Tíminn - 22.06.1995, Page 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Fimmtudagur 22. júní 1995 113. tölublað 1995
■ > | , | «v / / , i Tímamynd CS
vei var teRio a moti hinum tignu gestum frá Kína íboöi sem frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hélt þeim á
Bessastööum síödegis í gœr. Ljósmyndari Tímans var þar og tók þá þessa mynd.
Reykjavíkurborg slœr tvœr flugur í einu höggi meö lœkkun Geldinganess fyrir athafnasvœbi:
Geldinganes framtíöar
grjótnám Reykjavíkur
Varaforsœtisráöherra
Kína í opinberri heim-
sókn hér á landi:
Kínverjar í
heimsokn
í gær komu Li Lanqing, varafor-
sætisráðherra viðskipta- og efna-
hagsmála í Kína, og eiginkona
hans í opinbera heimsókn til
landsins, ásamt föruneyti. hau
dvelja hér á landi allt fram á
laugardag og fara víða.
Halldór Asgrímsson utanríkis-
ráðherra og Sigurjóna Sigurðardótt-
ir eiginkona hans tóku á móti hin-
um tignu gestum á Keflavíkurflug-
velli í gær og síðdegis var móttaka á
Bessastöðum hjá forseta íslands. Í
dag, fimmtudag, er fundur með
blaðamönnum og þá verður hádeg-
isverður snæddur í Viðey.
Á föstudag verður fiskvinnsla
Granda hf. í Reykjavík skoðuð, far-
ið i heimsókn á Fingvelli og Nesja-
velli og einnig verður flogið austur
á Egilslaöi og aðstæður þar skoðað-
ur. Snemma á laugardagsmorgun
fljúga hinir kínversku gestir síðan
héðan af landi brott. ■
Allt fast
í álvers-
deilunni
Samninganefndir aðila í álverinu
funduðu árangurslaust hjá sátta-
semjara í gær og var fundi þar frest-
aðisíðdedis. Samningafundur hefur
verið boðaður seinnipartinn í dag,
en samkvæmt upplýsingum úr
Karphúsinu gerðist ekkert nýtt á
fundinum í gær og hvorugur deilu-
aðila kom með nýtt útspil.
Framleiðsla stöðvast í álverinu á
morgun vegna verkfallsins, og er
áætlað að hálfan milljarð þurfi til
að ræsa verksmiðjuna aftur ef þaö
verður gert. ■
Formlega séö situr stjórn
Brunamálastofnunar enn:
Uppsagnir
finnast ekki
Samkvæmt upplýsingum, sem
Tíminn hefur frá félagsmála-
ráðuneytinu, er litið svo á að
stjórn Brunamálastofnunar sitji
enn. Lögformleg uppsögn stjórn-
arinnar hafi enn ekki borist ráðu-
neytinu. I'essu andmælir Hulda
Finnbogadóttir, og segist vera
„fyrrverandi" stjórnarformaður.
„Ég fór meö þetta í eigin persónu
í ráðuneytið um leið og fundurinn
var búinn, það var búið að loka en
ég afhenti skrifstofukonu sem ég
þekki bréfið," sagði Hulda Finn-
bogadóttir, og segist vera fyrrver-
andi formaður stjórnai Brunamála-
stofnunar. Hulda segir þaö líka
greinilegt í fundargerð að stjórnin
hefur sagt af sér.
Sesselja Árnadóttir, lögfræðingur
hjá Félagsmálaráðuneytinu, sagði í
gær að hún kannaðist ekki við
þetta bréf. Þetta þyrfti að kanna.
„Formlega séð má segja að
stjórnin sitji enn, nema hvað
vantar varamann," sagði Sesselja
Árnadóttir í gær. ■
Með breytingu á skipulagi
Geldinganess úr íbúðabyggð í
framtíðar iðnaðarsvæði slær
Reykjavíkurborg tvær flugur í
einu höggi, því þar með verð-
ur Geldinganesið væntanlega
næsta grjótnám borgarinnar,
samkvæmt upplýsingum Þor-
valdar S. Þorvaldssonar for-
stöðumanns Borgarskipulags.
„Það er orðið óskaplega erfitt
og ógnarlega dýrt að fá efni í
ýmiss konar fyllingar sem gera
þarf í borginni. Geldinganesið
er eiginlega einn stór klettur,
þannig að það er líka verið að
horfa til þess sem framtíðar-
námu. Þ.e. að það falli saman
að lækka þurfi landið til þess að
hægt sé að búa til athafna-
svæði, sem yrði í hæð við hafn-
arsvæði, og fá þannig efni til að
fylla út í sjóinn til aö búa til
hafnarsvæöi. Þannig fengist
land til að byggja á athafna-
svæði og um leið nokkurt um-
framefni í þær fyllingar sem við
þurfum hér í borginni, sem
yrði þá gríðarlega mikið ódýr-
ara heldur en ef við þyrftum að
sækja það, kannski einhverja
hundruð kílómetra".
Þorvaldur var spurður hvað
hafi breyst síðan Geldinganes
var skipulagt sem íbúðabyggð,
með miklum glæsibrag, fyrir
um fimm árum.
„Forsögnin sem við fengum
frá Aflvaka um hugsanlegt
framtíðarsvæbi: sem gæti
byggst upp í áföngum, nálgað-
ist helst 200 hektara að stærð,
væri í góðum tengslum við
höfn og í beinum tengslum við
stofnbrautakerfi höfuðborgar-
svæðisins. Ab okkar mati sýnist
Geldinganesið vera eina svæðið
innan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur sem hefur þessa
Alþýðuflokkurinn í Hafnar-
firbi er í kreppu varöandi val
á samstarfsabila í bæjar-
stjórn Hafnarfjarbar. Bæjar-
fulltrúar komu flestir heim í
fyrradag af vinabæjamóti í
Noregi. Margt var þar rætt
um nýja bæjarstjórn en ekki
var hún fullmyndub í far-
angri bæjarfulltrúanna þeg-
ar heim var komib.
Samkvæmt upplýsingum
Tímans er vænsti kosturinn í
stöðunni nú talinn vera sam-
stjórn Alþýðuflokksins og
tveggja fulltrúa Sjálfstæbis-
flokks, þ.e. Magnúsar Gunn-
kosti, sem þarna er verið að
biðja um. Þar með voru for-
sendurnar breyttar. En ég tek
fram að það er hvergi formlega
búið ab taka þessa ákvörðun".
Var þá ekkert hugsað út í það
fyrir fimm árum að menn væru
að skipuleggja íbúbabyggö á
eina hugsanlega framtíðar-
svæðið fyrir höfn og iðnað í
Reykjavík.
„Jú, aldeilis. Á aðalskipulag-
arssonar og Valgerðar Sigurð-
ardóttur.
Fyrsti kostur sem ræddur
var, samstarf vib Jóhann
Gunnar Bergþórsson, er ekki
lengur í myndinni að mati
þeirra sem rætt var vib í gær.
Jóhann er talinn mundu verða
í óþægilegri oddaaðstöðu í
slíku samstarfi, og verða óþæg-
ur sem fyrr. Ekki munu kratar
heldur vilja Jóa Begg og Ellert
Borgar saman í meirihluta-
samstarf.
Samstarfið við Alþýðu-
bandalagið, sem margir töldu
góban kost, er talið þeim ann-
inu, sem gerir ráb fyrir íbúða-
byggð í Geldinganesi, eru tekn-
ir frá um 50 hektarar fyrir at-
hafnasvæði og hafnarsvæðið
allt er síban um 120 hektarar.
Miðað við það hvernig at-
hafnastarfsemi hefur byggst
upp í borginni þá dugar þetta
alveg — þess vegna í 50 eða 100
ár. Og maður geymir ekki
skipulagssvæði í meira en 50 til
100 ár", sagði Þorvaldur. ■
mörkum háð að Magnús Jón
Árnason, bæjarstjóri og odd-
viti Alþýðubandalagsins, lagði
til hatrammrar atlögu gegn Al-
þýðuflokknum strax eftir
kosningarnar í fyrra og reyndi
ab fá fyrrum samstarfsabila
dæmda fyrir dómstólum.
Hefndarhugur Magnúsar mun
nú sitja í krötum.
Endurskoðun bæjarreikn-
inga hjá endurskoðunarfyrir-
tæki í Reykjavík, kostnaöur
vib málsmeðferbina og annað
er talib hafa kostab Hafnar-
fjarðarbæ milli 15 og 20 millj-
ónir króna. ■
Val krata í Hafnarfiröi á samstarfsaöila er ýmsum annmörkum háö:
Hluti D-listans í samstarfiö?