Tíminn - 22.06.1995, Side 11
Fimmtudagur 22. júní 1995
11
Kristín Skuladóttir
frá Keldum á RangárvöUum
Látin er í hárri elli heiðurskonan
Kristín Skúladóttir frá Keldum á
Rangárvöllum.
Henni kynntist undirrituð fyrst
í bernsku í stórfjölskyldunni á
Sigurðarstöðum og Sunnuhvoli í
Bárðardal.
Vorið 1936 giftist Kristín Sig-
urði Jónssyni, bóndasyni á Sig-
uröarstöðum, og flutti þangað
með búslóð sína, þ.á m. hest og
kú sunnan af Rangárvöllum.
Kristín var kennari að mennt og
hafði kennt nokkur ár á Rangár-
völlum, í Landeyjum og á Stokks-
eyri.
Búferlaflutningum á þessum ár-
um milli fjarlægra landshluta
fylgdi að mestu leyti samskiptarof
við fjölskyldu og vini, þekkt
menningarumhverfi og náttúru-
far. Samskiptum var helst vib-
haldið með bréfaskriftum og
stopulum heimsóknum. Sími var
aðallega nýttur í neyðartilvikum.
Þarna var unga konan komin til
að setjast ab til langframa í fram-
andlegu umhverfi í þröngum dal
norðan fjalla. Allt var ólíkt víð-
áttu Rangárvalla með tignarlegri
fjallasýn, þ.á m. til Heklu.
Á Sigurðarstöbum bjó fyrir
Sölvi Steinarr, bróðir Sigurðar, og
fjölskylda, og á Sunnuhvoli, í
sama túni, Gunnlaugur bróðir
þeirra, faðir undirritaörar og fjöl-
skylda.
Auk þessa fólks bjó þarna móð-
ir þeirra bræbra, Jónína Sölva-
dóttir, ættuð frá Brú á Jökuidal,
og fööursystir þeirra Þuríður, sem
Skúli Skúlason ættfræðingur titlar
hannyrbakonu í Hraunkotsætt-
inni. Jón, faðir þeirra bræðra,
hafði látist árið áður, 1935. Á
Sunnuhvoli átti löngum heimili
sitt Herdís Tryggvadóttir ljósmóð-
ir, móðurmóðir undirritaðrar,
auk kaupstabarbarna og -ung-
linga á sumrin. Þarna var því hin
mesta krakkaparadís og þakkar-
vert að fá að alast upp í þeim góða
hópi frændfólks.
Vel man ég hætti Kristínar, sem
voru öllu hófsamari en Þingey-
ingum mörgum er tamt. Enn
þann dag í dag á fjölmiðlaöld eru
samskipti og talsmáti Rangæinga
gjarna með nokkuð öðrum hætti
en Þingeyinga, hvað þá fyrir 60
árum. Þegar þeir síðarnefndu
segja skoöun sína umbúöalaust,
þegja þeir fyrrnefndu frekar og
hugsa sitt, en fáar meitlaðar setn-
ingar frá þeim duga síðan til að
lægja öldurnar.
Þau hjón Kristín og Sigurður
voru samt afar samrýmd og áttu
mörg sameiginleg áhugamál, svo
sem bóklestur, handlistir og rækt-
un.
Sigurður smíðaði fallega bús-
hluti og Kristín myndskreytti þá
og teiknaði myndir til veggskreyt-
inga, því hún var mjög drátthög
kona.
Gróðurhús byggði Sigurður
vestur úr gamla bænum og rækt-
aði þar tómata, þá fyrstu í þeirri
sveit.
Blómagarb gerði hann í brekk-
unni fyrir ofan bæinn og vökvaði
hann með því að bora smágöt á
vatnsleiðslurnar að heimarafstöð-
inni. Fallegir „gosbrunnar"
mynduðust þannig vegna fall-
þunga vatnsins, sem vökvaði
blómagarðinn og þurrar brekk-
urnar.
Kristín lék á orgel og tók undir-
ritaða í læri. Nokkuð var þýski
orgelskólinn strembinn, en út-
setningarnar afar faliegar. Mikið
var gaman að geta spilað jóla-
sálmana um jólin og þótti mér
lengi vel sem engin útsetning
stæbist samjöfnub vib þessar
þýsku!
Einnig fengum við frændsystk-
in að teikna hjá Kristínu og leysa
t MINNING
myndaþrautir, sem áttu að þjálfa
rökrétta hugsun. Aldrei hef ég síð-
an. séð þá gerð.
Þau Kristín og Sigurður eignuð-
ust tvo syni: Skúla Jón, f. 1938, og
Sigurð, f. 1939. Brátt dró dimmt
ský fyrir hamingjusól ungu hjón-
anna. Fáum dögum eftir fæðingu
yngri sonarins kenndi Sigurður
sér meins, sem reyndist vera
sprunginn botnlangi. Var hann
skorinn upp heima í stofu þeirra
og virtist í fyrstu ætla að verða
lengri ævi auðið, en lífhimnu-
bólgan reið honum að fullu á fá-
um dægrum. Er nýfæddi sonur-
inn var hálfsmánaðar gamall var
faðir hans allur. Var hann skírður
við jarðarför föbur síns og hlaut
nafn hans.
Kristín hélt þó áfram búskap
um nokkurra ára hríð, með ráðs-
manni. Vorið 1943 brá hún búi
og hélt á æskuslóöir, að Keldum á
Rangárvöllum. Foreldrar hennar
voru þá enn á lífi og voru þau
ásamt Kristínu og sonum síðustu
íbúar hins fornfræga sögualdar-
bæjar þar á staðnum.
Mikil var eftirsjá okkar frænd-
systkina að sjá á bak þeim bræðr-
um alförnum á gagnstætt lands-
horn. Við höfðum verið mjög
samrýmd svo aldrei man ég til aö
slettist upp á vinskapinn. Fylgd-
umst að í leik og starfi úti og inni.
Gamli bærinn á Sigurðarstöð-
um og útihúsin buðu upp á
marga ævintýralega króka og
kima sem örvuðu hugmyndaflug-
• ið.
Sá tími, sem faðir þeirra og
yngsti föðurbróðir okkar baröist
við dauðann, er sem greyptur í
minnið. Dæmi: Við eldri börnin
lágum á maganum á glæru svell-
inu á bæjarlæknum og horfðum á
tæran strauminn líða hjá. Við
geröum okkur grein fyrir að Sig-
urður frændi var fárveikur og síð-
ustu lífdagar hans væru sennilega
að líða hjá eins og lækurinn.
Eftir lát hans fór Steinunn
frænka að kalla pabba sinn Sölva.
Ég spuröi hana af hverju. „Aldrei
framar geta þeir Skúli og Siggi
sagt pabbi!" Svo ríka samúð eiga
jafnvel litlir krakkar. Mörgum ár-
um seinna eignubust þeir bræöur
þó nýjan pabba.
Kristín giftist síðar Ágústi Andr-
éssyni, hreppstjóra, að Hemlu í
Vestur-Landeyjum, hinum mesta
heiðursmanni. Reyndist hann
þeim bræðrum sem besti faðir.
Bálför Kristínar er gerö í dag frá
Fossvogskirkju, en jarðsett verður
síðar í Lundarbrekkukirkjugarbi í
Bárðardai. Er þá hringnum lokab
og jarðneskar leifar til moldar
bornar í þeirri sveit er hún ung
kona liföi gleði og sorg.
Meö þakklæti í huga kveð ég
Kristínu Skúladóttur.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Gunnlaugsdóttir
DAGBOK
Fimmtudagur
22
jum
173. dagur ársins -192 dagar eftir.
25. vika
Sólris kl. 2.55
sólarlag kl. 24.04
Dagurinn lengist
um 1 mínútu
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Bridge í Risinu í dag frá kl. 13.
Kringlukast í Kringlunni
Kringlukast, markaðsdagar Kringl-
unnar, hafa unnið sér fastan sess,
enda hafa þeir notið mikilla vin-
sælda hjá viðskiptavinum. í dag
hefst Kringlukast í tíunda sinn.
Verslanir og mörg þjónustufyrirtæki
í verslunarmiðstöðinni bjóða ótal til-
boð á nýjum vörum og veitingastaö-
ir hússins eru einnig meö sérstök til-
boð. Undangengi'n Kringluköst hafa
vakið athygli, aðsókn veriö mikil og
margir notað tækifærið til að gera
kjarakaup á nýjum vörum. Kringlu-
kastið stendur nú einungis í þrjá
daga, frá fimmtudegi til laugardags.
Verslanir og þjónustufyrirtæki
Kringlunnar eru opin frá mánudegi
til fimmtudags frá kl. 10 til 18.30,
föstudaga frá kl. 10 til 19 og laugar-
daga frá kl. 10 til 16.
Egilsstabir:
Drekinn '95
Sýningin Drekinn '95 á Egilsstöð-
um verður opnuð meö viðhafnarat-
höfn kl. 17 á morgun, föstudag.
Mun Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra opna og ávarpa sýning-
una. Með honum sem gestur er Li
Lanqing, varaforsætisráðherra
Kína, ásamt frú og 16 manna fylgd-
arliði.
Á sýningunni verður mikið líf og
fjör, skemmtiatriði mörg og má þar
nefna tísku- og hárgreiðslusýningu,
djassmúsík, harmonikkumúsík,
söng, djasskór, hljómsveit, leiklist,
hundasýningu, hestaleigu, björg-
unarsveitasýningu, spunakonur
koma með rokka sína og kenna,
spákona rýnir í framtíð gesta, Árni
Elfar teiknari og músíklistamaður
verður á staðnum og óvænt atriði
munu krydda sýninguna. Ekki má
heldur gleyma djasshátíð Árna ís-
leifs, sem er haldin seinni helgina
sem Drekinn er, og því að Seyðis-
fjarðarkaupstaður á 100 ára afmæli
fyrri helgi Drekans. Þá er bara það
eftir, góðir landsmenn, að koma sér
á staðinn og sjá með eigin augum
hvað um er að vera á Austurlandi
dagana 23. júní til 2. júlí n.k.
Norræna húsiö
Norræna rannsóknarleiksmiðjan
stendur fyrir fyrirlestrum í Norræna
húsinu í dag, fimmtudag, kl. 16 í
tengslum við finnsk-íslensku upp-
færsluna „Órar — Huimaus" þann
22. og 24. júní í Þjóðleikhúsinu
undir leikstjórn Kaisa Korhonen og
Kára Halldórs.
Dan Henriksson, aðstoöarleik-
stjóri verksins mun fiytja fyrirlest-
urinn: „Skádespelaren och traged-
in". Brot úr sögu forngrískra harm-
leikja. Hlutverk leikara í dag, sýnd
dæmi frá uppfærslum af Oresteiu
eftir Æskýlos. Fyrirlesturinn er flutt-
ur á sænsku.
Seppo Parkkinen, höfundur
handritsins, mun flytja fyrirlestur-
inn: „Myterna i tiden (Myytit tassa
ajassa)". Samhljómur — niðurbrot
— fyrirgefning. Að lesa harmleik,
um frummyndir, ættarsaga Atri-
derna. Fyrirlesturinn er fluttur á
finnsku, verður þýddur á sænsku
jafnóðum.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
{ kvöld kl. 20 hefst fyrirlestraröb-
TIL HAMINGJU
Þann 3. júní 1995 voru gefin sam-
an í Víðistaðakirkju af séra Birgi Ás-
geirssyni, þau Aðalheiður Guð-
geirsdóttir og Erlendur Birgir
Blandon. Þau eru til heimilis að
Álfholti 32, Hafnarfirði.
MYND, Hafnarflrdl
in Opið hús í Norræna húsinu. Ari
Trausti Guðmundsson jarðfræðing-
ur ríður á vaðið með fyrirlesturinn:
„Islandske vulkaner, breer og varme
kilder" og mun hann flytja hann á
norsku. Að loknum fyrirlestri gefst
fólki iækifæri á að koma með fyrir-
spurnir.
Að loknum fyrirlestri og fyrir-'
spurnum verður hægt að fá góm-
sætar veitingar í kaffistofu Norræna
hússins.
Bókasafn og kaffistofa Norræna
hússins verða opin til kl. 22 á
fimmtudagskvöldum í sumar.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
Þann 10. júní 1995 voru gefin sam-
an í Víöistaðakirkju af séra Siguröi
Helga Guðmundssyni, þau Krist-
björg Lilja Jónsdóttir og Helgi
Harðarson. Þau eru til heimilis að
Grænukinn 18, Hafnarfirði.
MYND, Hafrtarfirdi
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I
Reykjavík Irá 16. tll 22. Júnf er I Grafarvogs apóteki
og Borgar apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt
annast eltt vörsluna I rá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00
að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum.
Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar
I slma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags islands
er starf.ækt um helgar og á stórhátíðum. Símsvari 681041.
Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó-
tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin
virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á
kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl.
19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. Á öðrum timum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýs-
irrgar eru gefnar i síma 22445.
Apótek Keflavíkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og al nenna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opiö 61 kl. 18.30. Opið er á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
l.júní 1995 Mánaðargreiðslur
Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921
1/2 hjónalífeyrir 11.629
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 23.773
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 24.439
Heimilisuppbót 8.081
Sérstök heimilisuppbót 5.559
Barnalífeyrir v/1 bams 10.794
Meðlag v/1 bams 10.794
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 1.048
Mæöralaun/feðralaun v/ 2ja bama 5.240
Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja bama eba fleiri 11.318
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 12.139
Fullur ekkjulífeyrir 12.921
Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190
Fæðingarstyrkur 26.294
Vasapeningar vistmanna 10.658
Vasapeningarv/ sjúkratrygginga 10.658
Fullir fæðingardagpeningar Daggreíðslur 1.102,00
Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00
Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00
Slysadagpeningar einstaklings 698,00
Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00
GENGISSKRÁNING
21. júnl 1995 kl. 10,54
Opinb. viðm.gengi Gengi
Kaup Sala skr.fundar
Bandarfkjadollar 62,96 63,14 63, tó
Sterlingspund 100,97 101,23 101,10
Kanadadollar 45,67 45,85 45,76
Dönsk króna 11,554 11,592 11,573
Norsk króna ... 10,137 10,171 10,154
Sænsk króna 8,660 8,690 8,675
Finnsktmark 14,667 14,717 14,692
Franskur frankl ....12,872 12,916 12,894
Belgískur franki ....2,1986 2,2062 2,2024
Svissneskur franki. 54,47 54,65 54,56
Hollenskt gyllini 40,34 40,48 40,41
Þýsktmark 45,17 45,29 45,23
ítölsk Ifra ..0,03836 0,03852 0,03844
Austurrfskur sch 6,420 6,444 6,432
....0,4282 0,4300 0,4291
Spánskur peseti ....0’5186 0’5208 0^5197
Japanskt yen ....0,7468 0,7490 0,7479
irsktpund ....103,04 103,46 103,25
Sérst. dráttarr 98,67 99,05 98,86
ECU-Evrópumynt.... 83,39 83,67 83,53
Grfsk drakma ....0,2790 0,2800 0,2795
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELG ARPAKK AN A
OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcasr