Tíminn - 13.09.1995, Blaðsíða 3
Miövikudagur 13. september 1995
3
Samþykkt framkvcemdastjórnar VSI um veröþróun
og landbúnaöarmál:
Verðþróun
landbúnabar-
vara úr takt
Tímamynd: CS
Kennarar og skólamálayfirvöld ásamt Rafmagnsveitustjóra ígœr.
Nýir Skólaskógar viö Úlfljótsvatn:
Hver skóli fær einn
hektara til ræktunar
Framkvæmdastjórn VSÍ, fjall-
a&i á fundi sínum í gær um
áhrif hækkunar landbúnaö-
arvara á Jsróun verblags í
landinu. I samþykkt, sem
fundurinn ger&i, segir af) síö-
ustu þrjá mánuöi hafi verölag
hækkaö um 1%, sem svari til
ríflega 4% veröbólgu á árs-
grundvelli og stærsta hluta
þessarar hækkunar megi
rekja til verölagshækkunar á
landbúnaöarvörum. Sú verö-
þróun sé fullkomlega úr takt
viö aöra verömyndun í land-
inu og veröi ekki skýrö meö
ööru en þeiní sérstöku sam-
keppnisaöstæöum sem
stjórnvöld hafi skapaö inn-
lendri búvöruframleiöslu.
SKÝRR
breytt í
hlutafélag
Borgarráö hefur ákveöiö hef-
ur aö breyta rekstarformi
SKÝRR úr opinberu sameign-
arfélagi í hlutafélag. Fyrir-
tækiö veröur lagt niöur í nú-
verandi mynd og stofnaö
nýtt félag um rekstur 'þess
sem á aö yfirtaka reksturinn
í byrjun ársins 1996.
Tilgangurinn meö breyting-
unni er að búa fyrirtækinu
sambærileg rekstrarskilyröi og
samkeppnisaöilar á sviði
tölvuþjónustu búa við. Sam-
keppnisyfirvöld hafa gagnrýnt
að fyrirtækiö njóti ótakmark-
aðrar ábyrgðar eigenda sem
birtist einkum í því aö fyrir-
tækið nýtur ábyrgðar á hugs-
anlegum taprekstri þess, nýtur
verkefnasérstööu fyrir eigend-
ur sína og greiðir ekki tekju- og
eignaskatt eins og samkeppnis-
aðilum ber. ■
Enn segir aö forsenda gild-
andi kjarasamninga sé að verö-
bólga sé svipuð hér á landi og í
samkeppnislöndunum og af
því leiði að stuðla verði aö auk-
inni framleiöni og lækkun
framleiðslukostnaðar á öllum
sviðum, a.m.k. til jafns við þaö
sem gerist með öðrum þjóðum.
Þetta eigi ekki hvað síst við um
búvöruframleiðslu, þar sem
matvælaverð sé mun hærra en
víðast hvar í nágrannalöndum
okkar.
VSÍ telur að hækkanir megi
rekja til takmarkaðrar inn-
lendrar samkeppni í þessari
grein og þeirri staðreynd að
innflutt matvara, sem keppt
geti' við innlenda, sé svo hátt
tolluð að um enga raunveru-
lega samkeppni sé að ræða. Sú
leið sem Alþingi hafi valið við
gildistöku GATT samningsins
stuðli að óbreyttu að hækkandi
matvælaverði, meiri verðbólgu
og lakari lífskjörum. Nú sé svo
komiö aö ofurtollavernd inn-
lendrar matvælaframleiðslu
gagnvart innflutningi ógni nú
stööugleika og vinnufriði. Ef
ekki komi til tafarlaust endur-
mat á þessari tollavernd og
nema að veruleg lækkun á inn-
flutningstollum á innflutt mat-
væli, sem veiti raunverulegt að-
hald og samkeppni komi til, þá
séu forsendur gildandi kjara-
samninga að bresta. Það sé því
krafa VSÍ að núverandi tollaí-
gildi samkvæmt GATT samn-
ingi verði tafarlaust lækkuð.
Þá lýsir framkvæmdastjórnin
ónægju sinni með þær fyrirætl-
anir að skuldbinda skattgreið-
endur til að styrkja framleiðslu
kindakjöts um 15 milljarða til
aldamóta. Sú óskynsamlega
ákvörðun sé hvorki til að styrkja
samkeppnisstöðu innlendrar
búvöruframleiðslu né afkomu
bænda til lengri tíma. Endur-
skoöun landbúnaðarstefnu
verði að byggjast á markmiðum
um aukna hagkvæmni, lægra
vöruverð og bætt lífskjör. ■
Nýir Skólaskógar munu rísa á
næstu árum viö Úlfljótsvatn
hjá Heiðartjörn. Landiö er í
eigu Rafmagnsveitu Reykja-
víkur sem ásamt Borgarskipu-
laginu hefur skipulagt það
sem ræktunarreiti fyrir grunn-
skóla borgarinnar.
Grunnskólar Reykjavíkur
tóku þátt í „Skólaskógum" í
Hólmsheiöi við Rauðavatn á
árunum 1990-1993. Það land
er nú fullnýtt. í framhaldi af
því hefur Rafmagnsveitan nú
boðið grunnskólunum landiö
við Heiðartjörn fyrir nýja
Skólaskóga. Landið er skipulagt
þannig að hver skóli fær einn
hektara til ræktunar og um-
hiröu og auk þess er ætlunin að
leggja göngustíga um svæðið.
Markmiðið með Skólaskóg-
um er að nemendur eigi þess
kost að kynnast skógrækt og
læra um helstu trjátegundir
sem vaxa á íslandi. Auk þess
veita skógarnir tækifæri til al-
mennrar umhverfisfræðslu.
Guðrún Þórsdóttir hjá
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
segir aö mikill áhugi sé á verk-
efninu í flestum skólum og
ekki síöur hjá foreldrafélögum
sem sjái þarna möguleika á
samstarfsverkefni foreldra og
skóla. Hún segir að í flestum
skólum verði miöað við að 10
ára börn hefji starfið en mis-
jafnt sé hvernig staðið verði að
því.
Skólar geta sótt um styrki í
Yrkju- sjóð til trjákaupa. Sex
grunnskólar í borginni sóttu
um nógu snemma til að fá út-
hlutað styrk nú í haust en aðrir
skólar sem vilja hefja gróður-
setningu í haust verða að
leggja fram fé til plöntukaupa
sjálfir. ■
Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra um kosninga-
úrslit í Noregi:
Bendir til hægri
sveiflu og vantrúar
á flokkakerfinu
„Þessi úrslit koma ekki á
óvart nema þessi sigur
Framfaraflokksins.
Menn héldu að þessi nýi
flokkur væri á leiö út úr
norskri pólitík.
Þetta bendir til allmik-
illar hægri sveiflu í norsk-
um stjórnmálum og van-
trúar á flokkakerfinu,"
sagöi Halldór Asgrímsson
utanríkisráöherra í gær.
Halldór sagðist ekki
hafa trú á að úrslitin
heföu áhrif á stöðu ríkis-
stjórnarinnar, þvert á
móti myndu aörir flokkar
heldur reyna að komast
hjá samstarfi við flokk
Hagens. ■
Auglýsingar astmalyfs dregnar til baka og upplýsingabceklingur upprœttur:
Framsetning aöfinnsluverö
Innflytjendur astmalyfsins
Flixotide hafa afturkallaö
auglýsingar og eyöilagt upp-
lýsingabækling um lyfið, eftir
að Lyfjaeftirlit ríkisins geröi
athugasemdir viö markaös-
setningu þess. Ýmsir yfirlýstir
kostir og eiginleikar lyfsins
voru vefengdir og úrskuröur
Lyfjanefndar er aö atriöi í
markaössetningu sem m.a
lúta aö meintum yfirburöum
lyfsins standist ekki. Kristján
Erlendsson í lyfjanefnd segir
aö aukiö frjálsræöi í auglýs-
ingum bjóöi þeirri hættu
heim aö svona mál komi upp.
Lyfjaeftiditið gerði athuga-
semdir við fréttabréf innflytj-
anda, tvær auglýsingar í
Læknablaðinu og sérstakan
auglýsingabækling sem gefinn
var út; „Flixotide — Kastar
mæðinni". Álit lyfjanefndar er
svohljóðandi: „Lyfjanefnd fær
ekki séð að yfirburðir flútika-
sons (flixotides), hvaö varðar
virkni og aukaverkanir séu svo
afgerandi sem í er látið skína í
auglýsingum um lyfið. Um-
ræður um sækni í viðtaka hafa
ekki klínískt gildi svo sjáanlegt
sé og umfjöllunin í bæklingn-
um beinist að því aö draga
fram óljósa yfirburði en ekki
fylgja nægar upplýsingar til að
sannreyna það sem fram er
sett. Upplýsingar eru tilreiddar
á þann máta að móttakandi
þeirra geti ekki lagt sjálfstætt
mat á notagildi lyfsins. Mark-
aðssetning þessi er því að mati
lyfjanefndar í bága við tilskip-
un 92/28/EBE.
Gæbi lyfsins ótvíræb
Fyrirtækið Glaxo Welcome
flutti inn lyfið, fékk það skráð
og markaðssetti. Birgir Thorl-
acius hjá Glaxo segir að málið
sé úr sögunni, búið sé að senda
læknum og lyfjafræðingum
bréf og biðja móttakendur aug-
lýsingaefnisins afsökunar, auk
þess sem auglýsingabæklingur
hefur verið eyðilagður. Hann
segir að þetta hafi ekkert að
gera með gæði lyfsins, þau séu
óvefengjanleg. „Málið lýtur að
framsetningu fyrst og fremst."
Hann telur ekki að niðurstaðan
muni hafa áhrif á tilvísanir
lækna til sjúklinga, enda sé lyf-
ið gott og hafi að þeirra mati
minni aukaverkanir en svipuö
úöalyf fyrir astmaveika. Um er
að ræða steralyf.
Lyfjalöggan
í lyfjalögum er kveðið á um
eftirlit með auglýsingum. Sam-
kvæmt upplýsingum Tímans
kom ábendingin nú frá
ónefndum .samkeppnisaðila,
öðru lyfjafyrirtæki sem fannst
að sinni framleiðslu vegið.
„Það er spurning hvort sam-
keppnisaðilarnir séu orðnir að-
allyfjalöggan," sagöi einn við-
mælenda blaðsins í gær.
Kristbjörn Erlendsson, sem
fór í saumana á þessu máli fyrir
hönd Iyfjanefndar, segir að í
rannsókninni hafi ekkert kom-
ið fram sem benti til að lyfið
væri skaðlegt og það myndi ef-
laust verða á markaðnum
áfram. „Við töldum hins vegar
rétt ab krefjast þess að mat-
reiðslunni á rannsóknarniður-
stöðunni yrbi breytt." Kristján
segir jafnframt: „Samfara
auknu frjálsræði í auglýsingum
eykst hættan á að svona mál
komi upp. Þetta er orðin spurn-
ing um samkeppni og markað
og það er mikilvægt að haft sé
eftirlit með að auglýsingar séu
réttar. Það er ekkert nema gott
um það að segja að lyfjafyrir-
tækin fylgist hvert með öðru og
komi með ábendingar ef hlut-
irnir fara úr böndunum." ■