Tíminn - 11.07.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 11.07.1995, Qupperneq 4
4 Þri&judagur 11. júlí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Steinsteypan í heilbrigöisþjón- ustunni Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar athyglisveröa grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Inntak greinarinnar er á þá leið að byggingarframkvæmdir hafi haft forgang í heilbrigðisþjónustu hérlendis og byggt hafi verið þvert ofan í ráðgjöf þar um. Afleiðingin sé illa nýtt sjúkrahús og heilsugæslustöðvar og þeim fjármunum hefði verið betur varið í önnur verkefni, svo sem að efla bráðaþjón- ustu og stytta biðlista eftir aðgerðum. Grein Ólafs er allrar athygli verð, ekki síst fyrir þá stjórnmálamenn sem taka ákvarðanir um framkvæmd- ir í heilbrigðisþjónustunni. Mikilvægi þess að nýta fjármuni vel í heilbrigðisgeir- anum sést á fyrirferð hans í ríkisútgjöldunum. Á árinu 1995 er áætlað að verja 46,2 milljörðum króna til heil- brigðismála, sem er 38,7% af útgjöldum ríkissjóðs. Við þá breytingu, sem varð á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga árið 1989, féllu heilbrigðismálin að fullu til ríkisins. Ríkið greiðir því kostnaðinn að fullu, en hins vegar hafa sveitarfélögin aðild aö stjórnum heil- brigðisstofnana. Þetta er ekki í fullu samræmi við þann anda verkskiptalaganna á sínum tíma, að saman fari stjórn og fjárhagsleg ábyrgð. í þeirri grein landlæknis, sem vitnaö var til í upphafi, eru rakin dæmi um að þrýstingur á fjárveitingavaldið hefur orðið til þess aö hrinda af stað ýmsum fram- kvæmdum, þvert á ráögjöf landlæknisembættisins. Þarna eiga vafalaust hlut að máli alþingismenn, sveitar- stjórnarmenn og forustumenn í þeim byggðarlögum sem hlut eiga að máli. Þaö er full þörf á því að skoða skipulag heilbrigöis- þjónustunnar hérlendis mjög vel. Innan hennar hafa oröið miklar breytingar og verða á næstu árum. Há- tæknilækningar ryðja sér til rúms, og tækniframfarir og aukin þekking hafa áhrif á skipulag hennar. Það er til dæmis alveg ljóst að hátæknisjúkrahús rísa ekki í hverjum landshluta. Mörg rök hníga að því að að- eins ein heilbrigðisstofnun annist slíkar lækningar hér- lendis. í september 1991 skilaði ráðgjafarskrifstofan Ernst & Young skýrslu til ríkisspítalanna um þessi mál þar sem bent var á mörg rök til þess aö sameina sjúkra- húsin í Reykjavík. Þáverandi stjórnvöld gerðu ráðstaf- anir í þveröfuga átt. Það er hins vegar full ástæða til að huga að verkaskiptingu og sérhæfingu sjúkrahúsanna, einnig þeirra sem risið hafa í landsfjóröungunum. Þessi mál eru viðkvæm, og þau þarf að nálgast á þann hátt aö ákveðin grunnþjónusta sé fyrir hendi í hverjum lands- fjórðungi. Það mætti hugsa sér aö sjúkrahúsin sérhæfðu sig síöan hvert á ákveðnu sviði, sem væri sérgrein þeirra og ekki byggt upp annars staðar. Allar aðgerðir í heilbrigðisþjónustunni kalla á pólit- íska samstöðu, því málaflokkurinn er ofurviðkvæmur. Það er afar áríðandi að fjármunir nýtist sem best í þess- um málaflokki, því það eitt tryggir að þessi þáttur vel- ferðarkerfisins verði áfram sambærilegur við það sem verið hefur og tryggi sjúklingum meðferð án tillits til efnahags þeirra. Yrkisefni einstæðingsins Þjóbhátíðarræða Davíðs Odds- sonar á Austurvelli þann 17. júní sl. virðist ætla aö verða enn lang- lífari en kaffipokaræðan sem hann hélt við sama tækifæri fyrir nokkrum árum. Greinaflóðinu í helstu dagblöðum landsins virð- ist hreinlega ekkert ætla að linna og er nú vitnað til þessarar ræðu sem tímamótaræðu sem marki straumhvörf í stjórnmálunum. Af viðbrögöunum við því, sem forsætisráðherrann var aö segja um stjórnkerfi Evrópubandalags- ins og stöðu íslands og íslenskra stofnana gagnvart fyrirsjáanlegri þróun þar á næstu árum, er greinilegt að Davíð hefur opnað mál sem legið hefur á fjölmörg- um eins og mara. Menn úr fjöl- mörgum stjórnmálaflokkum eru skyndilega orðnir mátar og félag- ar, jafnvel menn sem sl. vetur voru komnir í hár saman að hætti kalda stríðsins og sökuðu nánast hver annan um landráð. Davíb, Hjörleifur, Svavar, Björn og Árni Þannig hefur Árni Bergmann, fyrrum Þjóðviljaritsjóri og Kremlólóg, kvatt sér hljóðs og lýst sig bandamann Davíðs. Og í Morgunblaðsviðtali við Svavar Gestsson, „Deng" þeirra alþýðu- bandalagsmanna, er m.a. að finna eftirfarandi ummæli um Evrópumálin hjá þessum fyrrum formanni og núverandi þing- flokksformanni Alþýðubanda- lagsins: „Ég vii horfa á þetta þannig að við tengjum okkur til allra átta. Ég held aö það sé vara- samt fyrir litla þjóð að læsa sig inni í bandalagi eins og Evrópu- sambandinu. Ég er því alveg sam- mála uppsetningu Hjörleifs Gutt- ormssonar og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra." Hér er vísab til þeirra Hjörleifs og Davíðs sem bandamanna, rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara. Af sama toga er fóstbræðralag Björns Bjarnasonar, sem ritar grein í DV í gær, og Árna Bergmann. Bergmál kalda stríðsins heyrist ekki lengur í orðræðu þessara manna og eng- in krafa kemur nú frá mennta- Stormur Ég elska þig stormur sem geisar um grund, oggleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund. Svo kvað þjóðskáldið Hannes Hafstein, en tilvitnaðar ljóðlín- ur hans eru upphaf kvæöisins Stormur. Þar kveður hann um storminn sem styrkir, hreinsar og herðir hugann og skorar á fólk til átaka. Hannes Hafstein var skáld- mæltur stjórnmálamabur og notaði skáldgáfu sína til þess ab kveba í þjóðina kjark og bjart- sýni. Hann vildi efla hana til baráttu á örlagatímum í sögu hennar. Ekki er nokkur vafi á því að kvæði hans og fleiri skáld- bræöra hans voru þáttur í vor- hug og bjartsýni sem uppi var meöal þjóðarinnar um aldamót- in og í byrjun þessarar aldar. Svekktir dagskrár- gerðarmenn Mér komu þessar ljóðlínur í hug þegar ég var ab hlusta á Rás 2 um helgina. í þætti eftir há- degið á sunnudaginn var suð- austanáttin til umræðu og greinilegt var að dagskrárgerð- armaðurinn hafði ekki mikið uppáhald á henni, svo ekki sé meira sagt. Helst var á honum geri upp við fortíð sína sem tals- maður og boðberi sovétkommún- isma. Og þú líka, Halldór En það eru ekki einvörðungu kommar og íhald sem eru að fall- ast í faðma út af þessum Evrópu- málum. Halldór Asgrímsson hef- GARRI ur lýst sig sammála Davíö og telur hann hafa flutt góba ræðu á Aust- urvelli. Og meira ab segja Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli skrifar grein hér í Tímann í dag þar sem hann fagnar yfirlýsingum Davíðs í hátíðarræðunni, þannig að ein- hverjir nafntoguöustu íhalds- og kommúnistaandstæðingar úr röð- um Framsóknar virðast vera komnir í 17. júní-klúbbinn meö Davíð. Þannig hefur skapast ótrúlega víðtæk og breið samstaða í þess- um Evrópumálum, raunar svo víðtæk að fátítt verður að teljast í íslenskum stjórnmálum. Aðeins tveir stjórnmálaforingjar hafa með afgerandi hætti lagst gegn hinu nú íslandsbandalagi íhalds, Framsóknar, allaballa og meiri- hluta kvennalistakvenna, en þaö eru Ingibjörg Sólrún borgarstjóri og Sighvatur Björgvinsson alþing- ismaöur. Ingibjörg Sólrún hefur að heyra að mikiö ólán væri það að víkingarnir skyldu á sínum tíma álpast í þennan rokrass, og betur væri að einhver Siglinga- málastofnun hefði stoppað þá af í Noregi á sínum tíma með því að neita þeim um haffærn- isskírteini. Ég verð ab segja að mér fannst þessi söngur heldur nið- urdrepandi, jafnvel þótt ég væri staddur í þeim landshluta þar Á víbavangi sem var sól og blíba og sunnan- þeyr um helgina, hvað þá ef ég hefði verið staddur á Subvestur- horninu. Fjöldi fólks, sem held- ur sig heima við um helgar, hlustar á útvarp og dagskrár- gerðarmenn þess hafa áhrif á móralinn. Rok og rigning er ekki skemmtilegt veðurlag. Hins vegar eru til fjölmargar aðferðir til þess að þola þetta veður og takast á vib það. Sportvörubúð- irnar eru fullar af úrvals regn- fatnaði og það væri miklu hetjulegra ab heyra útvarps- menn hvetja fólk til að bregða sér í regngallann og fara í gönguferð, til dæmis í Skerja- fjörðinn, og hafa storminn í fangiö líkt og Hannes Hafstein raunar heldur haldið sig til hlés í þessari umræðu, vegna stöðu sinnar sem borgarstjóri. Sighvatur Björgvinsson hefur því verið í hlutverki einfarans í þessu máli, en gera verður ráð fyrir að félagar hans í Alþýðuflokknum séu enn með í leiknum vegna sumarleyfa. Ort um einsemdina Einsemdin virðist hafa verið farin að hafa sterk áhrif á Sighvat og brýst nú út í farvegi skáldskap- ar. Þingmaðurinn hrópar á félags- skap í örvæntingarfullri einangr- un sinni og formið, sem hann velur sér til að undirstrika ein- semd sína, er að yrkja um ævin- týri á gönguför; ekki sitt ævintýri, heldur yrkir hann í oröastað Árna Bergmann um ævintýri hans og alla göngutúrana sem hann getur átt með Davíð Oddssyni í hinu nýja bandalagi. Á meðan „þeir ganga saman / til gamans okkur" gengur Sighvatur einn og án alls gamans í sínu gamla ESB-trúboði. A niöurlagi ljóðsins má greinilega sjá hversu ósanngjarnt Sighvati þykir ab Árni Bergmann, með all- ar sínar gömlu syndir, skuli fá ab ganga með Davíb, á sama tíma og hann, sem ekkert hefur syndgað, þurfi að ganga einn: Syng ekki meir um Sovét-ísland. Rœði hvorki um Marx né Moskvu. faþla því meira á Jónasi og á hetjulund höfðingjaþjóðar. Fellur það betur félaga mínum, þar sem við göngum til gamans okkur. Það verður þó ekki annað sagt um Sighvat en að hann vinni vel úr einmanakennd sinni í Evrópu- málunum. Hann nær ab slá á sár- ustu einkennin og sefar einstæð- ingstilfinninguna með því að setja sig í spor Árna Bergmann, sem á Davíð að göngufélaga. Sál- arkreppa einfarans dylst þó eng- um, þrátt fyrir aö þingmaðurinn reyni aö bera sig mannalega. Garri forðum. Að því loknu er hægt að fara í sund eða góba sturtu, ánægður með sjálfan sig. Veðrið á íslandi er nú einu sinni svona og við það verður að búa. Það er undarlegt ef þjóðin er svo aðframkomin að veðrib sé farið að hrekja fólk til sólarlanda, þótt það hafi ekki ætlað sér að fara. Þetta kom fram í fréttum nýverið og var fullyrt af mönnum í ferðaþjón- ustu. Það er fullkomlega eðlilegt ab fólk leiti í sólina, en skemmti- legra væri að fara þangað sem frjáls maður, heldur en sem flóttamaður. Þar sem Evrópa endar Ég var fyrir nokkrum vikum staddur þar sem Evrópa endar í subri. Þar var sunnanvindur nokkuð sterkur. Hann var ætt- aður að sögn frá heitum sönd- um Afríku, var eins og blástur úr bakaraofni og hitinn 40 gráður. Þetta veöurlag er skelfi- legt. Mætti ég þá heldur fara út að ganga hér á norðurhjaranum í suðaustanstrekkingi og rign- ingu. Hvert land hefur sína kosti og galla hvað veðurfar snertir. Það skyldum við muna. Jón Kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.