Tíminn - 12.08.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. ágúst 1995 3 Unnt ab koma í veg fyrir fjölda fóstureyöinga á ári meb almennri frcebslu um „aukanotkun" P-pillunnar: Fóstureybingum mætti ef til vill fækka um 200 á ári Meb almennri vitneskju um þá „aukanotkun" Pillunnar, ab unnt er að nota hana sem „daginn eftir pillu", jafnframt því sem au&veldað yrði að nálgast hana meb skömmum fyrirvara, telja erlendir sér- fræðingar hugsanlegt ab fækka mætti fóstureyðingum um allt ab þriðjung. Það gæti þýtt fækkun fóstureyðinga hér á Iandi í kringum 200 á ári. Enn sem komið er mun þó fáum konum, og læknum jafnvel líka, kunnugt um það að meb því að taka inn 2 töfl- ur af sumum tegundum Pill- unnar í síðasta lagi 48 klukku- stundum eftir samfarir og svo aðrar 2 töflur 12 stundum síð- ar, má meb allt að 98% öryggi koma í veg fyrir ab óvarðar samfarir leiði til þungunar. Uppsetning koparlykkju inn- an 5 daga er annar möguleiki. Ekki fóstureybing Reynir Tómas Geirsson, pró- fessor á Kvennadeild Landspít- alans, segir hér, eins og víða annars staðar, við tvenns konar erfiðleika að eiga. Annars vegar að læknar og annað heilbrigðis- starfsfólk hafi ekki vitað nóg um þetta og sumir haldið að það væri e.t.v. hættulegt. Og hins vegar aö menn rugli þessu stundum saman við fóstureyð- ingu — sem það sé alls ekki. Frjóvgun sé ekki orðin eða um neitt fóstur að ræða innan þeirra tveggja sólarhringa þegar taka þarf pillurnar. Meö horm- ónunum sé, aðeins verið að breyta slímhúö legsins og koma þannig í veg fyrir að egg sem hugsanlega hefur frjóvgast geti fest. Enginn dagur örugg- ur í grein sem Reynir Tómas skrifaði um „neyðar" getnaðar- varnir í Læknablaðið fyrir nokkru segir hann að þungun verði hjá allt að 25% kvenna eftir óvarðar samfarir (.þ.e. þar sem engar getnaðarvarnir eru notaðar, smokkur rifnar eða fer af eða kona hefur gleymt að taka pilluna). Enginn dagur tíðahringsins sé fullkomlega „öruggur". Til þess að koma í veg fyrir þungun við þessar aðstæður segir Reynir Tómas tvær aðferð- ir tiltækar hér á landi: Aö taka inn, eins fljótt og hægt er og ekki síðar en 48 (mest 73) klukkustundum eftir óvarðar samfarir, tvær getnaðarvarnarp- illur, sem samsettar eru úr 50 míkróg af etýnílöstradíól og 250 míkróg af levónorgesttrel. Og síðan tvær töflur til viðbótar 12 klukkustundum eftir töku fyrstu tveggja taflnanna. Þetta komi blæðingum yfirleitt af stað tveim dögum síðar. Næstu reglulegar blæðingar ættu síðan að koma þegar þeirra var von eða heldur fyrr. Reynir Tómas segir nauðsyn- legt að læknar fylgist með kon- unum til þess að staðfesta að þungun hafi ekki orðið. Verði hún eigi að síður sé nauðsynlegt að veita ráðgjöf um það hvaða aðrar leiðir standa til boða. Unnt sé að veita neyðargetnað- arvörn með því að setja inn koparlykkju innan fimm daga frá samförum. Lykkjan komi sérstaklega til álita þegar kona óski samtímis eftir langtíma getnaðarvörn eða aö of seint sé orðið að gefa samsettu pillurn- ar. Kjósi kona að halda áfram með þungunina sé hægt að full- Tímamyndir: CS vissa hana um aö ekki sé vitað til þess að meðferð þessi hafi nokkur skaðleg áhrif á fóstur. Tiltæk úrræbi „Óheppin" íslensk kona/ stúlka getur hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að lög- um samkvæmt fást getnaðar- varnarpillur ekki afgreiddar á ís- landi nema samkvæmt lyfseðli frá lækni. Vakni nú ung stúlka - upp í dag — dauöhrædd um aö hún hafi orðið ólétt í nótt — er henni þá opin einhver auðvelt leið til að losna við þann ótta? „Hún getur hringt í lækni sem væntanlega getur skrifað út lyf- seðil fyrir hana. Auk þess eru til sérstakar pakkningar, með 4 pillum í þessu skyni, hér í apó- teki Landspítalans," svaraði Reynir Tómas. Gefist hins vegar tími til þess, sé æskilegra að konur leiti eftir Iyfseðli hjá sín- um lækni. í erlendum tímarit- um eru menn nú að fjalla um það að gera þurfi upplýsingar um þessa „aukaverkun" Pill- unnar, afgreiðslu hennar og leiðbeiningar um notkun sem neyðargetnaðarvörn miklu að- gengilegri. Fæst Alþingi til lagabreytinga? „Mér þykir líka skynsamlegt að gera þessa neyðargetnaðar- vörn aðgengilegri en nú er. En til þess þyrfti lagabreytingu. Og hvort heilbrigöisyfirvöldum á íslandi’ og landsmönnum al- mennt finnst þetta einnig skyn- samlegt er annað mál," sagði Reynir Tómas. En vegna þess að aukaverkanir af þessu eru litlar sem engar, mætti t.d. hugsa sér þá leið að hjúkrunarfólk á kvennadeildum, og heilsu- verndarstöðvum og/eða lyfja- fræðingar í apótekum gætu af- greitt konur og leiðbeint þegar „slys" hefur hugsanlega orðið á „óheppilegum" tíma, ef erfitt reyndist að nálgast lyfseðil frá lækni í tæka tíð. Gagnar ekki ab sturta bara í sig úr pillupakka Reynir Tómas leggur áherslu á að þótt það sé hvorki erfitt né hættulegt að nota Pilluna sem „neyðar" getnaðarvörn, þá sé nauðsynlegt að gera það á rétt- an hátt. Það er því alls ekki nóg að ná sér einhversstaðar í einn pillupakka og sturta í sig inni- haldinu. Til þess að lyfið virki eins og til er ætlast þurfi að fylgja ákveðinni tímaáætlun og taka inn ákveðna skammta, miðað við styrkleika þeirrar pillútegundar sem notuð er. Reynir Tómas bendir einnig á að fljótlega sé væntanlegur end- urútgefinn bæklingur á vegum Landlæknisembættisins: „Tíu aðferðir til getnaðarvarna", þar sem meðal annars er að finna upplýsingar um þá tvo mögu- leika til neyðargetnaðarvarna sem hér hefur verið fjallað um. ©ðimlui imyirdliiiriranr - irniiirriiirgiaiirnanr Skógrœktardagurinn er í dag: Fjölbreytt dagskrá í grænum lundum Skógræktarfélögin í landinu munu í dag, laugardag, 12. ág- úst, bjóða uppá fjölbreytta ' dagskrá í skógarlundum sín- um víða um land. Haldinn er svonefndur skógræktardagur þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér lundi íslenskra skóga. Meðal þess sem er í bobi er að kynnt verða fjölmörg skógrækt- arsvæði á höfuðborgarsvæðinu svo sem í Heiðmörk, við Elliða- vatn, við Hvaleyrarvatn í ná- grenni Hafnarfjarðar og víðar eru grænir lundar til sýnis. Dag- skrá skógræktardagsins Vestlendingar geta meðal annars kynnt sér skógrækt við Skálpastaði i Skorradal, á Vest- fjörðum er sýnir Skógræktarfé- lag Strandasýslu Hermannslund við Hólmavík, sem nefndur er eftir Hermanni Jónassyni fyrr- um forsætisráðherra. Þá er Kjarnaskógur við Akureyri kynntur, Eyjólfsstaðaskógur á Héraði og á Suðurlandi má nefna skóginn í Gjögrum við Sólheimasand. ■ I ágúst og september bjóðum við 1 2 % AFSLÁTT á öllum eftirtökum, kóperingum og viðgerðum á myndum Uósmvndavinnustofan?Ö8R“b588ut78Z8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.