Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 28. júlí 1995 SÍMÍljfljlf STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Skattbyrði ein- staklinga og at- vinnufyrirtækja Álagning opinberra gjalda fyrir áriö 1994 liggur nú fyrir. Þau tíðindi, sem lesa má út úr álagningunni nú, eru einfaldlega þau að hagur einstaklinga fer versn- andi, en hagur fyrirtækjanna í landinu fer batnandi. Versnandi hagur einstaklinga kemur bæði fram í því að færri en áður greiða tekjuskatt og sú upphæð sem einstaklingar greiða í eignaskatt lækkar einnig. Þessar staðreyndir sýna minnkandi tekjur og skuldasöfnun einstaklinganna í þjóðfélaginu. Á sama tíma hækka tekjuskattar á fyrirtæki um 22% milli ára og eignaskattur á fyrirtæki hækkar einnig. Þaö eru vissulega góð tíðindi að afkoma fyrirtækja hefur batnað, því þetta er annað árið í röð sem það er staðreynd. Hins vegar veldur skuldasöfnun og versn- andi afkoma heimilanna miklum áhyggjum, og var meðal annars fjallað um þá hlið sem að sveitarfélög- unum snýr í forustugrein Tímans í gær. Á sama tíma og þetta gerist er ríkissjóður rekinn með halla, og hefur svo verið um árabil. Þessi halli hefur verið jafnaður með innlendum og erlendum lántökum. Þetta hefur gert það að verkum að vaxta- kostnaöur ríkissjóðs hefur rokið upp úr öllu valdi og er nú um 12 milljarðar króna. Verði sama þróun áfram í afkomunni mun þessi kostnaður nema 18 milljörðum króna eftir fjögur ár, og skuldasöfnunin vaxa í samræmi við það. Stjórnvöld standa frammi fyrir þeirri staðreynd að þessa skuldasöfnun verður að stöðva. Stjórnmála- menn hafa legið undir ámæli fyrir að hafa ekki spornað við þessari þróun með árangursríkum hætti. Sú gagnrýni hefur verið áberandi frá samtökum vinnuveitenda í landinu. Það veröur hins vegar ekki framhjá því litið að þró- un atvinnumála er með þeim hætti að opinberir að- ilar verða að koma til skjalanna í síauknum mæli með bótagreiðslum til atvinnulausra og beinni fé- lagslegri aðstoð. Sú spurning er áleitin nú, ekki síst þegar tölur liggja fyrir svart á hvítu um batnandi afkomu fyrir- tækjanna í landinu, hvort nú sé ekki kominn tími til þess að þau láti meira til sín taka í nýsköpun og fjár- festingu en verið hefur. Það er eina raunhæfa lausn- in til lengdar á atvinnumálum og afkomumálum einstaklinga. Enn er fjárfesting í sögulegu lágmarki, sem þýðir það að atvinnulífið er mjög slakt og þrýst- ingur er mikill á opinbera aðila að bæta þar úr með framlögum til átaksverkefna og opinberra fram- kvæmda. Vissulega er afkoma fyrirtækjanna í landinu mis- jöfn, og alkunna er aö ekki árar vel í sjávarútvegi um þessar mundir einkum hjá fyrirtækum sem selja af- urðir í dollurum og pundum. Það er einnig vitað að fyrirtækin sem hafa haft góða afkomu, hafa veriö að styrkja eiginfjárstöðu sína. Þetta dregur þó ekki úr því að ástæða er til að spyrja hvort ekki sé að vænta meiri viðbragða í atvinnusköpun og fjárfestingu frá einkaaðilum í landinu en verið hefur nú um skeið. Þar fengu þeir þab Garri er tryggur lesandi Alþýðu- blaðsins, enda ríður þar hver hetjan eftir annan fram á rit- völlinn með bleklensur sínar. Misjafnt er hvað þessir riddarar andans eru vígabarðalegir, en sumir froðufella af bræöi eins og sannir riddarar eiga að gera í alvöru bardaga. „Minningar úr stríðinu" Ritstjórinn sjálfur skrifar nú í vikunni grein sem hann nefnd- ir „Minningar úr stríðinu". Þaö er alltaf gaman af endurminn- ingum ef þær em vel skrifaðar og það eru minningar Hrafns Jökulssonar vissulega. Hann er lipur penni eins og hann á kyn til. Hann er greinilega búinn að setja sér það takmark ab verða ritstjóri Morgunblaðsins þegar skáldið Matthías Jóhannessen hættir þar einhverntíma, því undir greininni stendur með smáletri „Meira næsta sunnu- dag". Skáldið Matthías hefur skrifað langhund í Morgunn- blaöið alla sunnudaga og eng- inn man hvenær hann byrjabi og því síður ab nokkurn gruni hvenær hann muni enda. Kannske veröa Hrafni svo drjúg- ar pólitískar endurminningar úr Alþýðubandalaginu. Nú er bara að bíða og sjá til. Málefnalegir ritsnill- ingar Þótt að Hrafn Jökulsson sé lip- ur penni, fölna þeir hæfileikar þegar hinn ritstjórinn, Sigurður Tómas Björgvinsson, þeysir fram á völlinn og þá ekki síður Þingeyingurinn Arnór Benónýs- son. „Fyrst sjá þeir byssan og svo sjá þeir mé, þá má nú alle fuglene fara ab vara sé" sagði Danskurinn forðum. Þegar þess- ir félagar birtast mega Fram- sóknarmenn fara að vara sig. Garra þótti margt vel sagt og GARRI málefnalegt í greinum þeirra núna í vikunni, og ef þessar tímamótagreinar skyldu hafa farib fram hjá einhverjum áhugamönnum um stjórnmál leyfir hann sér að vitna í kjarna málsins. Sigurður Tómas segir eftirfarandi: „Þar sem það var aldei mein- ingin hjá framsóknarmönnum að leysa vandamálin, heldur búa til ný, þá var þab upplagt ab senda úlfinn í sauðargærunni í félagsmálaráðuneytið, sálfræb- inginn í landbúnaðarráðuneyt- ib, liðhlaupann í utanríkisrábu- neytið og vaxtaflónið í við- skiptaráðuneytið." Síðan bætir Arnór Þingeying- ur um betur og í grein hans í blaðinu fimmtudaginn 27. júlí má lesa eftirfarandi um ríkis- stjórnina: „Þar ægir saman afdaladeyfð- inni, nesjamennskunni, heim- óttarskapnum og hrokafullri þrjósku hins lítilssiglda." og síð- ar „verkleysið og hysknin og vangetan til framkvæmda ríkir þar ein." Mátulegt á þá Já Garra finnst þetta mátulegt á þá. Þar fengu þeir þab sem þeir verðskulduðu. Það er greinilégt að eftir svo rökstudda og mál- efnalega gagnrýni sem lesa má á síðum Alþýðublaðsins nú þessa dagana hlýtur að styttast í valdaferli þessarar ríkisstjórnar, og vanir menn og fram- kvæmdasamir taka við. Garri hefur alltaf gengiö með þing- mann í maganum og er að hug- leiða að bjóða sig fram næst. Kannske er sú stund nær en margan grunar. Það er útilokaö að nokkur ríkisstjórn standist til lengdar svo hvassa og málefna- lega gagnrýni eins og lesa hefur mátt í Alþýðublaðinu nú und- anfarið. Garri Algjört dúndur „Ég er að velta þessu formanns- kjöri fyrir mér því bábir fram- bjóðendur eru dúndrandi góð- ir." Þetta hefur Alþýðublaðið eftir einni af forystukonum alla- balla í stórfrétt í gær. En sú hin sama kemst að því ab enn meira dúndur er í Margréti en Stein- grími og mun því að sjálfsögöu kjósa hana. Framboðsfrétt Mogga var upp á fimm dálka eins og venjulega og þar voru góðar og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að gerast meðlimur í Alþýðu- bandalaginu til að geta kosið á milli Steingríms og Margrétar í formannskjörinu. Vikum saman hafa allir fjöl- miðlar verið fullir upp með fréttir og vangaveltur um hver veröur næsti formaður allaball- anna. Maður fréttir af miklum samsærum á flokksskrifstofunni og víðar þar sem allt er í hers höndum óg dilkadrættir miklir. Misjafnlega merkilegir alla- ballar eru yfirheyrðir um for- mannsslaginn og reynt að toga upp úr þeim hvorn frambjóð- andann þeir styöji og telst til rokufrétta ef einhverjir kosn- ingabærir láta uppi hug sinn, en flestir eru sammála konunni fyrir vestan, að báðir séu þeir al- gjört dúndur. Enginn ágreiningur Margt er frambjóöendum tal- ið til ágætis í því fjölmiðlafári sem blásið eru upp af litlu til- efni. Annar er vinstrisinnaður og hinn talar mál alþýðunnar og annar er kvenkyns og hinn hefur blaðrað um íþróttir í sjón- varp. Sem sjá má hafa þeir sér til ágætis nokkuð og báðir efni í dúndrandi góða formenn alla- ballaflokksins. Hitt kann að orka tvímælis hvaða erindi allur þessi útbólgni fréttaflutningur af litlu tilefni á til fjölmiðlaneytenda almennt. Alþýöubandalagið er flokkur á milli vita, sem vill hvorki muna fortíð sína né byggja framtíðina á öðru en fordómum og hégiljum. Allt samneyti við Á víbavangi lýðræöisþjóbir er tortryggilegt en miklar vonir eru bundnar vib einræðisherra og þrælahaldara þriðja heimsins og að treysta viðskiptasambönd við þjóðir hinu megin á hnettinum. í landsmálapólitíkinni ráðsk- ast allaballar með láglaunafólk- ið og er góður slatti af forystu- sauðum þess í miðstjórn Al- þýðubandalagsins, sem kvað vera svakalega verkalýðssinnuð og blasir árangurinn af áratuga baráttu við allra augum. Lúsar- laun og félagslegar skuldir eru hlutskipti verkalýðsins þrátt fyr- ir eða vegna þeirra leiðtoga sem forsjónin skammtaði honum. Skiptir engu Formannskjörið núna er til komið vegna sérviskulegra flokkslaga um kvóta. Hverjum formanni er skammtaður ára- kvóti og nú er komin kynja- kvóti í flokksstarfið, sem verður sífellt hnökróttara eftir því sem ofskipulagningin verður meiri. En allt eru þetta mál allaball- anna, en flokkur þeirra er varla annað en áhrifalítið rekald sem hrekst um án fortíðar og þessa stundina er framtíðarsýnin ein- hvers staðar lengst austur í Asíu eða suður í Ameríku og er út- flutningsleiðin leiðarljósið. Hvort það skiptir einhverju máli hvor þeirra frambjóðend- ana malar hinn í formannskjör- inu er vafamál. Annar er að vísu sagður vinstrisinnaður og hinn talar mál alþýöunnar og hlýtur hvorutveggja að teljast nokkur kostur í augum flokksmanna, en að ófmata alla landsmenn á svona fróðleik er að verða held- ur leiðigjarnt. Enda hefur ekkert komið fram um að frambjóð- endurna greini á um eitt eða neitt og er ekki um það spurt. En fréttirnar og pistlaskrifin öll veröa að hafa sinn gang í miðri gúrkutíð og oft velta lítil tíðindi þungu hlassi, eins og fréttamaðurinn sagði, og því veröur formannsslagurinn I allaballaríinu að viðvarandi stórfréttum, að ekki er á skárra völ. Annars segja innvígðir, að ekki sé um neina baráttu að ræöa milli frambjóðendanna, einsog flokksskrifstofan veit. Al- þýöubandalagsmenn eru heila- þvegnir femínistar og karlremb- urnar þar eru aðeins undan- tekningar sem sanna regluna. Þaö er kannski þess vegna sem látið er lita svo út að allt sé í háalofti í kosningaslag, sem enginn er eða verður. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.