Tíminn - 11.07.1995, Síða 3
Þribjudagur 11. júlí 1995
Wítiám
3
Seölabankinn: gjaldeyrisstaöan batnaö um 6,4 millj-
aröa og kröfur á ríkissjóö minnkaö um 7,8 milljaröa:
Ríkisvíxlaeign
minnkað um 7.100
mkr. frá áramótum
Mikil lækkun á ríkisvíxlaeign
Seölabankans, úr 9,6 milljörö-
um um áramót í 2,5 milljaröa
á miöju ári, er helsta breyting-
in sem oröiö hefur á efnahags-
reikningi bankans frá áramót-
um. Vegna þessa hefur eign
bankans á markaösskráöum
veröbréfum dregist saman um
samsvarandi upphæö, í 18,2
milljarba í júnílok. ■
Erlendar skuldir til skamms
tíma, sem stóöu aö baki brúttó-
gjaldeyriseign bankans um ára-
mót og námu 5,6 milljörðum
króna, hafa nú veriö endur-
greiddar að mestu. Nettógjald-
eyriseign bankans hefur líka
batnaö til muna, eða úr 14,8
milljörðum um áramót í 21,2
milljarða í júnílok.
Kröfur á ríkissjóð og ríkis-
stofnanir nettó, sem voru 17,1
milljarður í ársbyrjun, höfðu
lækkað í 9,4 milljarða í júnílok.
Um 5.460 milljónir króna af
seðlum og mynt voru í umferð á
miðju ári, sem er um 5% meira
en um áramótin.
Sláturfélag Suöurlands og Ágœti hf.:
Sameinast
um sósu- og
salatgerð
Sláturfélag Suburlands og Agæti
hf. hafa í sameiningu stofnað
nýtt fyrirtæki, Holt og Gott hf,
sem taka mun yfir framleibslu
þeirra beggja í gerb salata og
sósa ýmiskonar. Fer framleibsl-
an af staö þann 1. september
næstkomandi.
í tilkynningu frá SS og Ágæti
segir að tilgangurinn með stofn-
un hins nýja fyrirtækis sé að ná
fram hagkvæmni í áðurnefndri
vinnslu. Bæði fyrirtækin hafa ver-
ið leiðandi á þessu sviði, en með
því að sameina krafta sína segjast
Banaslys viö
Melgeröismela
Banaslys varb við Melgerbis-
mela í Eyjafirbi á laugardag
þegar sviffluga hrapaði til
jarðar. Sá sem fórst hét Frið-
jón Eyþórsson og lætur hann
eftir sig konu og uppkomin
börn.
Un orsakir slyssins er ekki vit-
ab en getum hefur verið leitt að
því aö svifflugan hafi ofrisib í
flugtaki. Flugmaðurinn var van-
ur svifflugmaður en mun ekki
hafa veriö vanur þeirri flugu er
hann flaug í þetta skipti. ■
þau geta betur sinnt viðskiptavin-
um sínum en verið hefur til þessa.
Vörumerki þau sem framleidd
hafa veriö á þessu sviði munu
halda sér, en jafnframt veröa sett-
ar á markinn nýjar vörur undir
merkinu Hollt og gott, einsog
raunar er nafn hins nýja fyrirtæk-
is sem aðsetur sitt mun hafa í
Reykjavík. ■
Sýning merkra muna úr verslunarsögu Hvammstanga er í gömlu pakkhúsi sem var ábur í eigu verslunar Sigubur
Pálmasonar. Hér er þab Kolbrún Karlsdóttir sem er vib afgreibsluborbib. Tímamynd: Sigurbur Bogi.
Hundraö ára verslunarafmœlis Hvammstanga var minnst um helgina:
Útimarkaður, sögu-
sýning og eðalball
Mikib var um dýrbir á
Hvammstanga á Iaugardag þeg-
ar þar var haldib uppá hundrab
ára verslunarafmæli stabarins.
Ab sögn Eddu Hrannar Gunn-
arsdóttur, formanns afmælis-
nefndar, var vel mætt á hátíb-
ina og veðrið var gott. Margir
mættu á stabinn, mebal annars
brottfluttir Hvammstangabúar.
„Við vorum hér með útimarkað
þar sem seldur var með öðru ýmis
varningur úr héraðinu: hákarl,
sultur, kökur og fatnaður og raun-
ar hvað sem var. Einnig voru hér
ýmsar uppákomur sem tengdust
sögu staðarins," sagði Edda
Hrönn. í félagsheimili staðarins
var flutt dagskrá með annál úr
verslunarsögu Hvammstanga.
Hátíðardagskráin endaði síðan
með „eðalballi" á Iaugardags-
kvöld, þar sem nikkuspilarar
þöndu hljóðfæri sín og boðið var
uppá sykraðar lummur.
I gömlu pakkúsi við höfnina á
Hvammstanga, sem áður var í
eigu verslunar Sigurðar Pálma-
sonar, var um helgina opnub
gagnmerk sýning á ýmsum mun-
um sem tengjast verslunarsögu
byggðarlagsins. Sýning sú stendur
alveg fram á haust og eftir ab sýn-
ingin var opnuð hafa margir
komið þangab með ýmsa muni úr
eigin fórum sem tengast verslun-
arsögu staðarins. Að sögn Eddu
Hrannar verður út þetta ár fjöl-
margt gert til hátíðarbrigöa í til-
efni verslunarafmælisins — og er
ýmislegt í bígerð.
Heildarskoöun á umferöarmál-
um í borginni í undirbúningi
Fyrir borgarráði Iiggur nú til-
laga frá stjórn SVR um skipun
samstarfsnefndar um sam-
ræmda stefnumótun í um-
ferðarmálum, almennings-
samgöngum og skipulagsmál-
um í Reykjavík.
Að sögn Árthurs Morthens, for-
manns stjórnar Strætisvagnanna,
eru ábendingar frá dönsku ráð-
gjafarfyrirtæki til sérstakrar at-
hugunar í þessu sambandi.
„Það er Ánnæs Nyvik sem er að
endurskoöa leibakerfi SVR, en fyr-
irtækið hefur starfað í sambandi
við umferðarmál í Reykjavík frá
því fyrir 1970 og hefur reyndar
með höndum umferöarráðgjöf í
borgum víba í Evrópu. M.a. hefur
það gert heildarathugun á stöð-
unni í umferðarpólitík í Óbinsvé-
um og Árósum og er auk þess
mjög vel inni í umferðarmálum
hér og endurskoðabi leiðakerfið á
sínum tíma," segir Arthur.
„Þessir aðilar segja að við Reyk-
víkingar þurfum að fara að at-
huga umferðarpólitík okkar út frá
heildarsjónarmiðum, enda sé
ekki hægt ab ná þeim árangri sem
ab er stefnt með því að skoða al-
menningssamgöngur einar og sér
heldur aðeins með því að líta á
málin í heild. Það er því margt
annað en leiðakerfi strætisvag-
anna sem þarf að breytast í um-
ferðarmálum okkar, þannig að
staða almenningssamgangna
batni. Það er stefnt ab því að end-
urskoðað leiðakerfi komi til fram-
kvæmda 1. júní 1996. Undirbún-
ingsvinna er í fullum gangi en er
þó ekki komin svo langt að hægt
sé ab skýra frá meginatriðum
breytinga. Tillögur að breyting-
Borgarendurskoöandi
Pálmason, framkv.stj.
gerir athugasemd viö aö menn sitji beggja vegna borös. Jóhannes
Borgarspítala og stjórnarmaöur í Lyfjaverslun íslands:
„Athugasemdin er almenns eðlis"
„Eg vil sem minnst tjá mig
'um þetta mál ab svo stöddu.
Ég vil ræba þetta við mína yf-
irmenn ábur en ég geri það
vib fjölmibla. En ég vil þó
taka fram ab þessi athuga-
semd bogarendurskobanda
var almenns eblis en ekki
bundin vib mig," sagbi Jó-
hannnes Pálmason fram-
kvæmdastjóri Borgarspítala í
samtali vib Tímann í gær.
í skýrslu borgarendurskoö-
anda er vakin athygli á reglu-
geröarákvæði þar sem segir að
borgarstarfsmönnunum megi
meina aö standa að rekstri fyrir-
tækja eða taka þátt í rekstri
þeirra samrýmist það ekki störf-
um þeirra hjá borginni. Segir
endurskoðandi jafnframt ab
dæmi séu um að forstöðumenn
borgarstofnana eigi sæti í stjórn
fyrirtækja sem selji varning ým-
iskonar til borgarstofnana sem
stjórnarmaðurinn veiti for-
stöðu. Borgarendurskoðandi
segir þetta í hæsta máta óebli-
legt og skapi hættu á hags-
munaárekstrum og stuöli jafn-
vel að fákeppni.
Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Borgarspítala, á
sæti í stjórn Lyfjaverslunar ís-
lands hf., en spítalinn er stór
viðskiptavinur hennar. Um
þessa stöðu Jóhannesar beggja
vegna borðs og hvort hún sé
eðlileg hafa vaknað spurningar.
„Athugasemd borgarendur-
skobanda stendur sem slík. Ég
vek þó athygli á að áður sat ég í
stjórn Lyfjaverslunar ríkisins og
í lyfjalögum var kvebið á um að
sjúkrahúsin í landinu ættu full-
trúa í stjórn. Það er lítill eðlis-
munur á því hvort ríkissjóður á
þetta fyrirtæki eða hvort þab er
hlutafélag. Það er ekkert nýtt að
ég eigi sæti í stjórn lyfjafyrir-
tækis. En ég vona bara að mál
sem þessi, sem snúast um
meint hagsmunatengsl, verði
skoðuð víðar í kjölfar þessa,"
sagbi Jóhannes Pálmason.
um þurfa þó aö liggja fyrir í haust,
en á þessu stigi er þó hægt að
skýra frá því að veruleg áhersla
verður lögð á bætta þjónustu í
austurhluta borgarinnar," segir
Arthur.
Hann bendir á að gamla leiöa-
kerfib sé frá því í kringum 1970,
þ.e. áður en byggð í Breiðholti,
Árbæ og Grafarvogi var komin til
sögunnar.
„Síðan hefur verið prjónað inn
í leiðarkerfið. Þab er of mikið sagt
aö nú standi til að stokka þetta
kerfi upp, en þab þarf ab laga á
því margvíslegar misfellur, bæta
við skiptistöðvum og athuga
tengslin milli Hlemms og Lækjar-
torgs," segir Arthur Morthens. ■
Banaslys í
Landeyjum
Ungur mabur lést í bílslysi á
Suburlandsvegi sem varb
snemma á laugardagsmorgun.
Slysib var skammt fyrir vestan
bæinn Hvítanes í Landeyjum.
Þar valt bíll sem ungi maðurinn
var í, ásamt fleirum, og er talið
að hann hafi látist samstundist.
Hann hét Jón Kristinn Gunn-
arsson, var 23ja ára Reykvíking-
ur og lætur eftir sig eins árs
dóttur. ■