Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. júlí 1995 LANDBÚNAÐUR 13 Heyskapur og ástand túna í Borgarfiröi: Margir búnir meb fyrri slátt „Þab er dálítiö misjafnt," svar- abi Gubmundur Sigurbsson, framkvæmdastjóri Búnabar- sambands Borgarfjarbar, um ástand túna í hérabinu. „Víba er þetta allgott. Ég held ab þab sé alveg ljóst ab heyfengur verbur töluvert minni en í venjulegu árferbi, en þeir sem báru snemma á og voru meb fribub tún fá nokkub góba upp- skeru. Þab er víba smáblettak- al, en ekkert sem er neitt stór- vægilegt." Guðmundur segir aö miklu muni á sprettu t.d. í Norðurárdal og sunnanveröu héraðinu, en mun kaldara hafi verið í Norbur- árdal. Margir bændur í Borgar- firöi eru búnir aö heyja fyrri slátt, þeir sem notuðu þurrkinn vel og slógu þó ekki væri alls staðar full- sprottið. „Maöur vonar, ef þab veröur hlýtt núna, aö áburðurinn skili sér aftur í háarbeit og háar- slætti," segir Gubmundur. „Ég held nú aö ástandið sé all- gott miðað við það sem það er víða annarstaðar. Það þýðir ekk- ert að vera meb of mikla svart- sýni. Þab voru víða til fyrningar í vor, þó það væri gefið mikið; það var mjög gott heyskaparár hérna í fyrra. Svo eiga Borgfirðingar fullt af engjum sem hægt er að leita til, ef á þarf að halda," segir Guðmundur Sigurðsson. -TÞ BÚVÉLAPRÓFUN frá Bútæknideíld RALA D&L rúllu- baggavagn Gerb: D&L rúllubaggavagn. Framleib- andi: Dekk og lakk, Reykholti, Borgar- firbi. D&L rúlluvagninn var prófab- ur af Bútæknideild Rannsókn- arstofnunar landbúnabarins veturinn 1993-1994. Vagninn var einkum notabur við flutn- ing á rúllum um lengri vega- lengdir og voru eknir alls um 860 km. með vagninn auk flutnings á rúllum innan bús. Vagninn er dragtengdur, hvort heldur aftan í dráttarvél eba bifreið, og tekur eina rúllu í ferð. Hann er einkum ætlaður til að flytja heyrúllur í tengsl- um viö gjafir yfir vetrartím- ann, hvort sem er viö inni- eba útifóðrun. Einkum kemur hann ab notum þar sem ekki eru til staðar hleðslutæki á dráttarvél og flytja þarf heyið langar vegalengdir. Hann veg- ur um 200 kg. Við hleðslu eru rúllur teknar upp af jafnsléttu og lyft upp með handspili. Gerðar voru athuganir á vinnu við að hlaða vagninn og af- hlaða. Að jafnaði reyndist sá heildartími um 8,5 mín. á rúllu. Við hleðslu þarf að gæta nokkurrar nákvæmni til að armar greiparinnar rati rétta leið. Vagninn er léttur í drætti og má aka með hann á vegum í samræmi við reglugerð um gerö og búnað ökutækja. Ef heyið er lítiö forþurrkað eöa um grænfóðurrúllur er að ræða eru þær oftast það útflattar að greipin kemst ekki undir þær nema með einhverjum tilfær- ingum, engar bilanir komu fram á reynslutímanum utan að tannhjólabúnaður. í vind- unni gaf sig. Vagninn er ein- faldur í notkun og viðhaldi og virðist vera vönduð smíði. ■ l\EWH0LLAI\D VELAVERf Lágmúla 7 - Pósthólf 8535 - 128 Reykjavík Sími: 588 2600 - Fax 588 2601 @ FIATAGRI MEST SELDA DRÁTTARVÉLIN í EVRÓPU Tilboðsverð kr. 2.295.000,- án vsk. á Fiatagri 88-94DT. 85 hestöfl 4x4 með eftirtöldum hágæða útbúnaði. Gírkassi með vökva milligír og samhæfðum vendigír 24 gírar áfram og 12 afturábak. Þriggja hraða aflúttak 540-750 og 1000 sn./mín. með stafrænum snúningshraðamæli. 40 km hámarkshraði. Bremsur á öllum hjólum. Rafgalvanhúðuð yfirbygging. 78 b. hljóðeinangrun í ökumannshúsi. Rúmgott ökumannshús með farþegasæti og sóllúgu. Veltistýri með hæðarstillingu. Kúluhraðtengi á beislisörmum og yfirtengi. Stjórnstöng aftan á vél fyrir þrítengibeisli. Aurhlífar yfir framhjólum. 4 vinnuljós á ökumannshúsi. Útvarp og segulband. • Lyftutengdur dráttarkrókur og sveiflubeisli. • 3,3 kw startari. • 4vökvaúttök. • Vökvadriflæsingar á öllum hjólum. • Lokað mótorhús með læstum hliðarhlífum. • Dráttarkrókur framan á vél. • 50°beygjuradíus á framhjólum. • Drifskaft til framöxuls án hjöruliða. • Lyftulás. • Lift-O-Matic sjálfvirk hæðarstilling á þrítengibeisli. • Grammer ökumannssæti. • Framdekk stærð 13,6-24 Radial. • Afturdekk stærð 16,9-34 Radial. • 3.500 kg lyftigeta á þrítengibeisli. • 34 lítra styrisdæla. Símanúmerib er 5631631 Faxnúmeriber 5516270

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.