Tíminn - 14.07.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. júlí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ótíöindi frá Srebrenica Nú hafa þau tíðindi gerst að Bosníu-Serbar hafa hertekið bæinn Srebrenica og hafið brottflutning á íbúum þaðan. Karlmönnum sextán ára og eldri er haldið eftir undir því yfirskini að kanna þurfi hverjir séu sekir um stríðsglæpi. Fjölskyldum er sundrað og fólkið rekið nauðugt burt. Þessi tíðindi eru hörmuleg, eins og aðrar stríðs- fréttir frá Balkanskaga. Mannréttindi eru fótum- troðin og átökin bitna á óbreyttum borgurum. Nauðungarflutningar og þjóðernishreinsanir hljóta að vekja óhug hjá hverjum þeim sem fylgist með atburðarásinni í Bosníu um þessar mundir. Með þessum atburðum hafa orðið viss þáttaskil í átökunum þar og ástandið gerist stöðugt alvar- legra. Srebrenica er eitt af sex griðasvæðum Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu, sem friðargæsluliði þeirra var falið að vernda. Samtökin eru eftir síð- ustu atburði í meiri vanda en nokkru sinni. Ljóst er að Bosníu-Serbar halda ekki grið, og friðar- gæsluliðið hefur ekki fengið styrk til að verja hvorki sjálft sig né íbúana. Það er ljóst að beitt er í þessu stríði jöfnum höndum hefðbundnum stríðsrekstri og aðferðum hryðjuverkamanna. Gíslatökur eru orðnar fastur liður í átökunum og tilgangurinn er auðsær. Hann er að veikja samstöðu Evrópuþjóða. Ljóst er að áherslur Nato-ríkjanna eru ekki þær sömu. Nýir valdhafar í Frakklandi vilja láta til skarar skríða og endurheimta Srebrenica með her- valdi. Bandaríkjamenn hafa viljað afnema vopna- sölubann til Bosníustjórnar, en Bretar vilja fara með gát. Rússar hafa einnig viljað fara með lönd- um, en tengsl þeirra við Serbíu eru mikil. Meðan svona gengur er borin von að Sameinuðu þjóðirn- ar ráði nokkuð við ástandið, enda hefur yfirstjórn þeirra á vettvangi auk þess legið undir harðri gagn- rýni. Fyrir Nato er ástandið vandræðalegt í meira lagi, vegna þess að samtökin taka í raun þátt í átökun- um undir stjórn þriðja aðila og aðgerðir þeirra hafa litlu skilað. Þetta fyrirkomulag hefur verið umdeilt á vettvangi samtakanna. Stórstyrjöld vestrænna ríkja við Bosníu-Serba gæti orðið langvinn og dregiö mikinn slóða á eftir sér. Misjafnar áherslur þeirra ríkja sem hafa hern- aðarmátt draga úr líkunum á árangursríkum að- gerðum. Hlutverk gæslusveita Sameinuðu þjóð- anna er óljóst og illa skilgreint. Þessar staðreyndir liggja ljóst fyrir. Hins vegar versnar ástandið stöð- ugt, og allar ömurlegustu hliðar styrjaldarátaka — mannfall, hungur, þjóðernishreinsanir, nauðung- arflutningar, hryðjuverk og ofbeldi — birtast um- heiminum þessa dagana. Ein af rótum vandans er að umboð þeirra, sem hafa fengið það hlutverk að hlutast til um málin af hálfu alþjóðlega samfélagsins, er óljóst. Meðan svo er ganga Bosníu-Serbar á lagið og fara eins langt og þeir komast. í því eru þeir staðráðnir og næstu vikur geta orðið örlagaríkar um þróun mála á Balkanskaga. Heimsmet í mannréttindum miöaö viö höföatölu Jafnréttisbarátta kvenna hefur í þessari viku tekið á sig hinar kynlegustu myndir. Engu líkara er en að þessi jafnréttismál snú- ist fyrst og fremst um það að all- ar konur hafi jafnan rétt á að fara til Kína á vegum undirbún- ingsnefndar um kvennaráö- stefnuna í Peking. Umræöan hefur einhvern veginn dottið í það hjólfar eftir að ásakanir komu upp þess efnis að einung- is pólitískir gæðingar úr ráðu- neytunum hefðu fengið að fara á undirbúningsfundi í útlönd- um. Engin eða afar fáar konur hafa hins vegar tekið undir með sænskum kvenréttindakonum um að rétt væri að hætta við að fara til Kína í mótmælaskyni við mannréttindabrot sem þar eru framin. Betra ab mæta en mæta ekki Þvert á móti er stefnan sú aö fara sem flestar, beint í gin ljónsins og kenna því aö bíta ekki. Yfirlýst er að með því aö ís- lenskar konur mæti tugum sam- an á ráðstefnu í Peking aukist verulega líkurnar á að mann- réttindi í Kína og mannréttindi víðar í heiminum muni verða virt, og aö þaö að fara sé því meiri mannréttindabarátta en að vera heima. Þær konur sem fara til Kína eru því að leggja á sig talsverða baráttu og fórn í þágu mannréttinda með för sinni og eru því einnig meiri baráttukonur fyrir mannrétt- indum en þær sem sitja heima. Það er í þessu ljósi sem ber aö skoða gagnrýni á undirbúnings- nefndina fyrir að hleypa aðeins pólitískum gæðingum úr ráðu- GARRI neytunum á fundi í útlöndum — það er verið að skerða mögu- leika sumra kvenna til að gerast baráttukonur fyrir mannrétt- indum. Engu að síður hefur Garri reiknað út að það er vel við un- andi að senda aðeins 60 konur til Kína, og eiga stjórnvöld í raun heiöur skildan fyrir að styrkja með almannafé svo margar konur sem raun ber vitni til Kínafarar. Mikið afrek Ef miðað er við höfðatölu, er þetta talsvert afrek. Þannig þyrftu t.d. Bandaríkjamenn að senda 60.000 konur til Peking til þess að slá út baráttugleði ís- lendinga fyrir mannréttindum. Slíkt munu þeir að sjálfsögðu ekki gera og ólíklegt að nokkur annar geri þetta. Og hlutfallslegur fjöldi ís- lenskra kvenna í Kína og áhrif þeirra á Kínverjana skyldi held- ur ekki vanmetinn. Kínverjar munu að öllum líkindum velta því fyrir sér að endurgjalda heimsóknir þeirra sem heim- sækja þá, enda er slíkt gamall siður samkvæmt Konfúsíusi, þó lítið sé skrifað um slíkt í rauða kveri Maós. En ætli þeir að end- urgjalda heimsóknina með þeim hætti, sem væri í ein- hverju hlutfalli við heimsókn íslendinga, þá yrðu þeir að senda hingað 275.000 manns. Það er því mjög ótrúlegt ann- að en að íslendingar séu að setja nýtt heimsmet í þátttöku í Peking. Og í ljósi þess að för ís- lenskra kvenna til Peking er lið- ur í mannréttindabaráttu þá má í raun túlka þetta sem nýtt heimsmet í mannréttindum miðað við höfðatölu. Garri Miöbærinn og skáldin Á sólskinsdögum eins og nú í vik- unni er líflegt í gamla miðbænum í Reykjavík. Gamla Austurstraeti fyllist af fólki og margir slá sér til rólegheita á grasbölunum á Aust- urvelli og sleikja sólina, eða sitja á gangstéttinni fyrir framan Café París við öl- eða kaffidrykkju og reyna að skapa sér suðræna stemningu. Miðborgin hefur sína sögu. Sag- an er tengd því fólki sem þar hef- ur gengiö um garða, ekki sist eftir- minnilegum persónum. Steinn Steinarr Reykjavík er ekki gömul borg, og ekki eru nema 100 ár síöan hún var þorp. Á þessari öld fóru sveitamenn að flykkjast til borg- arinnar, og margir þeirra voru eft- irminnilegir persónuleikar. Á leið minni um miðbæinn í vikunni sótti á mig eitt nafn, sem tengt er miöbænum og lífinu þar, en það er nafn skáldsins Steins Steinars. Steinn mun fyrst hafa komiö til Reykjavíkur um 1930, en ekki dvaliö þar að staðaldri fyrr en ára- tug síðar. Hins vegar er hann kominn fram sem eitt af bestu skáldum þjóðarinnar á stríðsár- unum, þessum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Verk hans eru ekki ýkja mikil að vöxtum, miðað við marga aöra, en því þéttari í sér. Heildarútgáfa af verkum hans kom út árib 1964 hjá Helgafelli, bók upp á 371 blaðsíðu, í einu orbi stórkostleg bók. Ég hætti mér ekki út á þann hála ís ab skrifa um kvæbi Steins. Þau eru þeirrar náttúm að það má alltaf lesa þau sér til ánægju, þau leyna alltaf á sér vegna þess hvað þau eru margslungin. Hæst finnst Á víbavangi mér hann ná með kvæöaflokkn- um „Tíminn og vatniö", sem er með ólíkindum magnaöur og myndríkur. Myndir úr miöbænum Óbundib mál Steins er heldur ekki mikið að vöxtum. Hann var ekki maöur hinna miklu lang- hunda. í ritsafni hans er aö finna nokkrar stuttar blaðagreinar, skrifaðar í Hádegisblaðiö, Helga- fell, Alþýðublaðið og Þjóðviljann, sem em hreinustu perlur og fjalla meðal annars um lífib í miðbæn- um á stríðsárunum. Skáldið lýsir því sem fyrir augu ber með þeirri kaldhæbni sem honum var lagin. Hann stendur fyrir utan „skrúf- hurðina á Hótel Borg" og horfir á mannlífið, konu sitja á stéttinni og gráta þangað til lögreglan kemur og setur hana í tugthúsið. Þá veltir hann fyrir sér hvers vegna sé svona þung refsing fyrir að gráta á íslandi. Hann stendur úti fyrir búðarglugga á Laugaveg- inum og horfir á tvær rottur sem sitja þar á hangikjötslæri og halla undir flatt. Hann veltir fyrir sér hve „undarlegt það er meb vind- inn í þessum bæ. Hánn stendur alltaf í fangið á manni hvernig sem maöur snýr sér." Stríðsgróðann fjallar hann um á eftirfarandi hátt: „Þaö eru meiri lifandis ósköpin sem allir geta þénað á þessu stríði. Ég þekki vinnukonu subur í Hafn- arfiröi, sem hefur fjögurhundruð og eina krónu á mánuði fyrir utan allt hitt, sem enginn veit um. Fyr- ir nokkrum dögum var ég sjálfur nærri því búinn að græöa tvær krónur á því að vita hvar Þórsgat- an er." Þessar smágreinar Steins Stein- ars komu upp í huga minn í vik- unni er ég var að horfa á lífið í miöbænum. Þetta varð til þess að ég tók ritsafnið hans úr bókahill- unni og fór að blaða í því. Víöa- vangurinn í dag er sprottinn af þessum hugrenningum. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.