Tíminn - 15.06.1995, Qupperneq 1
79. árgangur
Fimmtudaguj 15. júní 1995
109. tölublað 1995
SIMI 563 1600
Brautarholti 1
STOFNAÐUR 1917
Björn Grétar Sveinsson
form. Verkamannasam-
bandsins:
Halldór Ásgrímsson á
árlegum fundi EFTA-ríkj-
anna í Bergen:
Mikilvægur
fundur
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isrábherra sat í gær og fyrra-
dag hinn árlega fund EFTA-
ríkjanna og utanríkisrábherra
þeirra landa, en hann fór
fram í Bergen.
„Hér var verib að ganga frá frí-
verslunarsamningi milli EFTA og
Slóveníu, þá er unnið að því ab
leggja síöustu hönd á fríverslun-
arsamninga við Eystrasaltsríkin.
EFI'A skiptir okkur afar miklu
máli varðandi samstarfið við Evr-
ópusambandiö, þannig að al-
mennt er litið á þennan fund
sem afar þýðingarmikinn fyrir
framtíöina," sagði Halldór Ás-
grímsson. ■
Blöndum
okkur í máliö
„Eins og málin standa gagnvart
Verkamannasambandinu verð-
um við að blanda okkur í mál-
ið þannig að annar hvor aðil-
inn (Atvinnuleysistrygginga-
sjóður eða fiskverkendur)
tryggi fólki greiðslur, þá hugs-
anlega með einhverjum fyrir-
vörum ætli þeir að fara í hár
saman," sagði formabur Verka-
mannasambandsins, Björn
Grétar Sveinsson.
Tíminn spurði hann um viö-
brögö Verkamannasambandsins
viö því að Atvinnuleysistrygg-
ingasjóbur telur sér ekki skylt að
greiöa bætur til fiskverkafólks
sem fiskverkendur taka af launa-
skrá samkvæmt 3. grein, vegna
hráefnisskorts af völdum verk-
falls. Og Vinnumálasambandib
ráðleggur fiskvinnslufyrirtækjum
innan sinna raða að greiða ekki
laun fyrir þá daga sem vinna fell-
ur niður af þessum sökum.
„Þetta fiskvinnslufólk hefur
ekki efni á því að bíða eftir því að
fá sína peninga greidda á réttum
tíma.
"Við munum einbeita okkur aö
því að þessi deila komi ekki
þannig út að þab fiskverkafólk,
sem hún bitnar á, þurfi að bíða
eftir greiðslum," sagði Björn
Grétar. ■
Byrjab er ab skrúfa nibur strauminn í áiverinu, en þar hjólubu menn þó um eins og vanalega í gær. Verksmibjan lokar föstudaginn 23. júní.
Finnur Ingólfsson ibnaöarrábherra segir mikib bera á milli í ísaldeilunni eftir fund meb deiluabilum í gœr:
Loki álverib óttast ég
ab ekki veröi opnað á ný
Finnur Ingólfsson ibnaðarráb-
herra kallaði til sín deiluabila í
álverinu í gær til ab kynnast
betur stöbu mála. Fulltrúar
launþega komu fyrir hádegi en
fulltrúar vinnuveitenda síbdeg-
is. Finnur segir þessa fundi hafa
verib gagnlega, ágreiningsatribi
hafi skýrst en því mibur sé ljóst
ab mikib beri á milli manna og
í raun meira en hann hafbi talib
fyrir þessa fundi. Þab segir ibn-
abarrábherra vera grafalvarlegt
mál.
„Þessi staða er ekki síst alvarleg
vegna þess að verkfallið er komiö af
stað og það blasir við að föstudag-
inn 23. júní veröur álverinu lokaö.
Segja má að mikill skaði sé þegar
skeður, þar sem er sá álithnekkir
sem við höfum orðib fyrir hjá við-
Ibnabarrábherra hitti fulltrúa launþega fyrir hádegi í gær. Tímamyndir: cs
semjendum okkar um stækkum ál-
vers, en þeir eru ekki síst á höttum
eftir stöbugleika á vinnumarkaði,"
sagbi Finnur Ingólfsson í gær.
Fiskvinnslufólk á sveitina?
Atvinnuleysistryggingasjóbur
hefur tilkynnt öllum, sem sjá
um úthlutun atvinnaleysisbóta,
ab 1. mgr. 3. greinar laga um at-
vinnuleysistryggingar (um
heimild vinnuveitanda til ab
fella fólk af iaunaskrá án fyrir-
vara, m.a. vegna hráefnisskorts)
gildi ekki um hráefnisskort
vegna sjómannaverksfallsins
sem nú stendur yfir. Starfsmenn
ættu því áfram ab vera á launa-
skrá fyrirtækja.
Vinnumálasambandið, sem ráö-
lagði félagsmönnum sínum að fara
eftir 3. greininni, segist ekki ætla
að una þessari ákvörðun sjóðsins
og ráöleggur fiskvinnslufyrirtækj-
um innan sinna raða að greiöa
ekki laun fyrir þá daga sem vinna
fellur niður vegna hráefnisskorts
af völdum sjómannaverkfallsins.
Fái fiskverkafólkið hvorki bætur
né laun er spurningin hvort eini
kostur þess sé að segja sig til sveit-
ar?
í bréfi til stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs í gær segir lögmab-
ur Vinnumálasambandsins, Jón R.
Pálsson, rétt fyrirtækis til ab fella
starfsfólk af launaskrá ótvíræðan
samkvæmt kjarasamningi Verka-
mannasambands íslands. Það geti
fyrirtæki annað hvort gert með
uppsögn kauptryggingasamnings
með 4ra vikna fyrirvara (eins og
Samtök fiskvinnslustöðva munu
hafa ráölagt félagsmönnum sín-
um) eða með 3. greininni, sem
Vinnumálasambandið valdi.
Ástæðan hafi einfaldlega verið sú,
að óvíst var ab verkfall sjómanna
kæmi til framkvæmda þótt það
hafi veriö boðaö auk þess sem
önnur hráefnisöflun — t.d. rússa-
fiskur eða trillufiskur, þannig ab
ekki hafi þótt rétt að beita 4. vikna
frestinum. Vísa forystumenn
Vinnumálasambandsins m.a. til
viðtals við forseta ASÍ 6. maí sl.,
þar sem hann hafi harðlega mót-
mælt því að kauptryggingarsamn-
ingum sé sagt upp meö fjögurra
vikna fyrirvara vegna hugsanlegs
sjómannaverkfalls, þar sem aðrir
möguleikar væru fyrir hendi. ■
„Ég óttast það, já," sagði Finnur
aöspuröur um hvort hann óttaöist
að alverið myndi ekki opna aftur ef
því yrði lokað föstudaginn 23. júní.
„Ég á von á því að menn muni fara
alvarlega ofan í þá spurningu, ef til
lokunar kemur, hvort það yfirleitt
borgi sig að opna aftur," sagöi ráö-
herra ennfremur.
Finnur benti á að íslendingar
væru um langt árabil búnir að leita
eftir erlendri fjárfestingu til að
draga úr atvinnuleysi og efla hag-
vöxt og bæta kjör almennings. Iðn-
aðarráðherra telur hins vegar að
þaö sem nú er að gerast geti fælt
hugsanlega fjárfesta frá landinu,
ekki einvöröungu Alusuisse heldur
líka alla aöra sem fylgjast með mál-
um hér með hugsanlega fjárfest-
ingu í huga. „Allir sem á annað
borð hafa leitt hugann að íslandi
sem fjárfestingakosti líta til þessa
ástands á vinnumarkaöi, ekki bara í
ÍSAL deilunni heldur allum öðrum
deilum á vinnumarkaði líka," sagði
Finnur.
Ábyrgð deiluaðila er því mikil aö
mínu mati og það er því grafalvar-
legt mál ef vinnumarkaðsdeilur
verba til þess að spilla hér fyrir fjár-
festingu í stóriðju loksins þegar
hún býðst.
Aöspurður um hvort hann teldi
lagasetningu koma til greina til að
koma í veg fyrir endanlega lokun
álversins, sagði Finnur: „Mér finnst
það ekki koma til greina, eins og
staðan er núna. Ábyrgðin er samn-
ingsaðilanna og það eru þeir sem
verba að finna lausn á málinu." ■