Tíminn - 22.07.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.07.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. júlí 1995 11 unninn yrði bugur á atvinnuleys- inu með þeim ráðum er tiltæk væru. Nú velta bæjarbúar því fyr- ir sér hvort tekist hafi að vinna að þessum málum eins og stefnt var að. Sigfríður segir að þótt bæjaryf- irvöld ráði ekki yfir atvinnulífinu sem slíku, þá hafi þau ýmsa möguleika til þess að greiða fyrir atvinnufyrirtækjum. I því sam- bandi kveðst hún vilja benda á þann árangur sem nú sé að verða af samstarfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. „Með því að hafa forgöngu um að bjóða íslenskum sjávarafurð- um hf. að flytja starfsemi sína til Akureyrar fór af stað atburðarás, sem skila mun allt að 80 störfum og jafnvel meiri umsvifum þegar fram í sækir. Ástæður þess að við bæjarfulltrúar Framsóknarflokks- ins horföum til flutnings ís- lenskra sjávarafurða norður voru fyrst og fremst þær að þar yrði um alla starfsemi þess fyrirtækis að ræða. Eins og mönnum er í fersku minni, þá kröfðust for- ráðamenn íslenskra sjávarafurða þess að fá til sín öll viðskipti Út- gerðarfélags Akureyringa hf., sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur annast frá upphafi. Deilur risu um hvort rétt væri að Út- gerðarfélagið skipti um viðskipta- aðila og sú staða kom upp að ekki reyndist öruggur meirihluti fyrir þeim breytingum innan bæjarstjórnar. Átti þá að sprengja samstarfið og horfa upp á annan meirihluta verða til, sem farið hefði nákvæmlega sömu leið og farin var? Á þann hátt hefði ver- ið hægt ab hlaupa frá því verk- efni sem við bæjarfulltrúar vor- um kjörnir til þess að vinna að. Þegar ljóst var að flutningur á vibskiptum útgerðarfélagsins frá Sölumiðstöðinni yfir til Islenskra sjávarafurða hf. nyti ekki öruggs meirihlutafylgis innan bæjar- stjórnar, þá var næsti leikur að kanna hvab hinn aðilinn byði og vinna úr því. Ég tel að það hafi tekist, þótt ég hafi aldrei efast um að flutningur á starfsemi ís- lertskra sjávarafurða hf. væri góð- ur kostur fyrir atvinnulíf á Akur- eyri. En ég vil einnig leyfa mér að líta svo á ab forráðamenn ís- lenskra sjávarafurða hf. hafi sett okkur, sem störfum í bæjarstjórn Akureyrar, of ströng skilyrði hvað vibskiptin við Útgeröarfé- lagið varðar. Ef þeir hefðu tekið þá áhættu að flytja fyrirtækiö norður án skuldbindinga af hálfu bæjaryfirvalda, er ég viss um að þeir hefðu fengið tækifæri til að vinna nýja markaði, og þá ekki einvörðungu á Akureyri heldur einnig víbar um norbanvert landið." Sumardagur á Rábhústorginu. s I engum vafa um aö tilkoma SH og flotkví- arinnar muni hleypa nýju blóöi í atvinnulífiö Sigfríður segir að í þessu tilviki hafi Útgerðarfélag Akureyringa hf. verið það tæki sem bæjaryfir- völd gátu notað til þess að laða aðra atvinnustarfsemi til bæjar- ins. í baráttunni við atvinnu- vandann verði forsvarsmenn bæjarfélaga að huga að öllum möguleikum, sem búi í því at- vinnulífi er fyrir sé, og kanna á hvern hátt tengja megi aðra at- vinnustarfsemi þeim með ein- hverju móti. „Ég er í engum vafa um að til- koma Sölumiðstöðvarinnar og aðila sem tengjast henni muni hleypa nýju blóði í atvinnulífib. Þegar hafa komið nýir eigendur að Slippstöðinni Odda hf. og með tilkomu flotkvíarinnar auk- ast möguleikar þess fyrirtækis til að afla sér verkefna til muna. Ár- angurinn kemur ekki í ljós á einni nóttu, en ef vel er unnið þá mun sú barátta, sem nú er háb fyrir eflingu atvinnulífsins, skila sér í formi aukinna framleiðslu- starfa og þar með aukinnar eftir- spurnar eftir þjónustu. Ég hef orðið vör við mjög jákvætt hug- arfar gagnvart þessum aögerðum, þótt vissulega hefðu margir viljað sjá íslenskar sjávarafurðir hf. flytja hingað, í ljósi þess að þar hefði aö líkindum oröið um enn meiri starfsemi að ræða." Sigfríður kveðst þó ekki komast hjá að taka undir þau sjónarmið að atvinnulífið sé að breytast nokkuð frá þeim tíma, er uppgrip voru algeng á meðal ýmissa starfsstétta. „Stöðugleikinn hefur aukist og meö vaxandi kröfum um mennt- un og sérhæfingu af ýmsum toga þá stöndum viö frammi fyrir þeirri staðreynd að erfiðara verð- ur um vinnu fyrir tiltekna ein- staklinga og þá einkum ófaglært fólk, því störfum þar sem ekki er krafist ákvebinnar þekkingar hef- ur fækkað verulega vegna breyttra atvinnuhátta." Sala á eignum myndi skapa ný tækifæri til framkvæmda Þrátt fyrir að atvinnuerfiöleikar hafi verið í sviðsljósinu á Akur- eyri á undanförnum árum, þá ber svo við að fjárhagsleg staba bæj- arins er góð, að minnsta kosti ef miðað er við fjárhag annarra stórra bæjarfélaga á landinu og er þá slæm fjárhagsstaða Reykjavík- ur ekki undanskilin. Auðveldar það Akureyringum ekki barátt- una fyrir betri tíð og gefur þeim ákveðna möguleika til að vinna sig frá þeim vanda, sem fyrir hendi hefur verið? „Fjárhagsstaða Akureyrar er gób, ef hún er borin saman við vanda stóru sveitarfélaganna á höfubborgarsvæðinu: Reykjavík- ur, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Fyrir lá ab tekjur sveitarfélaga myndu dragast nokkuð saman með afnámi aðstöðugjaldsins og þar myndi Reykjavík verða hlut- fallslega fyrir mestum samdrætti, vegna þess hversu mörg atvinnu- fyrirtæki landsmanna eru stað- sett innan borgarmarkanna. En auðvitaö urðu forsvarsmenn sveitarfélaga að gera ráð fyrir þessum breytingum og miða fjár- hagsáætlanir út frá því. Það hefur tekist misjafnlega og vissulega er takmörkunum háð hversu mikið er unnt að draga úr útgjöldum sveitarfélaga. Útsvör hafa hækk- að í kjölfar afnáms aðstöðu- gjaldsins, en það er ekki enda- laust hægt að leita eftir nýjum tekjum. Fólk verður þó ab skilja, að ef það vill auka þjónustu sveitarfélaganna þá kostar sú þjónusta ákveðna fjármuni. Þótt staða Akureyrar sé betri en þeirra sveitarfélaga sem ég nefndi, er því ekki ab leyna að við vildum sjá sterkari fjárhagsstööu. Við þurfum nauðsynlega að minnka skuldir og einnig bíða ýmis brýn verkefni úrlausnar. Þar á ég eink- um við einsetningu grunnskól- ans og áframhaldandi úrbætur í umhverfismálum. Akureyrarbær á nokkrar eignir sem unnt væri að selja, og eru hlutabréf bæjar- ins í Útgerðarfélagi Akureyringa hluti þeirra. Nokkuð var rætt um sölu þeirra við gerb síðustu fjár- hagsáætlunar, og tengdu fjöl- miðlar og almenningur þá um- ræðu strax við flutning á starf- semi fisksölufyrirtækjanna norö- ur, þótt um tvö aðskilin málefni væri að ræða. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hvort hlutabréfin verða seld ab ein- hverju eða öllu leyti, en þessi mál verða rædd frekar og kannað á hvern hátt best veröur staðib að slíkri sölu, ef af henni verður. Því er ekki að neita að sala hluta- bréfanna myndi létta fjárhags- stöðu bæjarsjóðs og skapa tæki- færi til þess að fást við ný verk- efni — þar á meðal verkefni sem snerta atvinnuuppbygginguna." Sigfríður segir að á síðasta kjör- tímabili hafi verib hreyft við því máli, hvort unnt væri að selja hlut bæjarins í Landsvirkjun og hafi þab komið til í tengslum vib sameiningu Rafveitu Akureyrar og Rafmagnsveátna ríkisins og flutning á síðarnefndu stofnun- inni til Akureyrar. Það mál hafi ekki náð fram að ganga, en fyrir- hugað sé að taka það upp að nýju og kanna hvort áhugi stjórnvalda reynist fyrir hendi. Starfseml bæjarins á einn góðan stað í mibbænum í fram- tíðinni Sigfríbur nefndi að eitt af fram- tíðarverkefnum bæjarins væri að byggja yfir starfsemi hans. Höf- uðstöðvar bæjarins væru í óhent- ugu húsnæbi, auk þess sem starf- semin væri dreifð um bæinn. Þótt nokkur lausn heföi fengist í því efni með flutningi hluta af stofnunum hans í húsnæði Líf- eyrissjóðs Norburlands vib Gler- árgötu 26, þá sé þar aðeins um tímabundna lausn að ræða. Óþægilegt sé að dreifa starfsem- inni víða um bæinn og því kveðst hún telja hentugra að byggja en leggja of mikið fé fram til endurbóta á núverandi hús- næði, þótt ákveðinna lagfæringa sé þar þörf. Aðspurð kvaðst hún telja núverandi skrifstofuhús- næöi seljanlegt og geti hentaö til margvíslegra nota. Sigfríður neitaði því að hún væri að setja fram hugmynd í stíl vib Ráðhús Reykjavíkur — slíkt kæmi ekki til greina, því ef horft yrði til þessa máls í framtíðinni þá þyrfti ab hafa hagkvæmni og notagildi í fyrirrúmi. Hvað stað- setningu slíks framtíðarhúsnæðis varðar, kvaðst hún hafa miðbæj- arsvæðið í huga og vel mætti hugsa sér að Ráðhús Akureyrar myndi rísa efst við Strandgötuna gegnt Landsbankahúsinu, en þar er óbyggð lóð og nokkurt svæbi sem aldrei hefur verið tekið til endanlegs frágangs. Sigfríður tók skýrt fram að þetta væri ekki á framkvæmdaáætlun núverandi bæjarstjórnar. Hún kvaðst vera að viðra eigin sjónarmið í þessu efni, því þarna væri alfarið um lengri tíma markmiö að ræba. ■ Ferðafól k á Nor ðurlandi Fjölbreytt þjónusta við hringveginn — og vxðar! Útibú Kf. Skagfiröinga í Varmahlíð Bjóöum ferðafólki fjölbreytta þjónustu á fögrum stað við þjóðveg nr. 1: • Verslun með dagvöru og ferðavörur. • Rúmgóð veitingastofa með allar veit- ingar. • Olíur og bensín. • Opið frá kl. 09:00-23:30. Útibú Kf. Skagfirðinga á Hofsósi og Ketilási í Fljótum Dagvöruverslanir, léttar veitingar, olíur og bensín. • Opið frá 09:00-20:45. Verslun og þjónusta á Sauðárkróki, þar sem athafnalífið blómstrar! Á Sauðárkróki býður Kf. Skagfirðinga þjónustu sína: • Skagfirðingabúð, stærsta alhliða vöru- hús á Norðurlandi og ef til vill víðar! • Bifreiðaverkstæði, varahlutir og smur- þjónusta. • Vélsmiðja, rafmagnsverkstæði, afurða- stöðvar o.fl. o.fl., bara að nefna það! veikomin í Kaupfélag Skagfírðinga Skagafjorð. sauðárkróki -varmahlíð - hofsósi - ketilási

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.