Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 10
18 Föstudagur 28. júlí 1995 Séö yfir Sólborgarsvœbib, sem verbur framtíbarabsetur Háskóians á Akureyri. Tímamyndir w Hröð uppbygging Háskólans á Akureyri setur svip á bæjarlífið Nemendur hafa byggt fjöll úr þekkingu, segir Þorsteinn Gunnarsson rektor Þorsteinn Cunnarsson rektor inni í væntanlegri skrifstofu sinni íhúsnœbi Háskólans ab Sólborg. Eins og sjá má stendur vinna vib endurbœtur yfir. Sólríkur eftirmiódagur um mibjan júlí. Tími sumar- leyfa er í hámarki og flest- ar menntastofnanir bíba þess að líf kvikni á göngum og í skólastofum meó nýrri önn. Einn er þó sá skólamaöur, sem lætur hásumarib ekki trufla sig frá störfum. Hann kvebst raun- ar abeins taka sér stutt leyfi ab þessu sinni, því mörg verkefni séu abkallandi. Þessi skólamaður er Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og þau ummæli hans ab mörg verkefni kölluðu á úr- lausn reyndust orð að sönnu, þegar farið var að ræða um upp- byggingu og framtíð þeirrar ungu stofnunar sem hann stýrir. Á því tæpa ári, sem liðið er frá því hann kom til starfa, hefur margt áunnist í málefnum Há- skólans, og ber þar hæst aö hon- um hefur verið valinn framtíðar- staöur að Sólborg á Akureyri. Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti starfseminnar flytji á Sólborgar- svæðið seinni hluta ágústmánað- ar, og þessa dagana eru iðnaðar- menn farnir að taka til hendinni við breytingar og lagfæringar á væntanlegu húsnæði skólans. Áður en Þorsteinn tók við embætti rektors Háskólans á Ak- ureyri gegndi hann starfi vís- inda- og menntafulltrúa við sendiráð íslands í Brussel um eins árs skeið, og fjallaði þar einkum um samvinnu íslands og Evrópusambandsins á sviði vís- inda, tækni, mennta- og menn- ingarmála auk annarra mála er heyra undir verksvib mennta- málaráðuneytisins. En hver er maðurinn sem stýr- ir uppbyggingu Háskólans á Ak- ureyri? Þorsteinn Gunnarsson er 41 árs, Vopnfirðingur að ætt og kvað leið sína ab heiman hafa legið í hérabsskólann að Laugum í Reykjadal, eins og margra ung- linga úr norðlenskum sveitum á þeim tíma. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri hélt hann til náms við Háskóla íslands og lauk þaðan BA-prófi í sálarfræbi og síðar prófi í upp- eldis- og kennslufræði til kennsluréttinda. Þorsteinn lauk MA-prófi í uppeldis- og mennt- unarfræbi frá Ohio University í Bandaríkjunum og doktorsprófi frá sama skóla þar sem sérsvið hans var námsskrárgerð og kennslufræði á framhaldsskóla- stigi. í doktorsritgerö sinni fjall- aði hann um vibleitni umbóta- sinna í skólamálum til að inn- leiða nýtt námsefni í samfélags- fræbi hér á landi á árunum 1974 til 1984 og viðbrögð sem það námsefni vakti. Starfsferill Þorsteins tengist einnig skóla- og vísindamálum. Hann hefur gegnt kennslustörf- um vib ýmsa skóla, þar á mebal Víghólaskóla í Kópavogi, Menntaskólann á Egilsstööum og Fjölbrautaskólann á Akranesi. Þá hefur hann starfab sem deild- arsérfræöingur í menntamála- ráöuneytinu þar sem hann hafbi meðal annarra starfa umsjón meö starfi vísindastofnana og margvíslegum erlendum sam- skiptum. Þá starfaði hann um skeið sem stundakennari í upp- eldisfræöi við Háskóla íslands. Að byggja fjöll úr þekkingu í upphafi ávarps síns á Há- skólahátíð á Akureyri 10. júní síbastliðinn vitnaði Þorsteinn til orða þýska heimspekingsins Fri- edrichs Nietzsche þar sem hann segir í riti sínu um Zaraþústra að ástvinur þekkingarinnar muni læra ab byggja með fjöllum. Rektor lagbi út af þeim á þann hátt, ab með námi sínu hafi þeir kandídatar, sem útskrifuðust frá skólanum, byggt fjöll úr þekk- ingu. Raunar má færa orð hins þýska hugsuðar í víðara samhengi þeg- ar málefni Háskólans á Akureyri eru annars vegar. Ef litið er til þeirrar uppbyggingar menntaset- urs, sem orðib hefur frá því skól- anum var fyrst komið á fót, má líkja henni við að fjall þekkingar hafi risið. Svo ör hefur þróunin verið og á síðasta háskólaári voru fjórar starfandi deildir viö skól- ann. í fyrsta lagi heilbrigðisdeild þar sem 110 nemendur voru við nám, kennaradeild með 136 nemendum, rekstrardeild meb 75 nemendum og sjávarútvegs- deild þar sem 64 manns voru við nám. Þannig stunduðu alls 385 manns nám vib Háskólann á Ak- ureyri á háskólaárinu 1994 til 1995, sem er um 40% fjölgun á milli ára. Ef litið er á tölur um væntan- legan fjölda nemenda á næstu önn, munu um 120 stunda nám í heilbrigðisdeild, 160 í kennara- deild, 75 til 80 í rekstrardeild og allt að 60 í sjávarútvegsdeild. Að sjálfsögðu geta þessar tölur breyst lítillega, en engu ab síður verða á bilinu 410 til 420 nem- endur við skólann á komandi skólaári. Sérstaban felst í samstarfi vib stofn- anir atvinnulífsins Ýmislegt hefur áunnist í stafi Háskólans á liðnu ári og nefnir Þorsteinn fyrst ab staðfest hafi veriö framgangskerfi, er gefi kennurum sambærilegan frama í starfi og tíðkast við Háskóla ís- lands og Kennaraháskólann, og starfi nú fjórir dósentar við Há- skólann á Akureyri á grundvelli þess kerfis. Fyrirsjáanleg sé fjölg- un dósenta og sé það ánægjuleg viðurkenning á rannsóknahæfni vibkomandi háskólakennara og skjóti styrkari stoðum undir stöðu Háskólans sem rannsókna- stofnunar. Auk þess sem Háskólinn hefur á að skipa færum kennurum hvab rannsóknarstörf varöar, þá fara rannsóknir og kennsla fram í nánu samstarfi vib rannsókna- stofnanir atvinnuveganna. Þor- steinn sagði að í mars á liðnum vetri hafi verið gerður samstarfs- samningur við Rannsóknastofn- un landbúnaöarins, en áður hafi verið gerðir sambærilegir samn- ingar vib Hafrannsóknastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsókna- stofnun fiskibnaðarins. Við það megi bæta ab þessir samningar Háskólans við rannsóknastofn- anir atvinnuveganna séu fyrir- mynd að nýgerðri viljayfirlýs- ingu Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar um að tveir starfsmenn í stjórnunarstöðum við grunnskóla Akureyrar hafi 50% starfsskyldu við Háskólann á Akureyri. Þorsteinn segir ab þessir samn- ingar við rannsóknastofnanir skapi Háskólanum ákveðna sér- stöðu. Meö því skapist aðstaða til þess að ýmsir sérfræbingar hafi kennsluskyldu við Háskólann og að hans dómi sé næsta skref að efla þetta samstarf við atvinnu- lífiö og ná í auknum mæli til fyr- irtækja frá því sem nú er. Tilvera Háskólans liö- ur í ab gera hug- myndir um matvæla- vinnsluhérab ab veruleika Á hátíðastundum og tyllidög- um hafa frammámenn lagt áherslu á að Eyjafjarðarsvæðib og raunar allt Norðausturland sé heppilegt til matvælavinnslu. Þeir hafa bent á hreinleika og takmarkaða mengun sem aub- velt eigi að vera að vinna bug á. Ýmsir hafa spurt hvað hafi unn- ist í þessum málum og fyrstu svörin við spurningum af því tagi er að finna í framtíðaráform- um Háskólans á Akureyri. Þorsteinn segir ab ein þeirra nýjunga, sem fyrirhugaðar eru í starfi Háskólans, sé að koma á fót matvælasetri í tengslum við starfsemi hans. Þá sé einnig áformað að samræma nám í matvælagreinum á framhalds- skólastigi, auk þess sem komib verbi á fót námsbraut í matvæla- framleibslu vib Háskólann. Þorsteinn segir að matvæla- framleiðslunámið verbi byggt upp á þann hátt að komið verbi á fót sérstakri námsbraut innan sjávarútvegsdeildar þar sem lögð verður áhersla á þverfaglega menntun er tengist matvæla- fræbum, markaðsfræðum, stjórn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.