Tíminn - 07.07.1995, Page 4
4
VíwíNn
SÍMWIIW
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Válynd vebur og
hrakningar erlendra
ferbamanna
Þessa dagana sést þaö vel aö veöur geta veriö vá-
lynd á Islandi, þótt á almanakinu sé hásumar.
Noröan ísafjaröardjúps geisar stórhríö eins og um
hávetur væri, og er ekki feröaveöur.
Slík sumarhret eru ekki nýlunda og íslenskt veö-
urfar er einfaldlega á þennan veg. Búast má viö
noröanbáli í öllum mánuöum ársins, ef svo ber
undir, þótt júlí sé aö öllum jafnaöi sá mánuöur
sem sumariö dvelur helst viö.
Nú hefur þaö enn einu sinni skeö aö erlendra
feröamanna, sem ætluöu sér aö ganga á íslenska
jökla, er saknaö. Björgunarsveitir vestra hafa brot-
ist af stað til leitar og bregöa skjótt við að vanda.
ísland er orðið ferðamannaland og viö ætlum
okkur stóran hlut á því sviði. Drjúgur hluti þeirra
ferðamanna, sem hingaö koma í heimsókn, kemur
til þess aö njóta óbyggða, ekki síst jöklanna og
þeirrar lífsreynslu sem því er samfara. Það mun
ekki breytast.
Hins vegar veröur algengara meö ári hverju,
meö vaxandi umferð, að erlendir feröamenn og
innlendir lenda í hrakningum og lífsháska vegna
íslensks veðurfars. Björgunarsveitirnar eru stöðugt
á þönum og vinna einstaklega gott starf. Starf
þeirra er sjálfboðaliöastarf, en útgerö þeirra og
rekstur leitarstarfs kostar mikla fjármuni og vinnu-
tap; því björgunarsveitarmenn þurfa að vinna fyr-
ir sér eins og aðrir þjóöfélagsþegnar.
Sem betur fer ríkir sú skoöun hér á landi, að
einskis eigi aö láta ófreistað til þess að koma fólki
til hjálpar, sem lent hefur í hrakningum, og von-
andi verður svo áfram. Hitt er svo annað mál aö sá
mikli kostnaöur, sem þessu er samfara hjá björg-
unarsveitunum, Landhelgisgæslu íslands og fleiri
aðilum, er umhugsunarefni.
Þaö er full þörf á umræöu um þau mál, til dæm-
is hvort mögulegt er aö koma á því kerfi aö fólk,
sem leggur í áhættusöm ferðalög um hálendið,
kaupi sér tryggingu sem gripið verði til, ef þarf að
leggja í kostnaöarsamar leitir. Þetta fyrirkomulag
mun vera til erlendis þar sem áhættusamar ferðir
eru tíöar.
Við íslendingar viljum byggja upp landiö sem
ferðamannaland og viö viljum opna hálendi og
jökla fyrir ferðamönnum. Um þetta er bærileg
samstaða. Þaö má því ætíö búast viö erfiðleikum í
hinu óútreiknanlega íslenska tíðarfari og því meiri
erfiðleikum eftir því sem feröalögunum fjölgar.
Þaö veröur því ekki komist hjá því aö endurmeta
hvernig staöið er að greiðslu kostnaðar vegna um-
fangsmikilla björgunaraögerða.
Björgunarsveitirnar þurfa til starfsemi sinnar
fullkominn búnað, sem kostar mikla fjármuni.
Með miklum dugnaði hafa þær aflað fjár til starf-
semi sihnar.
Vonandi komast þeir ferðamenn, sem nú er
saknaö á Vestfjörðum, af. Þessi leit og aðrar slíkar
ættu þó aö vera ástæða til umræöu og endurmats
á kostnaði vegna björgunarmála.
Föstudagur 7. júlf 1995
-------i--------------
Borgin skreytt myndum af Davíb
Davíö Oddson hefur veriö á ferö í
Namibíu og er greinilegt aö þar í
landi er hann elskaöur og dáöur. í
Morgunblaöinu í fyrradag sagöi
m.a. svo frá móttökum þeim sem
Davíð fékk þegar hann kom til
landsins: „Skotiö var nítján fall-
byssuskotum íslensku forsætis-
ráöherrahjónunum til heiöurs.
Davíö kannaði heiðursvörö og
fjöldi namibískra barna stóð í röð
á flugvellinum, veifaði íslenska
fánanum og söng. Einnig dansaöi
hópur namíbískra ungmenna
þjóödansa sína, í skrautlegum
klæöum meö trumbuslætti. Þjóð-
vegurinn frá flugvellinum til höf-
uðborgarinnar er skreyttur fánum
og myndum af Davíð Oddsyni og
Sam Nujoma, forseta Namibíu, og
götur höfuðborgarinnar eru einn-
ig skreyttar myndum af þeim."
Þab er vísindalegt
Gallup hefur sannað vísinda-
lega að Davíö Oddsson hefði mátt
búast við einhverju slíku af þjóð
sinni en engin þjóö í heiminum
hefur jafn miklar mætur á forsæt-
isráöherra sínum og íslendingar
hafa á Davíö. Það vekur hins veg-
ar athygli aö Namibíumenn skuli
fagna Davíö meö svo yfirdrifnum
hætti og hlýjum — rétt eins og
hann væri þeirra leiðtogi líka.
E.t.v. er hægt að skýra þetta í ljósi
einhverra dulinna biblískra til-
finninga Namibíumanna í ætt við
endurfundi viö „týnda soninn
sem snúið hefur aftur". Eins og
frægt varð hér um áriö sagði Dav-
íö í viötali við Morgunblaðiö fyrir
nokkrum árum aö flest benti til
að hann væri kominn af blökku-
manni sem af einhverjum ástæð-
um hafði rekiö upp á Djúpavogi
fyrir par hundraö árum. Hver veit
nema þessi forfaðir Davíös hafi
átt rætur í Namibíu sem aftur
framkalli sterkari tengsl þeirra við
ísland og íslendinga. Trúlegra er
þó aö aörar ástæður séu fyrir hin-
um stórbrotnu móttökum þar
sem myndir af íslenska forsætis-
ráðherranum þekja húsveggi og
vegkanta þjóðveganna.
Þannig hefur t.d. komið fram í
fréttum aö íslendingar hafa sett í
þróunaraðstoð til Namibíu upp-
hæðir sem nema 240 milljónum
GARRI
króna á fjórum árum. Þetta fé hef-
ur augljóslega komiö sér vel þó
Garra gruni raunar að megnið af
þessum fjárframlögum hafi —
eins og oft er meö þróunaraðstoð
— verið háð því skilyrði að keypt-
ar yrðu íslenskar vörur og þjón-
usta fyrir peningana. Gjafmildi
íslendinga gagnvart Namibíu hafi
þannig í leiöinni verið þróunar-
aðstoð við íslenskt efnahagslíf.
Þetta, ásamt því að úti í löndum
fyrirfinnst enn fólk sem er þakk-
látt fyrir það sem því er gefið og
kann aö láta þakldætið í ljós, er
trúlegasta skýringin á þeim kon-
unglegu móttökum sem haföar
voru í frammi.
Þetta minnir raunar dálítið á
það þegar Steingrímur Her-
mannsson fór til Grænhöföaeyja
á sínum tíma en þá var hann ein-
mitt meðhöndlaður sem slíkt
goðumlíkt stórmenni að lands-
frægt varð. Þá svaraði hann kall-
inu „forsætisráðherrann af
Fengi", en Fengur var einmitt til-
raunaveiðiskipið sem íslendingar
sendu til að kenna Grænhöfðum
aö veiða.
Þróunarabstob - fyrir
íslenska pólitíkusa
Eftir að hafa frétt af þessum viö-
tökum sem Davíð fékk hjá afríku-
mönnum og rifjað upp hversu
Steingrímur var dýrkaður á Græn-
höfðaeyjum á sínum tíma er
Garri ekki í nokkrum vafa um að
ný rök hafa bæst í rakasafn þeirra
sem berjast fyrir þróunaraðstoð.
Þegar íslenskir ráðamenn eru að
verða uppgefnir á virðingarleys-
inu og argaþrasinu sem þrátt fyrir
allt er í kringum þá þurfa þeir á
kraftmikilli uppörvun að halda
sem blæs þeim sjálfstrausti í
brjóst á ný og eflir þá til góðra
verka. Jafnvel þeir pólitíkusar sem
dáðastir eru af þjóð sinni, menn
eins og Davíö og Steingrímur,
munu ekki fá slíka uppörvun frá
íslenkum kjósendum — til þess
eru íslendingar of gagnrýnir. Hins
vegar er bráöupplagt fyrir þessa
menn að heimsækja lönd sem
þróunaraðstoð er send til, enda
íslensk stjórnmál á háum stand-
ard miðað við pólitíkina í þessum
löndum. Þannig er ávinningur-
inn af þróunarastoð okkar ekki
bara að fyrir hana eru keyptar ís-
lenskar vörur, heldur gefur hún
líka pólitíkusum færi á að fá kraft-
mikla andlega upplyftingu.
Garri
Jarösprengjur
í gær var í Morgunblaðinu er-
lend frétt sem lét ekki mikiö yf-
ir sér. Þar var skýrt frá því að stór
ráðstefna væri hafin í Genf á
vegum Sameinuðu þjóðanna
um þá plágu sem jarðsprengjur
væru víöa um heim. Sem betur
fer er þetta vandamál sem er
fjarri okkur íslendingum. Við
höfum einungis kynnst því hve
varasöm tundurdufl geta verið,
sem fiskiskip okkar eru ennþá
að slæða upp þegar fimmtíu ár
eru liðin frá síðustu heimsstyrj-
öld.
Alþjóbleg plága
Ástæðan fyrir því að ég hnaut
um þessa frétt var sú, ab í hend-
ur mínar barst nýverib skýrsla
um þessa plágu. Þar kom meöal
annars fram að stærstu jarb-
sprengjusvæöi heimsins eru að
verða innan Evrópu, eða nánar
tiltekið á Balkanskaga. Það kem-
ur fram í Morgunblaðsfréttinni
og einnig í umræddri skýrslu,
að um tíuþúsund óbreyttir
borgarar, sárasaklaust fólk, eru
tættir sundur af jarðsprengjum
árlega, og enn óhugnanlegra er
aö drjúgur hluti af þessu fólki
eru börn.
Hugkvæmni mannsins við ab
búa til vígvélar eru lítil takmörk
sett. Það á við um þessa tegund.
Hreinsun þessara svæba eru afar
kostnaöarsöm, og það má búast
við því að með sama áframhaldi
líði áratugir þar til ófriðarsvæði
hafa verið hreinsuð af jarð-
sprengjum. Þótt friður takist á
Balkanskaga — sem ekki er fyrir-
séb á þessari stundu hvenær
verbur — má búast við að jarð-
sprengjusvæöi verði geigvæn-
Á víöavangi
legt vandamál um langan tíma.
Það á viö í Suðaustur-Asíu þar
sem voru ófribarsvæði svo sem í
Kambódíu og Víetnam. Hins
vegar kemur það fram, að í 64
löndum liggja virkar jarð-
sprengjur í jörð og gefur það til
kynna umfang þessa vanda-
máls.
Vopnaframleibslan
Ég minntist á það, ab í hendur
mínar hafi borist skýrsla um
þetta mál. Þar er fleira að finna
heldur en tölu þeirra sem látast
á hverju ári af þessum sökum.
Þar var einnig ab finna skrá yfir
þau ríki sem framleiða og selja
þessa vöru. Þar kemur fram ab
þessi iðnaður fyrirfinnst ótrú-
lega víða, þar á meðal hjá ná-
grönnum okkar í Skandinavíu.
Danir, Finnar, Norbmenn og
Svíar framleiða allir jarðsprengj-
ur, en einkum eru Svíar afkasta-
miklir á þessu sviði og framleiða
meira en fyrir sinn eigin herafla.
Þar kemur líka fram að jarð-
sprengjuframleiðsla er mikil á
Balkanskaga, einkum í Serbíu,
enda er markaðurinn þar fyrir
hendi.
Þversagnir vopna-
framleibslunnar
Þetta sýnir í hnotskurn þær
þversagnir sem ríkja í vopna-
framleiðslunni. Enn er fram-
leiðsla vopna stóriðnaður víða
um lönd, og aragrúi fólks hefur
lifibrauð af framleiðslu vígvéla.
Staðbundin átök víðs vegar í
heiminum ýta undir þá spennu
sem viðheldur vígbúnaðarkapp-
hlaupinu. Þótt slaknað hafi á
kapphlaupinu milli stórveld-
anna um framleiöslu eldflauga
og stórvirkustu drápstólanna, er
framleiðsla hefðbundinna
vopna í fullum gangi um allan
heim. Það er því langt í frá að
það sé búið, eins og segir í hinni
helgu bók, „að smíða plóg úr
sverðunum".
Jón Kr.