Tíminn - 13.09.1995, Blaðsíða 10
10
Mi&vikudagur 13. september 1995
Heildarsamtök hrossarækt- motA
enda í burðarliðnum
KARI
ARNORS-
SON
Eins og skýrt var frá í HESTA-
MÓTUM þá voru ákveönir
fundir meb deildum hrossa-
ræktarsambandanna og Fé-
lags hrossabænda til aö ræða
sameiningu þessara samtaka í
einu búgreinafélagi. Fundir
hafa nú verib haldnir á
Blönduósi fyrir Noröurland
vestra, í Reynihlíð í Mývatns-
sveit fyrir Noröurland eystra
og Austurland, í Borgarnesi
fyrir Vesturland og Vestfirði
og á Hvolsvelli fyrir Suður-
Iand og Suðausturland.
Á þessum fundum var lögð
fram tillaga að samkomulagi
um sameininguna. Þá var farið
yfir drög að lögum fyrir ný sam-
tök sem send höfðu verið með
fundarboði. Einnig var kynnt á
fundunum hugmynd að skipu-
riti fyrir landssamtökin og drög
að samþykktum fyrir deildirnar.
Samtökin verða landssamtök
byggð upp af deildum hrossa-
ræktenda vítt um land. Þá er
gert ráð fyrir aö hrossaræktar-
samböndin og deildir þeirra
sameinist deildum Félags
hrossabænda. Þessar hugmynd-
ir og samþykktir fengu fundar-
menn með sér heim og athuga-
semdir við þær, ef einhverjar
eru, verða aö sendast nefndinni
fyrir miðjan október. Þá mun
nefndin koma saman og skila af
sér endanlegum tillögum, sem
tekin verður,, afstaða til hjá
hrossaræktarsamböndum og Fé-
lagi hrossabænda.
Stofnfundur fyrir
áramót
Fyrir áramót er stefnt að því
að halda stofnfund þar sem sæti
eiga formenn deilda og stjórn
Hrossaræktarsambands íslands
og stjórn Félags hrossabænda.
Þá veröur kjörin bráðabirgða-
stjórn fyrir samtökin. Hún und-
irbýr svo aðalfund á útmánuð-
um og gengur frá reglum um
kjör fulltrúa á þann fund.
Viðbrögðin á þessum kynn-
ingarfundum hafa yfirleitt veriö
mjög jákvæð, þó skoðanir séu
ögn skiptar. Mönnum er öllum
ljós nauðsyn þess að hrossa-
ræktendur nái að styrkja stöðu
búgreinarinnar, þó menn kunni
að greina á um leiðir. Hrossa-
ræktarsamböndin og Félag
hrossabænda hafa það sameig-
inlega markmið að bæta hrossa-
stofninn og auka verðmæti
hans, jafnframt því að leita
markaða fyrir framleiðsluna.
Ein heildarsamtök eru líklegri
til árangurs í þessum efnum.
Það eru fjölmörg verkefni sem
Saltkjöt og baunir, tú-
kall — fyrir túrhesta
Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritara
Tímans í uppsveitum Árnessýslu:
Á frídegi verslunarmanna rakst
Tímamaður á unga konu í grjót-
uröinni við Ásbrandsá á Biskups-
tungnaafrétti. Kom í ljós að hér
var Guðrún Sigurjónsdóttir úr
Skagafirði aö bíða eftir hópi
hestafólks sem var á leiöinni frá
Geysi í Haukadal.
Hópur þessi var á vegum skag-
firska hestaferðafyrirtækisins Hesta-
sports þar sem Guðrún er matráðs-
kona. Ferð hópsins var heitið norð-
ur Kjöl og áætlað aö gista fyrst í
Fremstaveri undir Bláfelli, þá í
Svartárbotnum á Kili, svo á Hvera-
völlum, þá viö Ströngukvísl á Ey-
vindarstabaheiði, svo við Galtará
við Blöndulón og loks við Vind-
heimamela í Skagafirði. Sagði Guð-
rún ab mest væri um Þjóðverja í
þessum ferðum, en líka talsvert um
Norburlandabúa.
Þegar Guðrún var spurð hver yrði
réttur kvöldsins í Fremstaveri, svar-
aði hún ab bragði: „Saltkjöt og
baunir, en það er tilvalin fyrsta-
kvöldsmáltíð fyrir fólk af ólíkum
toga."
I þann mund er spjallinu lauk
renndi bílstjóri hópsins að, svo að
'jí*!'i
'i
samtökin þurfa að vinna að, svo
sem að stuðla að frekara rann-
sóknarstarfi varðandi íslenska
hestinn, kynningarstarfsemi er-
lendis, markmiðssetning og
þróun ræktunarmála, sýningar
og mótahald innanlands ásamt
öflugri leiðbeiningarþjónustu,
svo fátt eitt sé nefnt.
Hrossaræktin er orðin stað-
reynd sem búgrein, en eins og
sakir standa þá eru kringum-
stæður ekki þannig að greinin
gefi nóg af sér miðað við sjálf-
stæðan rekstur. Hestamönnum
hefur lengi verib borið þab á
brýn að þeir séu innbyrðis mjög
ósammála. Þessu viðhorfi þarf
að breyta. Og eftir að búgreinin
fékk verulegt vægi sem atvinnu-
grein þá er enn brýnna að menn
nái vel saman um stefnu og að-
gerðir. Þess vegna er mikið í húfi
að vel takist til um stofnun þess-
ara nýju heildarsamtaka og
hrossaræktendum auðnist að
byggja upp sterk samtök.
Sameiningarnefndina skipa:
Gunnar Sæmundsson Hrúta-
tungu formaður, Bergur Pálsson
og Baldvin Kr. Baldvinsson frá
Félagi hrossabænda og Haraldur
Sveinsson og Guðmundur Birkir
Þorkelsson frá Hrossaræktar-
sambandi íslands. ■
Cuörún Sigurjónsdóttir eldabuska
viö eldhúsvagninn. Tímamynd sb
líklegt er að hestar og menn hafi
verið skammt undan til að halda
ferðinni áfram í Fremstaver. ■
Orri frá Þúfu: mikill tölthestafaðir
Á þessu sumri hafa verið dæmd
allmörg afkvæmi Orra frá Þúfu.
Orri sló í gegn á landsmótinu í
fyrra, þegar hann vann B-flokk
gæöinga. Hann er hátt dæmdur
stóbhestur og sérstaklega fyrir
klárganginn tölt og brokk, en
einnig fyrir vilja og fegurð í reib.
Afkvæmi hans virðast erfa þessa
eiginleika föðurins og þó þau séu
enn ung ab árum, þá fer varla
nokkurt afkvæmi niður fyrir 8 í
tölti og brokki, en afkvæmin sem
sýnd hafa verib í sumar eru yfir-
leitt fjögurra eða fimm vetra
gömul. Sonur Orra, Andvari frá
Ey, er hæst dæmdi stóðhestur
landsins í röðum klárhesta, en er
þó aðeins 5 vetra gamall. Þab lít-
ur því út fyrir að Orri verði tíma-
mótahestur i ræktun tölthesta,
enda er hann mjög eftirsóttur.
Stofnab var hlutafélag um kaup á
Orra, þegar hann var 5 vetra. Hlut-
irnir voru 60 og kostaði hver hlutur
100.000 krónur. Hesturinn hefur
þá verið virtur á 6 milljónir ísl. kr.
Nú er hver hlutur virtur á kr.
250.000. Það eru aðeins 10 hryssur
sem komast undir Orra árlega, fyrir
utan þær hryssur sem eigendur
setja undir hann. í vor var eftir-
spurnin svo mikil ab 40 hryssur
Mikill tölthestafaöir.
voru um þessi 10 pláss.
Orri 86186055 er fæddur hjá Ind-
riða Ólafssyni í Þúfu í Vestur-Land-
eyjum. Hann er undan Otri frá
Sauðárkróki, sem er undan heið-
ursverðlauna-foreldrunum Hervari
frá Sauðárkróki og Hrafnkötlu frá
Sauðárkróki. Ekki er vafi á því ab
Orri hefur kraftinn og þennan
mikla vilja úr föðurættinni. Bæbi
Ceyma þarf sæöi úr Hrafni.
Stóbréttir 1995
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag......laugard.
Reynistabarrétt í Staðarhr., Skag...laugard.
Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag.......sunnud.
Hlíðarrétt í Bólst.hl.hr., A.-Hún...laugard.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún... sunnud.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.....laugard.
Víöidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún.laugard.
Borgarrétt í Eyjafjarðarsveit.......laugard.
16. sept. upp úr hádegi
16. sept. um kl. 16:00
17. sept. um kl. 15:00
23. sept. upp úr hádegi
24. sept. kl. 10:30
30. sept. kl. 13:00
7. okt. kl. 10:00
7. okt. um hádegi
faðir. hans og afi hafa líka gefið úr-
vals töltara. Móðir Orra var Dama
frá Þúfu (hún drapst í byrjun tamn-
ingar), en hún var undan Adam frá
Meöalfelli, sem er sonur Hrafns frá
Holtsmúla og Vordísar frá Sand-
hólaferju. í gegnum Hrafn kemur
einnig mjög gott tölt og hafa synir
hans erft það vel. Þannig stendur
Þokki frá Garbi, sonur Hrafns, efst-
ur í kynbótamati fyrir tölt með 136
stig og Hrafn sjálfur með 132 stig.
Hrafns gætir einnig í föðurætt Orra
og einnig kemur Sörli frá Sauðár-
króki þar við sögu. Vordís amma
Orra er undan Hyl 721 frá Kirkjubæ
og Gránu frá Brekku í Þingi. Þab er
ekki síst úr móðurættinni sem Orri
erfir þessa góbu mýkt sem í honum
býr. Dama var í móburætt út af
hrossum frá Svanavatni/ Landeyj-
um, en þaðan hafa löngum komiö
góð hross. Þau eru í ættir fram af
Kolkuósstofni. ■
Sæði verði safnað
úr Hrafni frá
Holtsmúla
Kynbótahesturinn Hrafn 802
frá Holtsmúla er nú 27 vetra
gamall og er enn í notkun.
Engum vafa er undirorpið að
Hrafn er mestur kynbótagripur
sem nú er uppi. í lok þessa sumars
mun vera búið að dæma um 400
hross undan Hrafni og hann
heldur enn toppsæti í kynbóta-
mati meö 133 stig. Aðeins sonur
hans Þokki frá Garði er hærri með
134 stig. Þetta sýnir hvað af-
kvæmi Hrafns eru jafnan gób og
hve vel hann kemur út í fram-
ræktun.
Nú hlýtur þeim árum að fara
mjög fækkandi sem hægt er að
nota Hrafn til undaneldis. Þess
vegna er þeirri ósk komið á fram-
færi hér með að tíminn verði not-
aður til að taka sæöi úr hestinum
og djúpfrysta. Þetta á að vera sam-
eiginlegt verkefni Hrossaræktar-
sambands Suöurlands og Hrossa-
ræktarsambands Skagafjarðar,
sem eru eigendur hestsins. ■