Tíminn - 20.06.1995, Page 5

Tíminn - 20.06.1995, Page 5
Þri&judagur 20. júnf 1995 ®ll*ISww 5 Eftir nœstum 35 ára stríö í Angólu veröur þar ekki þverfótaö fyrir jarösprengjum, sem stríösaöilar lögöu hver fyrir annan. Þcer eru taldar vera álíka margar og lands- menn Fri&ur hefur nú komist á í Angólu eftir ófrið sem staöiö hefur næstum sam- fellt í næstum hálfan fjórba áratug. í nóvember s.l. komust stríðsabilar, angólski stjórnar- flokkurinn MPLA og stjórnar- andstöðuflokkurinn UNITA, að samkomulagi um skiptingu valda. Fær UNITA samkvæmt því fjóra rábherrastóla og þrjár fylkisstjórastöður. Herir beggja skulu afvopnast að miklu leyti og sameinast í einn her. Á því ab vera lokið í janúar 1997. Sameinuðu þjóð- irnar áttu einhvern hlut að því að friður komst á og er ætiast til að á næstunni verði þarlendis um 7500 bláhjálmungar til að tryggja friðinn. Friöarfaðmlag Samkomulag þetta var gert í Lusaka, höfuðborg grannlands- ins Sambíu. í maí s.l. hittust í sömu borg þeir José Eduardo dos Santos, Angóluforseti, og Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, og föðmuöust hjartanlega friðnum til staðfestingar. í Angólu skipta menn ófribn- um í þrjú stríð, sem ráku hvert annab með nokkurra vikna milli- bilum. Fyrst var það stríð an- gólskra sjálfstæbishreyfinga gegn Portúgölum, sem hófst 1961. Annað stríbið í röðinni hófst skömmu eftir að Angóla varð sjálfstætt ríki 1975 og var það á milli sjálfstæðishreyfinganna, einkum MPLA og UNITA. Það var þegar frá byrjun jafnframt liður í kalda stríðinu, því ab Sov- étríkin, Kúba og fleiri kommún- ísk ríki studdu MPLA og Banda- ríkin, Suður-Afríka og fleiri hjálpuðu upp á UNITA. Að kalda stríðinu loknu tókst ab binda enda á þann þátt Angólustríðs. Þriðja stríðið hófst eftir að UN- ITA hafði farib halloka í kosning- um, sem fóru fram undir alþjóS- Stjórnarhermenn íóvinaleit: bestu vinir er stund varö milli stríba. Friður í Angólu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON legu eftirliti í september 1992. Jonas Savimbi lýsti þær kosning- ar svindl og hóf stríð á ný. Þetta stríð stób sem sé skemur en hin tvö, en varð á hinn bóginn grimmast þeirra allra. Eftir þessa löngu skálmöld er Angóla, sem er eitt þeirra Afríku- ríkja sem best búa með náttúru- auðlindir, í rúst. Hundmö þús- unda fólks hafa verið drepin í ófriðnum, enginn veit nákvæm- lega hve margir. Milljónir manna hafa hrakist frá heimilum sínum. Vegir og brýr eru eyði- lögð, borgir í rústum. Eina nú- verandi framleiðsluvara lands- ins, sem gefur af sér harðan gjaldeyri svo um munar, er olía, og hún olli kannski mestu um ab MPLA tapabi ekki fyrir UNITA. Olíusvæbin voru frá 1975 á valdi MPLA. Bandarísk olíufélög dæla olíunni upp. Bandaríkjamenn voru sem sé báðum megin víglín- unnar í þessum þætti stríbsins; aðilar á vegum stjórnar þeirra studdu UNITA og olíufélög þeirra héldu MPLA í gangi með því að vinna fyrir hana olíu og koma ol- íunni á markab. Ófært á akrana Hungur af völdum stríðsins hefur valdið miklum mannfelli, og þótt nú eigi svo að heita að friður ríki, getur orðiö bið á því að hungrinu verði bægt frá. Ak- uryrkja lagðist niður á stómm svæðum af völdum hernaðarins. Þótt nú sé ekki lengur barist, er það víba svo að fólk þorir ekki út á akrana til ab koma þeim í gagn- ið á ný. Það stafar af hræðslu við jarð- sprengjur. Svo er aö heyra að stríðsaðilar hafi verið óhemju vel birgir af þeim, ekki síður en þeir sem börðust og berjast í Kamb- ódíu og Afganistan. í Angólu er sagt að jarðsprengjur séu þar á svo að segja hverju strái, og þær Savimbi, foringi UNITA: fcer hlutdeild í völdum. Frá stríbinu. Eftir þaö er landiö í rúst. halda áfram að drepa og limlesta fólk, hvað sem stríðslokum líður. Dreng í hópi 35 munaðar- lausra barna á barnahæli í Kuito, borg í miðhluta landsins, sem vestrænir fréttamenn heimsóttu, vantar annan fótinn. Foreldrar hans fómst fyrir um ári, er hús þeirra þar í borg var sprengt í rúst, og hann og yngri systkini hans tvö földu sig í rústunum, enda skutu hermennirnir oft á allt sem hreyföist. Um síðir læddist drengurinn út í garð við húsib, til að grafa upp maníok- rætur, því að „við vomm svo svöng". Þá reif jarðsprengja und- an honum annan fótinn. Slík dæmi em óteljandi. Sprengjur á láði og í legi I Kuito em Bretar nokkrir frá stofnun að nafni Halo-Tmst, sem helgar sig því hlutverki að gera jarðsprengjur óvirkar. Einn þeirra, Paul Heslop nefndur, sagði fréttamönnum frá þýska tímaritinu Der Speigel að þar í borg yrði ekki þverfótað fyrir jarösprengjum. „Meira að segja fljótin Kuito og Kangoti em full af kínverskum plastsprengjum, sem gera ab verkum ab þar er lífs- hættulegt að fiska, synda, sækja vatn." Bretarnir frá Halo-Tmst og Angólumenn þeir, sem meö þeim vinna, segjast þegar hafa fundið á lábi og í legi í Kuito og nágrenni og gert óvirkar um 1200 jarðsprengjur af 37 geröum, auk hundraða af handsprengjum og sprengikúlum. Heslop telur, að með sama mannskap muni taka 80 ár að losa Kuito við jarðsprengjuhætt- una. „í allt em líklega á angólskri jörð um ellefu milljónir jarð- sprengna, um það bil ein á hvern landsmann." í Kuito hafði UNITA fylgi mik- ils meirihluta borgarbúa og þar var barist um hvert hús í síðasta þætti ófriðarins. Borgarbúar segja að þegar hlé varð á bardögum hafi MPLA- menn og UNITA-lið- ar virst vera bestu vinir, leikið knattspyrnu saman og skipst á sígarettum og mat. En í borginni, sem portúgalskar villur settu áð- ur svip á, vom næstum öll húsin eyðilögð ab meira eða minna leyti. Um fjórðungur borgarbúa — um 25.000 manns — var drep- inn meðan barist var. Og þeir eftirlifandi kvíða því að friðurinn kunni að verða skammur, eins og sýnt hefur sig áður. Einnig 1992 hugöust Sam- einuðu þjóðirnar tryggja frib í landinu, en sú tilraun fór hrapal- lega út um þúfur. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.