Tíminn - 19.09.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 19. september 1995
VMmi
5
Siguröur Kristjánsson:
Verkefni framtíbar krefjast metn-
aðar, dugnaðar og fyrirhyggju
Eftir gjaldþrot Miklagarðs
h/f hafa samvinnumenn
lítið rætt um verslunar-
málin opinberlega. Forystumað-
ur í samvinnuhreyfingunni lét
eitt sinn svo um mælt að Mikli-
garður hefði verið of stór, en þá
skýringu tel ég fráleita. Þá gat
hann eins hafa verið of lítill.
Eins og aðrir græölingar frá
Sambandinu á þessum tíma
varð Mikligarður aö axla byrðar
skuldsetningar og lifa með þær
byrðar, og sífelld hlutafjáraukn-
ing eiganda var ekki nægileg til
þess að blása í þetta félag nægi-
legum lífsanda til framtíðar.
Samkeppnisstefna fyrirtækisins
var greinilega dýr í framkvæmd
og gekk ekki upp. Endalok
Miklagarðs urðu til þess að leiða
til fulls fram í dagsljósið hina
veiku stöðu Sambandsins eftir
samningana við Landsbankann
um stórfelldar eignasölur fyrir
nokkrum árum. Mín afstaöa til
þeirra mála er víða kunn og
mun ég ekki fjölyrða um hana
hér.
Staðan í dag er ekki sú besta í
boði að mínu mati, ef við lítum
á innflutningsverslunina. Inn-
kaupasamband kaupfélaga
(Inka) hefur ekki fengið öll
kaupfélögin í viðskipti, sem hef-
ur aftur orðið til þess að sum
kaupfélög sjá sér aðeins hag í
því ab vera þar með takmörkuö
viðskipti. Þab er aðkallandi að
kaupfélögin vinni úr þessum
málum án frekari tafar og víst er
ekki annað sæmandi samvinnu-
félögum.
Kaupfélag Árnesinga markaöi
mjög skýra og einfalda stefnu í
innflutningsmálum dagvöru-
verslunar fyrir nokkrum árum
og kynnti hana kaupfélögun-
um. I fáum orðum sagt var sú
lausn fólgin í því að eitt félaga
samvinnumanna (hlutafélag)
sæi um innflutninginn, en tveir
vörulagerar væru starfræktir hjá
hlutafélaginu og þá væntanlega
annar í Reykjavík og hinn á Ak-
ureyri, en kaupfélögin versluðu
við þann lager sem betur lá við
landfræðilega. Kaupfélagi Ey-
firbinga var bent á þá einföldu
lausn að Samland gengi inn í
Innkaupasambandið á þessum
grundvelli. Það voru viss von-
brigbi að fá ekki jákvæb við-
brögð, sem raunar voru ekki
einu vonbrigðin varbandi versl-
unarstarf kaupfélaganna á þeim
tíma.
Eins og vikið var ab í upphafi
þessa máls, hefur smásöluversl-
unin ekki verið rismikil á veg-
um samvinnumanna í Reykja-
vík á síöustu árum. Þó má segja
að 11-11 búðirnar hafi verið sá
vísir sem gjarnan hefði mátt efla
á ýmsan hátt með fagmennsku í
fyrirrúmi í samræmdu útliti og
vöruvali. Átak í samvinnuversl-
un á höfuðborgarsvæðinu er
verkefni framtíbarinnar, verk-
efni sem krefst metnaðar, dugn-
aðar og fyrirhyggju. Að sjálf-
sögðu kemur að því að flóra
„Ein ástœðan fyrir því að
dreifbýlisverslunin er
nokkuð erfið og áhœttu-
söm er sú samkeppni
sem stöðugt harðnar við
verslanir á höfuðborgar-
svœðinu, sem búa þar
við bestu aðstœður og
hafa það að markmiði
að rcena versluninni sem
atvinnuvegi aflands-
byggðinni."
Samvinnumálefni
1. grein:
Verslunarmálin
verslana á þessu svæöi breytist
og menn þurfa aö halda vöku
sinni fyrir þeim möguleikum
sem samvinnumenn kunna að
eiga.
Á landsbyggöinni vekja víða
myndarlegar kaupfélagsbúðir
athygli, en það vekur líka at-
hygli hversu víða slíkar búðir
hafa lagst niður og gamla kaup-
félagið er ekki lengur til. Nú var
því spáb fyrir áratugum ab ekki
yrðu að tölunni til nema 10-12
kaupfélög á íslandi um alda-
mótin og má telja það eðlilega
afleiðingu af gjörbreyttum sam-
göngum í landinu. Gallinn er sá
aö leita ekki samstarfs og hag-
ræðingar fyrr en í óefni er kom-
ið með reksturinn og þá kann
að vera erfitt ab halda áfram í
einhverri breyttri mynd undir
samvinnuflaggi. Það á að vera
metnaðarmál í okkar sam-
vinnuhreyfingu að halda í
rekstri góðum verslunum á sem
flestum þéttbýlisstöðum.
Ein ástæðan fyrir því að dreif-
býlisverslunin er nokkuð erfib
og áhættusöm er sú samkeppni
sem stöbugt harðnar við versl-
anir á höfuðborgarsvæðinu,
sem búa þar við bestu aðstæður
og hafa það að markmiði að
ræna versluninni sem atvinnu-
vegi af lar.dsbyggðinni. Verslan-
ir úti á landi, sem vilja bjóða ná-
kvæmlega sama vöruverð og
höfuðborgarsvæbið, þurfa vel
að gæta aö jafnvægi tekna og
gjalda, þar sem sú verslunar-
stefna gengur yfirleitt ekki upp
nema í mesta þéttbýlinu.
Byggingavöruverslanir sam-
vinnumanna eru einnig mjög
margar til fyrirmyndar, en
stefna kaupfélaga í þeim þætti
verslunar er mjög á reiki, ef-til
vill vegna þess að sum þeirra
fyrirtækja, sem selja kaupfélög-
unum í heildsölu, vilja umfram
allt einnig gleypa smásöluversl-
unina á sama svæði og því er
salan oft óviss og veltuhraði
hægur. Hér sem víðar á verslun-
arsviðinu er sá kostur bestur að
skipuleggja innkaupin erlendis
frá sameiginlega hjá kaupfélög-
unum, en sá kostur verstur að
gefa þessa verslun upp á bátinn
og láta öbrum eftir að mata
krókinn.
Við núverandi aðstæður veröa
stærstu kaupfélögin að vera
mjög leiöandi í samvinnuversl-
uninni og á þeim hvílir mikil
ábyrgð. Sú uppbygging, sem
víða er svo áberandi í sam-
vinnufélögunum, gefur vonir
um framfaraskeið sem hvenær
sem er getur orðið lýðum ljóst
að er hafiö, og að því framfara-
skeibi ættu allir samvinnumenn
að vinna.
Höfundur er kaupfélagsstjóri.
André Bachmann:
Margar hlib-
ar á málum
Að undanförnu hafa fá-
einir samstarfsmenn
mínir úr röðum vagn-
stjóra SVR farið geyst í fjöl-
miðlum og látið í ljós óánægju
sína með Lilju Ólafsdóttur,
forstjóra fyrirtækisins. Ég tel
ómaklega að forstjóranum
vegið og þykir mibur að fyrir-
tækið sem ég starfa hjá skuli
svert með þessum hætti. Jafn-
framt ber að hafa í huga að
Lilja hefur verið forstjóri SVR í
skamman tíma, eða aðeins í
níu mánuði.
Gefandi starf
Ég hef unnið hjá SVR um
langt árabil og mér þykir vænt
um fyrirtækib mitt. Það er
ánægjulegt og gefandi starf að
vera vagnstjóri, þótt það sé oft
erfitt. Mabur er samt fljótur að
gleyma erfiðu stundunum í
hálku og snjó, því samskiptin
vib farþegana eru í senn bæði
gefandi og ánægjuleg, enda
kunna þeir að meta persónu-
lega þjónustu.
Einmitt vegna þess að ég
legg mikið upp úr jákvæðum
samskiptum og gleði í starfinu
tel ég að góður mórall á vinnu-
staðnum skipti mjög miklu
máli. Það er hægt ab láta hlut-
ina líta vel eða illa út eftir því
hvernig málin eru sett fram.
Það er margt gott verið að gera
hjá SVR og við starfsmennirn-
„Það er svo langtum
skemmtilegra að vera til,
efmenn einbeita sér að
því að líta á björtu hlið-
amar í lífinu, brosa og
vera jákvœðir. Hver vill
ekki heldur vera gleðigjafi
en að dreifa óánœgju og
illu umtali í kringum
sig?"
VETTVANGUR
ir eigum að gefa því tækifæri.
Það þarf líka að taka á ýmsum
málum sem eru óþægileg og
geta veriö óvinsæl á yfirborð-
inu. Eins og oft áður eru marg-
ar hliðar á hverju máli og allt-
of mikil einföldun að sjá ekki
nema eina þeirra.
Mér sýnist hafa komið
glögglega fram að Sigurður
Arnason geti valið það að vera
áfram hjá SVR og því sé of
mikið gert úr máli hans. Allir
sem vilja vita ab starfsmenn
SVR, sem hafa sótt um leigu-
bílaleyfi í gegnum tíðina og
fengið, hafa umyrðalaust sagt
starfi sínu lausu hjá SVR.
Verum jákvæb
Það er svo langtum
skemmtilegra að vera til, ef
menn einbeita sér að því að
líta á björtu hliðarnar í lífinu,
brosa og vera jákvæðir. Hver
vill ekki heldur vera gleðigjafi
en að dreifa óánægju og illu
umtali í Rringum sig? Langar
okkur ekki meira til ab vinna á
vinnustað þar sem starfs-
mennirnir taka höndum sam-
an um að byggja upp starfið,
heldur en þar sem kröftunum
er beitt til að rífa niður?
Ég á góða samstarfsmenn
hjá SVR. Það er mitt álit að þar
séu einnig ágætir yfirmenn.
Vagnstjórarnir eru vel starfi
sínu vaxnir og samskiptin vib
þá eru góð.
Mér finnst líka að þab hafi
verið tími til kominn ab fá
raunverulegan forstjóra í fyrir-
tækið sem leggur í það að taka
á málum og leysa þau. Við
skulum því gefa henni tæki-
færi til ab byggja upp fyrirtæk-
ið með okkar samvinnu.
Höfundur er yagnstjóri hjá SVR.