Tíminn - 29.09.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur‘29. september 1995
VMWII
7
Landspítalinn opnar
dagdeild á Flókagötu
Innlagnir alkóhólista á stofnanir heyra víöast ann-
ars staöar til undantekninga:
í framhaldi af nýjum sparnaö-
arkröfum hafa gagngerar
breytingar nú veriö ákveönar
á áfengis- og vímuefnaskor
Landspítalans, meö stórefl-
ingu á göngudeildar- og fjöl-
skylduþætti meöferöarinnar.
Meöferöardeildin á Vífilsstöö-
um veröur lögö niöur. í henn-
ar staö er opnuö göngu-dag-
deild aö Fiókagötu 29 og lítiö
sjúkraheimili ab Flókagötu
31. Ákvebin starfsemi verbur
fyrir yngra fólk, m.a. sérstakir
hópar fyrir 16- 19 ára ung-
menni undÍT stjórn ráögjafa
sem áöur störfubu á Tindum.
Rík áhersla veröur lögö á fjöl-
skyldumebferb meö vibtöium,
hópmeöferb og námskeiöum.
Smári Geirsson, forseti bœj-
arstjórnar Neskaupstaöar:
Endurskoöun
hættumats
hefur dregist
úr hömlu
Ibúum í Neskaupstaö verbur
kynnt snjóflóbahættan í bæn-
um strax og endurskoöun á
hættumati er lokib. Ab sögn
Smára Geirssonar hefur sú end-
urskobun dregist úr hömlu, sem
mönnum þykir mibur. Jafn-
framt mun bæjarstjórnin beita
sér fyrir því ab endurskobun
þess verbi hrabab. Ennfremur
mun bæjarstjórn beita sér fyrir
ab hættumat verbi gert fyrir
Noröfjarbarsveit. I Neskaupstab
eru um 200 hús skilgreind á
hættusvæbi.
Bæjarstjórnin hefur samþykkt
aö fela bæjarráði í samráöi við al-
mannavarnanefnd aö hefja und-
irbúning að tillögugerö um snjó-
flóðavarnir á grundvelli skýrslu
um snjóflóðavarnir fyrir Nes-
kaupstað, en hún var unnin af
Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen.
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar, sagði i
gær í samtali við Tímann, að frá
árinu 1974, þegar 12 manns lét-
ust í snjóflóði sem féll á bæinn,
hefðu engar snjóflóðavarnir verið
viðhafðar aðrar en eftirlit, sem
hefur farið vaxandi og er vel
sinnt. Bæjarstjórn hefur ályktab
og skoraö á stjórnvöld að stofna
til í það minnsta 7 mánaða fulls
starfs athugunarmanns með snjó-
flóbahættu í þeim sveitarfélögum
þar sem slík hætta er fyrir hendi.
Þá hvetur bæjarstjórnin til
formlegs samstarfs sveitarfélaga
sem búa við snjóflóðahættu.
Smári sagði að fjölmiðlar hefbu
stillt þessum sveitarfélögum upp
eins og keppinautum um fjár-
magnib. Slíkt væri ekki æskilegt.
Vænlegra væri að sveitarfélögin
færu yfir hlutina í sameiningu og
mótuðu ákvebna stefnu og reglur
sem hægt yröi ab fylgja. ■
Sérstök meöferöarúrræöi
veröa auk þess sköpub fyrir
aöra fíkla, t.d. spilafíkla og
sjúklinga meö átsjúkdóma.
„Þrátt fyrir miklar breytingar
á ýmsum sviðum heilbrigðis-
mála hefur yfirbragb og stefnu-
mótun íslenskrar áfengismeð-
ferðar lítið breyst síðustu ára-
tugi," segir m.a. í tilkynningu
Ríkisspítala vegna opnunar
Flókagötudeildarinnar. ísland
hafi algera sérstöðu ab því leyti
að Iangstærstur hluti íslenskra
alkóhólista hafi legið nokkrum
sinnum á einhverri sjúkrastofn-
un, en slíkt heyri annars staðar
til undantekninga. í Bandaríkj-
unum hafi menn t.d. horfið frá
fyrri innlagnastefnu og leitab
annarra ódýrari valkosta. Svipað
eigi við um Svíþjóö.
Framvegis stendur líka til að
leggja ríkari áherslu á aukna
þjónustu vib sjúklinga sem hafa
fleiri sjúkdómsgreiningar en
alkóhólisma. „í ljós hefur kom-
ið að stór hluti þeirra sjúklinga,
sem leitað hafa áfengismeðferð-
ar, glímir við ýmsar aðrar misal-
varlegar geðtruflanir. Misjafnt
gengi að aflokinni meðferð má
oft rekja til þessara truflana,
sem ekki var sinnt nægjanlega
vel í meðferðinni". Ætlunin sé
að koma betur til móts við þarf-
ir þessara sjúklinga en áöur hef-
ur verið gert. ■
Efst frá vinstrí eru Lauren Hauser, María Gísladóttir, Guömundur Helgason, David Greenall, Lára Stefánsdóttir,
Christy Dunlap, Eldar Valiev, Svala Norödahl, Vilborg Gunnarsdóttir, Birgitte Heide, Sigrún Guömundsdóttir,
júlía Gold, Lilia Valieva og jóhann Freyr Björgvinsson.
s
Islenski dansflokkurinn:
Sígildar dansperlur
íslenski dansflokkurinn er byrj-
abur aö æfa fyrir vetrardagskrá
flokksins eftir sumarleyfi. Sýn-
ing á dansperlum úr sígildum og
nýjum verkum verbur frumsýnd
9. nóvember nk.
Einnig hafa náöst samningar
við Robert LaFosse, frægan dans-
höfund og aðaldansara hjá New
York City Ballet, en hann mun
setja upp verk sitt Rags við tón-
list Scotts Joplin. Fluttir verða
dansar úr verkunum Blómahá-
tíðin í Genzano og La Sylphide
eftir Bournonville og stutt brot
úr verkinu Rauðar rósir eftir
Stephen Mills við söngva Edith
Piaf. Hið sígilda Grand pas de
dux úr Hnotubrjótnum verður
sýnt í vetur. Að lokum mun
dansflokkurinn frumflytja verk-
iö Næsti viökomustaður: Álfa-
steinn, eftir Ingibjörgu Björns-
dóttur. ■
Hagkaups- og KEA-bensín
á Akureyri í framtíðinni
Haugkaup og KEA hyggjast
hefja sölu á bensíni vib versl-
anir sínar vib Norburgötu og
á Óseyri á Akureyri innar
tíöar. Framkvæmdir eru þeg-
ar hafnar viö bensínstöb
Hagkaups sem starfa mun
undir merki Orkunnar, nýs
aöila á sviöi eldsneytis- og
olíudreifingar hér á landi.
Stöbin veröur stabsett viö
Furuvelli skammt frá versl-
un og bílastæöi Hagkaups.
Nokkrar athugasemdir bár-
ust viö skipulagstillögu um
fyrirkomulag lóöar fyrir
bensínstöbina og var endan-
leg ákvöröum um stabsetn-
ingu hennar tekin eftir aö
þær höfbu verið yfirvegaöar.
Kaupfélag Eyfiröinga hefur
ekki enn sent bæjar- og skipu-
lagsyfirvöldum umsókn um
athafnasvæöi til bensínsölu í
nágrenni KEA-Nettó á Óseyri
en samkvæmt heimildum
blaðsins mun það veröa gert
innan tíðar. Fordæmi er fyrir
bensínsölu á lóð KEA-Nettó
því vörubílastöðin Stefnir var
þar til húsa á árum áöur og
annaðist sölu á bensíni og ol-
íuvömm. Ljóst er aö bensín-
stöð Hagkaups veröur fyrri til
aö hefja þjónustu því þótt um-
sókn kaupfélagsins berist bæj-
aryfirvöldum næstu daga
þurfa tillögur aö deiliskipulagi
fyrir svæðið að liggja frammi í
um mánaðartíma áöur en
unnt veröur að auglýsa endan-
legt skipulag. Tæknilega sé er
því tæpast unnt aö hefja fram-
kvæmdir við bensínstöð við
KEA-Nettó fyrr en síðari hluta
nóvembermánaðar. Ef af þess-
um framkvæmdum verður,
sem allar líkur benda til, þá
geta Akureyringar og ferða-
menn valið um Hagkaups- eða
KEA-bensín og olíur á bíla sína
í framtíðinni.
ÞI.
Nýtt pósthús
á Flúóum
2. október nk. veröur opnub
ný póst- og símstöb á Flúb-
um. Afgreiðslutími verbur
mánudaga-föstudaga kl.
12.00-15.30. Stöövarstjóri er
Sigríður Eiríksdóttir.
Nýtt póstnúmer, 845 Flúðir,
verður tekið í notkun frá sama
tíma. Þau hús í Hrunamanna-
hreppi, sem áður voru með
póstnúmeriö 801 Selfoss,
verða frá og með 1. október
með nýja númerið.
Tveir nýir prófastar
Séra Guömundur Óli Ólafsson,
sóknarprestur í Skálholtsprestakalli,
hefur verið skipaður prófastur í Ár-
nesprófastsdæmi frá 1. október nk.
að telja. Fráfarandi prófastur, séra
Tómas Guðmundsson sóknarprest-
ur í Hveragerði, lætur af embætti frá
sama tíma að eigin ósk.
Þá hefur séra Björn Jónsson,
sóknarprestur á Akranesi — eða
Garðaprestakalli eins og það heitir
— verið settur prófastur í Bórgar-
fjarðarprófastsdæmi frá 15. septem-
ber sl. Prófastsembættinu gegndi
áður séra Jón heitinn Einarsson,
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. ■
^AN^
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1980- 2.fl. 1981- 2.fi. 1982- 2.fl. 1987-2.fl.A 6 ár 25.10.95 -25.10.96 15.10.95 - 15.10.96 01.10.95-01.10.96 10.10.95 - 10.10.96 kr. 300.160,80 kr. 181.200,90 kr. 127.536,80 kr. 34.764,60
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextii; vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1,
og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 29. september 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS