Tíminn - 22.06.1995, Qupperneq 16

Tíminn - 22.06.1995, Qupperneq 16
Vebriö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Ve&urhorfur á landinu í dag: Sunnan og su&vestan kaldi eba stinn- ingskaldi og súld eba rigning víoast hvar, en síbdeqis styttir upp norb- austan- og austanl. Hiti verburyfirleittá bilinu 8 til T8 stig, hlýjast norb- austanlands. • Horfur á föstud: Subv.átt verbur á landinu, sums stabar allhvass vindur norbantil frameftir degi, en annars kaldi. Smáskúrir eba dálítil súld vestanl., en víba léttskýjab austantil á landinu. Hiti 8 tiM2 stig, en 10 til 17 stig eystra. • Horfur á laugardag: Sunnan og subvestan átt, víbast kaldi. Þoku- súld eba rignincj sunnan- og vestanlands, en skýjab og þurrt á Norb- austurlandi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast norbaustanlands. • Á sunnudag, mánudag, þri&judag og mibvikudag eráfram búist vib sunnan- og subvestan áttum á landinu. Rigning e&a súld ver&ur ö&ru hverju sunnan- e&a vestanlands, en yfirleitt þurrt og bjart ve&ur á Norbausturlandi. Fremur hlýtt í vebri, eintum nor&austanlands. Svalbaröasvœöiö: S Utgerbir spenntar fyrir grálúbuveiði Útgerbarmenn frystitogara virb- ast vera nokkub spenntir yfir þeim möguleikum sem kunna a& vera fyrir grálúbuvei&um á Sval- bar&asvæbinu, enda fæst gott verö fyrir grálú&u á mörku&um í Japan og í Evrópu. Hinsvegar mun réttarsta&a íslenskra skipa til þorskvei&a á Svalbar&asvæ&- inu vera í jafn mikilli óvissu og hún hefur veri&. Spænskir togarar hafa verib ab gera þaö gott í grálúöu á Svalbaröa- svæöinu og hefur þaö valdiö nokkrum taugatitringi me&al norskra útgeröarmanna. Sam- kvæmt norskum fjölmiblum munu norsk stjórnvöld ekkert ab- hafast vegna veibanna þar sem grá- lú&an er utan kvóta og reglugeröa um veiöar á svæ&inu. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiöju Skagfiröings hf. á Sauðárkróki, segir aö menn muni fylgjast vel meö þróun þessara mála á Svalbaröasvæðinu vegna þess aö grálúöan er talin miklu álit- legri kostur fyrir frystitogara en þorskur um þessar mundir. Það helgast m.a. af því að skortur er á grálúöu á mörkuöum bæöi í Japan og í Evrópu og því fæst gott verb fyrir frysta og ferska grálúöu. Hann telur aö það muni væntanlega ráð- ast af aflabrögðum þar nyöra hvort útgerðir muni senda frystiskip þangað til veiða. Vegna sjómannaverkfallsins er Framkvæmdir hafn- ar á Alþingisreitnum kvótastaöa margra útgerða mun rýmri en hún ella heföi verið og því er ekki eins mikill almennur þrýstingur á úthafsveiðar í Barents- hafi eins og var t.d. í fyrrasumar. Nokkur skip héldu þó strax áleiöis í Smuguna í Barentshafi eftir sjó- mannaverkfall. ■ Frá framkvœmdum í Kirkjustræti. Tímamynd: CS Breytingar á humarvörpu: Til verndar smáfiski Sjávarútvegsráöuneytiö hefur gefið út reglugerðir um breytingu á fyrri reglugerðum um humarveiðar og botn- og flotvörpur sem miða að vemdun smáfisks við humarveiðar. Fyrir næstu vertíð er ráðgert að stækka lágmarksmöskvastærð í miðneti humarvarpna úr 80 mm í 135 mm. Samkvæmt þessum breytingum, sem taka gildi 5. júlí nk., verður skylt að nota tvö netstykki á legg, leggglugga, úr a.m.k. 200 mm riðli á efra byrði humarvarpna. Þá skal fremra netstykkinu komiö fyrir aft- an við miðnet á sama hátt og í gild- andi reglum. Aftara netstykkinu, sem á aö vera 2 sinnum 2 metrar að stærð, á að koma fyrir 2 metrum aft- an viö aftari rönd fremra stykksins. Einnig ber að festa netstykkin þannig að hver leggur sé festur við fimm upptökur efra byrðisins. Þessar breytingar á humarvörp- um eru gerðar samkvæmt tillögu Hafrannsóknastofnunar. En rann- sóknir stofnunarinnar hafa sýnt að þannig útbúnar vörpur sleppa mun betur smáfiski en hefðbundnar humarvörpur. ■ Vegfarendur í miöbænum hafa veitt því athygli aö búib er aö reisa vinnupalla viö hin hrör- legu timburhús vestan Alþing- ishússins. Á veggspjaldi ergefiö til kynna aö hér standi Alþingi fyrir því aö endurnýja ytra byröi húsanna og eigi fram- kvæmdum ab ljúka í septem- ber. Er Tíminn spurðist fyrir um þessar framkvæmdir hjá Helga Bernódussyni, varaskrifstofu- stjóra Alþingis, svaraöi hann því til að hér væri um að ræða húsin Kirkjustræti 8b og 10 og sagði síðan: „Alþingi á þessi hús og eignað- ist þau fyrir nokkuö mörgum ár- um. Það hefur alltaf staöið til að gera eitthvað við þau síðan fallið var frá áformum um að reisa stór- hýsi þarna við Kirkjustrætið. Árið 1989 eöa þar um bil, í tíð Guð- rúnar Helgadóttur sem forseta Sameinaðs Alþingis, var farið að endurskoða húsrýmisáætlun þingsins og athuga abra mögu- leika. Upp á síðkastið hefur þetta síðan verið rætt mikið í forsætis- nefnd þingsins þótt enn hafi ekki verið teknar formlegar ákvarðan- ir í þessu efni, að öðru leyti en því aö ákveðiö var að taka þessi hús til endurbyggingar og fé veitt til þess á fjárlögum fyrir 1995 ab laga ytra byrði þessara tveggja húsa. Fjárveitingin náði abeins til þeirrar framkvæmdar, en síð- an má búast við því að sóst verði eftir fjárveitingu til endurbóta innanstokks. Það er alveg ljóst að menn líta svo á að meö þessu sé stigið fyrsta skrefið í því að byggja upp á veg- um Alþingis á Álþingisreitnum. Innan Borgarskipulags eru hug- myndir um byggingar við Vonar- stræti og Tjarnargötu, og Alþingi er nú að athuga þau mál. Það hef- ur verið talað um að færa Vonar- stræti 12, timburhúsið fyrir vest- an Oddfellow- húsið, og setja það við hliðina á Skjaldbreið, þannig að heilleg og væntanlega mjög falleg húsaröð myndaðist þá við Kirkjustrætib. Síðan yrði senni- lega um að ræða einhvers konar tengibyggingu milli húsa, en það má búast við því að niðurstaða varðandi áform um byggingar á Alþingisreitnum fáist fyrir haust- ið," segir Helgi Bernódusson. ■ Nauögun um borö í erlendum togara í Hafnarfiröi. Áhöfnin sammcelist um aö segja ekkert sem aö gagni kemur viö rannsóknarlögregluna. Skipverjar á Atlantic Princess um uppstillinguna á hafnarbakkanum: Sársaukafull aðgerb en eblileg Fœreysku togararnir í Hafnarfjaröarhöfn í gœr. Tímamynd: cs Þrír rússneskumælandi menn um borö í tveim færeyskum togurum liggja undir grun um nauögun á tveim íslenskum konum. Engin játning liggur fyrir og skipverjar eru nú yfirheyr&ir af RLR einn af öörum um borö í skipum sínum. Togararnir liggja bundnir í Hafn- arfjarðarhöfn. Þeir heita Atlantic Princess og Atlantic Queen, og eru j>ar til viögeröar. Eru þeir senn tilbúnir aö hefja veiðar aö nýju. Áhafnirnar, um 70 manns, hafa beðiö hér í næstum hálfan mánub. Þær eru að stórum hluta skipaðar íbúum landa í fyrrum Sovétríkjun- um. Þrír skipverja liggja nú undir grun um að hafa nauðgaö tveim ís- lenskum konum, 38 ára og 48 ára, sem fóru um borð á fimmtudags- kvöldið í leit að gleöskap að sagt er. „Við viljum ekkert um þessi mál ræða meðan þau eru til rannsóknar hjá lögreglunni. Það eina sem ég get sagt er að íslendingar hafa tekið vel á móti okkur og sýnt okkur mikla vináttu og hlýleika. Þessi atburður er afar leiöur og við hörmum hann," sagði yfirstýrimaður Atlant- ic Princess, þegar Tíminn ræddi viö hann í Hafnarfjaröarhöfn í gær. Túlkur skipsins, Manana Gogina- wa frá Georgíu, tók undir þetta. Hún er kona um miöjan aldur og býður af sér góðan þokka. Hún sagðist vera kennari að mennt, en fór auk þess á sjómannaskóla og hefur starfaö um hríb sem túlkur um borð í Atlantic Princess, sem er í eigu færeyskra aðila, en skráð í Bel- ize í Mið- Ameríku. Skipverjar, sem rætt var við um borð í Atlantic Princess í gær, sögb- ust viðurkenna aö aðgerö RLR á mánudagskvöldið, þegar áhöfnun- um var stillt upp á hafnarbakkan- um, hefði verið afar sársaukafull. Þeir sögðu þó að aðgerðin hefði ver- ið eblileg. Uppstilling mannanna stóð yfir í 15 mínútur meðan önnur kvennanna ók framhjá mönnunum í lögreglubíl. Hún benti á þrjá þeirra sem nauögarana. Höröur Jóhannesson hjá RLR sagöi í gær aö verið væri aö yfir- heyra aragrúa af fólki úr áhöfnum skipanna. Nokkrir lögreglumenn vinna við málið, en skipverjar hafa ekki lagt neitt til málanna enn sem komið er og telja sig ekki hafa orðið vara viö neitt. Um borö í Atlantic Princess eru í raun tveir skipstjórar, færeyskur fiskikapteinn og annar frá Georgíu sem er yfirmaður mannskapsins. Hvorugur þeirra vildi úttala sig um máliö meöan þaö væri á rannsókn- arstigi. Annar þeirra, sá færeyski, hefur haldiö því fram að hann hafi ekkert leyfi gefiö fyrir uppstilling- unni á mannskapnum. „Þetta er grafalvarlegt mál sem viö vinnum við að upplýsa. Við ætl- um ekki aö láta menn komast upp með það í krafti samstöðu að þegja og þykjast ekkert vita. Skipsmenn gátu ekki annað en fallist á að taka þátt í uppstillingunni, ef þeir ætl- uðu ab halda fram sakleysi sínu. En enn er ekki ljóst hvaða menn þetta voru," sagði Hörður. Hann sagði aö skipunum yrði ekki haldið í höfn, þau mundu fá að sigla þegar þau væru klár til veiða. Hörður sagði það af og frá að hér heföi verið um sakbendingu aö ræöa. Um slíkt giltu sérstakar reglur og sakbending væri formleg athöfn þar sem einn í hópnum er ákærður eöa grunaður. Hörður vísaði því líka á bug að öbru vísi heföi verið að málum staðiö ef hér hefðu átt í hlut til dæmis bandarísk, þýsk eða ís- lensk áhöfn. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.