Tíminn - 14.07.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.07.1995, Blaðsíða 10
10 Wmmm Föstudagur 14. júlí 1995 Sólveig Eyj ólfsdóttir Fædd 2. nóvember 1911 Dáin 29. júní 1995 Inn í djúpa, græna kyrrö Fljótsdalsins allt að Skriöu- klaustri barst mér fréttin af and- láti Sólveigar Eyjólfsdóttur. Fyr- ir fáeinum vikum hafði mér borist kærkomin kveðja frá Sól- veigu, er hún hringdi heim á ÍCvisthagann til að þakka mér fyrir minningargrein um Val- gerði Tryggvadóttur. Það var henni líkt. Á milli okkar, þess- ara þriggja kvenna, lágu þræðir pólitískrar fortíðar, ekki sárs- aukalausir, sem tengdust sögu Framsóknarflokksins. Um þá hluti ræddi Sólveig aldrei. Hún vildi ekki bera óvildarhug til nokkurrar manneskju. Um líf sitt sem eiginkona stjórnmála- mannsins Eysteins Jónssonar sagði hún eitt sinn í viðtali: „Ég get vel ímyndaö mér að þetta sé erfitt fyrir margar eiginkonur og fjölskyldur stjórnmálamanna. En ég setti mér það strax að tala ekki um slíka hluti vib Eystein og hef haldið þeirri reglu fram á þennan dag. Sú brynja sem ég smíðaði mér þegar í upphafi hefur dugað mér ágætlega. Þetta hefði verið margfalt erfiðara ef ég hefði tamiö mér að vera allt- af aö hugsa og tala um það sem misjafnt var sagt og skrifað um Eystein, en auk þess hefði það ekki verið hollt, því þá hefði vel getað farið svo að mér hefði orðið illa við pólitíska andstæð- inga hans." II Um 1970 blésu róttækir vind- ar um hinn vestræna heim og ýmsum gömlum gildum var feykt burt í þeim sviptivindum. Áköf umræöa um stöðu og hefðbundið hlutverk kvenna fór fram hér sem annars staöar. Verkaskipting karla og kvenna hafbi verið glögg. A henni byggðu húsmæðraskólarnir sem risu upp um 1930 og bjuggu konur undir hið mikilvæga hlutverk þeirra sem húsfreyjur og mæbur. Kvennaskólinn hafði lagt áherslu á hannyrðir kvenna og innan hans var rekin eins árs hússtjórnardeild. Við t MINNING hana stundaði Sólveig nám. Um 1970 tók verkaskiptingin að riðlast, einkum hvað konur varðabi, sem tóku æ ríkari þátt í atvinnustarfsemi og stjórnmál- um. Mörgum þóttu konur ráð- ast af óbilgirni á húsmóðurhlut- verkið og störf húsmæðra lítils virt. Sjálf mótaðist ég af þessum tíbaranda, fór í langskólanám, lagöi hannyrðir á hilluna og hætti kökubakstri á laugardög- um. Baráttan fyrir nýju samfé- lagi tók hug minn allan og mik- inn tíma. Það var á þessum árum sem leiðir okkar Sólveigar og Ey- steins lágu saman í Framsóknar- flokknum, en svo samofið er líf og starf Sólveigar lífi Eysteins að þar verbur ekki sundurgreint. Þau Sólveig voru þá komin á sjötugsaldur, siglingunni um hið úfna haf stjómmálanna sem stóð yfir í fjörutíu og eitt ár, var lokið og lygnt framundan. Við Eysteinn áttum eftir að vinna töluvert saman og það samstarf var fjarska ánægjulegt, m.a. í skólanefnd Samvinnu- skólans og að mótun stefnu í málefnum fjölskyldunnar. í þeim efnum gerði Eysteinn sér betri grein fyrir breyttum þjóð- félagsaðstæðum en flestir stjórnmálamenn, enda hefur Steingrímur Hermannsson látið þau orð falla um Eystein ab hann hafi verið mest vakandi stjórnmálamabur sem hann hafi kynnst. Það var á þessum árum sem ég kom inn á heimili þeirra Sólveigar og Eysteins á Ásvallagötu 67. Sólveig tók fjarska vel á móti mér og bar fram kaffi. Hún var mikil hús- móbir, en var farin ab kenna heilsubrests og oft þjáð. Sagt var að Eysteinn hefði sagt af sér for- mennsku í Framsóknarflokkn- um árið 1968 vegna heilsufars Sólveigar. Hún hafði alla tíb staðiö með manni sínum eins og klettur. Eysteinn mat líka konu sína mikils. Gaman var að virða fyrir sér hvað þau um- gengust hvort annað af mikilli virðingu, umhyggju og nær- færni. Sólveig minntist oft á móbur sína, Þorbjörgu Mens- aldursdóttur, við mig og sagði mér að hún hefði þekkt Sigurð Jónsson afa minn, sem var kennari og síðar skólastjóri Mið- bæjarbarnaskólans, og gott ef hún vann ekki á heimili hans um skeið. Og Sólveig fór mörg- um lofsamlegum orðum um þennan afa minn. Sjálf hafði hún verið nemandi í Miðbæjar- skólanum, sem þá var eini barnaskólinn í Reykjavík. Sól- veig gaf mér fjórblöbung með mynd af móbur sinni og ævi- ágripi sem Eysteinn hafði skrif- að. Sólveig hafði áhuga á þjób- málum, en flíkaði ekki mikið skoðunum sínum. Hún hafði hlýlegt viðmót, var brosmild og glettin. Hún var ákveðin en blátt áfram og yfirlætislaus í framkomu, þannig að öllum leið vel í návist hennar. Hún umgekkst aðra sem jafningja. Hún var framúrskarandi verk- lagin og bjó yfir kunnáttu í fögrum hannyrðum. m „Ég var ung gefin Njáli," sagði Bergþóra forðum. Tvítug að aldri giftist Sólveig Eysteini Jónssyni, sem var fimm árum eldri og orðinn skattstjóri í Reykjavík. Það var árið 1932. Ári siðar var Eysteinn kosinn þingmaður Suður-Múlasýslu og enn ári síðar ráðherra. Slíkt hafði mikil áhrif á hagi fjöl- skyldunnar. Sama ár fluttu þau Sólveig að Ásvallagötu 67, sem átti eftir að vera heimili þeirra í hálfa öld, með elsta barnið Sig- ríbi, þá eins árs. Börnin urðu sex, tvær dætur og fjórir synir. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. ráðherra og mikill vinur þeirra hjóna, hefur lýst heimilinu á eftirminnilegan hátt. Sú lýsing veitir innsýn í heimilisaðstæður og tíðaranda: „Þar varð t.d. strax mikil mannaferð og mátti segja ab heimiliö yrði þegar í stað einskonar pólitískt hreiöur eða miðstöð. Stuðningsmenn- irnir ab austan lögðu leið sína þangaö þegar þeir komu í borg- ina. Og sumir þeirra höfðu fast- an samastað á Ásvallagötu 67 meðan þeir dvöldu í höfuð- staðnum. Baráttufélagarnir í borginni voru einnig tíðir gestir og komu til skrafs og ráðagerða fleiri eða færri í senn. Sama gilti um trúnaðarmenn flokksins víösvegar að af landinu. Fasta skrifstofu hafði flokkurinn ekki enda segir neðanmáls á nokkr- um trúnaðarbréfum til flokks- manna á þessum tíma: „Bréf til miðstjórnar sendist ritara flokksins, Ásvallagötu 67, Reykjavík." Áf þessu má sjá að á Ásvalla- götu 67 var ekkert venjulegt heimili heldur líka flokksskrif- stofa, kjördæmisskrifstofa, gisti- heimili og veitingastofa. Og hvað fannst húsfreyjunni um hlutverk sitt? í fyrrnefndu við- tali við Valgeir Sigurðsson svar- ar Sólveig því hvort það hafi verið erfitt og lýsir svarið óvenjulegu æðruleysi hennar: „Nei, mér fannst það aldrei neitt sérstaklega erfitt. Ég leit alltaf á það sem sjálfsagðan hlut að þetta væri svona. Auk þess hef ég aldrei þekkt neitt annað, ég var svo ung þegar við Ey- steinn giftumst, aðeins tvítug, og hann kominn á kaf í pólitík- ina." IV Aðalhlutverk kvenna innan stjórnmálaflokkanna var að gegna einskonar húsmóður- Sumartónleikar í Skálholtskirkju 15. og ló.júlí: J.S. Bach og Atli Heimir Sveinsson Þriðja tónleikahelgi Sumar- tónleika í Skálholtskirkju verður núna um helgina, 15. og 16. júlí. Norskur orgelleik- ari, Ann Toril Lindstad, leikur orgelverk J.S. Bachs, en hún er um þessar mundir ab ljúka tónleikaröð í heimabæ sínum, Hovik, þar sem hún hefur leik- ið heildarverk Bachs fyrir orjg- el. Ann Toril var búsett á Is- landi fyrir 5 árum og var þá organisti Laugarneskirkju. Frumflutningur verður svo á nýju verki eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir fjölbreytta hljóðfæraskipan: 2 orgel, 2 sembala, 4 söngkonur, klarin- ettu, bassaflautu og upplesara undir stjórn Atla Heimis. Verkið verbur hugleiðing um frið innan veggja Skálholts- kirkju. Einnig verbur flutt verk Atla Heimis „Dona nobis pac- em" fyrir klarinettu, upplesara og söngkonur. Efnisskráin verður á þessa leið: Laugardaginn 15. júlí kl. 14. Greta Guönadóttir fibluleikari j.S. Bach. flytur erindi með tóndæmum um íslensk fiðluverk. Laugardaginn 15. júlí kl. 15. Ann Toril Lindstad, orgelleik- ari frá Noregi, leikur orgelverk J.S. Bachs. Leiknir verða sálmaforleikir, passacaglia í c- moll, tríósónata í Es-dúr og prelúdíum og fúga í A-dúr eftir Atli Heimir Sveinsson. Bach. Laugardaginn 15. júlí kl. 17. Trúarleg tónlist Atla Heimis Sveinssonar. „Dona nobis pac- em" fyrir upplestur, klarinett og fjórar söngkonur og frum- flutningur á nýju verki, hug- leiðingu fyrir 2 orgel og 2 sembala, fjórar söngkonur, klarinett, bassaflautu og upp- lesara. Flytjendur verða Ann Toril Lindstad og Hilmar Örn Agnarsson orgel, Gubrún Ósk- arsdóttir og Árni Heimir Ing- ólfsson sembalar, Guðni Franzson klarinetta, Kolbeinn Bjarnason flauta, María El- lingsen upplestur, Margrét Bó- asdóttir, Heiðrún Hákonar- dóttir, íris Erlingsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir söngur, undir stjórn Atla Heimis Sveinssonar. Sunnudaginn 16. júlí kl. 15. Verk Atla Heimis Sveinssonar, sem flutt voru á laugardag, endurflutt. Sunnudaginn 16. júlí kl. 17. Messa þar sem flutt verba org- elverkJ.S. Bachs. Áætlunarferðir eru frá Um- ferðarmiðstöðinni í Reykjavík báða dagana kl. 11.30 og til baka frá Skálholti kl. 18 stund- víslega. Aðgangur er ókeypis og barnapössun verður í Skál- holtsskóla meðan á tónleikun- um stendur. hlutverki á flokksheimilinu; að annast kaffiveitingar alla kosn- ingadaga og afla fjár. Það gerðu konurnar meb basar og ágóðinn rann aðallega í flokksstarfið. Þegar ég gekk í Félag framsókn- arkvenna í Reykjavík, en félagið verður hálfrar aldar þann 1. nóvember næstkomandi,- var starfsemin með svipuðum hætti. Sólveig hafði alla tíð ver- ið virk í félaginu. Hið fagra handbragð sem einkenndi munina og listilega skorið laufa- brauð á basar framsóknar- kvenna vakti aðdáun margra. Jólasvuntuna mína keypti ég á slíkum basar, rauða með hvít- um vasa útsaumuðum, handa- verk Sólveigar Eyjólfsdóttur. En mér fannst þessi starfsemi úr takt við tímann, leggja ætti megináherslu á stjórnmálaþátt- töku kvenna. Þá voru Lands- samtök framsóknarkvenna stofnuð árið 1981. Við Sólveig vomm konur tveggja tíma. Þó varð ég aldrei vör við að hún misvirti við mig að ég hafði aðr- ar skoðanir, heldur tók mér ávallt ljúfmannlega, eins og sönnum vini. Fyrir það vil ég þakka. Síðustu árin hefur heimsókn- unum fækkað. Mig langaði til að heimsækja Sólveigu, vissi ekki hvernig heilsu hennar var háttað, hafði ekki séö hana eftir jarðarför Eysteins. En fyrir síð- ustu jól sló ég á þrábinn, spurði hvort ég mætti líta inn í kaffi. Sólveig var þá nýkomin af sjúkrahúsi þar sem hún hafði verib í rannsókn. Ég gerði ráð fyrir rólegri stund yfir kaffi- bolla. Annað kom á daginn. Síminn hringdi látlaust, börn Sólveigar, tengdabörn og barna- börn litu inn. Dúkað borb, kaffi og tertur, sannkölluð veisla. Við sátum í stóru stofunni sem prýdd var fjölmörgum málverk- um og rómaðri handavinnu húsmóðurinnar. Sólveig var hin hressasta, lék á als oddi. Hún sat teinrétt úti við gluggann meö Bláfjöllin í baksýn. Ég fann and- legan styrk hennar, lífsgleði og reisn. Nú hefur Sólveig Eyjólfsdóttir liðið burt úr sólarljóssheimi. Við Gunnar vottum börnum Sólveigar og fjölskyldum þeirra innilega samúb. Það kvöldar í Fljótsdalnum, sólin skín lágt og varpar geisl- um á silfrað Lagarfljótið. Ekkert rýfur þögnina nema lækurinn sem fellur niður skógivaxna hlíðina í áttina að fljótinu mikla. Geröur Steinþórsdóttir Fréttir af bókum Myndræn ljóö um vegferð mannsins Út er komin ljóðabókin Aftur- göngur eftir Kristian Guttesen. Kristian er ungur höfundur, að- eins tuttugu og eins árs, en hef- ur fengist við Ijóðagerð um nokkurra ára skeið. Afturgöngur er afrakstur síðustu þriggja ára, eins konar úrval, alls 18 ljóð. Ljób Kristians fjalla um það sem allt fólk skiptir máli, um vegferð mannsins, þroska hans, ástina, sorgina og dauðann. Ljóðin í Afturgöngum eru sérlega myndræn og bera auk þess vott um kímni höfundar og glöggt auga fyrir mannlífinu. Ljóð Kristians eiga því erindi til allra ljóbaunnenda. íris Ósk Albertsdóttir mynd- skreytti bókina. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.