Tíminn - 09.06.1995, Qupperneq 9
-Föstudagur 9. júní 1995
9
m CROÐURct GARÐAR
Sífellt algengara veröur aö fólk fái landslagsarkitekta til aö skipuleggja garöa sína. Císli Císlason landslagsarkitekt:
„Litlir garbar kalla á flók-
ib skipulag"
Dœmigerb teikning landslagsarkiteks af skipu-
lagi lóbar. Þetta er teikning Gísla ab skipulagi
vib Alvibru í Ölfusi en þar reka Landvernd og
fleiri abilar umhverfisfrœbslustofnun.
„Þab er sífellt algengara at> fólk
fái landslagsarkitekta tii að
skipuleggja garða sína í stað þess
ab gera þab sjálft og spila hönn-
unina eftir eyranu. Þetta er svipab
og meb húsbyggingu: betra er ab
hafa teikningu af húsinu ábur en
framkvæmdir vib smíbina hefst."
Þetta sagbi Gísli Gíslason lands-
lagsarkitekt í Reykjavík í samtali við
blaðib, en hann hefur fengist við
hönnun heimilisgarða á undan-
förnum árum, en starfar þó mest
við skipulagningu stærri land-
svæða, mebal annars fyrir sveitarfé-
lög. Gísli segir að garðeigendur séu
almennt að vakna til vitundar um
nauðsyn þess að garbar þeirra séu
vel skipulagðir. Ekki síst sé nauð-
synlegt að skipuleggja hina minni
garða. Þeir geti með góðri hönnun
og skipulagi raunverulega stækkað
sé hönnun markviss og góð. Engu
að síður segir Gísli að hönnun
minni garðanna sé talsvert erfiðari
og flóknari en þeirra stóru: þeir
minni kalli oft á að liggja þurfi yfir
lausn á skipulagi nánast lófastórs
flatar.
En hverju leita garðeigendur al-
mennt eftir í görðum sínum og
hvað vilja þeir fá? Gísli segir að al-
gengast sé ab beöið sé um að lóðin
sé þannig aö hún geti orðið skjól-
sæll reitur. „Fólk biður almennt um .
um skjólsæla hönnun og hana má
fá meb ýmsu. í dag eru mikið notuð
og ræktuð skjólbelti eða byggðir
skjólveggir og verandir. Einnig vill
fólk hafa grænu blettina á lóðum
sínum sem allra flesta."
Orðsending til bænda
I ji i
Getum enn útvegað örfáar NHK rúllupökkunar-
vélar frá Finnlandi.
Vélarnar taka við rúlluböggunum beint úr bindivélinni og pakka.
Vinnu- og tímasparnaður er því mikill, þar sem pökkun er lokið
nánast samtímis og rúllan er bundin. NHK pökkunarvélin sparar
mann, dráttarvél og tíma, auk verulegrar olíu. Síðastliðið ár voru
NHK pökk'unarvélarnar notaðar í Skagafirði, Eyjafirði og í Rangár-
vallasyslu. Kynntu þér reynslu þeirra sem hafa notað þessar frá-
bæru vélar. Pantaðu strax og tryggðu þér vél í tíma.
Frábært verð á nokkrum sláttuvélum af gerðinni ZTR 165. Þekkt-
ar til margra ára fyrir góða endingu og sláttugæði. Vinnslubreidd
165 sm. Verð án VSK 144.300,-.
Útvegum TRIMA moksturstæki á mjög hagstæðu verði.
Verðdæmi: TRIMA1490 með skóflu, þriðjavökvasviðinu, compi á
flestar gerðir dráttarvéla. Kr. 436.000,- án VSK.
DUUN mykjudælur, afkasta-
mestu tækin á markaðnum.
Tvær gerðir, fleiri útfærslur. Sér-
lega hagstætt verð.
BUlJÖFUR
Síðumúla 23, Reykjavík.
Þjónusta um allt land.
Sími 588-7090.
Varahlutasími 581-4330.
Að sögn Gísla Gíslasonar hefur
almenna þróunin í ræktun heimils-
garða verið sú ab fólk sækist eftir
lágvaxnari plöntum en áður. Þá
gjarnan ýmsum runnum eða öðru
slíku. Síban eru þá frekar látnar
fylgja með ein eða örfáar hávaxnar
plöntur einsog til dæmis ösp. Há-
vöxnu plönturnar hafi verið óspart
notaðar áður — en í fyllingu tímans
hafi þær verið sem vondur draumur
— það er þegar þær voru orðnar of
fyrirferðarmiklar og skyggðu á ann-
að.
Um grjótveggi í görðum segir
Gísli Gíslason að þeir séu ævinlega
vinsælir. í minni görðum sé þó tæp-
ast alltaf rými fyrir þá. í görðum þar
sem þar sem hæðarmismunur er
einhver ab ráði séu forsteyptar ein-
ingar oft notaðar og jarbvegur þá
látinn liggja að þeim og þannig
myndað slétt land. Þama geti grjót-
veggir einnig hentað og stundum
séu jafnvel notaðir skjólveggir úr
timbri. Þeir séu þó tæpast endingar-
góðir í þessu skyni. ■
IVI
GARÐINN OG BÆTIÐ
SANDI OG GRJÓTI
SANDUR
SIGURSTEINAR
VÖLUSTEINAR
HNULLUNGAR
Þú færð sand og allskonar grjót
hjá okkur.
Við mokum þessum efnum á bíla
eða í kerrur og afgreiðum líka
í smærri einingum, traustum
plastpokum sem þú setur
í skottið á bílnum þínum.
NÝTT
SÍMANÚMER
577-2000
BJ0RGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 33
Sími 871833
Afgreiðslan við Elliðaár er opin:
Mánud.-fimmtud. 7:30-18:30.
Föstud. 7:30-18:00.
Laugard. 8:00-17:00.
Opið í hádeginu nema
á laugardögum.