Tíminn - 09.06.1995, Síða 5

Tíminn - 09.06.1995, Síða 5
Föstudagur 9. júml995 5 Hver var Guöríður? Kirkjulistahátíb: HEIMUR GUÐRÍÐAR. Síbasta heimsókn Gubríbar Símonardótt- ur í kirkju Hallgríms. Höfundur og leik- stjóri: Steinunn jóhannesdóttir. Tónlist: Hörbur Askelsson. Leikmynd og búning- ar: Elín Edda Árnadóttir. Frumsýnt í Hail- grímskirkju 5. júní. Þetta leikverk er sett upp sem ævirakning Guöríöar Símonar- dóttur, Tyrkja-Guddu. Aldur- hnigin situr hún í Saurbæjar- kirkju og rifjar upp sögulega ævi sína, frá herleiðingunni í Alsír og síðan kynnum af séra Hall- grími og lífi þeirra. Verkið er samið fyrir Hallgrímskirkju og sýnt þar tvívegis á Kirkjulistahá- tíð. Það hefur reyndar fyrr verið leikið í Hallgrímskirkju. í hlið- arsal var fyrir nokkrum árum sýnt leikrit Guðrúnar Ásmunds- dóttur um Kaj Munk. Sú sýning er eftirminnileg og varð enda mjög vinsæl. Þar kom til hinn dramatíski efniviður og af- burðaleikur í burðarhlutverki þar sem var Arnar Jónsson sem Kaj Munk. Þetta var ágætt „leik- hús í kirkjunni", eins og það hét, dæmi um það hvernig unnt er að nota sér hugblæ kirkjunn- ar til að magna áhrif leiks þar sem efnið hæfir umgerðinni. En sá er munur á verki Guð- rúnar Ásmundsdóttur um Kaj Munk og Steinunnar Jóhannes- dóttur um Guðríöi að það fyrra er í leikrænu formi, en það seinna í rauninni ekki. Stein- unn hefur valið sér frásagnar- formið, kannski meðal annars vegna aðstæðna í kirkjunni. Hún hefur aöeins þrjár persón- ur á „sviðinu": Guðríði gamla, Guðríði yngri og Hallgrím; auk þess tvo drengi, son Guðríðar á mismunandi aldri. Það voru fallega skrifaðir kafl- ar í þessu verki; þetta er nokkuö tilfinningasamt, eins og títt er hjá höfundinum. í heild skorti þab tilfinnanlega dramatíska uppbyggingu. Þótt efnið, ævi- saga Guðríðar, sé átakamikib, nær þab ekki flugi nema eitt- hvað sé fyrir það gert. Þetta var tiltakanlegt í fyrri hluta leiksins þar sem Guðríður segir frá þeirri skelfilegu reynslu, þegar hún er herleidd af Tyrkjanum og gerð ambátt. Allt er það vitaskuld upp úr kunnum heimildum; margir hafa skrifaö um Tyrkjar- ánið, meðal annarra Jón Helga- son ritstjóri heila bók. Það er vandasamt að blása nýju lífi í þetta margnotaða efni og tekst ekki hér. Frásögnin var líka of löng og tók beygjur sem maður áttaði sig ekki á. Til dæmis er snúið aftur í lýsingu á fyrstu komu fanganna til Alsír, eftir að búið er aö segja frá fundum Guðríbar og Hall- gríms í Kaup- mannahöfn. Eftir það er þráöur frásagnar- innar liðlega spunninn, og snýst nú ræða Guöríðar mjög um Hallgrím — hún var send honum. Þegar öllu er á botninn hvolft, felst veg- semd Guðríðar í því að hafa orðið kona þessa einstæða snill- ings — alveg á sama hátt og skugginn, sem yfir minningu hennar hvíldi, var til þess lagað- ur að gefa Hallgrími enn meiri dýrðarljóma. En hvað hefur Steinunn fram ab færa um Guðríði, ævi henn- ar, örlög og eiginmann? Sann- ast ab segja bætir hún fáu vib það sem fyrri höfundar hafa sagt. Sigurður Nordal ritaði um Guöríði fræga grein 1927 og reisti hana upp, blés af henni skúm þjóðsagna og leiddi hana til öndvegis sem förunaut skáldsins. Þetta er ekki létt, af því að Hallgrímur hefur alls ekkert ort sem með vissu fjallar um konu hans. Fyrir bragbið verða menn að geta sér til um áhrif hennar á skáldiö. Þetta hafa fleiri gert í kjölfar Nordals, þar á meðal Jakob Jónsson í leikriti sínu, vanburðugu, T y r k j a - Guddu, þar sem Steinunn lék titilhlut- verk þegar leikurinn var tekinn upp í Þjóðleikhúsinu. Litlu síðar kom á prent erindi eftir Sigur- björn Einarsson, sem einnig er varnarræða fyrir Guðríði. Leiktexti Steinunnar býður sem sagt ekki upp á djúpa túlk- un á Tyrkja-Guddu; hér er frem- ur fram haldib hinni mannúb- legu lýsingu hennar, sem fitjað var upp á fyrr á þessari öld og ríkjandi hefur verib síðan í skrif- um manna. Þetta er íþætt „kvenlegum" áherslum, þar sem einkum er gert mikib úr sektarkennd gagnvart syninum sem eftir varð í Alsír. Um Hall- grím er fjallaö smekkvíslega, en hann er fremur á bak við en lif- andi persóna. Það er kenning verksins, að missir Steinunnar litlu hafi gert Hallgrím að stór- skáldi. Þetta er mjög sennileg skýring, og fallega er lýst harmi skáldsins með tilvísun í erfiljóð- ið. Hér kemur líka við sögu leg- steinninn sem Hallgrímur hjó; hann fannst fyrir fáum áratug- um og er nú í Hvalsneskirkju og lætur engan ósnortinn sem sér. — Hér kemur fram að eftir ab dóttir Hallgríms lést hafi hann horfið æ meir inn í eigin heim — og fjarlægst Guðríði. í stuttu máli sagt er leikverk Steinunnar Jóhannesdóttur samandregin upprifjun á sögu Guðríðar Símonardóttur í ljósi hugmynda okkar tíma um hana. Þab blandast engum hug- ur um að hér er efniviður í magnað dramatískt verk, sem eftir er að semja. Mýtan er of þéttvafin utan um efnið til að neinn hafi lagt í að glíma við það. Eiginlega undrast maður að Steinunni skyldi ekki gefa sér dálítið lausari taum og semja til dæmis fleiri samtalsatriði milli Gubríðar og Hallgríms, úr því hún leiðir hann upp á sviðið. Þab hefbi getab blásib einhverj- um átökum í þessa sögu. Helga Bachmann leikur hlut- verk Guðríðar eldri, í mjög kunnuglegum stíl, og tókst vita- skuld ekki að vinna meira úr því en efni stóðu til frá höfundar hendi. Hún var áberandi óör- ugg á textanum, hvað sem vald- ið hefur. Helga Jónsdóttir er Guðríður yngri og Þröstur Leó Gunnarsson leikur Hallgrím. Þau virðast hæfilega valin í hlutverkin og skiluðu þeim smekkvíslega eftir því sem um er að gera. Björn Brynjólfur Björnsson og Guðjón Davíð Karlsson eru í þöglum hlutverk- um Sölmundar. — Tónlistin er notuð sem áhrifaauki, til dæmis í Tyrkjaráninu, og var ekki of- notuð. Hljómburður í kirkjunni er ekki góður, en raddir leikar- anna voru magnaðar svo þær heyrðust vel. En kirkjan kallar á sérstaka tækni í flutningi, með ákveðnum hraða, sem setur leiktúlkuninni skorður. Kirkju- gestir í Hallgrímskirkju að kvöldi annars í hvítasunnu settu þær ekki fyrir sig og tóku sýningunni þakksamlega. LEIKHÚS GUNNAR STEFÁNSSON „Menning" án siðmenningar Við, sem búum í henni Reykjavík, getum státað okkur af flestum ytri einkennum borgarmenningar. Við höfum iðnað, skóla, verslun, list- sköpun og -túlkun, almennings- samgöngur og höfn. Við höfum meira að segja Bankastræti 0 og það við hliðina á sjálfu Stjórnarráðinu. Fátt, ef þá nokkuð, skortir á þokka- lega menningarlega yfirborðs- mynd. En sé dýpra skyggnst, kemur margt upp á yfirborðið sem illa þol- ir dagsljósið. Til að mynda er það gjarnan svo, aö þeir sem vinna viö þjónustustörf, líða fyrir skort á þeim siðum, sem krafist er í fjöl- menni. Máli mínu til sönnunar ætla ég að nefna tvö dæmi. Hið fyrra er af strætisvagnastjórum. Ég vænti þess, að flestir geti verið sammála um það, að sem farþegar eigi viðskipta- vinir SVR ekki annað sameiginlegt en það, að vilja komast á milli staða í strætisvögnum. Margir vagnstjór- ar eru þó á öðru máli. Þeir virðast halda, að fólk ferðist í strætisvögn- um til að hlusta á síbyljuöskur í út- varpi. A.m.k. hafa þeir útvarpstæki í gangi og stilla það ævinlega á öskur- stöðvar og það hátt. Bylur þá sí- byljuöskur á farþegum, milli þess sem starfsfólk viðkomandi útvarps- stöðva eys yfir þá aulabröndurum. Vei þeim, sem ætla sér að nota tímann í strætisvagninum til að lesa á bók eða einfaldlega njóta ró- legrar stundar á leið til eða frá vinnu. Hitt dæmið, sem ég ætla að nefna, er að ég vona, nokkuð sér- stæðara. Þannig er mál með vexti, að um langt árabil hefur veriö rekin fornbókaverslun í húsi nokkru í Miðbænum. Húsið er gamalt timburhús og nokkuð hljóðbært. Fyrir skömmu hófst rekstur tísku- verslunar í þessu sama húsi, nánar tiltekið viö hlið fornbókaverslunar- innar. Væri það ekki í frásögur fær- andi, nema fyrir þá sök, að þar á bæ telur fólk það við hæfi að láta grað- hestaóhljóð, sem eiga víst að teljast til tónlistar, dynja á viðskiptavin- um sínum. Gott væri það og bless- að, svo fremi sem þeir sæktust eftir SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON því, nema fyrir þá sök, að óhljóðin berast með miklum þunga yfir í fornbókaverslunina. Ég vænti þess aö hverjum manni sé skiljanlegt, að það er vissum erf- iðleikum bundið að eiga viöskipti við fornbókasala, hafandi yfir sér óhljóðin úr öskrandi graöhesti, jafnvel þótt aðeins sé í líki rafvædds hátalarakerfis. í það minnsta var mér nóg boöið, þegar ég fyrir skömmu var að leita mér að bók í fornbókasölunni. Því brá ég mér yf- ir í tískubúöina og spurði af- greiðslukonu þar, hvort ekki mætti lækka svo í hátölurunum að ekki heyrðist yfir í fornbókaverslunina. Svarið sem ég fékk var á þessa leið: „Fornbókasalarnir hafa kvart- að við okkur út af þessu og segja að ■ músíkin trufli viðskiptavini þeirra. En okkar viðskiptavinir vilja hafa þetta svona og svona verður það!" Svo mörg voru þau orð. Auðvitað er það ekki starfsfólkiö, sem tekur það upp hjá sér, að ónáða fólk í næstu verslunum og þá sem leið eiga um götuna, með þessum ruddalega hætti. Það eru eigend- urnir. í siðuðum borgarsamfélögum væru slíkir menn dregnir fyrir lög og rétt, og þeir skyldaðir til að láta af ólátunum. Og ef þeir þráuðust við, mættu þeir allt eins búast við því að veröa sviptir verslunarleyfi. En í Reykjavík er þessu ekki þannig háttaö. Hér ríkir nefnilega yfirborðsmenning, sýndarmenning án siðmenningar. Enda er það eitt helsta keppikefli borgaryfirvalda að borgin verði til- nefnd menningarhöfuðborg Evr- ópu. Því eins og Kaninn segir: „There is no business like show business." ■ FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES NÓBELSFJÖL SKYLDANÁ BALKANSKAGA Borgarastyrjöldin á Balkanskaga er Ijót styrjöld. Ekki svo að skilja að til séu fallegar styrjaldir. En stundum er þó bitamunur. Allar verstu hlið- ar mannskepnunnar hafa séð dagsljósið í gömlu Júgóslavíu og sér þó ekki fyrir endann á hildar- leiknum. Aðrar þjóðir heims standa lémagna frammi fyrir þessum fjanda og er vandi á höndum. En við svo búiö má ekki una og sam- félag þjóðanna er í þættu, ef ekki verður stillt til friðar á Balkanskaga. Sameinuðu þjóðirnar eru lög- reglustjóri mannkynsins og lög- saga þeirra er hafin yfir öll landa- mæri. Þær hafa kallað á gæslu- menn frá ýmsum löndum til að skakka leikinn á Balkanskaga, en allt kemur fyrir ekki. Verstu þrjót- arnir hafa ráðist á friðargæsluna og tekið liðsmenn hennar í gíslingu. Hlekkjað við hugsanleg skotmörk og niðurlægt á annan hátt. Niður- lægt Sameinuðu þjóðirnar og allar þjóðirnar sem að þeim standa. í dag standa þjóðfélög heimsins á krossgötum: A að líba ribböldum af verstu gerð að fara sínu fram, eða stilla til friðar hvab sem það kostar? Þessari spurningu verða menn að svara hver fyrir sig og á vettvangi hinna sameinubu þjóba. Enginn maður getur vikib sér und- an ábyrgbinni af gæslu Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga og ekki heldur íslendingar. Vib skákum ekki lengur í því skjólinu að íslenska þjóðin þekki hvorki sverb né blóð og sé langt frá heimsins vígaslóð. Island er fé- lagi í Sameinubu þjóðunum og líka Atlantshafsbandalaginu, sem gegnir hlutverki refsinornar á Balk- anskaga. íslenska þjóðin hefur lagt blessun sína yfir gæslu Sameinubu þjóðanna og hernað Atlantshafs- bandalagsins. íslendingar hafa skrifab upp á víxilinn og bera á honum fulla ábyrgð. Pistilhöfundur er friösamur hin síðari ár og unir glaður við sitt í friði vib bæði gub og menn. Samt er hann ekki í nokkrum vafa að stilla verbur til friðar á Balkan- skaga, ef menning og minning Evrópu á ekki ab líða undir lok. Stríbsherrar Serba eru harðskeyttir fantar og verba ekki meb góðu út reknir. Auga fyrir auga og tönn fyr- ir tönn. Þjóbir heimsins verða ab bregb- ast skjótt vib og fela Sameinuðu þjóðunum að útkljá þennan hildar- leik án tafar. Herfræbingar hafa spáð langvinnri styrjöld í anda Ví- etnam, ef látið er til skarar skríða fyrir fullum seglum. Réttast væri að safna saman málaliðum og etja þeim á forabib, en hlífa æsku heimsins við nýju herútboði. Stríðsherrar Balkanskaga eiga ekk- ert betra skilið en ab andskotinn hitti ömmu sína. Flest bendir þó til ab stríbiö danki áfram í áratugi og örkumli þjóðirnar ábur en yfir lýkur. Um síðir drattast stríbsherrarnir vænt- anlega ab samningaborbi, þegar þeir hafa ekki lengur ánægju af stríðinu fyrir aldurs sakir. Sein- heppin akademía Nóbels gamla sprengjuframleibanda er manna liklegust til ab tilnefna þá verstu í hópnum til friðarverðlauna, ekki síður en Gorbasjeff og böblana frá botni Miðjarðarhafs. Því mibur lést Stalín heitinn áður en járntjaldið féll og Nóbelfjöl- skyldan missti þar vænsta sauðinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.