Tíminn - 12.08.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 12. ágúst 1995
Tímomynd C S
Jon Kristjansson:
Lambakjötib og markaburinn
Nú standa eins og kunnugt er yfir viöræöur
milli ríkisvaldsins og fulltrúa bænda um
endurskoöun þess hluta búvörusamnings-
ins sem fjailar um sauöfjárafurðir. Þessi
endurskoöun er tilkomin vegna þess aö
veröi farið eftir þeim samningi sem í gildi
er þá er grundvöllur sauðfjárræktar aö fullu
brostinn í landinu. Þá blasir viö flatur nið-
urskuröur á framleiðslu allra sauöfjár-
bænda sem nemur allt aö einum fimmta af
greiðslumarki þeirra.
Þessi niöurskuröur á rætur aö rekja til
þess aö sala dilkakjöts hefur dregist saman.
Birgöir kjöts veröa allt aö 2000 tonn þegar
sláturtíð hefst í haust og neysla dilkakjöts
er nú liðlega sjöþúsund tonn og hefur
minnkað umtalsvert á liðnum árum.
í tengslum við þá umræöu sem nú fer
fram um landbúnaðarmál er nauðsynlegt
aö velta því fyrir sér hvaö veldur minnk-
andi neyslu landsmanna á dilkakjöti.
Markaðssókn í þeim efnum veltur ekki síst
á því aö þeir sem vinna að sölunni þekki
markaöinn og ástæöur samdráttarins.
Mikil neysla hérlendis
Þegar rætt er um markaöinn fyrir land-
búnaöarafuröir er nauösyn aö gera sér
grein fyrir því aö neysla dilkakjöts hefur.
ávallt veriö mjög mikil hér á landi, meöan
hún er margfalt minni í nágrannalöndun-
um. Nautakjöt, kjúklingar og svínakjöt eru
þær kjöttegundir sem mest eru áberandi í
Vestur Evrópu og það er í raun ekki fyrr en
komið er til Grikklands og ekki síst Tyrk-
lands sem lambakjötiö hefur þann sess sem
hér er. Staðreyndin er að nefndar kjötteg-
undir hafa sótt á í neyslunni. Nautakjöts-
framleiðslan er ekki kvótabundin og víða
er hún hliðargrein með mjólkurframleiðslu
sem hefur gengið betur en sauðfjárræktin.
Svínakjötsframleiðslan er heldur ekki
kvótabundin og þar er fastakostnaöurinn í
húsnæöi og búnaði lægri á hvert framleitt
tonn heldur en í sauðfjárræktinni. Kjúk-
lingar eru framleiddir á stórum búum sem
eru hálfgildings verksmiðjur.
Neyslubyltlngin
Hins vegar segir þetta ekki nema hálfa
söguna. Hveitiréttir svo sem pasta hafa rutt
sér mjög til rúms og það þarf ekki annaö en
að koma í stórmarkaðina og sjá hilluplássið
sem þessum réttum er
ætlaö til þess að sannfær-
ast um þaö. Auk þess hef-
ur grænmetis- og fisk-
neysla stóraukist. Ég hef
persónulega reynslu af
verslunarstörfum, og
starfaöi í matvöruverslun
fyrir tveim áratugum.
Breytingarnar sem hafa
orðið á þessu tímabili eru
ein af þeim hljóðlátu byltingum sem geng-
ið hafa yfir í þessu þjóðfélagi.
Neysluvenjur eru einfaldlega allt aðrar í
dag heldur en þá var.
Undir í samkeppninni
Lambakjötið hefur orðið illa úti í þessari
samkeppni. Þó hitti ég sjaldan fólk sem
heldur því fram að lambakjöt sé vont. Þvert
á móti segja flestir að það sé ljúffengur
matur. Hins vegar eru fjölmargir sem lýsa
vanþóknun sinni á fitunni. Það er stað-
reynd að ungt fólk upp til hópa borðar
hana ekki. Neytendur sem ég hitti í þétt-
býli segja undantekningarlítð að lamba-
kjötið sé dýrt og þeir hafi ekki efni á því að
hafa það oft á borðum.
Þetta er umhugsunarefni, því fiskur sem
sótt hefur mjög á sem neysluvara er einnig
dýr vara. Súpukjöt er ekki dýrara heldur en
fiskflök. Einmitt í þessum samanburöi
finnst mér þó að hundurinn liggi grafinn.
Neytendur upp til hópa eru hættir að
kaupa súpukjöt og verðið á því er ekki
dæmigert lambakjötsverð í huga fólks. Þaö
er verðið á læri eða hryggjum eða hlutum
úr þeim.
Ekki lengur hversdags-
matur
Lambakjötið hefur vikið sem hversdags-
matur. Útsölur á heilum
eða hálfum skrokkum í
plastpokum höfða ekki
til ungs fólks. Það hefur
einfaldlega ekki vanist
þeim innkaupaháttum,
auk þess sem frágangur
þessarar vöru er oft á
tíðum á þann veg að
hann fælir frá þá sem
hætta sér í innkaupin.
Ég minntist á að ég hefði starfað í mat-
vöruverslun. Þá sagaði ég fjölda af lambs-
skrokkum eftir ósk kaupenda sem gjarnan
vildu fá heila skrokka. Þá var uppi sú lína
aö allt skyldi í pokann. Sérstakt verð gilti
fyrir heila skrokka sem var lægra en ef þeir
voru seldir í hlutum og svo er enn. Skrokk-
urinn var vigtaöur og allt fór í pokann,
hæklar, bringukollar slög og kloffita, háls-
bitar og banakringlur. Þetta þótti þá sjálf-
sagt og eðlilegt og margar myndarlegar
húsmæður unnu úr þessu heima hjá sér,
gerðu kæfu úr slögunum og ýmsum af-
skuröi. Þetta er ekki svona lengur, en grun
hef ég um breytingar í sölumeðferðinni
hafi ekki fylgt þeim breytingum. Nú lítur
neytandinn á fituna sem úrgang, hvað þá
slögin, hálsbitana og hæklana.
Þá vaknar spurningin. Er ástæða til þess
að bjóða þessa vöru til sölu í þeim mæli
sem gert er. Er ekki kominn tími til að hluta
vöruna meira nibur í sláturhúsunum,
þannig að frá þeim fari vara sem hæfir
markaönum, og reyna þá ab vinna eitthvaö
annab úr því sem fólk vill alls ekki kaupa,
til dæmis dýrafóður eða eitthvað þesshátt-
ar. Ég tel að nauðsynlegt sér fyrir alla sem
að málinu koma að einbeita sér að þessari
vöruþróun.
Þab mundi áreiðanlega vera mjög til bóta
ef hægt væri að bjóöa læri og hryggi á veröi
sem fólk telur viðráðanlegra en nú er.
Vissulega eru dæmi um það aö verslanir
bjóða upp á tilboð á þessari vöru. Þá er
vandinn að ná því verði út úr heilum
skrokkum sem þarf til þess að allir hafi sitt.
Tímaleysib
Eitt af því sem einkennir nútíma lifnað-
arhætti er tímaleysi á heimilum. Margir
vinna langan vinnudag og vilja ekki eyða
löngum tíma í að elda nema þá um helgar.
Þaö tekur nokkurn tíma að elda lambakjöt
og það er eitt af því sem dregur úr því að
það sé gripið þegar fólk er að flýta sér. Pasta
og hakk og þess háttar eru miklu vinsælli
skyndiréttir. Tilraunir hafa verið gerðar til
vöruþróunar í þessu, en auðvitað skiptir
verðið höfðuðmáli í því hvort einhver nýj-
ung haslar sér völl á markaðnum.
Samdrátturinn abeins
byrjunin?
Ef lambakjötið á að halda stöðu sinni á
markabnum þarf ab vinna því þann sess
hjá kynslóðinni sem er undir fertugu að
það sé keypt oftar en þá um helgar, eba enn
sjaldnar. Þessa staðreynd þurfa allir sem að
málinu koma að hafa í huga. Ef það tekst
ekki að snúa þeirri þróun við sem verib hef-
ur undanfarið er samdráttur framleiðslu
upp á 1000 tonn aðeins forsmekkurinn að
því sem koma skal.
■