottum Herdís segir ennfremur ab allt líti út fyrir að breyta þurfi niður- föllum á heitum pottum hér á landi. Forsaga málsins er sú að hún fékk bréf frá Nýja-Sjálandi, þar sem kom fram að mörg slys tengd niðurföllum hefðu orðib á börnum. Þau hafa orðið með þeim hætti, að börnin hafa veriö að kafa ofan í pottinn eftir tapp- anum og þá hefur hár þeirra sog- 48 drukknunarslys á 10 árum Herdís Storgaard hjá Slysa- varnafélagi íslands hefur gert könnun á drukknunarslysum meðal barna á Islandi á árunum 1984-1993 og eru niðurstöðurnar ab sögn Herdísar nokkub sláandi. Drukknunarslys á þessum árum reyndust vera 48 á þessum tíu ár- um og þar af drukknuðu 13 barn- anna, 32 náðu sér að fullu eftir slysin, en 3 fengu varanlegan heilaskaða. Herdís segir að flestar þessara drukknana tengist heitum pott- um, þar sem þeir annað hvort eru í notkun og í þeim er heitt vatn, eða þeir eru án loks og í þá hefur safnast regnvatn. Nefnd skoðar örygg- ismál barna Herdís er formaður nefndarinn- ar sem hefur það hlutverk að skoða byggingareglugerð með til- liti til öryggis barna, þar sem skoðað er hvort eitthvab mætti betur fara með tilliti til ákvebinna slysa. Einn angi af því eru heitir pottar, búnaður þeirra, staðsetn- ingar og eftirlit með þeim. Herdís segir að setja þurfi í reglugerðina að á heitum pottum þurfi að vera hitastýrikerfi, þann- ig ab vatnið sem rennur í pottinn sé aldrei heitara en 45 gráður. Hún segir að þessa dagana sé ver- ið að semja texta um þetta í reglu- gerðina. Herdís segir aö í nýrri reglugerð verði komiö inn á frágang pott- anna og að efri mörk þeirra megi ekki vera jafnhá palli. Það verði að lágmarki að vera 40 cm upp í pottinn. Hún segir þetta að sjálf- sögðu ekki vera nóg, því börn gætu engu að síður komist ofan í pottinn, en það gerði þeim þó erf- iðara fyrir. Hitt væri hins vegar al- veg ljóst að foreldrar eiga aldrei að skilja lítil börn eftir nálægt slíkum pottum. Það sé aldrei hægt að tryggja eitthvað algerlega meb öryggisatriðum. Herdís Storgaard, fulltrúi hjá Slysavarnafélagi íslands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.