Tíminn - 13.09.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.09.1995, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 13. september 1995 11 Ný íslensk tónlistarbók: Sellódúettar og nokkur verk fyrir 3 og 4 selló Út er komin á vegum Tóna og steina bók með frumsömdum lög- um fyrir 2, 3 og 4 selló eftir Elías Davíösson. Bókin er ætluð selló- nemendum á fyrstu árunum. Þetta er fyrsta bók sinnar tegund- ar sem gefin er út hérlendis. Bókin var samin að áeggjan Gunnars Kvarans sellóleikara. Sex íslenskir tónlistarskólar stóðu að því sameiginlega að panta verkið og voru lögin notuð í tilrauna- skyni í þessum skólum og hjá nokkrum sellókennurum í Bret- landi og Sviss. Bókin er gefin út með dreifingu erlendis í huga, þ.e. meö skýring- artextum á ensku, frönsku, þýsku og íslensku. Kápuna teiknabi Er- lingur Páll Ingvarsson, sem hefur teiknað kápurnar á hinar vinsælu píanóbækur Elíasar Með tíu fingur um heiminn, Rauða hringekjan og Grœna bókin. Pantanir á henni hafa þegar borist frá Sviss, Frakk- landi og Bretlandi. Við útgáfu bókarinnar naut út- gáfuaðilinn styrks af hendi Eiríku heitinnar Friðriksdóttur hagfræö- Samfella Ljóöabók undir sub- rœnni sól Út er komin ljóðabókin Samfella eftir ljóðskáldið Steinþór Jóhanns- son. Bókaútgáfan Fjölvi gefur bók- ina út. Þetta er fimmta Ijóðabók skálds- ins. Ábur komu út: Hvert eni þínir fœtur að fara 1975, Óhnepptar tölur 1976, Verslað með mannorð 1982 og Eigum við 1992. Skáldið er borinn og barnfædd- ur Kópavogsbúi og hefur alið mestan sinn aldur á Kársnesinu, en þar gerðist hann húsa- og hús- gagnasmíðameistari. Það er at- vinna hans og hefur hann víöa komiö að verki í þeirri grein. En hann segist hafa ómótstæðilega þörf fyrir aö opna hugann í ljóð- rænni tjáningu á tilfinningum sínum og mannlegum kenndum. Hið daglega strit og ljóðheimar Steinþórs eru að vísu aðskildir í tima og rúmi, en þó slær þeim saman, er hann notar með sláandi hætti samlíkingar úr byggingar- stuölum í ljóðagerð sinni, t.d. í ljóðinu „Hún" þar sem hann segir m.a.: Raðabi tilfinningum mínum / bláum rauðum gulgrænum / eins og rafvirki / sem dregur í hús. / Virkjaði kynorkuna / eins og öll fossaföll landsins / væru samein- uð í eina virkjun. í nýju ljóðabókinni tekst skáld- ið sterklega á við samneyti kynj- anna. Þaö sem einkennir Steinþór er karlmannlegur kraftur. Hann er kröftugur líkamlega og hugrænt einkennast ljóð hans af sterkum sigurvilja karlmannsins. Hann vill sækja á brattann, klífa fjallið, komast á toppinn. Það er hin goð- umborna karlmannlega ímynd. Bókin Samfella er að mestu samin á Spáni, en þar dvaldist skáldiö haustið 1993. í henni eru 36 ljóö, að langmestu leyti tengd Spánardvöl og samvistum viö konu undir subrænni sól. Kvebur í bókinni við nýjan tón eftir ríkj- andi áhrif femínismans í bók- menntum síðasta áratugar. Daöi Guðbjömsson listmálari gerbi kápuskreytingu, Prent- myndastofan hf. annabist filmu- gerð, ísafoldarprentsmiðja hf. prentun og Flatey hf. bókband. ■ Níðingsverk í nafni trúarbragða Mál og menning hefur sent frá sér heimildaskáldsöguna Skömmin eft- ir skáldkonuna og lækninn Tas- limu Nasrin, en hún er einn gesta Bókmenntahátíðar í Reykjavík 1995. Skömmin hefst þann 7. desember árið 1992, daginn eftir aö hópur hindúískra öfgamanna lagði fimm hundruð ára gamla mosku músi- íma í Ayodhya á Indlandi í rúst. Milljónir hindúa í múslímska grannríkinu Bangladesh fyllast beyg, því þeir vita að ódæðisins verður grimmilega hefnt á sak- lausu fólki sem af tilviljun játar sömu trú og öfgamennirnir. Hindúafjölskyldan í sögumiðju Skammarinnar er ekki trúrækin. Heimilisfaðirinn, Sudhamoy Datta, læknir í Dhaka, lítur á sig sem trúlausan mann og hann hef- ur alið börnin sín tvö upp í mann- úðarstefnu og kærleika til alls sem lifir. En eftir atburðina í Ayodhya magnast ofsóknir múslíma gegn hindúum í Bangladesh. „Við eig- um um tvennt að velja, að fremja sjálfsmorð eba flytja úr landi," seg- ir Surajon, sonur Sudhamoys, en faðir hans vill ekki hlusta. Það væru föðurlandssvik í hans augum að flýja land. En er hann ekki með Fréttir af bókum þeirri afstöðu að kalla hörmungar yfir fjölskyldu sína? Taslima Nasrin vefur í þessari heimildaskáldsögu saman áhrifa- miklum frásögnum og upplýsing- um úr nútíð og fortíð. Hún dregur upp ljóslifandi mynd af því hvern- ig múslímar í Bangladesh hafa níðst á hindúíska minnihlutanum áratugum saman, en um leið er bók hennar ákall um umburöar- lyndi og mannúð, og hefur kostab hana fordæmingu og útlegb. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bók- ina. Taslima Nasrin er læknir frá Bangladesh, sem hefur árum sam- an skrifað smásögur og greinar í dagblöð í Dhaka. Hún er vinsæll höfundur í heimalandi sínu, eink- um meðal kvenna, en býr nú í út- legö í Svíþjóð. Sænski PEN-klúbb- urinn veitti henni málfrelsisverö- laun árið 1994. Skömmin er 239 bls., prentuð í Prentsmibjunni Odda hi.f. Kápuna gerði Margrét E. Laxness. Skömmin er bók mánaðarins í september og kostar þá 1385 kr., en hækkar í 1980 kr. 1. október. ■ Fréttir af bókum ings, og er efniviður hennar jafn- framt í samræmi við mannúðleg viðhorf Eiríku, þ.m.t. jákvæð við- horf hennar til allra manna, án tillits til uppruna þeirra: Mörg lög í bókinni sækja lífsneista sinn til tónmenningar fjarlægra þjóða og eru þannig framlag til aukins skilnings ungs fólks á framandi menningu. Þetta er önnur bók sem Tónar ogsteinar, einkaforlag Elíasar Dav- íðssonar, gefur út, og sjötta tón- listarbók Elíasar sem ætluö er ungu fólki. Fyrr á þessu ári komu út á vegum íslensku tónverka- miðstöðvarinnar tvær bækur eftir sama höfundinn: Fimmur fyrirpí- anó og umfangsmikið hefti með fiöludúettum. ■ Þjófafoss er í Þjórsá, framan undir Búrfellshálsi, skammt vestan vib Heklu. og kraftmikill. Þegar Ijósmyndari Tímans var þarna á ferb, var hann fremur illúblegur og brúnn mjög. Fossinn er talinn draga nafn sitt af því ab þjófum hafi verib refsab meb þvíab þeim var kastab ífossinn og þannig drekkt. Eftir ab Þjórsá var veitt um jarbgöng vib Sámsstabarmúla og í Fossá vib Búr- fellsvirkjun, er Þjófafoss svo til þurr á stundum, en hann var þab svo sannarlega ekki á dögunum. Tímamynd Pjetur Vib Þjófafoss Hann er frekar lágur, en þverhníptur Marie Curie Marie Curie: A Life, eftir Susan Quinn. Heinemann, 509 bls., £ 17,99. Ævisaga Marie Curie, Frú Curie, eftir yngri dóttur hennar, Eve, kom út í íslenskri þýðingu 1939 og mun enn lesin. Aðgangur aö bréfum Marie Curie og bréfum varðandi hana, sem fjölskylda hennar hefur varðveitt, var veittur fræðimönnum 1990. Við þau hefur Susan Quinn stuðst við samningu þessarar ævisögu, hinnar ítarlegustu um Marie Curie sem birst hefur. í ritdómi í Sunday Times, 5. ágúst 1995, sagði: „Maria Sklodowska var fædd 1867 í Varsjá, sem þá laut rúss- neskum yfirráðum, fimmta og yngsta barn kennarahjóna, sem bjuggu við þröngan fjárhag. Hún var greind og dugleg stúlka, og sem heimiliskennari lagði hún á fjórurn erfiðum ár- um nægilega mikið til hliðar til að taka sér risíbúö á Ieigu í Lat- ínuhverfinu í París og að hefja nám við Sorbonne-háskóla (sem hún lauk með glæsilegum vitnisburði). ..." „Ári síðar giftist hún ungum eðlisfræðingi, Pierre Curie, sem kenndi við Ecole de chimie et physique. Þar fékk Marie til- raunastofu í viðbyggingu. Hóf Marie Curie. hún rannsóknir á útgeislun frá úraníum-samböndum, sem Henri Becquerel hafði litlu áður vakið athygli á. Á fyrstu 10 vik- um sínum þar geröi Marie at- huganir, sem leiddu til fundar tveggja nýrra geislavirkra frum- efna, poloníum og radíum. Pierre lét af athugunum sínum á krystöllum (um stundarsakir, að hann hélt) til að leggja konu sinni lið við leit, sem lauk fimm árum síðar, þegar Marie meö hetjulegu atfylgi tókst að ein- angra 0,1 gr af ómenguðu radí- um úr 10 tonnum af málmgrýti. „I umhugun okkar lifðum við alveg eins og í draumi," ritaði Marie um þau Pierre á þeim ár- um." „Nóbelsverölaun í eölisfræði hlutu Curie-hjónin 1903. Tvær dætur höfðu þau eignast 1906, þegar Pierre varð undir hest- vagni og beið bana. ... 1910 tók Marie, „enn í harmi", upp ástar- samband við Paul Langevin, fyrrum nemanda og náinn vin Pierres. Það samband þeirra varð að hneykslismáli sakir upp- ljóstrana eiginkonu Pauls, Jeanne, sem hann haföi ekki slitið sambúð við. ... Þegar það hneykslismál bar hæst, var henni meinað að vera í Aca- démie des sciences — en hlaut 1911 Nóbelsverðlaun í efna- fræöi." „Sorbonne-háskóli hafði boð- ið Marie forstöðu fyrir tilrauna- stofu Pierres eftir dauða hans, en ekki prófessorsstöðu hans. Og smám saman tókst hún á herðar umsjón með þeirri stóru tilraunastofnun. ... Hún dó 1934 úr hvítblæði af völdum geislavirkni af radíum. Ári síðar fetaði eldri dóttir hennar í fót- spor foreldra sinna, er hún hlaut Nóbelsverðlaun ásamt eiginmanni sínum fyrir að fá fram tillagða geislavirkni." ■ Nýr geisladiskur frá ís- lenskri tónverkamibstöb: Caput — Animato Rímnadansar eftir Jón Leifs í út- setningu Atla Heimis Sveinssonar ásamt verkum eftir tónskáld af yngri kynslóöinni prýöa nýjan hljómdisk meb leik kammerhóps- ins CAPUT. Verkin eru af dagskrá opnunartónleika Myrkra Músík- daga 1995, sem hópurinn fékk mikið lof fyrir. Tilefni dagskrárinn- ar var 50 ára afmæli Tónskáldafé- lagsins og sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í íslensku tónlistar- lífi á þessum árum. Öll verkin utan Rímnadansa voru sérstaklega sam- in fyrir CAPUT-hópinn. Titill disks- ins, Animato, sem þýðir „líflegur" og „fjörmikill", lýsir einnig ís- lensku tónlistarlífi síðustu áratuga. CAPUT-hópurinn er unnendum samtímatónlistar að góðu kunnur bæði hér heima og erlendis, en hópurinn hefur farið í tónleika- ferðir m.a. til Hollands, Ítalíu, Þýskalands og Norðurlandanna. Kjarninn í verkefnaskrá CAPUT er íslensk samtímatónlist, einkum frumflutningur nýrra verka. Önnur verk á hljómdisknum eru Elja eftir Áskel Másson, Tales from a Forlorn Fortress eftir Lárus H. Grímsson, Strengjakvartett nr. 2 eft- ir Snorra Sigfús Birgisson, Trio Ani- mato eftir Hauk Tómasson, Vink II eftir Atla Ingólfsson og Romanza eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Trio Animato er gefið út í samvinnu við Ríkisútvarpið. íslensk tónverkamið- stöð gefur diskinn út. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.