Tíminn - 21.07.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.07.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. júlí 1995 9 Árás á háspennuvirki Búrfellsvirkj- unar er mebal þess sem ceft er á Norbur Víkingi. Hermenn stilla sér upp til myndatöku fyrir framan þab. Sextán hertrukkar af þessari gerb, Hummer, komu til landsins vegna œfingarinnar og eru þeir mikib þarfaþing. Þyrlur eru notabar á œfingunni og mebal annars íþeim tilgangi ab ab flytja hermenn milli staba. Jósep og hans undraveröa skrautkápa: Skemmtilegur söngleikur Síöastlibinn sunnudag var frum- sýndur í Tjarnarbíói söngleikurinn Jósep og hans undraveröa skraut- kápa. Þetta er fyrsti söngleikur þeirra Tims Rice og Andrews Lloyd Webber og er undanfari söngleiks- ins Súperstar, sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu. Þaö er Feröaleikhúsiö sem setur upp sýninguna í Tjarnarbíói, en verkið hefur áöur veriö sýnt á Ak- ureyri og í Keflavík. Þetta er mjög góð uppfærsla og skemmtileg sýning, sem hentar jafnt ungum sem öldnum. Eggert Arnar Kaaber lék Jósep mjög vel og sýndi að hann er ekki síðri söngvari en leikari, enda fékk hann mjög góöar undirtektir áhorfenda á frumsýningu. Sögumaöurinn, Hrafnhildur Björnsdóttir, sýndi einnig glæsilega frammistöðu. Venjulega segja sögumenn sögu, en Hrafnhildur LESENPUR söng hana og geröi það mjög vel. Guöjón Bergmann lék skemmti- lega faraóinn, en breyttist svo á andartaki í dansara sem kom áhorf- endum í gott skap. Guöjón lék einnig einn af bræðrunum. Leikar- arnir voru sérstaklega skemmtilegir og búningar þeirra glæsilegir og vel gerðir eins og leikmyndin. Kristín G. Magnúsdóttir leikstjóri hefur æft hópinn mjög vel og valiö mjög gott leikrit. Þessi söngleikur var í heildina mjög góður og skemmtilegur á að horfa og getum viö hiklaust mælt meö honum. Birgitta Sif Jónsdóttir, 14 ára, Miðstrceti 5 Guðný Þóra Guðmundsdóttir, 14 ára, Tunguvegi 11 Fimmtíu ára afmceli ísfíröingafélagsins í Reykjavík: Hátíðarhelgi á ísafiröi Helgina 21.-23. júlí verbur haldiö upp á 50 ára afmæli ís- firöingafélagsins í Reykjavík á ísafiröi. Stööug dagskrá verbur frá kl. 15 í dag og framundir kvöldmat á sunnu- dag. Líklega munu flestir geta fundið eitthvað viö sitt hæfi um hátíðarhelgina á ísafirði. í dag veröur götumarkaöur á Silf- urtorgi, sem og ræöuhöld. í kvöld verður Hótel ísafjörður með sérstakan fjölskyldumat- seðil, veitingastaöurinn Æðey veröur með lifandi tónlist og fyrir þá dansglöðu veröa tveir valkostir, annars vegar hljóm- sveitin Sixties á Krúsinni og hins vegar spilar Sniglabandiö í Sjallanum. Þeir, sem ekki ætla sér að borða eða dansa, geta þá brugðið sér á bát og farið í sigl- ingu um ísafjarðardjúp með viðkomu í Vigur. Á morgun, laugardag, veröur vonandi samansafn ísfirðinga á Eyrinni um kl. 13 þar sem gengið verður saman um svæð- ið með leiðsögn. Munu göngu- menn svo hvíla beinin í Neðstakaupstað þar sem salt- fiskur verður á reitum og fólk viö vinnu. Einnig verður að- staöa fyrir börn til að mála and- lit sitt og fara í leiki. Á meðan geta hinir fullorðnu fræðst um þaö hvort lífið var saltfiskur og að því loknu verður hægt að gæða sér á kaffiveitingum í Tjöruhúsi. Kvölddagskráin verður með svipuðu móti og kvöldiö áður, nema að nú bæt- ist við ball fyrir harmonikku- unnendur, sem haldiö verður í Neðstakaupstað ld. 21-01. Á sunnudag verður hátíðar- messa kl. 11 í ísafjarðarkirkju og messar þar sr. Agnes Sigurð- ardóttir. En kl. 14 fara ísfirðing- ar og gestir þeirra í skógarferð í nýjan Vinalund ísfirðingafé- lagsins, þar sem áætlað er að gróðursetja í þennan reit í Tungudal. Um helgina bjóða Flugfélagið Ernir og Vesturferðir afslátt á ferðum sínum. Þau standa m.a. að útsýnisflugi um ísafjaröar- djúp og Hornstrandir og sigl- ingu í Jökulfirði. Formaður ísfirðingafélagsins er Einar S. Einarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.