Tíminn - 15.07.1995, Side 6

Tíminn - 15.07.1995, Side 6
14 Laugardagur 15. júlí 1995 Byggb hefur verib iendingarab- staba fyrir báta í Papey. Gísli í Papey liggur hér vib festar. Ljósmyndir: Óskar Sigvaidason. Sextán tonna stál- bátur Þaö var nú í vor sem hlutafé- lagið Papeyjarferðir var stofn- að. Már Karlsson er fram- kvæmdastjóri þess. Til ferð- anna var keyptur 16 tonna stálbátur og jafnframt var á tveimur stöðum í fjöru eyj- unnar byggð lendingarað- staða. „Áður var hægt að fá trillu- karla til að renna með sig út í eyjuna, en þetta var ekkert skipulagt. Hjá okkur er þetta öðruvísi og farið er á hverjum degi út í eyju kl. 13. Fyrir full- orðna er fargjaldið 2.500 kr., börn frá 7 til 14 ára aldurs greiða 1.400 kr," segir Már Karlsson. Svo segja traustar heimildir að fyrsti ábúandi í Papey hafi verið sr. Eiríkur Höskulsson, en hann bjó í eynni á 17. öld. í byrjun þessarar aldar settist þar að Gísli Þorvaröarson og báturinn góði sem Papeyjar- ferðir hf. nota er einmitt eftir þeim merka manni. Sonur Gísla, Gústaf, bjó svo á föður- leifð sinni í Papey allt fram til ársins 1967. Eftir það hafði hann landnytjar í eynni — en Gústaf Papeyjarbóndi lést snemma árs 1993. -sbs. Skipulagbar ferbir í Papey frá Djúpavogi eru hafnar. Vibtökur eru góbar: Verour Papey kjörland gift- inganna? „Það hafa komið nokkrar fyrirspurninir frá hjónaefn- um um hvort hægt sé ab láta gifta sig í kirkjunni í eynni. En það þarf að endurvígja kirkjuna svo þab sé mögu- legt eins og ævinlega er gert eftir endurbætur, en í vib- gerðunum síbustu ára hefur hún verið endurbyggð nán- ast frá grunni. Hún verbur máluð nú í júlí, en þetta er minnsta kirkja landsins — 16 fermetrar ab flatarmáli — upphaflega byggð árið 1807." Þetta sagbi Már Karlsson á Djúpavogi í samtali við Tím- ann, en hann forsvarsmaður Papeyjarferða hf. sem býður frá í sumar uppá skipulagðar ferðir út í eyna. Lagt er upp frá bryggjunni alla daga kl. 13 og tekur ferðin um fjórar klukku- stundir í það heila. Höfð er viðdvöl ytra í hálfa þriðju klukkustund. „Hólar og brekkur með ilmandi reyr- gresi/y Papey stendur skammt út af Djúpavogi. Eyjan er um tveir ferkílómetrar ab flatarmáli, „og er frá gamalli tíð talin hæfileg skammdegisganga ab ganga umhverfis eyjuna, út á hvern tanga og inn í hverja vík. Aðaleyjunni fylgja margar úteyjar. Langstærst þeirra er Arnarey. Þar er landslag fag- urt, hólar og brekkur með ilm- andi reyrgresi," segir í land- kynningu um þessa mögnuðu eyju. Fulgalíf er þar mikið og voru björg eyjunnar mikið forðabúr þegar haldið var til eggjatöku. Oljósar sagnir eru til um veru írskra munka hér á landi og þar kemur Papey við sögu. Hafa fróðir menn löngum ver- ib þeirrar skoðunar að Papar hafi búib í eynni. Ekkert hefur þó verið fullsannab í þeim efn- um. Dr. Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður og forseti ís- lands, stóð fyrir fornleifarann- sóknum í eynni á árunum 1967 til 1981. Skipstjórinn vib stýrib. Stefán Ab- alsteinsson er þaulvanur skipstjóri og hefur siglt víba. Kirkjan í Papey er upphaflega byggb árib 1807 og er elsta timb- urkirkja landsins. í magnabri eyju. íbúbarhúsib sem byggt er um aldamótin sést hér á myndinni og fjœr er kirkjan sem byggb var árib 1807.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.