Tíminn - 12.08.1995, Blaðsíða 14
14
Wmámm
Laugardagur 12. ágúst 1995
Hagyrbingaþáttur
Nauösyn
Líkt og skáldin skrifa sögur
skrúðmálugir hverja stund,
eins þarfég að yrkja bögur,
engra þó að gleðji lund.
Þannig kveður Pétur Stefánsson, sem stundum áb-
ur gleöur lund þeirra sem unna vel kveðnum vís-
um.
Og enn yrkir Pétur:
Kannski er allt unnið fyrir gýg?
Þó ég löngum fmni fró,
ferskeytlur að smíða,
munu allar út á sjó
algleymskunnar líða.
Þó þér verði um og ó,
illa samin staka,
viljann fyrir verkið þó,
verður þú að taka.
Um neikvæðan mann
Nú er kallinn neikvaeður,
niðurlút er bráin.
Við hann allar viðrceður
virðast út í bláinn.
Alltaf lyftist brúnin á umsjónarmanni þáttarins
þegar bréf berst frá Búa, sem leikur sér að erfiðum
bragarháttum og skammast réttilega yfir vondum
prentvillum og og vafasömum smekk þegar birtar
eru vísur sem ekki standa í hljóðstöfum og eru á
mörkunum að hægt sé að kalla kveðskap.
Búi kveður:
Fréttir
Fólki berast fréttaorð
flesta vikudaga
um storma, flóð og stöðug morð,
stríð á Balkanskaga.
Hugsjónamenn berjast nú harðri baráttu fyrir því
að útvega okkur hollan, útlendan hormónamat í
staðinn fyrir fjallalambaóþverrann.
Aldrei slappur iðkar vés,
öslar krappar bylgur hlés,
sá er kappi klár og spes,
kalkúnlappa Jóhannes.
Ó.Þ. er svo mikill lestrarhestur að hann les sam-
viskusamlega greinar í Mogga, líka þær sem fjalla
um bindindismál og trúarbrögð og fer um hann
þegar þessu er blandað sama með pólitík sem út-
álát. Eftir lestur slíkrar greinar skaut upp vísu í kolli
hans:
Bundinn í kreddur með brösóttgeð
bindindispostulinn ólmi.
Árangur hefur þó ekki séð
Ámi í Stykkishólmi.
Sami segir frá ónefndum veiðimanni og taki nú
hver til sín:
Við veiðitólin tryggð hann batt
títt í hylinn kíkti.
Um afla hinna sagði ei satt
en sína snilld hann ýkti.
Að endingu tveir nýir fyrripartar.
Búi sendir þennan:
Flesta daga fjörgar lund
fitl við Braga þrautir.
Pétur Stefánsson var í góða skaþinu þegar hann
orti:
Leikur blaerinn létt við kinn.
landið hlœr afkœti.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILECA
GIVENCHY
GENTLEMAN
Civenchy hannar föt af mikilli smekkvísi, en nafn hans er einnig tengt öbrum varningi svo sem ilmvötnum. En
flestir stórhönnubir eru einnig tengdir parfumbransanum.
Tískan er
ekki aðeins föt
Versace meb þetta líka fína bollastell á svölum húss
síns vib Comovatn.
í tískuheiminum eru það ekki
aðeins þeir sem teikna og skapa
föt og fatastíl sem hafa áhrif. í
síðasta spurningaþætti gerði
Heiðar nokkra grein fyrir ofur-
fyrirsætum nútímans, sem
mörgum þykir sem farnar séu
að stela senunni frá fötunum
sem þær auglýsa eða sýna á
tískusýningum. Það er farið að
taka meira eftir fyrirsætunum
en fötunum og það er ekki
meiningin með því að selja stíl
og vöru.
Hönnuðirnir sjálfir vekja
einnig mikla eftirtekt og eru
sumir mikil samkvæmisljón og
ber mikið á þeim í fjölmiðlum,
rétt eins og kvikmyndastjörn-
um og listamönnum sem meika
það.
Ekki er laust við að áhugi á
hönnuðum sé farinn að vakna
nokkuð hér á landi, því spurn-
ingum er bent til Heiðars að fá
að vita meira um margar vörur
aðrar en fatnað sem kenndur
eru við nöfn tískufrömuða, sem
varla búa til alla þessa hluti
sjálfir.
Svar: Hátíska og tíska hefur
breyst í það að áður voru þessir
menn að selja sína vöru fyrir
mikinn pening. Fyrir tuttugu ár-
um var nóg af peningum í
heiminum og þá voru þeir bara
að sinna sínum viðskiptavin-
um.
í dag þurfa tískufrömuðir að
verða stórstjörnur. Nú selja þeir
ekki svo mikið af sinni beinu
framleiðslu eins og áður, heldur
fá þeir sínar tekjur af samning-
um sem þeir gera við hitabrúsa-
framleiðendur og gólfteppafyr-
irtæki sem bera nöfn þeirra.
Til þess að fá svona samninga
upp á milljónir þurfa þeir aö
vera nöfn, vel þekkt nöfn, sem
fólk þekkir af smekkvísi og
frumleika. Þess vegna stunda
þeir samkvæmislífið með fyrir-
sætunum. Þeir verða frægir og
eftirsóttir og þegar við förum í
Zimsen líst okkur ljómandi vel á
hitabrúsa sem ber nafn Yves St
Laurent. Nafnið á að tryggja
gæðin.
Við getum líka farið í teppa-
búð og keypt Versace. Teppi
sem bera hans nafn eru víöa til
og vonandi komin hingað.
Versace-boröbúnaður er til hjá
Rosenthal við Laugaveginn.
Versace verður að vera stór-
stjarna til að' teppaframleiðend-
ur og postulínsverksmiöja vilji
greiða honum stórfé til aö
hanna útlit framleiðslu sinnar.
Og merkiö á að tryggja gæðin.
En varan er
óskaplega falleg
af því að maður-
inn er meistari.
Þarna er komið
langt út fyrir þau
mörk sem einu
sinni var hátísku-
bransi, en það
voru nær ein-
göngu föt sem
tískukóngarnir
teiknuðu og fram-
leiddu eða seldu
sem sínar hug-
myndir. En tískan
er komin út í öll
atriöi lífsins og
þegar farið er að
auglýsa Versace-
skreyttan borð-
búnað hjá Ro-
senthal er gjarnan
kölluð til ofurfyr-
irsæta til að borða
af listaverkunum
og allt fær þetta
ímynd elegans og
hátísku, því auðvitað boröar
fyrirsætan ekki nema fyrir fram-
an myndavél.
Við myndum skilja þetta bet-
ur, við Islendingar, ef við sæt-
um að sjónvarpsauglýsinga-
markaðinum erlendis, þar sem
þessar stjörnur ráða ríkjum.
Cindy Crawford er núna að
auglýsa fyrir Pepsí. Þar er hún
ekki að sýna nein föt, heldur
hvað hún er smekkleg að velja
þennan gosdrykk.
Þetta var líka til í gamla daga,
en þá auglýstu kvikmynda-
stjörnur lux- sápu. Fegurstu
konur í heimi nota Lux stóð
þar. í kringum 1950 lenti Ros-
mary Clooney, sem aldrei hefur
verið falleg, í því aö auglýsa Iux,
en það var af því að hún söng
svo vel. Hún var stjarna.
Einu sinni setti Clark Gable
fjölda undirfataframleiðenda á
hausinn af því ab hann fór úr
skyrtunni í kvikmynd og var
ekki í nærbol. Allir meðvitaðir
karlmen hættu að ganga í nær-
bolum.
Þetta er ekkert nýtt, því
stjörnuímyndin skapar tísku,
stundum óvart og stundum af
ráðum hug. Á þeim árum sem
kvikmyndaleikarar voru helstu
fyrirmyndirnar, var það að
fundin var upp teygja til að
halda karlmannasoldcum uppi í
stað sokkabanda.
Þá var það aö það sást í bíó-
mynd að Gary Grant var ekki
meö sokkabönd og þá var góður
vinur hans, Peter Lawford, fyrr-
um mágur Kennidys og þeirra
bræðra, spurður að því hvaða
galdur það væri sem héldi sokk-
unum uppi á fótum Gary
Grants án þess að hann notaöi
sokkabönd. „Hvernig dettur þér
í hug að spyrja svona," sagði
Peter Lawford, „Gary Grant er
svo elegant mabur að sokkarnir
hans myndu ekki dirfast að síga
niður um hann."
Það er ekkert nýtt að einstaka
manneskjur verbi fyrirmyndir í
tísku, sem fólk tekur sér til fyrir-
myndar í klæðaburði sem ýmsu
öðru.
Það er álitið að sú manneskja
sem á sínum tíma hafi haft mest
áhrif og veriö stærsta stjarnan
og fyrirmyndin hafi verið Marie
Antoniette. Hún er kannski pró-
tótípan að öllu tískustússinu.
Heiðar
jónsson,
snyrtir,
svara
spurningum
lesenda
Hvernig
aegab
vera?