Tíminn - 22.06.1995, Side 7
r ! ' r 'jfíui *m »n^h'ilmmP
Fimmtudagur 22. júní 1995
Norsk verblaun
til séra Sigurjóns
Guðjónssonar
Séra Siguröur Gu&jónsson,
fyrrum prófastur í Saurbæ á
Hvalfjarbarströnd, fær verð-
laun þessa árs úr menningar-
og minningarsjóöi norska
prestsins Alfreds Andersson-
Rysst. Verölaunin, 6.000
norskar krónur, voru afhent
séra Sigurjóni í móttöku aö
heimili sendiherra Noregs á
íslandi, Nils O. Dietz, í gær.
Verðlaunin eru veitt séra Sig-
urjóni fyrir einstakt framlag í
menningarsamskiptum Noregs
og íslands. Um áratuga skeiö
hefur verölaunaþeginn unnið
aö þýöingum á norskum sálm-
um yfir á íslensku og ýmsir þess-
ara sálma eru nú í íslensku
sálmabókinni og sungnir viö
guösþjónustur. Hann hefur
einnig flutt fyrirlestra í Noregi
um íslenskan sálmakveöskap og
hefur á þessu menningarsviði
unnið merkt brautryðjenda-
starf.
Séra Sigurjón hefur einnig
þýtt norsk ljóö síðari tíma, þar
af mörg þeirra úr nýnorsku, yfir
á íslensku. Mörg þessara ljóða
hafa birst í blöðum og tímarit-
um, en um þessar mundir er
unnið að útgáfu á þessum verk-
um 20 norskra Ijóðskálda með
130 ljóðum.
Með starfi sínu hefur séra Sig-
urjón Guðjónsson unnið ein-
stakt menningarafrek og byggt
brú milli landanna á þessu
menningarsviði.
Verðlaunasjóður Alfreds And-
ersson-Rysst var stofnaður við
dánargjöf hans árið 1952. Úr
Sjálfsbjörg
fær útivistar-
svæbi við Ell-
iðavatn
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í
Reykjavík og nágrenni, fær
landspildu tii afnota viö Ell-
iöavatn.
Fyrir rúmu ári komu boð frá
Magnúsi Hjaltested, jarðeiganda
viö Elliðavatn, þess efnis að
hann vildi leigja Sjálfsbjörgu
landspildu við vatniö fyrir úti-
yistar- og sumardvalarstaö.
Stjórn félagsins tók þessu boði
með þökkum og síðan hefur ver-
ið unnið að undirbúningi, m.a.
að skipulagningu svæðisins. Nú
liggur fyrir uppdráttur sem Auð-
ur Sveinsdóttir landlagsarkitekt
hefur unnið. Þar er gert ráð fyrir
margvíslegri notkun, s.s. að-
stöðu til að dorga í vatninu og
þá hefur Magnús boðið félaginu
bát til afnota, sem tekur hjóla-
stóla.
Þá er gert ráð fyrir skála með
hreinlætis- og kaffiaðstöðu og
yfirleitt er allt skipulag miöaö
viö að hreyfihamlaö fólk komist
um hindrunarlaust. Trúlega er
þetta fyrsta útivistarsvæöiö á
landinu sem hannab er frá byrj-
un beinlínis með þetta í huga.
í gær, miðvikudag, var svæðið
afhent Sjálfsbjörgu, félagi fatl-
aðra í Reykjavík og nágrenni, og
samningar undirritaðir. Við það
tækifæri gróðursetti forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, fyrstu trjáplöntuna, en þarna
er ætlunin að koma upp gróður-
sælum lundum. ■
honum er úthlutað annað hvert
ár til efnilegs, nýnorsks höfund-
ar og hitt árið til höfunda, sem
unnið hafa að menningarstörf-
um sem styrkja tengsl milli Nor-
egs og íslands eða Noregs og
Færeyja.
Meðal fyrri verðlaunaþega má
nefna Ivar Orgland skáld, Ivar
Eskeland rithöfund og Knut Öd-
egárd skáld, en þessir tveir síð-
asttöldu voru einnig forstjórar
Norræna hússins í Reykjavík.
Af íslenskum verðlaunaþeg-
um má nefna Þorstein Þ. Víg-
lundsson skólastjóra, Hákon
Bjarnason fyrrum skógræktar-
stjóra, Hróbjart Einarsson orða-
bókarhöfund og prófessor
Helgu Kress.
Det Norske Samlaget, bóka-
forlag í Noregi, sér um ávöxtun
verðlaunasjóðsins og tilnefnir
sjóðsstjórn. Nú eru í sjóðs-
stjórninni Knut Ödegárd, Ragn-
ar Hovland og Jan Klövstad.
Séra Sigurður Guðjónsson er
fæddur árið 1901. Hann varð
guðfræðingur frá Háskóla ís-
lands árið 1929 og stundaði
framhaldsnám í guðfræöi og
sálmafræðum í Vínarborg og
Uppsölum. Varð aðstoðarprest-
ur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
árið 1931 og sóknarprestur
1932, prófastur frá 1946, en lét
af störfum áriö 1966. ■
Frá afhendingu „Frœbsluvagnsins". Frá vinstri Sveinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri SVR, en hann átti hug-
myndina aö gjöfinni, Lilja Olafsdóttir, núverandi forstjóri SVR, og Sveinn Runólfsson landgrœöslustjóri.
SVR og Landgrœösla ríkisins:
Kennslustofa á hjólum
Strætisvagnar Reykjavíkur
færöu nýlega Landgræðslu
ríkisins Volvo strætisvagn aö
gjöf, sem ætlunin er aö nota
í fræöslustarfi á Suður- og
Suövesturlandi, en meö þess-
um vagni skapast bætt aö-
staöa til aö kynna starfsemi
Landgræöslunnar meöal
unglinga og vekja áhuga
þeirra og tilfinningu fyrir
mikilvægi þess aö bæta land-
iö.
Strætisvagninn, sem er af ár-
gerö 1973, kallast manna á
meðal „Fræðsluvagninn". í
frétt frá SVR kemur fram að
umhverfismál skipi æ stærri
sess í hugum fólks og aö þjón-
usta SVR sé í raun umhverfis-
væn, þar sem notkun strætis-
vagna stubli ab minni meng-
un.
Reynt aö lœkka lyfjakostnaö ríkisins meö breyttum reglum um greiösluþátttöku almannatrygginga í lyfjum:
íslendingar nota allra
þjóða minnst af lyfjum
Mebaljóninn og meðalgunnan á
íslandi neyta lyfja fyrir rúmlega
21 þúsund krónur á ári hverju.
Sumir neyta meira, meban abrir
eru svo lánsamir aö þurfa ekki aö
leita til lyfjabúba svo neinu
nemi. Almannatryggingar jafna
kostnaöinn lögum samkvæmt.
íslendingar neyta lyfja fyrir
nærri 5,6 milljaröa króna á ári.
Þar af greibir Tryggingastofnun
ríkisins 68% úr sinni buddu fyrir
neysluna, eba sem svarar 14.300
krónum á hvert mannsbarn.
Margir halda ab íslendingar séu
einhverjar mestu lyfjaætur á jörö-
inni. Svo er ekki. Staöreyndin er að
viö notum minna af lyfjum en all-
ar hinar Norðurlandaþjóðirnar aö
Færeyingum undanskildum. Svo
viröist sem íslendingar neyti
minna af flestum lyfjum en all-
flestar þjóöir hins vestræna heims.
Aöeins fúkalyf og geðlyf eru meira
notuð hér á landi en víbast hvar
annars staðar.
Reynt ab spara tugi
milljóna
Kostnaöur ríkisins af lyfjanotk-
un er umtalsveröur liður á fjárlög-
um ríkisins, eins og sjá má. Heil-
brigbisyfirvöld, sem handleika
meira en 40% af útgjöldum ríkis-
ins, eru stööugt minnt á sparnað
og niðurskurö. Lyfin em einn þátt-
urinn þar sem reynt er að draga úr
kostnaöi.
Þegar talab er um þessi útgjöld
ríkissjóðs, ber ab hafa í huga að
þarna er talab um söluverð með
viröisaukaskatti, 24,5%, sem renn-
ur aftur í ríkissjóð.
Nýjar reglur um viömiðunarverð
ganga í gildi 1. ágúst næstkom-
andi. { júlí verður kerfið kynnt al-
menningi í lyfjabúðum landsins.
Þessar reglur eiga að leiða til lækk-
unar á lyfjakostnaöi sjúklinga og
almannatrygginga, og spamaður-
inn á að nema nokkrum tugum
milljóna í það minnsta.
Fjarabi undan verkum
Sighvatar
Reglugeröirnar sem nú taka gildi
eru í raun tvær, og þær eru afbrigði
við svokallaöar R/S reglur, sem
fjalla um hlutfallsgreiöslur sjúk-
linga í iyfjakostnaöi og fjölnota
lyfseðla frá ámm Sighvatar í heil-
brigðisráðuneytinu.
Undanfarib hefur árangur af R/S
kerfinu frá 1992 fjaraö nokkuð út,
en upphaflega leiddu þær til tals-
verðs sparnabar.
Reglugeröin, sem nú tekur gildi í
ráðuneyti Ingibjargar Pálmadóttur,
miðar að því að gefa sjúklingum og
almannatryggingum kost á ódýrari
samheitalyfjum, sé um slíka val-
möguleika að ræða.
Sjúklingar velja á milli
Fyrri reglugeröin tekur gildi um
næstu mánaðamót. Þá verður lyfja-
fræðingum gert skylt með sam-
þykki útgefanda lyfseöils að kynna
fyrir sjúklingum valmöguleika þeg-
ar ávísað er lyfi og samheitalyf þess
er skráö. Þetta á við þegar um er aö
ræöa samsvarandi samheitalyfja-
pakkningar, þegar verömunur á
þeirri pakkningu sem ávísað er og
þeirri ódýrustu er meiri en 5%.
Sjúklingar geta þá sjálfir tekiö
ákvörðun um hvort þeir vilja dýr-
ara eða ódýrara lyfið. Vilji læknir af
einhverjum ástæbumekki að lyfja-
fræöingur kynni fyrir sjúklingi þaö
val sem fyrir hendi er, veröur hann
að skrifa bókstafinn R meö hring
utan um fyrir aftan heiti lyfsins.
Þetta fyrirkomulag kemur í stað
R/S kerfisins.
Sjúklingar greiba mismun
á dýru og ódýru lyfi
Seinni reglugerbin sem tekur
gildi 1. ágúst, er breyting á reglu-
gerö um greiöslu almannatrygg-
inga í lyfjakostnabi. Hefur hún þab
í för með sér ab tekiö verður upp
viðmibunarverö sambærilegra
samheitapakkninga, sem svo er
kallað. Þaö verö er fundið út frá
ódýmstu samsvarandi samheita-
pakkningunni að viðbættum 5%.
Greiðsluþátttaka almannatrygg-
inga miðast við viðmibunarveröið
og verður óbreytt frá því sem nú er
fyrir þær pakkningar sem em und-
ir viðmiðunarverðinu. Gert er ráð
fyrir að sjúklingar greiði þann mis-
mun sem er á verði dýrari pakkn-
inga og viðmiðunarverösins.
Það verður því sjúklingurinn
sjálfur sem tekur ákvöröun um það
hvort hann kaupir dýrari eða ódýr-
ari lyfin, nema í þeim tilvikum sem
læknir hans dregur hring utan um
bókstafinn R á lyfseðilinn.
Lyfsalar ekki á móti því
ab afgreiba ódýrari lyfin
„Þetta er í góöu lagi. Það er alltaf
veriö að reyna að lækka lyfjakostn-
aðinn og viö lyfsalar tökum þátt í
því," sagöi Vigfús Guðmundsson,
apótekari í Borgarapóteki, í samtali
viö Tímann.
Vigfús sagði að nýju reglurnar
kvæðu á um að lyfsalar og starfs-
fólk þeirra ættu að nota júlímánuð
til ab kynna viðskiptavinum regl-
urnar, hver verðmunurinn væri og
hver munur væri á Iyfjum. í ágúst
fer nýja kerfiö af stað af fullu afli
eftir einn mánuð sem fer í aölögun.
„Þetta kerfi er ný útfærsla á kerf-
inu, sem veriö hefur viö lýöi und-
anfariö. Ef búiö er aö sanna líf-
fræðilega að Iyf séu jafngild, þá er-
um við ekki á móti því aö afgreiöa
ódýrari lyfin. Séu þau gmnuð um
að vera ekki jafngild, þá getum við
ekki mælt með þeim," sagöi Vig-
fús.
Dýrasti mánaöarskammtur af
lyfjum getur fariö í 30 þúsund
krónur að sögn Vigfúsar. Það em til
dæmis lyf sem notuð eru vegna líf-
færaflutninga. Vigfús segir aö sá
hópur fólks sem notar slík lyf sé
oröinn ótrúlega stór. ■