Tíminn - 15.09.1995, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 15. september 1995
Sameinuðu þjóð-
irnar í New York og
Kvennaráðstefnan
Þann fimmta september síbast-
liðinn gáfu Sameinuöu þjóö-
irnar í New York út samstæöu
frímerkja til aö minnast
Kvennaráðstefnu S.Þ. í Kína.
Pósthús þeirra í New York gaf
út tvö frímerki aö verögildi 32
cent og 40 cent. Pósthús þeirra
í Sviss gaf einnig út tvö frímerki
með verðgildunum 0,60 og
1,00 frankar. Þá gaf pósthúsiö í
Vín, Austurríki, einnig út tvö
frímerki meö verögildunum
5,50 og 6,00 skildingar. Það,
sem er sérkennilegt við þessa
útgáfu, er að öll frímerkin hafa
sitt hvora mynd, svo aö þarna
er um sex frímerki að ræða frá
þrem mismunandi póstútgáf-
um, en samt falla þau öll inn í
eina samstæöu. Þá skulum viö
einnig líta aðeins á myndefni
þeirra, sem er stílfært, en þaö er
táknrænt fyrir svo margt sem
konur varðar. Heilsufar,
Menntun, Atvinna, Fátækt, Á-
kvarðanataka og Mannréttindi.
Útgáfan í heild sinni nefnist:
„Fjóröa heimsþingið um kon-
ur". Aðgerðir til jafnréttis, þró-
un og friður, voru kjörorð þess.
Höfundur frímerkjasamstæð-
unnar er Ting Shao Kuang,
fæddur í hérabinu Chenggu í
úthverfi þess, Shanxi, í Kína.
Að teikna og mála var í æsku
flótti hans frá veruleikanum.
Þar sem hann var of fátækur til
að kaupa olíuliti, blandaði
hann matarolíu meb hverskon-
ar efnum til að mála myndir af
nágrönnum sínum. Þannig
hefir hr. Ting sigrast á ótal örð-
ugleikum í lífi sínu, til þess að
geta stundað list sína.
í skóla varð hr. Ting fyrir-
myndarnemandi bæbi í al-
mennum fögum og listgrein-
um. Loks var hann tekinn inn
sem nemandi við „Central
Academy of Arts and Designs" í
Beijing og héðan tókst honum
aö ná til umheimsins fyrir utan
Kína. Sagt er að hann hafi orð-
ið fyrir áhrifum frá Picasso,
Matisse og Modigliani, þátta-
höfundur vill bæta Hund-
ertwasser í þennan áhrifahóp.
Þegar hr. Ting fór að kenna,
var þab við Yunnan Art Institu-
te í Kunming og stóð sú
kennsla í 18 ár. Síðan hefir
hann unniö sér það álit að vera
áhrifamikill leiðtogi listastefnu
þessa skóla og hlotið heims-
frægð að launum. Hann hefir
kennt pensilvinnu við Háskól-
ann í Kaliforníu í Los Angeles
(UCLA), en jafnan notað túlk.
Hr. Ting hefir haldib um 300
einkasýningar, mestmegnis í
amerískum háskólum, eöa
rúmlega 30, en hinar vítt of
veröld. Hann er þannig orðinn
afl í hinum almenna listaheimi
veraldar. Verkum hans er til
dæmis safnaö í yfir fjörutíu
löndum.
Ting Shao Kuang hélt svo
heim til Kína aftur í apríl 1992.
Þar hélt hann tvær stórar
einkasýningar og er hann ein-
asti listamaðurinn, sem haldið
hefir einka^' ningu í hinu
þekkta „His orical Museum" í
Beijing.
Þetta eri' fyrstu frímerkin
Gamansöm
„Kókaín-baróninn"
Pablo Escobar and the Cocaine War,
eftir Simon Strong. Macmillan, 344
bls., £16,99.
Á síðustu áratugum hefur
neysla eiturlyfja farið vaxandi
í mörgum löndum heims, en
kókaín er eitt hið helsta þeirra.
Að miklum hluta hefur þab
komið frá Kólumbíu, en mið-
stöð ræktunar þess og vinnslu
er sögð borgin Medellín. Sá
kókaín-barón, sem hæst bar
þar á níunda áratugnum, var
Pablo Escobar. Um þessa ævi-
sögu hans sagði í Sunday Tim-
es Books, 20. ágúst 1995:
„Escobar beið bana í kúlna-
hríð 2. desember 1993. Þann
ofsalega dauðdaga sinn sá
hann fyrir, áð fram kemur í
dagbók, sem lögreglan fann í
einum felustaða hans ... og
Fréttir af bókum
virðist hann alltaf hafa haft
hann yfir höfði sér frá fæðingu
sinni 1949.
Hann fæddist árið eftir að La
Violenca braust út — borgara-
stríð á milli frjálslyndra og
íhaldssamra eftir morðiö á
Jorge Gaitan, leiðtoga Frjáls-
lynda flokksins.
Þegar La Violenca slotaði
1965, lágu 300.000 manna í
valnum og skálmöld var geng-
in í garb. Mannslíf var ekki
hátt metið og tími sicario
(leigumorðingja) gengin í
garð."
„Þegar Escobar var 16 ára
gamall var hann hættur skóla-
göngu, þótt góður námsmaður
væri, og tekinn til við arðvæn-
leg viðskipti. ... Að mati Forbes
Magazine 1987 var Escobar 14.
ríkasti maður heims. ... Á
stundum bárust peningar örar
en svo að, að barónarnir gætu
komið þeim fyrir: $ 24 millj-
ónir í eigu Escobars myglubu í
vöruhúsi, því að annan stab
hafði hann ekki undir þá. En
eftir því sem betra lag komst á
fjárböðun, flæddu milljónir
ólögmætra dollara aftur inn í
landið.
Árlegar tekjur Kólumbíu af
kókaíni, $ 7 milljarðar, voru
eins miklar og tekjur hennar
af lögmætum útflutningi
fyrstu fjögur ár tíunda áratug-
arins."
kvæði flug-
stjórans
Út er komin ljóðabókin Kvœði
úr Quarantínu. Höfundur er
Ragnar G. Kvaran. Hann er
Reykvíkingur og var lengi flug-
stjóri hjá Loftleiðum, en síðar í
Biafraloftbrú og eftir það vítt
um heim. Hjá Cargolux var
hann flugstjóri í 18 ár, þar af yf-
irflugstjóri í 8 ár. Hann er nú á
eftirlaunum, en gefur sjálfur út
bók sína, sem er sett og mynd-
skreytt af honum sjálfum.
Kvæðin eru háttbundin, en
sundurleit að efni og er ætlað að
höfba fremur til gamansemi en
naflaskoðunar.
Fjöldi síðna er 109. Brot A5.
ISBN-númer: 9979-60-133-7.
Verð: 2190 kr. m/vsk. Dreifing:
íslensk bókadreifing. ■
sem hr. Ting teiknar fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar. Þab eru held-
ur ekki margir sem verða þessa
ing House, MPT" í Kína. Það
má því segja aö margt hafi
hafst upp úr Kvennaráðstefn-
Höfundur frímerkjanna, Ting Shao Kuang.
Frímerkin sem komu út 5. sept. síbastlibinn.
FRIMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
heiðurs abnjótandi. Norbur-
löndin hafa því sem næst hald-
ið hátíð þegar einhver þaðan
hefir fengið svona verkefni.
Þessi frímerki öll verða svo
prentuð í sólprentun hjá fyrir-
tækinu „Postage Stamp Print-
800 þúsund, en það er almenna
burðargjaldið fyrir Ameríku,
eba 32 cent.
Þá var einnig gefin út ellefta
samstæðan af Maxim-kortum
Sameinuðu þjóðanna þennan
sama dag, með myndum frí-
merkjanna. Auk þess verður
sérstakur fyrsta dags stimpill í
hverju landi fyrir sig: Banda-
ríkjunum, Sviss og Austurríki.
unni fyrir Kínverja. frímerkja að segja, að þau eru
Það er svo um upplög þessara frá 600 þúsund stykkjum til
\ GEh/£
> ‘,B
OSrALt °v
Sérstakir fyrsta dags stimplar fyrír frímerkin.
'j£nE'Mre