Tíminn - 22.07.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1995, Blaðsíða 9
9M«m Laugardagur 22.'júlí 1995 l r 15 Gallerí, sýningar- salur, æfingastöb Athafnakonan Þórey Eyþórsdóttir: og sumarkaffihús Úr Callerí AllraHanda. Þórey Eyþórsdóttir stofna&i Gallerí Allra- Handa á Akureyri áriö 1987 og segir ab upphaf þess megi rekja til stofnun fé- lagsins Nytjalistar, sem hún hafbi forgöngu um ásamt fleiri konum um mibjan ní- unda áratuginn. Félagib var sett á stofn í þeim tilgangi ab ná til einstaklinga sem störfubu ab nytjalist, en Þór- ey er mebal annars mennt- abur vefnabarkennari. Eftir ab hafa tekib þátt í störfum félagsins um hríb ákvab hún ab setja á stofn sölu- gallerí, þar sem bobib er upp á vandaba listmuni, og var þá einkum meb nytjalist í huga auk annarra list- muna. Galleríib var fyrstu árin til húsa í Brekkugötu 5, Minning um framtíðina Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari var ab leggja lokahönd á verk sitt í Ketilhús- inu í Grófargili á Akureyri, þegar tíbindamann Tímans bar ab garbi, en hún er einn þeirra myndlistarmanna sem tóku þátt í opnu verkstæbi myndhöggvara í tengslum vib Listasumar '95 á Akureyri. Brynhildur vinnur í gler og stein og var verki henn- ar, sem nefnist minning, komib fyrir á grasflöt fyrir framan Minjasafnib á Akureyri. Af hverju valdiröu heitið Minn- ing? Hvers er verið að minnast? „Ég er nýlega komin heim frá París þar sem ég dvaldi í Kjarvals- stofu um tíma," sagði Brynhildur, þegar viö vorum sest inn á Café Karólínu handan Grófargilsins. „Eitt af því sem ég skoðaði þar voru kirkjugaröar, en ég hef raun- ar lengi stúderaö þá þar sem ég hef fariö um. Kirkjugaröar eru mjög myndrænir og þar ber að líta margvíslega höggmyndalist. Þótt ég kalli þetta verk mitt Minningu, er ég ekki ab höfða til þess liðna eða einhvers sem hulið er í kirkju- görðunum. Form verksins á ef til vill eitthvað.skylt við þaö sem sjá má í grafreitum, en ég tileinka þetta verk minningu um framtíð- ina — þess-sem ókomiö er og við eigum eftir aö lifa og reyna." Brynhildur stundaði ..nám, viö Myndlistar- og handíðaskólann og framhaldsnám í Bandaríkjunum, þar sem hún lauk BS-prófi í högg- myndalist. Hún starfaði um tíma vestanhafs, en kom heim til ís- lands árib 1990. Hún hefur haldib nokkrar einkasýningar hér á landi eftir heimkomuna, auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Brynhildur hef- ur vakið verðskuldaöa athygli sem myndhöggvari og kveðst ein- göngu fást við höggmyndalistina. Gler og sandur sé uppistaöa í mörgum verka hennar og hún noti þau efni nær eingöngu til að segir Brynhildur Þor- geirsdóttir myndhöggv- ari um verk sitt, sem unnib var á opnu verk- stceöi myndhöggvara í Ketilhúsinu í Grófargili í byrjun júlí forma hugsanir sínar og gefa þeim líf höggmyndarinnar. Þegar Brynhildur var innt eftir af hverju myndhöggvarar hefðu ákveðið að vinna í opnu verkstæði á Akureyri og koma verkum sínum síban fyrir víösvegar um bæinn, sagði hún að hugmyndin að því hafi fyrst kviknað fyrir tveimur ár- um. Kristinn E. Hrafnsson mynd- höggvari hafi fyrstur sett hana fram og hafi þá gert ráð fyrir aö verkin yröu sýnd víösvegar um Eyjafjaröarsvæðiö. Síðan hafi hug- myndin þróast með þessum hætti. Þegar komiö hafi í ljós að um að- stöðu í Ketilhúsinu gæti oröið ab ræða, hafi listamönnunum litist mjög vel á hana. Hinsvegar hafi ekki veriö ljóst fyrr en á vordögum hvort húsib yrbi tilbúiö í tæka tíð og undirbúningur að þessu starfi því veriö meö styttra móti. Strax og ákvöröun um húsið hafi legib fyrir, hafi aliur undftbúriingúr far- iö á fulla ferö og á bilinu 15 og 20 manns muni taka þátt í verkefn- inu. Brynhildur sagði að lista- mennimir ynnu með misniun-' ándimóti og með margvíslegefni. Sum verkin veröi gerö til þess að standa, þótt gert sé ráð fyrir að þau verði fiutt burt að sýningu á Akur- eyri lokinni, en í öðrum tilvikum verði aðeins um tímabundin myndverk aö ræða — myndverk sem aöeins veröi ætlað að standa meðan á sýningu stendur. Að minnsta kosti eitt verkanna verbi þó væntanlega kyrrt þar sem því verður komiö fyrir, því þaö byggist aö hluta upp á gróðursettu tré. Brynhildur Þorgeirsdóttir leggur síbustu hönd á hluta verks síns Minning, á flötinni fyrir framan Minjasafnit) í innbœnum á Akur- eyri. Tímamynd Þl en í byrjun desember áriö 1991 flutti hún starfsemi þess í Grófargilib á Akureyri og má því segja ab hún sé brautryöjandi á þeim slób- um sem nú eru tileinkabar lista- og menningarlífi í bænum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á listum, einkum vefn- abi og nytjalist, en málverkib hefur einnig vakið áhuga hjá mér. Mér fannst nauðsynlegt að hér á Akureyri vær' staður þar sem í boði væru vandaðir munir og verk eftir íslenska listamenn og með því að opna gallerí væri unnt ab kynna þessa starfsemi betur, því mik- il gróska hefur verið í nytjalist- inni á undanförnum árum og margir góðir listamenn komib fram á sjónarsvibið. Meb opn- un gallerísins hefur einnig gef- ist tækifæri til ab bjóba bæjar- búum upp á myndlistarsýn- ingar ýmissa listamanna og kynna listafólk sem er starf- andi í öbrum landshlutum en hér á Akureyri. Ég tel það naubsynlegt alveg á sama hátt og mikilvægt er fyrir okkar listamenn ab sýna og kynna verk sín annarstabar og þá ekki síst á höfuðborgarsvæb- inu." En Þórey starfar víbar en í Grófargilinu á Akureyri. Fyrir rúmu ári opnabi hún sumar- kaffihús í gömlu húsi á Hjalt- eyri þar sem hún leggur áherslu á heimilislegt um- hverfi, heimabakað meblæti meb kaffinu og listsýningar. En af hverju hugkvæmdist henni ab opna kaffihús í gömlu síldarþorpi við Eyja- fjörb? „Upphaf þess var ab vib hjónin höfðum fest kaup á þessu húsi á Hjalteyri ásamt systkinum mínum og fjöl- skyldum þeirra. Þegar við fór- um ab vinna ab lagfæringum á húsinu, komumst vib ab því ab margt fólk, sem leib átti i m Eyjafjörbinn, ók nibur á evr- ina til þess ab skoba sig um. Engin þjónustustarfsemi af þessu tagi var fyrir og þá kviknabi hugmyndin ab þess- um rekstri. Vib opnubum í byrjun júní í fyrrasumar og vibtökurnar voru betri en við höfbum þorab ab vona. Þab varb til þess ab vib ákvábum ab halda þessu áfram í suraar." Um síðustu áramót festu Þórey og eiginmabur hennar, Kristján Baldursson, kaup á húsnæbi á gömlu Sambands- verksmiðjulóðinni vib Dals- braut 1 á Akureyri. Ab undan- förnu hefur líf þar verib ab aukast meb tilkomu nýrra at- vinnufyrirtækja og annarrar starfsemi. í húsnæbi þeirra hjóna er góbur sýningarsalur, sem ábur var kaffistofa ullrr- og skinnaverksmibjanna á Gleráreyrum, og hann hafa þau nýtt til sýningarhalds ab undanförnu. „Þab eru nokkrir listamenn þegar búnir ab sýna í salnum á Gleráreyrum, og þab ánægju- lega er ab fjöldi fólks hefur lagt leið sína á þessar sýningar. Vib fórum út í þetta meb hált- um huga, vegna þess ab stab- urinn lá ef til vill ekki nægi- lega vel vib umferb og um- gangi. Reynslan hefur sýnt annab, og vera má ab vib eig- um eftir ab auka bæbi sýning- arhald þar og einnig er spurn- ing um hvort staburinn geti hentab til einhverskonar verslunarstarfsemi." Þórey hefur þegar reynt fyrir sér meb fjölbreyttari starfsemi á Gleráreyrum en sýningar- hald, því í janúar á síðasta vetri opnaði hún æfingastöb í hluta húsnæbisins þar sem fólki er bobib upp á létta leik- fimi í þar til gerbum æfinga- bekkjum. FERÐA- UENN Viðbjóðum ykkur velkomna til Hvammstanga í verslun okkar fáið þið flestar þær vörur sem ykkur kann að vanhaga um á ferðalaginu. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.