Tíminn - 22.06.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. júní 1995
13
Operusöngkonurnar Elísabet Erlingsdóttir og Sieglinde Kahmann voru í Allir sungu Island ögrum skorib. Rut Ingólfsdóttir útskriftarkandídat yst til vinstri, Kjartan Cunnarsson fyrir miöju
veislunni. og Þorgeröur Ingólfsdóttir kórstjóri stendur hjá sóprönunum sínum í Hamrahlíöarkórnum.
Margheilagt hja mennta-
málaráðherrahjónunum
Þjóðhátíðardagur íslendinga,
17. júní, rann upp bjartur og
fagur og fyrir flesta íslend-
inga var þetta bara venjuleg-
ur frídagur með skemmtiat-
riðum niðrí bæ og hátíðar-
dagskrá í Sjónvarpinu. Ekki
samt aldeilis fyrir mennta-
málaráðherrahjónin, Bjöm
Bjarnason og Rut Ingólfs-
dóttur. Háskóli íslands hafði
nefnilega ákveðið að útskrifa
kandídata þennan dag og
það í sjálfri Laugardalshöll-
inni. Þýddi þetta að sjálf-
sögðu mætingu fyrir þau við
útskrift, að samfagna Háskól-
anum, kandídötunum og tvö
þúsund aðstandendum, sem
voru við hátíðina.
Þetta var nú bara byrjunin.
Því menntamálaráðherrafrú-
in, fiðluleikarinn og frönsku-
kandídatinn, Rut Ingólfs-
dóttir, var einmitt að útskrif-
ast sjálf þennan dag. Hún
hafði bundist ástfóstri við
franskar bókmenntir og í rit-
gerð sinni leiddi hún líkur að
því, að umfjöllun hins fræga
franska rithöfundar, Marcels
Proust, í bók hans í leit að
liðnum tíma, ætti einmitt
við sérstakan fiðlukonsert
eftir César Franck.
Þegar forráðamenn Há-
skóla íslands fréttu þetta,
fannst þeim alveg upplagt að
þessi fiðlukonsert yrði ein-
mitt spilaður við hátíðardag-
skrána í Laugardalshöllinni.
Hvað var svo einmitt betur
við hæfi en að biðja sjálfan
útskriftarkandídatinn og
fiðluleikarann, Rut Ingólfs-
dóttur, að flytja hann. Sem
hún og gerði með sérstökum
glæsibrag.
Þetta var nú opinbera hlið-
in á málinu. Því svo var það
fjölskyldan, vinimir og allir
hinir. Það þýddi að sjálf-
sögðu veislu heima, og þar
sem Rut er systir Þorgerðar
Ingólfsdóttur, stjórnanda
Hamrahlíðarkórsins, þá
mætti þessi margverðlaunaö-
asti kór íslendinga í öllu sínu
veldi meö yndislegum
stjórnanda sínum og ein-
söngvurum og söng af hjart-
ans lyst úti í garði, svo undir
tók í Hlíðunum. Einn kórfé-
laganna var einmitt sonur
Björns og Rutar, Bjarni Bene-
dikt, og fékk hann sérstak-
lega smellna stemmu í flutn-
ingnum. Svo fengu allir við-
Mann-
lífs-
spegill
GUÐLAUGUR
TRYGGVI
KARLSSON
staddir að syngja með eitt
lag.
Sem sagt eftirminnilegur
þjóðhátíðardagur hjá
menntamálaráðherrahjón-
unum, sem geymist í minn-
ingunni ásamt skírteininu frá
Háskóla íslands um glæsileg-
an árangur í „lingua franca",
frönsku. Myndirnar eru úr
veislunni. ■
Vigdís Bjarnadóttir, fjármálastjóri embœttis forseta íslands í 25 ár, og
Björn Bjarnason menntamálaráöherra ræöa nœstu aögeröir „Milljónafé-
lagsins" til styrktar Háskóla íslands.
Þórunn Hafstein hjá Menntamálaráöuneytinu og Hannes Hólmsteinn
Cissurarson hjá Háskólanum gantast á úti í garöi.
Hamrahlíöarkórinn stillti sér upp úti ígaröi og söng undir stjórn Þorgerö-
ar Ingólfsdóttur, svo undir tók í Hlíöunum.
Kjartan Gunnarsson, framkvœmdastjóri Sjálfstœöisflokksins, flutti snjalla rœöu í veislunni og sagöi þau Rut og Björn jafn skemmtileg og þaö vœri mann-
bætandi aö þekkja þau.