Tíminn - 22.06.1995, Side 6

Tíminn - 22.06.1995, Side 6
6 Fimmtudagur 22. júní 1995 BÆIARMÁL A Kópavogur Bæjarráb Kópavogs hefur sam- þykkt að veita Kennarabandalagi Kópavogs 50 þúsund króna styrk til aí> halda kvöldverðarboð vegna vinabæjamóts kennara, sem haldið verður í Kópavogi 1 .-6. október. • Ráðið hefur einnig samþykkt beiðni æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK, þcss efnis að í tengslum við námskeið fyrir 6-9 ára börn verði frítt fyrir þátttakendur í sundlaug- ina. • Bæjarráð hefur samþykkt að veita álfasölunefnd SÁÁ 100 þúsund króna styrk til eflingar forvarna og fræðslustarfs fyrir unga alkóhólista. • Hins vegar sá bæjarráðið sér ekki fært að styrkja söfnunarátak til stuðnings Magnúsi Guðmundssyni kvikmyndagerðarmanni, vegna framleiðslu hans á myndböndum um hvalveiðar. Það var JC Nes sem bar fram þessa ósk. Samkvæmt upplýsingum vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- is voru 396 manns atvinnulausir í Kópavogi í apríl, þar af 203 konur. í mars voru 448 atvinnulausir, þar af 222 konur. • Vélhjólaíþróttaklúbbnum, VÍK, hef- ur verið veitt áframhaldandi leyfi til afnota af malarnámum við Lækjar- botna í landi Kópavogs næstu tvö árin. Samningur þess efnis hefur því verið framlengdur. • Bæjarráð hefur hafnab beibni íþróttafélagsins Víkings í Reykjavík um að fá afnot af grasbala sunnan félagssvæðis Víkings, en balinn er í landi Kópavogs. • Norburljós hf. hefur fengið neitun vib styrkbeiðni sinni, en sótt var um hann til gerðar myndbands um afleibingar og varnir gegn sinu- bruna. Skáksambandi íslands hefur verið veittur styrkur sem nemur verði eins Apex-miba, vegna þátttöku í Evrópumeistaramóti barna og ung- linga 5.-15. júlí næstkomandi, en mótib verður haldið í Frakklandi. Sömuleiðis hefur rábið samþykkt ab veita Kára Sigurðssyni styrk sem nemur verði eins Apex-miba vegna þátttöku í ólympíukeppni í stærð- fræöi, sem haldin verbur í Kanada 15.-25. júlí næstkomandi. • Brunavarðafélag Reykjavíkur fékk 30 þúsund króna styrk vegna þátt- töku í námsdögum norrænna slökkvilið' manna, sem lauk nýlega. • Valdimar F. Valdimarsson hefur verið rábinn í starf forstöbumanns Kópavogsvallar og Rekstrareftirlits. Alls sóttu níu manns um starfið. • Bragi Guðbrandsson, fyrrum að- stoðarmaður félagsmálarábherra, hefur sent bæjarráði bréf, þar sem hann segir að hann muni ekki koma aftur til starfa sem félags- málastjóri Kópavogs, en hann hef- ur verið í launalausu leyfi frá því starfi síðan 1991. Bragi hefurverib ráðinn forstöðumabur Barnastofu. • Ákveðib hefur verib að taka tilboði Viðars hf. í byggingu 1. áfanga heilsugæslustöðvaar í Kópavogs- dal, en tilbob fyrirtækisins hljóðabi upp á 51,8 milljónir króna. Þetta var þó ekki lægsta tilbobið, þab átti Byggð hf., 47 milljónir króna, en fyrirtækið dró tilboð sitt til baka. Tilbobib er 10% hærra en kostnað- aráætlun hljóbaði upp á, en því er tekib meb fyrirvara um að fjárhags- staða Viðars hf. sé fullnægjandi. Kirkjumálarábherra vill endurskoba lög um veitingu prestakalla í kjölfar þrcetumála í Hveragerbi: Yfirráb virbast skipta meira máli en kenningar og bobskapur „Vel má vera að menn vilji síðar stíga það skref að skilja endanlega á milli ríkis og kirkju. I því mikla umróti sem nú á sér staö, lít ég á kirkjuna sem rótfestu sem þörf er á, og einmitt þess vegna höfum við að minni hyggju valib heppi- Iega leið," sagbi Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráöherra á Prestastefnu þar sem hann fjallaöi nokkub um frumvarp um stöðu, stjórn og starfs- hætti þjóbkirkjunnar, sem kynnt var á Alþingi s.l. vetur. Jafnframt kom fram ab lög um veitingu prestakalla koma væntanlega í kjölfar langvar- andi deilna um prestsembætt- ið í Hveragerbi ab undan- förnu. „Þrætur innan kirkjunnar virðast ekki snúast um kenning- ar eöa boðskap. Skipan presta og yfirráö yfir kirkjum sýnast skipa þar meira rúm," sagði ráð- herra, sem fjallaði nokkuð um þau þrætumál sem sett hafa svip sinn á umræður um kirkjumál- efni undanfarið. „Umræður á pólitískum vett- vangi og innan kirkjunnar sjálfrar um að endurskoða þurfi samband ríkis og kirkju kalla á svar stjórnvalda og kirkjunnar um heppilega og eðlilega fram- Birgir Gubjónsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráöuneytinu, hefur verib skipaður formaö- ur samninganefndar ríkisins í stað Þorsteins Geirssonar, rábuneytisstjóra í dómsmála- rábuneytinu, sem hefur leitt samninganefndina undanfar- in misseri. Þá hefur Gunnar Björnsson, deildarstjóri í fjármálaráðu- neytinu, verið skipaður vara- formaður nefndarinnar og tíðarskipan á stöðu hennar." Rábherra sagðist lengi hafa ver- ið þeirrar skoðunar að rétt sé að þjóðkirkjan fái mun meira sjálf- stæði á starfs- og stjórnunar- sviði sínu en verið h?fi um langa hríð. Eigi að síöur sé rétt kemur hann í stað Indriða H. Þorlákssonar í fjármálaráðu- neytinu. Einnig mun Bolli Þór BoIIason, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, vinna með samninganefndinni. Því til vibbótar mun nefndin kalla aðra rábgjafa og stjórnendur til starfa eftir ástæðum hverju sinni, en ólokið er gerb samn- inga við mörg stéttarfélög rík- isstarfsmanna. Alls eru sextán einstaklingar að viðhalda stjórnskipulegum tengslum kirkju og ríkis, þótt sjálfstæði í hennar eigin málum verði aukið. Á grundvelli þess- ara sjónarmiða hafi stefnan ver- ið mótuð í fyrirliggjandi frum- varpi. ■ í samninganefnd ríkisins, en meirihluti þeirra, eða tíu, starf- ar í fjármálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytib á tvo fulltrúa í nefndinni, en félags- málaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingarábuneytið eiga hvor sinn fulltrúann. Af ein- stökum ríkisstofnunum eiga aöeins Ríkisspítalarnir og Póst- ur og sími einn fulltrúa hvor í samninganefnd ríkisins. Samninganefnd ríkisins: Birgir nýr formaður Brautskráöir nemendur á vorönn 1995 ásamt skólameistara. Fjölbrautaskóli Vesturlands skólaárib 7 994- 7 995: 135 nemendur luku prófum Skolaslit a vorönn 1995 í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi fóru fram 9. júní sl. á sal skólans á Akranesi. Þá voru brautskrábir 82 nemend- ur á 18 námsbrautum, en 53 nemendur höfbu lokið próf- um í desember 1994. Stúdent- ar að þessu sinni voru 46, 24 brautskráðust af tæknisviöi, 4 luku prófum á uppeldisbraut, 4 verslunarprófi, 2 sjúkraliðar og 2 voru brautskrábir af sér- kennslubraut. Ab auki voru kvaddir 5 skiptinemar. Athöfnin hófst á því að Al- berts Þórs Gunnarssonar var minnst, en hann lést 3. júní. Al- bert haföi lokið stúdentsprófi í maí frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Tveir nemendur á tónlistar- braut, Davíð Þór Jónsson og Sig- urþór Þorgilsson, léku fyrir við- stadda á píanó og trompet. Hafdís Bjarnadóttir á mála- braut náði bestum árangri stúd- enta. Hrafnhildur Yr Kristjáns- dóttir, Geirfríöur Benediktsdótt- ir,' Viðar Másson, Arnar Þór Sæv- arsson, Gunnar Hlíödal Gunn- arsson, Hafdís Bjarnadóttir og Þórhildur Guðmundsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir góð- an árangur í einstökum náms- greinum. Þá fékk Björgvin Helgason verðlaun frá Hárhúsi Kötlu fyrir góban árangur í húsasmíði og Þórður Helgason hlaut viðurkenningu fyrir ágæt- an árangur í sömu grein frá Samtökum iðnaöarins. Sólbjörg Hlöðversdóttir fékk verðlaun úr minningarsjóði Elínar írisar Jónasdóttur fyrir íslenska rit- gerð. Jón Trausti Ólafsson og Ingþór Bergmann Þórhallsson fengu viðurkenningu frá Rót- arýklúbbi Akraness fyrir gott framlag til félagsmála nemenda. Námsstyrkur Akraneskaup- staðar var veittur í 5. sinn. Styrkurinn, sem nemur tæplega 300.000 krónum, er til að styöja brautskráða nemendur frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands til framhaldsnáms. Guðbjartur Hannesson, forseti bæjarstjórn- ar Akraness, afhenti styrkinn, en ab þessu sinni hlaut hann Hafdís Bjarnadóttir nýstúdent, sem ætlar ab leggja stund á tungumálatengt viöskiptanám. Bjarnfríður Leósdóttir lætur nú af kennslu við Fjölbrauta- skóla Vesturlands fyrir aldurs sakir eftir langt og farsælt starf. Flutt var dagskrá henni til heiö- urs og henni færð gjöf frá sam- starfsmönnum. I annál skólastarfsins, sem Þórir Ólafsson skólameistari flutti, kom fram ab um 750 nemendur stunduðu nám í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á skóla- árinu á Akranesi, í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Því til viðbótar sóttu 230 manns ýmis nám- skeið á vegum Farskóla- Vestur- lands, sem er hluti af starfsemi Fjölbrautaskóla Vesturlands. Verið er að undirbúa kennslu í kvöldskóla í Stykkishólmi næsta skólaár. Skólameistari rakti ýmis atriði úr starfi skólans og greindi frá verkefnum sem unnið er að á vegum hans. Fram kom að verk- falliö á vorönn hafði mikil áhrif á allt skólahald og um 100 nem- endur skólans hættu námi í kjölfar þess. Hljótt hefur verið um alvarlegar afleibingar verk- fallsins í skólum landsins. í lok athafnarinnar fluttu Haf- dís Bjarnadóttir og Hrafnhildur Ýr Kristjánsdóttir nýstúdentar ávarp fyrir hönd brautskráðra nemenda. Skólameistari kvaddi nemendur fyrir hönd skólans og minnti þá á að þeim bæri að nota þekkingu sína í góðum til- gangi, svo þeir gætu talist menntað fólk. Samkomuna sóttu liölega 500 manns og lauk henni meö því að viðstöddum var boðiö til veislukaffis í skólanum. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.