Tíminn - 20.06.1995, Page 1

Tíminn - 20.06.1995, Page 1
STOFNAÐUR 191 7 79. árgangur Þriöjudagur 20. júní 1995 111. tölublað 1995 Skólamálaráö Reykjavík- ur um skólastjórastöbu í Austurbœjarskóla: Mælt meö Sigrúnu Meirihluti skólamálaráös Reykja- víkur ákvab í gær að mæla með Sig- rúnu Ágústsdóttur í starf skóla- stjóra Austurbæjarskóla. Það voru þrír fulltrúar R-listans sem ákváöu að mæla með Sigrúnu, en tveir fullrúar Sjálfstæðisflokksins ákváðu að mæla með starfandi skólastjóra, Guömundi Sighvatssyni. Kennarar og starfsfólk Austurbæjarskóla hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við Guðmund. Fræðslustjóri mun nú gefa ráðherra umsögn en þab er síðan Björn Bjarnason sem ákveður hver fær stöðuna. Alls sóttu sjö um stöðuna. ■ Hertari reglur um tollfrjálsan innflutning á áfengi hjá flugmönnum og fíugfreyjum, valda þeim erfiöleikum: Áhafnarmeðlimir teknir ..í röðum" Samkvæmt heimildum Tímans hefur orðib gífurleg aukning á þeim áhafnarmeblimum á millílandaflugvélum, sem tekn- ir hafa verib í tollinum á flug- vellinum í Keflavík. Sömu heimildir segja ab í vetur hafi verib teknir á bilinu 50- 60 flug- menn og flugfreyjur sem annab hvort hafi reynt ab taka meb sér of mikib áfengi inn í landib, eba hafi verib ab brjóta settar tímareglur. Refsingin vib þess- um ólöglega innflutningi er upptaka varningsins og greibsla sektar, en sem dæmi má nefna ab vibkomandi er gert ab greiba 3.200 krónur fyrir hvern líter af sterku víni sem reynt er ab smygla inn. Gottskálk Ólafsson, tollstjóri á Keflavíkurflugvelli, segir þab rétt ab brögb séu ab því að áhafnarmeblimir reyni ab kom- ast meb meira magn af toll- skyldum varningi, þ.e.a.s. áfengi en heimilt sé. Hann segir þó ab samanburður sé erfiður, enda hafi ákvæbi um tímatak- mörk ekki veriö áður. Meblimir flugáhafna sem hafa skemmri útivist en 15 daga í einu mega taka meb sér 0,375 lítra af sterku áfengi og 0,75 lítra af léttu eða sama magn af sterku og þrjá lítra af bjór, eða sama magn af léttu áfengi og þrjá lítra af bjór. Auk þessa eru settar tímatakmarkanir á það hversu oft áhafnarmeðlimir mega taka með áfengi án þess ab greiða tolla. ■ Yfirmenn á kaupskipum: Sáttafundur á morgun Bobað hefur verib til sáttafundar í kjaradeilu yfirmanna á kaup- skipum og vibsemjenda þeirra á morgun, mibvikudag, hjá ríkis- sáttasemjara. En stéttarfélög skipstjóra, stýrimanna, bryta og matsveina frestubu ábur bobubu verkfalli til hádegis þann 26. júní nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Guðlaugur Gíslason hjá Stýri- mannafélagi íslands segir ab ákveð- ið hafi verið að fresta boðuðu verk- falli um viku til að iiöka fyrir samn- ingum. En samkvæmt fyrri ákvörð- un átti boðað verkfall yfirmanna á kaupskipum ab koma til fram- kvæmda á hádegi í gær, þann 19. júní. Aðspurður um kröfur félag- anna sagði Guðlaugur ab stefnt væri að því að „fá eitthvað meira" en yfirmenn fengu í þeim samn- ingi sem þeir felldu á dögunum meb eins atkvæðis meirihluta. Hinsvegar samþykktu vélstjórar á kaupskipum samninginn og eru því ekki með í þeim samningavið- ræðum sem framundan eru. Þá stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamning undirmanna á kaup- skipum í Sjómannafélagi Reykja- víkur. ■ Tvö innbrot Tilkynnt var um tvö innbrot til lög- reglunnar í Reykjavík í gærmorg- un. Brotist var inn í safnaðarheim- ili Laugarnessóknar, þar sem stolib var tölvum og öörum búnabi. Einnig var brotist inn í tannlækna- stofu í Vogahverfi og miklar skemmdir unnar. RLR hefur bæði málin til rannsóknar. ■ LIÚ œtlar ekki oð skora á félagsmenn aö hœtta viðskiptum við Shell vegna olíuborpallsins: Segir ákvörbun Shell af hinu illa Kristján Ragnarsson formabur LÍÚ segir ab allt það sem getur spillt lifríki hafsins sé af hinu illa. Hann segist undrast mjög þá ákvörbun yfirstjórnar Sheil ab ætla ab sökkva einum af olíu- borpalli sínum í hafib úti fyrir strönd Skotlands. Formaður LÍÚ segir að ekki hafi komiö til tals innan stjórnar lands- sambandsins ab skora á félags- menn ab hætta viðskiptum vib Shell á íslandi í mótmælaskyni við ákvörðun stjórnar móburfyrir- tæksins. Kristján segir það ekki sanngjarnt aö blanda viðskiptum við Skeljung hf. við þetta mál, enda sé fyrirtækið að mestu ís- lenskt þótt það sé að hluta til í eigu alþjóðafyrirtæksins Shell. Auk þess hefur forstjóri Skeljungs hf. lýst sig andvígan þessari ráðagerð móður- fyrirtæksins. Svo virðist sem yfirstjórn Shell ætli að halda fast vib fyrri ákvörö- un sína og sökkva olíuborpallin- um í Atlantshafið, þrátt fyrir áköf mótmæli víðs vegar aö og m.a. frá íslenskum stjórnvöldum. Þá hafa nokkur fyrirtæki á Norðurlöndum ákveðið að hætta viðskiptum við Shell í mótmælaskyni. En talið er aö allt aö fimm þúsund tonn af ol- íu sé aö finna í pallinum auk ann- arra efna sem hættuleg eru lífríki hafsins. ■ Sumar á Akureyri Tímamynd: Pjetur Þab þarfvart ab segja nokkrum hvarþessi myrid er tekin, því allflestir þekkja kirkjuna í baksýn. Þab er komib sumar á Akureyri og starfsmenn bœjarins því í óbaönn ab klœba hann í sumarfötin og hitti Ijósmyndari Tímans þessar stúlkur fyrir í tröppunum sem liggja ab kirkjunni, á dögunum. Sigríöur Hrönn segist ekki koma aftur til starfa í Súöavík: Samstaðan ekki eins og hún hefði kosið Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fulltrúi í hreppsnefnd Súba- víkurhrepps, tilkynnti fjöl- miblum í gær ab hún muni ekki taka vib starfi sveitar- stjóra í Súbavík ab nýju í haust. Vib því starfi tók hún 1988. Meb þessu segist hún vonast til ab geta skapab ein- ingu innan hreppsnefndar- innar um framgang mála í sveitarfélaginu. „Því mibur hefur sam- staban og samstarfib ekki verið eins og ég heföi helst kosib. íbúar sveitarfélags- ins eiga skilið Sigríbur Hrönn ab sátt ríki, þegar vinna þarf heilt byggbar- lag út úr slíkum vanda, sem hér er vib ab glíma," sagði Sigríbur Hrönn í gær. Hún segir ennfremur ab átök og persónuleg gagnrýni, sem hafi átt sér stað innan hrepps- nefndar, hafi haft djúpstæb áhrif á sig og fjölskyldu sina og eigi stóran þátt í þeirri stöbu sem hún nú sé í. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.