Tíminn - 11.07.1995, Side 7

Tíminn - 11.07.1995, Side 7
Þriöjudagur 11. júlí 1995 7 Hornklofaplagg um málefni kvenna á rábstefnu Sameinuöu þjóbanna í Peking er gagnrýnt afAmnesty International: Ráöstefnan gæti rýrt vægi mannréttindasáttmála Dagana 4.-15. september næst- komandi ver&ur haldin rá&- stefna Sameinu&u þjó&anna um málefni kvenna. Ýmsir a&ilar hafa gagnrýnt harkalega drög a& lokaskjali rá&stefnunnar, sem unniö hefur verið samhliða undirbúningi ráöstefnunnar. í kjölfar sýningar á heimilda- myndinni Herbergi dau&ans í Noregi og Svíþjó&, þar sem fram kemur aö stórfelldur útburöur á stúlkubörnum á sér stað í Kína, hafa Svíar hætt vi& að senda fulltrúa á rá&stefnuna. Allt að þriðjungur textans í drögum aö lokaskjali ráðstefn- unnar í Peking er enn í svigum eða hornklofum, sem þýðir að ekki hafi náðst samkomulag um orðalag eða efni. Eitt af mörgum atriðum, sem ágreiningur hefur orðið um, er notkun hugtaka. Þ.á m. eru orð sem Vesturlandabúum eru orðin töm í munni, svo sem „equality" eða jafnrétti og „gen- der" (kynhlutverk). Sérstaklega voru það fulltrúar kaþólskra landa Suður-Ameríku og ein- stakra Afríkuríkja sem virtust ekki fella sig við þá tilhugsun að litiö væri á stöbu kynja sem félagslega mótub hlutverk, heldur var ljóst að þeir teldu stöðu kvenna óbreytanlega og skilgreinda í eitt skipti fyrir öll. Amnesty sendir ekki fulitrúa Amnesty International, sem verður með áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni, hefur gagnrýnt svigana í drögum að lokaskjali rábstefnunnar harkalega. Að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, fram- kvæmdastjóra Islandsdeildar AI, munu þeir ekki senda fulltrúa á sínum vegum á ráöstefnuna. Enda hafi meiri áhersla verið lögð á að hafa áhrif á plaggið í vinnslu en að vera í Kína á sjálfri ráðstefn- unni. Jóhanna segir að gagnrýni Amnesty hafi einkum beinst að óljósu orbalagi skjalsins. Þau vilji sjá þar ákvebnara oröalag, þannig að plaggið verði meira skuldbind- andi fyrir ríkisstjórnir. Þau séu hrædd um að þetta plagg muni rýra vægi þeirra mörgu alþjóða- laga og mannréttindasáttmála, sem þegar séu til í heiminum. Því þessir sáttmálar eigi við um alla, bæði konur og karla. Þau séu hrædd um að gera eigi konur að einhverjum sérhóp, sem aðrar reglur gildi um en karla. Samtök- in leggja áherslu á aö umræðan byggi á þessum alþjóbasáttmálum sem til eru, því samkvæmt þeim hafa konur sömu réttindi og karl- ar, en a&gerða sé þörf til að tryggja það aö konur fái notið þessara réttinda. Abspurð um það hvort ekki sé kaldhæðnislegt að halda kvenna- ráðstefnu í landi þar sem stúlku- börn eru myrt í stórum stíl, þá tel- ur Jóhanna að varla finnist sá blettur á jarðkúlunni þar sem ekki sé hægt að saka stjórnyöld um mannréttindabrot. Auk þess hafi Asía verið næst á dagskrá og stjórnvöld í Kína hafi boðið sig fram. Vatíkanið meb fjölda fulltrúa Sigríbur Lillý Baldursdóttir, for- maður undirbúningsnefndar fyrir Pekingráðstefnuna, telur að ástæður fyrir fjölda sviga í drög- um að lokaskjali séu einkum tvær. Annars vegar sé kvennabar- áttan orðin nógu öflug til ab ógna stjórnvöldum þeirra ríkja, sem vilja halda konum í óbreytanlegri stöðu. Auðvitað megi eins túlka það svo, að konur hafi hrakist út í horn og þarna sé stigið skref aftur á bak, en hún telur hitt líklegra, eins og sést hafi t.d. á því að Vat- íkanið, sem er um 1000 manna smáríki, var með 15-20 manna sendinefnd í New York þegar end- anlega var gengið frá lokaskjal- inu. Hins vegar séu margir svig- arnir hugsaðir sem skiptimynt í þeim samningaviðræbum sem munu eiga sér stað á millifundi í New York í lok júlí. Hún á því frekar von á því að margir svig- anna fái að fjúka á þeim fundi. Niðurstöður New York- fundarins verða svo lagðar fram á Peking- ráðstefnunni til að auövelda vinnu við lokaskjalið. Sigríður telur að stór hluti þess texta, sem settur hefur verið inn- an sviga, lýsi grundvallarágrein- ingi milli ríkja heimsins. Stjórn- völd hafi víba uppi kvenfjand- samlega stefnu þar sem menn sætta sig einfaldlega ekki við að þaö sé talinn eðlilegur þáttur í lífi konu að hún hafi val um að nota getnaðarvarnir og hvort eða hve- nær hún eignast böm. Fulltrúar slíkra stjórnvalda samþykkja því ekki að í svona plaggi séu þving- aðar meðgöngur og þvingaðar fóstureyðingar fordæmdar. Sig- ríður segir að það, sem veki mest- an ugg, sé að ýmislegt sem sam- komulag hafi verið um á fyrri ráð- stefnum SÞ, sé ágreiningur um núna. Tillögur Ástrala Enn er allt óljóst um það hvort einhverjar skuldbindandi áætlanir verba samþykktar á Sigríbur Lillý Baldursdóttir. Peking- ráöstefnunni. Að sögn Sigríðar Lillýar hafa Ástralir komið meö þá tillögu ab sér- hvert ríki komi til Peking með áætlun yfir það sem þeirra þjóð ætlar að gera fyrir árið 2000 fyr- ir konur í sínu eigin landi. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort tillaga Ástrala nær fram að ganga, en Sigríði þykir hún mjög spennandi, enda telur hún að erfitt verði að búa til skuldbindandi áætlun sem kæmi öllum konum í heimin- um til góba. Hún tekur þó fram að margir telji að styrkurinn, sem fólginn er í samstöðunni, muni minnka verulega, því verulegu máli skipti fyrir konur jóhanna K. Eyjólfsdóttir. í t.d. íslömskum löndum að finna fyrir stuöningi annarra þjóða, og slíkar séráætlanir gætu orðið til aö veikja sam- stöðuna. Því áhersla þessarar ráðstefnu er að þörf er á aögerð- um og því er yfirskrift hennar að þessu sinni „Action for equa- lity, development and peace" en ekki Jafnrétti, þróun og friö- ur eins og á fyrri kvennaráð- stefnum. Sigríöur taldi ekki að forsendur ráðstefnunnar væru í raun brostnar, ef tillaga Ástrala næði yfirhöndinni, þar sem um- ræðan sem hefur skapast í kringum undirbúningsvinn- una, skýrslurnar sem skrifaðar hafa verið út um allan heim um réttindi og stöðu kvenna og það sem gerist eftir Peking séu hinn raunverulegi árangur. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir tekur hins vegar undir það aö for- sendur ráðstefnunnar séu brostnar, ef hver þjóð kemur með eigin áætlun, og segir að þá gætum við allt eins setið heima í okkar horni. Hún telur að þörf sé á sameiginlegu átaki alþjóða- samfélagsins til að konur fái notið þeirra réttinda sem þeim ber. Að sögn Sigríðar munu ís- lensk stjórnvöld einungis veita óbeina styrki til íslendinga sem fara á ráðstefnuna. 5 milljónir hafi verið veittar til félagasam- taka vegna verkefna, sem unnin verða í tengslum viö rábstefn- una, og ferðastyrkir verbi því aðeins veittir ef ferðalög eru nauðsynlegur þáttur verkefnis- ins. ■ Herbergi daubans sýnd hjá RÚV á næstunni Svo virðist sem Islendingar muni ekki draga umsóknir sínar til baka vegna gagnrýni sem komið hefur á stabsetn- ingu rábstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna. Þeir sem hafa dregib umsóknir sínar til baka munu hafa gert það af fjárhagsástæðum enda dýrt ab koma sér til Kína. Eins og fram kemur í DV í gær skoraði stjórn Kvenréttindafé- lags íslands á Ríkissjónvarpið og Stöð 2 að sýna heimildarmynd- ina Herbergi dauöans sem varb til þess að Svíar ákváðu ab fara hvergi í mótmælaskyni við dul- arfulla fækkun stúlkubarna í Kína en 15 milljónir stúlkna vantar upp á til að fjöldi kynj- anna sé hinn sami. Hinrik Bjarnason hjá Sjónvarpinu sagöi að áskorunin hefði borist þeim töluvert eftir að ákvörðun hefbi verið tekin um að sýna myndina og hún keypt. Hinrik segir að myndin verði væntan- lega sýnd innan hálfs mánaðar þó ekki sé það sérstaklega fyrir áskorun Kvenréttindafélagsins þó hún sé allrar góðrar gjalda verð heldur vegna þess að hún eigi erindi vib áhorfendur al- mennt. ■ Askriftartilboð að HEIMA ER BEZT Aðeins kr hvert tölublað Tímaritið HEIMA ER BEZT hefur komið út óslitið síðan árið 1951. „Blaðinu er ætlað að vera þjóðlegt heimilisrit og vettvangur ritfærra alþýðumanna, kvenna sem karla, sem eitthvað vilja láta til sín heyra,“ var m.a. sagt um tilgang ritsins í upphafi ferils þess. Það vill byggja tilveru sína á þjóðlegu efni, segja frá lífsbaráttu fólksins í landinu til sjávar og sveita, fyrr óg nú, hugðarefnum þess og skemmtunum. HEIMA ER BEZT er kjörið tímarit fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik og vilja lesa og fræðast um daglegt líf og hugðarefni íslensks alþýðufólks, fyrr og nú, eins og það segir frá því sjálft. ^Áskríftarsími ^ 588-2400' HEIMA ER BEZT Þjóðlegt heimilisrit - óclýrt og vaiulað ..........................

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.