Tíminn - 07.07.1995, Page 8

Tíminn - 07.07.1995, Page 8
8 ffifHWfffl Föstudagur 7. júlf 1995 Halldór Cuöbjarnason: Nokkur orð um skuldbreyt- ingu á lausaskuldum bænda Að gefnu tilefni þykir mér á- stæba til að fara nokkrum orðum um skuldbreytingu á lausaskuldum bænda, sem nú er unnið að skv. reglugerb sem landbúnaðarráðuneytið gaf út 29. mars sl. Forsagan í stórum dráttum íjallar málið um það, ab vegna erfið- leika sem verið hafa í iand- búnaðarmálum á undanförn- um árum, hefur Stofnlána- deild landbúnaðarins verið heimilað ab veita bændum, senr til þess eru taldir hæfir, 15 ára lán, enda verði and- virðið notað til greiðslu lausa- skulda þeirra, svo þeir verði betur í stakk búnir til að lifa af núverandi erfiðleika. í þess- um tilgangi er Stofnlánadeild- inni heimilað að verja 900 millj. kr. Stofnlánadeildin hefur á- kveðið, ab þau lán sem hún veitir bændum skuli bera 5,8% vexti og að 20% láns- fjárhæðarinnar skuli greidd út í peningum, en 80% í inn- lausnarbréfum deildarinnar til 15 ára og skuli þau skuldabréf bera 5% fasta vexti. Lánin til bænda verba verðtryggð eins og innlausnarbréfin. I raun er hér um að ræða mjög sam- bærilegt kerfi og viðgengst í húsnæöislánakerfinu. Starfsreglurnar í starfsreglum Stofnlána- deildar um veitingu þessara lána segir m.a.: „Skilyrði fyrir skuldbreytingu er að lánar- drottnar bænda taki við greiðslum í verötryggðum innlausnarbréfum til 15 ára með 5% vöxtum og nemi þau a.m.k. 80% viðkomandi skuldar." í 2. gr. reglugerðar, sem landbúnaðarráðuneytið setti um þessa skuldbreytingu, segir m.a. ab „Stofnlánadeild- in afhendi innlausnarbréfin gegn vebskuldabréfum þeirra bænda sem eru lánshæfir samkvæmt nánari reglum hennar um þau lausaskulda- lán, m.a. varðandi rekstrarleg- ar forsendur lántaka, veðmat og veðhæfni veðtrygginga og önnur þau skilyrði fyrir láns- hæfni". Með öðrum orðum er hér átt við að einungis þeir skuli njóta skuldbreytinga, sem hafa eðlilegan rekstrar- grundvöll í næstu framtíð, og að lánveitendur þessara bænda séu reiöubúnir til að taka við innlausnarbréfum sem greiðslu allt ab 80% skulda. Samþykki Lands- banka Á fundi bankastjórnar Landsbanka íslands þann 16. mars sl. var samþykkt, að bankinn tæki þátt í þessari að- gerð og að hann myndi kaupa innlausnarbréfin af bændum miðað við ávöxtunarkröfu húsbréfa þann dag sem kaup færu fram. Um væri að ræða sambærileg verðbréf og Hús- bréf og því eðlilegt að fylgja sömu reglum um kaup þeirra. Undanfarið hefur gengi Hús- bréfa miðast vib ávöxtunar- kröfu í kringum 5,9% vexti. Þar sem bréfin bera aðeins 5% vexti, kemur mismunurinn fram í afföllum sem vaxta- muninum nemur. Miðað við þessa ávöxtunarkröfu yrðu af- föllin um 6%, eða með öbrum orðum að fyrir 1 millj. kr. til 15 ára fengjust um 940 þús. kr. Ekkert kom fram í framan- greindum starfsreglum eða reglugerð sem gaf til kynna að skilyrði þess að lánardrottnar gœtu verið með í þessum aðgerð- um vœri að þeir tœkju innlausn- arbréfin á nafnverði. Þrýstihópar Ekki höfðu þessar ákvarðan- ir fyrr verið teknar í bankan- um en mótmæli upphófust, mótmæli vegna þess ab Bún- aðarbanki Islands hafði á- kveðiö að taka innlausnar- bréfin á nafnverði. Auðvitað voru ýmsir bændur í viðskipt- um vib Landsbanka óánægðir með ákvörðun hans, sem skiljanlegt er. Hver hefði ekki orðið það? í samtölum mín- um við útibússtjóra bankans, sem mest viðskipti eiga við bændur, hefur ítrekað komið fram, að þeir bændur, sem rætt hafa við þá, hafi fullan skilning á þessari ákvörðun og þeirri jafnræðisreglu sem þarna er beitt. Hins vegar eru abrir sem ekki hafa þennan skilning og virðast telja Landsbankann beita við- skiptamenn sína óréttlæti með slíkri ákvörðun. Skv. frétt í Tímanum frá 11. maí sl. er haft eftir formanni Búnaðarsambands Suður- lands, að þar sem Búnaðar- bankinn hafi samþykkt að taka innlausnarbréfin á pari, þá hafi aðalfundur sambands- ins sent landbúnaðarráðherra kröfu um leiðréttingu þessara mála og ab hann beiti sér fyrir því að Landsbankinn geri þab sama og Búnaðarbankinn. Haft er eftir honum í blaöinu að þeim bændum þyki þetta skrýtið, þar sem báðir bank- arnir séu í ríkiseigu! Bankan- um sjálfum hefur borist álykt- un frá Bændasamtökunum þar sem stjórn þeirra lýsir vonbrigðum með afstöbu þeirra lánastofnana, sem ekki hafa fallist á að kaupa inn- lausnarbréfin á nafnverði. Það er ekki mál Landsbank- ans hvaba ákvarðanir stjórn Búnaðarbankans tekur. Því ber vissulega að fagna ab af- komumál þeirra séu orðin svo góð, að þeir geti veitt við- skiptamönnum sínum fyrir- greiðslu á slíkum vildarkjör- um. Hins vegar vekur það ó- neitanlega furðu, að Stofn- lánadeildin ætlar sjálf að lána bændum lánin með 5,8% vöxtum, þótt hún fái sjálf ekki slík kjör á almennum lánamarkaði. Nýverið voru skuldabréf deildarinnar sett í sölu til að afla henni fjár og eru kaupendum, sem tiíbúnir eru tii að ávaxta fé sitt á þennan hátt, bobnir 6% vext- ir. Til þess að deildin fari nú ekki illa út úr þessum vib- skiptum, virðist ætlunin að aðrir lánveitendur bænda taki á sig kostnaðinn og er bænd- um beitt fyrir vagninn með all sérstæbum hætti. „Málefnaleg umræ&a" Ekki er úr vegi að minnast aðeins á framboðsfund fyrir alþingiskosningarnar í vor, fund sem haldinn var með frambjóðendum í Suðurlands- kjördæmi ab Hvoli þann 5. apríl sL Þar gerði formaður Búnaðarsambands Suburlands þetta skuldbreytingarmál ab umræðuefni. Áf þeirri upp- skrift, sem ég hef í höndun- um og einn fundarmanna tók niður, virðist svo sem mál- efnaleg umræða hafi ekki ver- ið í hávegum höfð. Hann til- tók dæmi máli sínu til „stuðnings": „Bóndi fær skuldbreyt'; 5 millj. kr. Búnað- arbankinn tekur bréfin á pari, þ.e. tekur engin afföll, en Landsbankinn stelur 600 þús. kr. í afföll." Ekki skil ég þessa reikningsaðferð hans. Hann spurði síðan frambjóðendur um sambandið á milli meiri- hluta í bankaráði og í ríkis- stjórn og taldi, ab sá meiri- hluti léti sér lítið koma við vanda bænda! í svörum fram- bjóbenda tveggja flokka kom fram, að þetta væri ein sönn- un um pólitíska stjórnun í bankakerfinu sem þyrfti að af- nema! Fleiri „góðar og skyn- samar" tilvitnanir gæti ég nefnt frá þessum sömu hátt- virtu frambjóðendum, sem sýna á hvaða stigi umræðan var. Að sjálfsögðu vantaði ekki skítkastið í Landsbank- ann, sem kætti suma svo, ab þeir gátu ekki stillt sig um að klappa endrum og eins. Kom- iö var inn á útlánatöp undan- farinna ára hjá bankanum og á þeim höfðu þessir ágætu herrar skýringar á reiðum höndum. Þau stöfuðu af vit- lausri útlánastefnu fortíðar- innar, sögðu þeir, fjármagni hafi verið veitt í atvinnu- greinar sem fóru á hausinn og tiltóku sérstaklega fiskeldi og loðdýrarœkt. Ekki veit ég hvort bændur klöppuðu fyrir þess- um skýringum, því þess er ekki getib í uppskrift minni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.