Tíminn - 22.06.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 22.06.1995, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 22. júní 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stóribja eöa loftkastalar Uppbygging iðnaðarsvæða á Innnesjum er eitt höfuð- verkefni Aflvaka hf., sem nú hefur fært út kvíarnar með því aö Hafnarfjöröur er orðinn meðeigandi, en fyrir- tækið var áður aðeins í eigu Reykjavíkurborgar. Þegar kynntar voru hugmyndir um nýtt iðnaöar- svæði í Geldinganesi, benti Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri, á að ekkert markvert hafi gerst í mark- aðssetningu orkufreks iðnaðar í 16 ár, eða frá því að far- ið var að bræða járn á Grundartanga. Taldi borgarstjóri aö hér þurfi að verða breyting á og leggur til aö málin verði tekin öðrum tökum en hingað til. Það er orðið tímabært að þeir, sem valdir eru til for- ystu, fari að horfa raunsæjum augum á stóriðjudrauma og möguleika á að laða erlenda fjárfestingu til landsins. Lengi var þeirri þjóötrú haldið á lofti að ísland væri mjög ákjósanlegur kostur fyrir erlenda fjárfesta og að fallvötn og jarðhiti væru auðlindir, sem sótt væri í af miklu kappi og græðgi. Bygging virkjana, sem framleiða óseljanlega orku, og 16 ára bið eftir að fjárfest sé í orkufrekum iönaði ættu að færa heim sanninn um að einhvers staðar er vitlaust að málum staðið og að hugmyndirnar um hve ísland sé ákjósanlegt fyrir orku- og mannfrekan iðnaö eru ekki á rökum reistar. Gífurlegu fjármagni hefur veriö varið til að undirbúa ný iðjuver, sem ráðamenn og sérfræðingar þeirra hafa séð í hillingum og lofað að brátt skyldu rísa. Kjördæmi og byggðarlög hafa togast á um loftkastalana og heimt- aö stóriðjuver til sín, og ekki hefur staðið á lýðskrumur- um að lofa fulltingi sínu til að skapa „atvinnutækifæri" á ólíklegustu stöðum sem líklegum. Allt taliö um auðlegðina í fallvötnum og uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar er farið að hljóma heldur hjá- róma þegar allar þær væntingar, sem gerðar eru, springa eins og loftbólur vegna þess að málin sýnast aldrei komast af umræðustiginu. Undantekningin er brota- járnsbræðsla og hefði betdr farið að hún hefði aldrei komist af umræðustigi, svo rugluð sem sú framkvæmd reyndist öll. Oft er tíundað hvers vegna ísland sé svona afbragðs- góður valkostur til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði. Enda er mikil uppbygging ávallt á umræðustigi og framkvæmdir á næsta leyti. En árin líða, iðnaðarráð- herrar koma og fara og er nú svo komið að rætt er jöfn- um höndum um að stækka álver ísals eða loka því fyrir fullt og allt. Hins vegar er minna fjallað um hvers vegna svona illa gengur að ná samningum við erlenda fjárfesta um að reisa og reka iðjuver hér. Það er ekki einleikiö hve orö og efndir stangast sífellt á í þessum efnum. Á þessu hljóta að vera skýringar og mætti gjarnan veita ein- hverjum fjárhæðum til að draga þær fram í dagsljósið. Séu íslendingar ekki samkeppnisfærir á þessum svið- um, er réttast að viðurkenna það og hætta að sóa fé í óþarfar virkjanir og undirbúning iðjuvera sem aldrei rísa. Sé aftur á móti einhver alvara í því að byggja upp orkufreka framtíð, verður að láta hendur standa fram úr ermum og það strax, áður en enn eitt stórslysiö veröur. Folinn, borgarhlibin og ESB Ef marka má yfirlýsingar for- manns Evrópusambandsvinafé- lagsins, þá er Davíö Oddsson kominn út á hálan ís í Evrópu- málunum. Evrópufélagsformaö- urinn hefur gefiö út þann úr- skurö aö forsætisráöherrann sé ekki einungis kominn á skjön viö stefnu flokksins sem hann er formaöur í, heldur sé hann líka kominn á skjön viö stefnu ríkisstjórnarinnar sem hann er í forsvari fyrir. Davíð var óvenju skorinorður í þjóöhátíðarræðu sinni og benti á aö ef íslendingar gengj- ust undir Evrópusambandiö, myndi staöa Alþingis líkjast einna helst því sem þaö var fyr- ir 150 árum, þegar þaö var end- urreist. Forsætisráðherra benti líka á þá staðreynd aö þjóðarat- kvæðagreiðslur um aðild aö Evr- ópubandalaginu væru ekki end- urteknar ef menn játuöust und- ir Brussel, aöeins ef menn neit- uöu. Stubabur krataarmur Eflaust talaði Davíð Oddsson forsætisráðherra fyrir munn margra þarna, en greinilegt var að hann hefur stuðað krataarm- inn í Sjálfstæöisflokknum auk þess auövitað aö hann hefur stuöaö fyrrum samstarfsmenn sína í Álþýðuflokknum, sem vilja inn í ESB sem allra fyrst. Gera veröur ráö fyrir aö Davíð Oddsson hafi gert sér fulla grein fyrir því hvaða áhrif þessi orö hans myndu hafa, og engum kemur á óvart þó honum sé ós- árt um að hrista svolítið upp í krötum. Hins vegar er athyglis- veröara aö hann skuli gefa yfir- lýsingar af þessu tagi, í ljósi þess aö fjölmargir flokksmenn hans eru eindregnir ESB-sinnar. Dav- íö viröist ekki óttast að styggja þennan hóp í flokknum og ögr- ar þessum aöilum í rauninni með því að gefa þeim langt nef. Fyrir mörgum árum, þegar Davíö var enn borgarstjóri, var Indriði G. Þorsteinsson fenginn GARRI til aö fella palladóm um Davíð Oddsson í sjónvarpsþætti. Indr- iöi sagði þá að Davíð væri eins og gæðingur, graður foli. Hann yröi ótvíræöur foringi sjálfstæð- ismanna sem vinstrimenn yröu aö passa sig á þegar hann slyppi út fyrir borgarmúrana. Þegar Indriði fer að tala um hross eða líkja mönnum viö hross, þá er ástæba til aö hlusta, því Indriði veit manna mest um hegðun hesta, eftir aö hafa legið sem barn í vegkantinum í Skágafiröi, borðað lakkrís og fylgst meö skagfirskum stóðum í haga. Eöa svo hefur hann sjálfur sagt. Spádómur rætist Aö sumu leyti hefur þessi spá- dómur Indriða um Davíö nú ræst, því í Sjálfstæðisflokknum er Davíö folinn sem stjórnar stóöinu og vinstri menn þurfa aö vara sig á. Davíð virðist nú vera búinn aö tryggja stööu sína svo í flokknum, aö hann er hinn óumdeildi leiðtogi, sem getur leyft sér aö fara sínu fram án þess aö þurfa að spyrja andstæö- inga sína um þaö áður. Davíð sýndi þessi merki öryggis í ríkis- stjórnarmynduninni og þegar ' hann skipti um í ráðherralið- inu. Þar kom skýrt fram að þaö var Davíð sem var formaöur og formaðurinn réö. Nú kemur þetta aftur fram, formaðurinn storkar andstæöingum sínum í flokknum í Evrópumálum meö þjóðhátíðarræöunni. Þjóöhátíöarskilaboöin frá for- manninum til flokksmanna eru aö minna á aö þeir hafi sterkan formann. Davíö getur leyft sér aö slaka á, því stööu hans verö- ur ekki ógnaö. Folinn er kom- inn út fyrir borgarhliöin og get- ur rólegur litiö af merarstóöinu um stund án þess að hafa áhyggjur af því aö einhverjir séu að kássast upp á hans pólitísku hryssur. Enda dettur engum í hug að takast á við formanninn nema einum strák í ESB-vinafélaginu, sem rífur kjaft eins og hann eigi lífiö aö leysa. Sá er hins vegar formanninum engin ógn, ekki ennþá í þaö minnsta — poodle hundar gelta mikið, en þeir eru meinlausir. Garri Kardimommulistauki Búiö er aö sækja um aö Reykjavík veröi menningarborg Evrópu aldamótaárið. Af því tilefni er fariö aö tjasla upp á ryðkumb- alda Alþingis við Kirkjustræti og útikömrum komiö fyrir á áber- andi stööum í miðborginni. Margt er samt ógert í menning- unni, en flest stendur þar þó til bóta. Leikhús borgarinnar stefnir í lokun vegna tíkarlegra framlaga skattgreiðenda og leikhússtjór- inn er að hætta vegna þess að hann veit ekkert hvernig á aö fá áhorfendur til aö koma í leikhús- iö til aö meötaka listina. Þaö vita þeir i Þjóðleikhúsinu, sem er niöurgreitt af þjóöinni, en' ekki bara borginni eins og Kringlumýrarkúltúrinn. Nú er boöað aö höfuöverkefni íslenskr- ar leiklistar veröi tekið til sýn- inga enn einu sinni aö hausti. Kardimommubærinn hans Egn- ers svíkur aldrei og hæfir vel list- rænum markmiðum og er meö afbrigbum kassavænt stykki. ✓ Oskahlutverkin í háborg leiklistarinnar, Eng- landi, er toppurinn á leiklistar- ferli þarlendra listamanna aö fara meö glansrullur úr höfuöverkum Shakespeares, Hamlet, lafði Mac- beth, Lear kóng, Ríkharð 3. og draumahlutverk ungra prímad- onna er og veröur Ófelía. íslenski leiklistarheimurinn á sér líka sín óskahlutverk, en eng- in jafnast á viö aö fá tækifæri til aö túlka aðalpersónur Kardim- ommubæjarins, ræningjana söngelsku Kasper, Jesper og Jón- atan og keppikefli ungra sem ald- inna leikkvenna hlýtur aö vera Soffía frænka, sem er stjórnsöm og ástsæl frænka allra íslendinga þriggja ára og eldri. Nú er búiö aö skipa í óskahlut- verkin og eru það allt þekktir og vinsælir leikarar, margsjóaðir í skaupum sjónvarpanna og hafa jafnvel komist alla leiö upp á stjörnuhimin auglýsinganna. Svona er misskipt menningar- láninu. Þegar Borgarleikhúsið er ab missa sinn leikhússtjóra vegna lélegrar aösóknar, dregur Þjóðleikhúsið sitt trygga kassa- stykki upp úr pússi sínu og menningarlegum markmiðum næstu leikára er borgið. Veröi hægt aö standa svona gáfulega að menningarári Evr- ______________________*» Á víbavangi ópu í Reykjavík, þegar þar aö kemur, þarf engu aö kvíöa. Bara setja nýtt bárujárn á húsaræflana og grafa upp gömul og vinsæl leikrit og borgin blómstrar með sínar 100 ölkrár. Elexíraheimt Fleira gamalt og gott er grafib upp og eru margar vísinda- og framfarastofnanir búnar að finna kínalífselexírinn upp á nýjan leik. í Tímanum í gær var mikil frétt um fjallagrös í nýrri mynd, sem á aö markaðssetja sem hollustu- varning í ýmissi mynd. Meðal annars er þar fjallagrasasnafs, sem miklar vonir eru bundnar viö. Aldraður lyfjafræðingur kann- aðist viö uppskriftina, þegar hann las Tímafréttina. 38% alkó- hól meö fjallagrasabragði. Hann kvað þetta sömu uppskrift og var uppistaðan í kínalífselexírnum, sem hann seldi í Reykjavíkurapó- teki sem ungur maöur. Elexírinn var framleiddur í skúrræfli á Seyðisfiröi, aö sögn lyfsalans, og var aldrei annaö en brennivín meö ögn af bragðefni sem gaf sullinu svolítinn lit. Sortirnar voru tvær, brama- lífselexír og kínalífselexír, og áttu aö bæta margháttaða kvilla. En dugöu skammt nema til aö lina timburmenn, einsog brennivín hefur náttúru til og skiptir ekki máli hvaöa bragöefni eru sett í þaö. En fjallagrasaelexírinn á ekki aö lækna neitt, heldur veröur hann markaðssettur sem alkóhól meö fjallagrasabragöi, eins og segir í fréttinni. En aö þaö þurfi styrki frá Rannsóknarráði ís- lands, Framleiönisjóði landbún- aöarins, Byggöastofnun, Iön- lánasjóöi, Iðntæknistofnun og fleiri merkum aöilum til þess aö búa til kokkteil af brennivíni með fjallagrasabragöi er snilldar- lausn á atvinnuþróunarvanda- málum tiltekins landshluta. Séu einhverjir í vandræðum meb nýjar atvinnuhugmyndir, væri ráö að leita til gamla apótek- arans. Hann gæti kannski kennt aö blanda norsku hóstasaftina, sem kvað vera svo ágæt eins og kínalífselexírinn foröum og fleira og fleira sem nútíminn þarf aö finna upp aö nýju ti' aö markaðs- átökin geti haft sinn gang. OÓ Ps. Svo má alltaf steyta kardim- ommur og markaössetja í lekker- um umbúöum, og jafnvel finna upp snafs meö kardimommu- bragði. En það veröur ekki gert nema meö víötæku styrkjakerfi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.