Tíminn - 22.06.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1995, Blaðsíða 8
8 inðtffttðS Fimmtudagur 22. júní 1995 Ungir menn meö fána lúgóslavíu Titos: undirstaöan varö aldrei traust til langframa. Frá bardögum Bosníumuslíma og Serba: á tíö júgóslavneska konungsríkisins voru þeir bandamenn. Aö stofnun Júgóslavíu stuölaöi fremur ótti viö ítalska útþenslu- stefnu og hugsanlega sundurskiptingu svœöisins milli nokk- urra ríkja en eindreg- inn áhugi á samein- ingu suöurslavneskra þjóöa Meb hlibsjón af upp- lausn „gömlu" Júgó- slavíu ásamt meb stríbi og ógnaröld er hætt vib ab margir líti svo á ab stofnun þess ríkis 1918 hafi verib hrap- alleg mistök. Og ab vísu var Konungsríki Serba, Króata og Slóvena, eins og Júgóslavía hét upphaflega, stofnab án nokk- urs gagngers undirbúnings. Ekki var þá heldur um ab ræba eindreginrt og almennan vilja til slíkrar ríkisstofnunar mebal nokkurrar af hlutabeig- andi þjóbum. Um stofnun Júgóslavíu ollu mestu tilfallandi abstæbur í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Stööugri en Frakkar og Rússar I lok þess ófribar leystist keis- ara- og konungsríkib Austurríki- Ungverjaland upp. Síban þá hef- ur gjarnan verib sagt sem svo ab stórveldi þetta, sem Króatar, Sló- venar, Bosníumúslímar og drjúg- ur hluti Serba heyrbu undir, hafi fyrir löngu verib orðin tíma- skekkja, einkum vegna þess aö þaö var margra þjóöa ríki og eng- in ein þjóö uppistaðan í því eins og hjá öörum stórveldum. Það heföi því verið tré sem ekki hafi annað legiö fyrir en aö falla viö fyrsta högg. En þannig var ekki almennt litiö á málin-á síðustu áratugum stórveldis þessa. í grannríkjum þess á Balkanskaga, Rúmeníu, Serbíu og Svartfjallalandi, sem og í þeim hlutum ríkisins sem voru byggðir rúmensku og suöurslav- nesku fólki, viröast t.d. margir eöa jafnvel flestir hafa helst búist viö því aö Austurríki-Ungverja- land stæöi enn um ófyrirsjáan- lega framtíö. Her stórveldis þessa, sem sam- anstóö af mönnum allra þjóða þess, var því trúr til stríösloka og leystist ekki upp fyrr en um leið og ríkiö sjálft. Þessi fjölþjóðlegi her var raunar, þegar á heildina er litiö, trúrri sameiningartákni þess, keisara- og konungsætt Habsborgara, en franski herinn var franska lýðveldinu og rúss- neski herinn Rómanovum í sama stríöi. Breski sagnfræðingurinn A.J.P. Taylor skrifar aö aöalástæðan til þess að „undirþjóöir" Austurrík- is-Ungverjalands brugöu trúnaöi við þaö hafi veriö að með því hafi þær séð sér færi á að sleppa úr hópi sigrabra í hóp sigurveg- ara. Barbara Jelavich, sagnfræö- ingur sem er aö líkindum af júgóslavneskum ættum en starf- ar í engilsaxneska heiminum, virðist þeirrar skoöunar aö þaö, sem öðru fremur hafi knúiö suö- urslavneskar þjóöir vestan til á Balkanskaga aö sameinast í eitt ríki, hafi veriö ótti vib ítalska heimsvaldastefnu. Ospör á loforb Vestur-Evrópuveldin höföu verib óspör á loforö vib ítali á kostnab Austurríkis-Ungverja- lands til aö fá þá í stríöiö meb sér, og ítalir heimtubu ekki ab- eins austurrísk lönd byggö ítöl- um, heldur og allstór svæbi byggb Þjóöverjum og suöurslöv- um. Er vörn miðveldanna brast jókst meb Króötum og Slóvenum áöur vaknaður ótti viö að þeir yrbu aö meira eöa minna leyti lagbir undir Ítalíu. Einnig töldu þeir sumir hugsanlegt ab niöur- staöan af upplausn Habsborgara- veldis yröi aö króatískum og slóvenskum löndum þess yröi skipt á milli Ítalíu, Serbíu og jafnvel Austurríkis og Ungverja- lands. Af öllum hlutum síst viröast Króatar og Slóvenar hafa viljaö komast undir ítölsk yfirráö. Og þótt þeir væm yfirleitt frekar hollir Habsborgurum, mun þeim ekki hafa litist á ab lenda í þjóö- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON ríkjum (þýsku og ungversku) sem yröu arftakar Habsborgara. Serbíu, sem var kappsmál aö eignast hafnir viö Adríahaf, stóö og stuggur af útþenslustefnu ítala austur fyrir þaö haf. Hugmyndir um sameiningu Serba, Króata og Slóvena í eitt ríki voru þá þekktar meðal þeirra fyrir löngu og nutu talsverbar samúöar meöal Serba, einhverrar meöal Króata en sáralítillar meö Slóvenum. En spurning er hve þær hugmyndir voru teknar al- varlega, meira aö segja af sumum þeirra sem töldust hallast aö þeim, og hjá flestum sat annað í fyrirrúmi. I Króatíu beindist viö- leitni „júgóslavíusinna" fyrst og fremst aö því að samskipti Króata og þarlendra Serba yrðu sem vandræöaminnst. í Serbíu gekk fyrir áhugi á því aö sameina serb- nesk lönd (konungsríkin Serbíu og Svartfjallaland og serbnesk svæöi í ríki Habsborgara) í eitt ríki. Tvíveldi Króata og Serba Samkomulag um sameiningu Króata og Serba í eitt ríki náöist 1917 milli nokkurra sameining- arsinnaðra króatískra stjórn- málamanna og Serbíustjórnar, en báöir þessir aöilar voru þá í út- legð og flest enn í óvissu um stríðslok. En er Austurríki-Ung- verjaland hrundi haustið 1918 var nýju ríki Serba, Króata og Sló- vena komiö á fót í allmiklum flýti, til að slá vopnin úr hönd- um ítala og aö fyrirbyggja að hlutar suöurslavneskra landa Habsborgara féllu undir þjóðríki Ungverja og þýskra Austurríkis- manna. Óttinn viö ítali og sund- urskiptingu leiddi til þess aö full- trúar Króata og Slóvena áttu frumkvæöi aö því að stofnun .hins nýja ríkis yrði flýtt sem mest. Það geröi aö verkum að Serbíustjórn, sem vildi að hið nýja ríki hefði sterka miðstjórn, fékk því framgengt, enda þótt fulltrúar annarra þjóöa vildu heldur sambandsríki. Hiö nýja ríki varð síðan nær- fellt öll millistríösárin miöstýrt ríki undir ættinni Karadjordjev- ic, konungsætt Serbíu. Sú stjórn var haröráb, sérstaklega árin 1929-34 er Alexander konungur ríkti einvaldur. Stjórnin hafbi flesta Serba á bak vib sig ab ein- hverju marki og aö auki fylgi Sló- vena og Bosníumúslíma, gegn verulegum tilhliðrunum við þá. En óánægjan með þaö fyrir- komulag varð gífurleg og mest áberandi meb Króötum, enda voru þeir næstöflugasta þjóö rík- isins og því í bestri aðstööu til aö andæfa stjórninni. En þeirrar óánægju gætti einnig t.d. meöal Serba, sérstaklega þeirra sem bjuggu í fyrrverandi löndum Habsborgara. 1939 var komiö til móts við Króata meb því ab veita Króatíu víbtæka sjálfstjórn, mikiö til hliöstæða þeirri er Ungverjaland haföi í ríki Habsborgara 1867- 1918. Hér eftir skyldu sem sé tvær „aðalþjóbir" vera í Júgóslav- íu, Serbar og Króatar. Ómögulegt er aö vita hvort þetta hefði geng- ib til frambúbar, því ab á þessa nýju skipan var hrottalegur endi bundinn meb innrás Þjóbverja og bandamanna þeirra 1941. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.