Tíminn - 11.07.1995, Side 10
10
ISnílMÍIíM.
• WV V W9 W9
Þri&judagur 11. júlí 1995
Paul Newman
veitir styrki
Fyrirtækib Newman's Own í
Bandaríkjunum lætur hagnab
af starfsemi sinni renna til líkn-
armála og veitir nú styrki hing-
að til íslands fimmta áriö í röb.
Heildarupphæ&in nemur fimm
milljónum króna, sem skiptast
á milli fjögurra félaga, og var
þessu fé útdeilt í Listhúsinu í
Laugardal á sunnudaginn var.
Paul Newman kvikmyndaleik-
ari er eigandi fyrirtækisins, en
hann rekur einnig sumarbúöir í
Bandaríkjunum þar sem sjúkum
börnum er boðið að dvelja um
tíma sér að kostnaðarlausu. Tveir
drengir í Barnaspítala Hringsins
uröu fyrir valinu og fóru þeir ut-
an, ásamt íslenskum hjúkrunar-
fræðingi, en eru komnir heim og
voru viðstaddir afhendingu
styrksins. Tveir af forráðamönn-
um Newman's Own komu hing-
að til að afhenda styrkinn.
Síðan Newman's Own hóf aö
veita styrki hingað árið 1990 hafa
um átján milljónir króna verið
látnar renna til íslands með þess-
um hætti.
Vörur frá Newman's Own hafa
lengi verið til sölu í verslunum
hér á landi. Umboð fyrir þær hef-
ur Karl K. Karlsson ehf. og hefur
fyrirtækið veg og vanda af styrk-
veitingunum. ■
43 af nýstúdentunum ásamt skólameistara.
45 brautskráðir frá Flensborg
Flensborgarskólanum var slit-
i& í Ví&istaðakirkju laugar-
daginn 3. júní s.I. og voru þá
brautskráðir 45 nemendur frá
skólanum, 1 með versiunar-
Bobcat í sókn á Islandi:
Fjórar vélar afhentar
í þreföldu afmæli
Fjórar vinnuvélar af gerðinni
Bobcat voru afhentar eigendum
sínum með vi&höfn föstudag-
inn 30. júní s.l. Það voru verk-
takafyrirtækin Garðaprýði hf.,
Björn og Guðni sf., fyrirtæki
Walters Leslie í Keflavík ogjón
Jónsson í Bobcat-leigunni sem
keyptu vélarnar, en Erik
Schreidmúller, sölustjóri Bobc-
at í Noröur-Evrópu, afhenti
þeim tækin. Afhendingin fór
fram hjá Vélum og þjónustu hf.
á Járnhálsi 2, en fyrirtækið er
umboðsaðili Bobcat á íslandi.
Það, sem geröi afhendinguna
óvenjulega, var ab í sögu þriggja
af þeim fimm fyrirtækjum, sem
þarna áttu hlut að máli, eru tíma-
mót á þessu ári. Garöaprýði hf.,
eitt öflugasta garbyrkjufýrirtæki á
landinu, er 25 ára í ár, Vélar og
þjónusta hf. halda á þessu ári upp
á 20 ára afmæli sitt og fyrirtækið
Björn og Guðni sf. á 10 ára af-
mæli nú í ár. Af þessu tilefni af-
henti Erik Schreidmúller þeim
Guðmundi Gíslasyni, eiganda
Garðaprýði hf., og Birni Ágústs-
syni og Guðna Tómassyni, eig-
endum Björns og Gubna sf., sér-
smíðaðar eftirlíkingar úr gulli af
vinnuvélunum sem fyrirtæki
þeirra keyptu.
Vib þetta tækifæri sagði
Schreidmúller, að sér væri það
mikil ánægja að afhenda þessum
tryggu notendum Bobcat hinar
nýju vinnuvélar, en öll hafa fyrir-
tækin lengi haft tæki af þessari
gerb í þjónustu sinni.
Bobcat-fyrirtækib hefur verið
að efla stöðu sína á mörkuðum
víða um heim undanfarin ár.
Þannig er ársframleiöslan nú yfir
30 þúsund vélar af algengústu
fjölnotavélinni, en vib hana má
tengja margvíslegan aukabúnað,
svo sem gröfu, jarðvegsbor,
vökvahamar, veghefil, lyftara-
gálga, auk fjölmargra annarra
tækja. Segir Schreidmúller að
Bobcat-vélarnar henti sérlega vel
til vinnu á stöðum þar sem tak-
markað rými er til athafna, t.d. í
görbum við íbúðarhús, viö sum-
arbústaöi og í grónum hverfum í
borgum og bæjum — og reyndar
alls staðar þar sem stærri vélum
verður ekki komið við.
Aö þessu sinni voru afhentar
fjórar Bobcat-vélar, tvær af gerð-
inni X-335 sem eru gröfur í stærri
kantinum, ein af gerðinni X-320,
sem er lítil og handhæg grafa,
sem þó er afar öflugt vinnutæki
þótt hún sé aðeins einn metri á
breidd, og Bobcat 763 sem er af-
kastamikil fjölnotavél.
Gert er ráb fyrir að alls verði 10
Bobcat-vélar afhentar nýjum eig-
endum hér á landi á þessu ári, en
fjöldi þessara véla í landinu er nú
á sjöunda tuginn. ■
próf og 44 meb stúdentspróf.
18 hinna nýju stúdenta eru
brautskráðir af félagsfræðibraut,
ýmist af félagsfræðilínu eba sál-
fræðilínu, 10 af hagfræðibraut,
8 af náttúrufræðibraut, 4 af ný-
málabraut, 3 af íþróttabraut og
1 af eðlisfræðibraut. Konur voru
að þessu sinni í miklum meiri-
hluta í hópnum, eða 28, en
karlarnir voru 16.
Bestum námsárangri náði
Guðríður H. Baldursdóttir, sem
brautskráðist af málabraut.
Við skólaslitin var þess
minnst að 20 ár eru nú liðin síð-
an Flensborgarskólanum var
formlega breytt úr gagnfræða-
skóla í fjölbrautaskóla og fyrstu
stúdentarnir brautskráöir frá
skólanum 1. júní 1975. Alls hef-
ur skólinn nú brautskráð 1508
stúdenta og var sá 1500asti í
hópnum sem útskrifabist að
þessu sinni. í tilefni af því færði
skólameistari honum blóm-
vönd við útskriftina, en harn
reyndist vera Margrét Hrefna
Pétursdóttir, sem brautskráðist
af félagsfræðibraut.
Skólameistari, Kristján Bersi
Ólafsson, flutti skólaslitaræðu
og fjallaði nokkuð um breyting-
una fyrir 20 árum og þróun
skólans síðan. Hann afhenti síð-
an prófskírteini og bókarverð-
laun til nemenda sem höfðu
skarab fram úr í einstökum
námsgreinum eða unniö til við-
urkenningar á annan hátt.
Henning Rovsing Olsen sendi-
rábunautur afhenti þó viður-
kenningarbækur frá danska
sendiráðinu fyrir góba frammi-
stöðu í dönsku.
Eftirtaldir stúdentar hlutu
bókarverðlaun: Anna Maria
Langer, Áshildur Linnet, Elín
Ósk Sigurðardóttir, Benedikt
Óðinsson, Geir Gunnar Mark-
ússon, Guðríður H. Baldursdótt-
ir og Hólmfríður Ýr Gunnlaugs-
dóttir. Auk þess fengu þrír nem-
endur á fyrsta ári viðurkenn-
ingu fyrir frábæran námsárang-
ur, þau Finnbogi Óskarsson,
Rebekka Guðleifsdóttir og Sig-
ríður Sigurðardóttir. Ennfremur
var Hannes Helgason heibrað-
ur, en hann hefur verið valinn
til þátttöku í ólympíuleikum í
stærðfræði nú í sumar, fyrstur
nemenda úr Flensborgarskólan-
um.
Auk skólameistara tóku til
máls við athöfnina: Guðríður
Sigurðardóttir rábuneytisstjóri,
sem flutti skólanum kveðju frá
Birni Bjarnasyni menntamála-
ráðherra, fulltrúi 20 ára stúd-
enta Steinunn Guðnadóttir og
fulltrúi nýstúdenta Guöríður H.
Baldursdóttir, en skólameistari
flutti síðan lokaorð og lýsti
starfsári skólans lokið.
Við athöfnina söng einnig
Kór Flensborgarskólans undir
stjórn Þórunnar Guðmunds-
dóttur.
Austfirskar konur
gefa SVFÍ 500 þús. kr.
Félag austfirskra kvenna færbi
björgunarsveitum Slysavarna-
félags íslands á Austurlandi
500 þúsund krónur ab gjöf,
laugardaginn 1. júlí sl. Björg-
unarsveitir félagsins eru 13
talsins á Austurlandi, frá
Djúpavogi til Bakkafjarðar.
Gjöfin er ætluð til kaupa á
snjóflóðaýlum fyrir sveitirnar,
en slík tæki geta skipt sköpum í
snjóflóbaleit, fjallaferðum og ef
fólk grefst undir fargi. Tækið er
bæði sendi- og móttökutæki. í
snjóflóði, þar sem tíminn skipt-
ir höfuömáli, getur slíkt tæki
ráðið úrslitum um björgun.
Tækið sendir stöðugt út merki,
sem á fljótlegan hátt er hægt að
staðsetja og auðveldar því alla
leit.
Öryggi og góður útbúnaður
skiptir björgunarsveitir höfub-
máli, en oft á tíðum er erfitt fyr-
ir þær að fjármagna kaup á út-
búnaði. í vetur kom fram í út-
varpsviötali við austfirskan
björgunarsveitarmann að björg-
unarsveitir þar vantabi m.a.
snjóflóðaýlur á svæðið, svo gjöf
austfirskra kvenna kemur í gób-
ar þarfir.
Myndin er tekin á stjórnarfundi Slysavarnafélags íslands, þegar Sigríbur
Helgadóttir, formabur Félags austfirskra kvenna í Reykjavík, afhenti Baldrí
Pálssyni, stjórnarmanni frá Austurlandi, gjöfina. Meb þeim á myndinni er
Einar Sigurjónsson, forseti Slysavarnafélags íslands.
Félag austfirskra kvenna var
stofnað árib 1942 og ’var til-
gangurinn í upphafi að við-
halda kynnum kvenna frá Aust-
urlandi, sem flust höfðu til höf-
ubborgarinnar. Fljótlega sneru
félagskonur sér að því ab styrkja
austfirska sjúklinga, sem þurftu
að dvelja yfir jól á sjúkrahúsum,
og enn í dag bera þær umhyggju
fyrir sveitungum sínum og
styðja með ýmsu móti. Félags-
konur eru um 100 talsins.