Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 1
Föstudagur 28. júlí 1995 9 Heyskapur og ástand túna í Þing- eyjarsýslu: Sprettan hef- ur veriö sein „Hún er nú breytileg. Sumir eru dálítib komnir á veg, abrir ekki byrjabir," segir Stefán Skaftason, hérabsrábunautur í Subur- Þing- eyjarsýslu, abspurbur um stöb- una í heyskapnum. Einstaka menn, sem verið heföu með öll tún friðuð, væru komnir langt með heyskap. „Þar sem er mikið um sauðfé þar eru menn lítið byrjaðir. Sprettan hefur verið svo sein að það er ekk- ert gras að slá sumstaðar. Menn hafa verið með fé á túnum alveg fram í júlí." Stefán segir tún hafa komið vel undan vetri. Það hafi verið lítið um skemmdir; þó væri það til að það væri kalið. Skakkaföll urðu af flóðum í sum- ar þegar flæddi yfir tún og græn- fóðurakra, og urðu nokkrir menn fyrir fjárhagslegu tjóni af þeim völdum. Einnig telur Stefán æðar- varp hafa misfarist að mestu. Stefán segir að þetta líti svo sem ekkert illa út. Það sé samt heldur minni spretta en í fyrra. Sérstak- lega sé grænfóðrið, sem menn hafa verið að sá, mjög skammt á veg komið og hafi ekki hreyfst í þrjár vikur. „Ef hlýindin halda áfram, þá getur útkoman orðið svona þolan- leg," segir Stefán Skaftason. -TÞ Heyskapur og ástand túna á Aust- urlandi: Miklar hitasveiflur „Menn eru svona nýbyrjabir hérna á Hérabinu. Spretta er misjöfn. Það var töluvert kal, að minnsta kosti á upphérabinu, þannig að heyfengur veröur slakur þar, tala menn um," segir Abalsteinn Jónsson, formaður Búnaðarsambands Austurlands, abspurður um heyskap á Austur- landi. „Það er nú kannski ekki hægt að segja ab heyskapur sé al- mennt byrjabur, en það byrja sjálf- sagt margir núna, það spáir þann- ig." Hann segir að töluvert margir bændur hafi farið illa út úr kali á upphéraðinu og suður á fjörðum. Einn bónda hitti Aðalsteinn á Fá- skrúðsfirði fyrir skömmu og þar hafði stór hluti af túnunum verið dæmdur 90% ónýtur, þannig að sá bóndi hafi búist við að þurfa að sækja sér hey eða eitthvert fóður. Aðalsteinn segist ekki hafa heyrt um að neinn sé búinn með heyskap eða langt kominn, enda sé varla raunhæft ab ætla þab. Það hafi ekki komið frostlaus nótt fyrr en 8. júní og búið að snjóa oft í fjöll síðan. „Það hafa komið geysilega hlýir dagar, en umskiptin hafa verið ógurlega mikil. Þab hefur verið alveg nibur undir frostmarki, ef það hefur gengib í norðan- eða norðaustanátt. Saman- ber að það var svoleiðis skafrenning- ur á Hellisheibi núna um 20. júlí að þeir hættu við að halda henni op- inni," segir Abalsteinn. -TÞ . iimnni.ii Pálmi Ingólfsson hefur innréttaö trésmiöju í aflögöu fjósi og m.a. byggt þetta sumarhús í Skorradal. Samdráttur í sölu sumarhúsa hefur oröiö til þess aö húsiö er óselt. Húsasmiöur í Skorradal notfœrir sér tómt gripahús: Innréttaði trésmiðju í fjósinu Undanfariö samdráttarskeiö í landbúnaöi hefur m.a. oröiö til þess aö á sumum býlum hefur veriö hætt heföbundn- um búskap. Nokkuö er um aö þar sem áöur voru blönduö bú meö mjólkur- og dilkakjöts- framleiöslu hafi önnur grein- in veriö aflögö. Þróun af þessu tagi veröur til þess aö til sveita standa auö gripahús, sem nýta má til annars en þau voru upphaflega byggö. A Hálsum í Skorradal hefur Pálmi Ingólfsson innréttað tré- smiðju í gamla fjósinu, og stundar húsasmíðar meðfram sauðfjárbúskapnum. Pálmi lagöi mikla áherslu á byggingu sum- arhúsa og byggöi þau í eining- um. Einingarnar smíöaöi hann á verkstæðinu og flutti þær síð- an á byggingarstað og reisti hús- in á skömmum tíma. Pálmi seg- ir aö mikill samdráttur hafi ver- iö í sumarhúsabyggingum und- anfarin ár. „Það var alveg þokkalegt til aö byrja með, en svo hefur þetta dregist verulega saman núna. Þá hefur maður fariö meira út á hinn hefðbundna markaö, í viðhald og slíkt á öörum stöð- um. Maður hefur svo sem gripið í þaö líka, en ekki nærri því eins og núna síðastliðin tvö ár. Þá hefur maöur þurft miklu meira á því að halda. Þetta er einhvern veginn það verulegur samdrátt- ur, sérstaklega þetta síðasta ár. En ég hef alltaf byggt að lág- marki eitt til tvö hús á ári. Fyrst til að byrja með voru þetta þrjú hús á ári, en síöan hefur heldur verið að síga á ógæfuhliðina," segir Pálmi. Pálmi á m.a. eitt óselt sumar- hús í landi Indriðastaða í Skorradal, sem hann smíðaði fyrir tveimur árum. Húsið er snoturt og vandað og stendur í stórbrotnu umhverfi. Út um stofugluggann blasir Skarðs- heiðin við í öllu sínu veldi, og stutt er í Skorradalsvatn. Það, að hús sem þetta skuli vera óselt, sýnir kannski best hve lítill markaðurinn er fyrir sumarhús, eins og sakir standa. -TÞ, Borgames Kverneland UNDERHAUG Pökkunarvél 2 gerðir Barkastýrð Tölvustýrð Bændurl muniö Teno plastiö ■ = Ingvar L l Helgason hf. vélasala ■■ 1—~ Sævarhöfða 2, SÍMI 525-8000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.