Tíminn - 09.06.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.06.1995, Blaðsíða 15
t V 1' f '1 <1 •' P Föstudagur 9. jÚRÍ4-995- ‘ TS Veitingamenn í Vestmannaeyjum: Ósáttir við helgidagalögin Sólbruni um allt ísland Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara Tímans í Eyjum: Mikil ölvun var í Eyjum um hvítasunnuhelgina, sem er oröin ein stærsta feröamanna- Félagsfundur í Sósíal- istafélaginu: Stjórn- völd axli ábyrgð „Eftir áralangt stríösástand í löndum fyrrum Júgóslavíu er nú mikil hætta á ab stríöib magnist um allan helming meb aukinni íhiutun NATO í um- bobi öryggisrábs Sameinubu þjóbanna. Þó ab yfirvarpib sé þab ab verib sé ab „skakka leik- inn" mun þetta ekki binda endi á stríbib. Þvert á móti eykst hættan á ab þab dragist á langinn og kosti vaxandi þján- ingar Balkanþjóbanna," er mebal þess sem segir í ályktun sem Sósíaiistafélagiö hefur sent frá sér. Einnig er sagt að íslensk stjórn- völd beri nokkra ábyrð á því aö koma þessu stríði af stað meö því að viöurkenna einhliða breyt- ingu á ríkjaskipan án þess að nauösynleg skilyröi væru upp- fyllt. Sósíalistafélagiö krefst þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína á þessu ástandi meö því að beita sér gegn frekari íhlutun af hálfu NATO og stuðli að því aö málum verði miðlað af alvöru, þar sem einnig sé tekið tillit til sjónarmiöa og hagsmuna Serba í Bosníu og Króatíu. ■ Hljómsveitin SSSól er aö leggja upp í tónleikaför um landiö: Hljómsveitin SSSól mun nú um helgina leggja upp í árlega tón- leikaför sína og leika á fjölmörg- um tónleikum vítt og breitt um landib í sumar. Ab sögn Einars Þórs Bárbarsonar, markabsstjóra sveitarinnar, mun tónleikaferb sveitarinnar í sumar bera yfir- skrifina Sólbruni — og segir hann þab vera nafn meb rentu. Fyrsti dansleikur SSSólar verbur í Ýdölum í Aðaldal í kvöld, föstudag. Eftir það veröa dansleikir haldnir í víðfrægum ballhúsum vítt og breitt um landið, svo sem í Miðgarði, Njálsbúð, Sjallanum á Akureyri og fleira mætti nefna. Þá leikur sveitin á tónleikum í miðborg Reykjavíkur að kvöldi 17. júní. Þessa dagana er SSSól að senda frá sér nýjan geisladisk. Fyrsta Iag hans, Mér var svo kalt, er þegar far- iö að heyrast á útvarpsstöðvum og á skemmtistöðum. Þá er annað nýtt lag með sveitinni væntaniegt, Fullorbinn, og segir Einar það vera dæmigert lag í anda SSSólar. Þá seg- ir Einar jafnframt að hljómsveitin Sólstrandargæjarnir verði í för með SSSól í sumar. Sú sveit gaf einnig út geisladisk og hann verður kynntur fyrir landi og þjóð á sól- arböllum í sumar. -SBS Útskriftarhópurinn ásamt skóiameistara. 44 stúdentar brautskráöir frá Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Saubárkróki: Fjölbrautaskóla Noröurlands vestra var slitið í nýja bók- námshúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. maí s.l. í vetur lögðu 356 nemendur stund á nám við skólann. Á haustönn voru 476 nemendur og voru 140 þeirra nýnemar, 411 héldu áfram námi á vorönn og 60 nemendur komu til náms sem ekki höfðu verið á haus- tönn, því voru 471 nemandi á vorönn. 44 nemendur braut- skráðust af stúdentsbrautum, 2 af atvinnulífsbraut og 1 af iðn- námsbraut. Skólameistari, Jón Hjartarson, taldi að kennaraverkfallið hefði komib illa viö skólastarfið. Eftir að verkfallinu lauk hefði verið kennt alla laugardaga við skól- ann og kennararnir lagt sig fram um að nota hverja stund sem best til kennslu. Verðlaun fyrir góðan námsár- angur til stúdentsprófs fengu Halldór Stefánsson, Amfríður Arnardóttir, Stella Hrönn Jó- hannsdóttir og fyrir góð félags- störf í þágu nemendafélagsins fengu viburkenningu Heiðrún Jóhannsdóttir, Júlía Pálmadótt- ir, Pálmi Viihjálmsson, Rósa María Vésteinsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir. í ávarpi til nýstúdentanna sagöi skólameistari m.a.: „Gefið gaum að gildum tilver- unnar og áhættum, án þess að áræðni ykkar visni til að leggja góðum málum lið. Megi gleöin rába ríkjum meðal ykkar og megiö þið jafnframt eiga hug- heilar minningar um skólavist- ina. Heill og hamingja fylgi ykk- ur um alla framtíð." Tónlistin var í heibri höfð við skólaslitin. Kór skólans söng undir stjórn Hilmars Sverrisson- ar og Svana Berglind Karlsdóttir og Gísli Magnason sungu vib undirleik Heiðdísar Lilju Magn- úsdóttur. Stefán Kemp flutti kveðjuorð nýstúdenta, en Júlíus Guöni Antonsson ávarp 10 ára stúd- enta. helgi ársins. Meöal aödráttar- afla voru sjóstangaveiðimót, stórt og mikið golfmót og nokkur árgangsmót. Á aðfara- nótt sunnudags, Jregar skemmtistöðum haföi verið lokað á miönætti vegna ákvæða heigidagalöggjafar- innar, var gleðinni haldið áfram á götum úti og víða slegið upp teitum. Meðal ann- ars var kveikt í stórum bál- kesti framan við nýja verslun KÁ á Strandvegi. Ekki var þessu beint gegn KÁ, eins og haldiö var í fyrstu, en KÁ tók við rekstri verslunarinn- ar í síðustu viku og hefur nú bróðurpart matvöruverslunar í Eyjum. Voru Iögregla og slökkvilið kölluð á staðinn, þeg- ar bálkösturinn var kveiktur, enda nærliggjandi hús í hættu. Var þá gerbur absúgur að slökkviliðinu. Þá var tuðru stol- ib og fóru nokkur ungmenni á henni út í Elliðaey. Lögreglan beið ungmennanna, þegar þau komu að bryggju, og voru þau yfirheyrö. Aðilar í ferða- og skemmti- bransanum í Eyjum eru mjög ósáttir við helgidagalöggjöfina, sem gerir að verkum að allt er lokab á hvítasunnudag og skemmtistaðir eftir miðnætti á aðfaranótt hvítasunnudags. Rafn Pálsson, sem er hótelstjóri Bræðraborgar og rekur einnig skemmtistaðina Höfðann og HB Pöbb, segir að löngu sé kominn tími til að endurskoða þessa helgidagalöggjöf. „Túristunum, sem voru hjá okkur um helgina, fannst þetta mjög skrýtið, ab hafa allt lokað svona fyrstu al- vöru ferðamannahelgi ársins. Okkur fyndist það út í hött, ef við værum á Spáni og þar væri allt slaglokaö. Lögin, eins og þau eru í dag, þjóna hvorki nú- tíma íslendingum né ferðaþjón- ustunni. En mér skilst að það sé veriö ab vinna í þessu af hálfu Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda, en þeir eiga í við- ræbum við dómsmálaráðherra," sagði Rafn. ■ Shelistööin vib Cylfaflöt, dýrt mannvirki meb mikla þjónustu vib bíleigendur. Shellstöö opnar í Crafarvoginum: Ekki bara bensínið, heldur líka grillmatur Glæsilegum bensínstöðvum fjölgar óðfluga þessa stundina í Reykjavík. Olíufélögin virö- ast vígbúast fyrir mikla sam- keppni, sem framundan er við Irving Oil í Kanada. Og olíufé- lögin auka stöðugt framboð á ýmsum varningi í stöðvum sínum. Þar er líka hægt að kaupa steik á grillið. Á föstudaginn var opnaði Skeljungur Shelistöö við Gylfa- flöt í Grafarvogi. Auk þess aö selja bensín og vörur, sem freista bíleigenda og útilífsfólks, selur nýja Shellstöbin mat á grillið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.