Tíminn - 15.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.12.1995, Blaðsíða 5
Wkíúwu 5 Föstudagur 15. desember 1995 Örnólfur Thorlacius: Nýjasta tækni í prófsvindli Ibresku vísindatímariti, New Scientist, birtist nýlega grein eftir ástralskan prófessor í tölfræði. í undirfyrirsögn er þess getið að greinin sé skrifuð til þess að stuðla að því að svik- in komist upp. Sýnist mér full ástæða til að íslenskir kennarar fylgist með nýjungum á þessu sviði rétt eins og félagar þeirra erlendis. í upphafi greinarinnar er vitnað í Steve Newstead, pró- fessor í sálfræði við enskan há- skóla, í Plymouth. Hann lagði spurningalista fyrir þúsund breska háskólanema varðandi prófvenjur þeirra. Útkoman var að 13% gengust við því að hafa afritað atriði úr úrlausnum ann- arra próftaka; 8% kváðust hafa tekið með sér óleyfileg gögn í próf; og 5% höfðu þegið skráðar eða hvíslaðar upplýsingar frá næsta manni. Karlar virtust for- hertari en konur, yngri stúdent- ar verri en hinir eldri og ef mið- að var við- námsgreinar, höfðu nemar í raunvísindum og verk- og tæknifræði vinninginn í prófsvindli. Það er vitanlega engin ný bóla að nemendur hafi rangt við á prófum, en tækninni fleygir fram á þessu sviði eins og öðr- um. Að mati greinarhöfundar er prófsvindl vaxandi vandamál og virbist komið á farsóttarstig („seems to have reached epi- demic proportions") í sumum áströlskum háskólum. Hann var árið 1991 á námsferð um Evr- ópu og Bandaríkin og sótti þá heim 25 háskóla. I flestum þeirra lýstu kennarar áhyggjum vegna vaxandi svindls á próf- um, en viðurkenndu jafnframt að þeir hefðu þetta bara á til- finningunni; erfitt væri ab leggja fram sannanir og trúlega væru aðeins fáir af sökudólgun- um staðnir ab verki. Auk þess voru menn tregir til að tjá sig opinberlega um málið, þar eð það gæti kastað rýrð á þá menntastofnun sem þeir störf- uðu vib. Tilraunir til ab bregða mæli- stiku á prófsvindlið benda til þess að það færist í vöxt. í grein eftir bandarískan sálfræðing, VETTVANGUR „Það er vitanlega engin ný bóla að nemendur hafi rangt við á prófum, en tœkninni fleygir fram á þessu sviði eins og öðr- um." John Baird, frá árinu 1980 stendur ab 1941 hafi 23% af úr- taki nema við lok framhalds- skóla og upphaf háskólanáms („college students") gengist við prófsvindli. Árið 1960 var sam- svarandi tala 38% og 1980 var hlutfallið komið upp í 75%. Og í fyrra töldu tveir bandarískir sálfræðingar að allt að 95% af nemum í „college" þar í landi um til skila með fjórum eða fimm mismunandi látbragðs- merkjum, til dæmis ab klóra sér á vinstra eða hægra eyra, á nefi, enni, höku eða hálsi. En fyrst Prófsvindl viöskiptafrœöinema í Háskóla íslands hef- ur veriö nokkurt umrceöuefni. Meöal annars sagöi einn af forvígismönnum viöskiptadeildar aö svindl af þessu tagi vceri óþekkt í háskólum í Bandaríkjunum. En svindl á prófum er víöa og er beitt nýjustu tcekni viö þaö. Crein sú, er hér birtist, var skrifuö fyrir Ný menntamál og birtist þar í ágúst 1994. Augljós til- efni eru til aö endurbirta hana núna. væru sekir um óheiðarleika í námi af einhverju tagi. Nú dugir ekki lengur ab próf- gæslumenn gangi um sali og fylgist með því að nemendur af- riti ekki verkefni annarra eða skiptist á miðum. Prófsvindlið er orðið að vísindagrein. Grein- arhöfundur kveður of langt mál að tiltaka þær tækniaöferbir sem beitt er, en tilgreinir aðeins fáeinar í þeirri von ab þab komi kennurum að gagni við að hafa hendur í hári hinna seku. Fyrst ber ab nefna látbragð af ýmsu tagi. Þab er raunar engin hátækni, en erfitt getur verið að standa menn að verki. Einkum reynast merkjasendingar vel í fjöldavalsprófum („krossapróf- um"). Þar er hægt að koma svör- þarf hjálparbeibandi að láta vita hvaða spurningu hann vilji fá svarað. Það er gert á svipaðan hátt, svo sem að bregða upp ákveðnum fjölda fingra meðan maður strýkur höfuðið. Einnig er hægt ab gefa upp tölu spurn- ingar með því að raða blýöntum og strokleörum á borð eftir fyr- irfram ákveðnu mynstri. Öllu meiri áhætta er því sam- fara að fá annan mann til að taka fyrir sig próf. Það gengur því aðeins að próftakar séu margir og eftirlitsmenn þekki þá ekki. Samkvæmt upplýsing- um frá áströlskum hagfræði- nema er venjuleg þóknun til staðgengils í fyrsta árs prófi í há- skóla 500 ástralskir dalir eða um 25 þúsund krónur. I mörgum skólum er þessum vanda mætt með því að láta nemendur leggja fram persónu- skilríki í prófum. í Ástralíu er vitað um að minnsta kosti eitt tilvik þar sem nemandi komst upp með að möndla með nafn- skírteini, setja í það mynd stað- gengilsins. Gamalreynd aðferð er að próftaki fái að fara á salerni þar sem óheimil gögn eru falin. Það nýjasta á þessu sviði er notkun farsíma, sem núorðið eru ekki stærri en svo að þeir komast fyr- ir í vasa. í Sydney var viðskiptafræði- nema fylgt til salernis í sam- ræmi við eftirlitskröfur. Þegar dvölin á náöhúsinu varð grun- samlega löng, gekk prófvörður- inn nær og heyrði þá að nem- inn var í óðaönn að leita svara við prófspurningunum í far- síma. Forritanlegar vasatölvur opna prófsvindlurum ný svið. Sum þessi tæki geta varðveitt hvers kyns upplýsingar sem létta próftökum lífið, jafnvel heilar ritgerðir; einnig leysa vandaðir vasarafreiknar flókin heildunar- verkefni eða draga upp gröf. í mörgum skólum eru þess vegna takmörk sett fyrir því hvernig tæki nemendur mega hafa með- ferðis í próf, eða verkefni eru þannig valin að þau verði ekki leyst með flókinni vasatölvu. Þess eru dæmi að óprúttnir nemendur hafi tekið með sér handbók með flóknum raf- reikni og skrifað þar á milli lína upplýsingar sem að gagni máttu verða í prófinu. Greininni lýkur á því að sjálf- sagt verði aldrei hægt að komast fyrir það að nemendur hafi rangt við á prófum. En kennarar og prófgæslumenn eru hvattir til ab fylgjast með nýjungum og halda svindlinu í lágmarki. Svo mikið er víst ab svindlib hverfur ekki við það að menn leiði það hjá sér. (Ömólfur Thorlacius eridur- sagði eftir John Croucher. The complete guide to exam cheating. New Scientist, No. 1929, 11. júní 1994.) Höfundur er fyrrum rektor. Enn um Súðavík SPJALL Hver kannast ekki vib þau rök gegn fjársöfnunum til stuðnings þjökuð- um þriðjaheimsbúum, að aldrei sé að vita hvar söfnunarféð lendi? Því miður er slík tortryggni ekki ástæðulaus. Vestrænir milliliðir hirða sitt og afgangurinn lendir oft í klónum á innlendum villimönnum, svoköll- uðum þjóðarleiötogum. Þeir taka svo brot af þýfinu og láta það allra náðarsamlegast renna til almenn- ingsnota, svo sem til að reisa íþróttahallir eða leggja hraðbrautir. Á meðan hrynur lýburinn til jarb- ar, kviðsmoginn og lífvana. Vissulega er þörf á að gagnrýna slíkt háttalag. En í þeim efnum skyldum við íslendingar líta okkur nær. Þær fréttir hafa nú borist, að færeyskir skátar hafi gefið 400.000 krónur til hjálpar nauðstöddum Súðvíkingum vegna snjóflóðanna í janúar. Kom þetta fé til viöbótar þeim rúmlega 25.000.000 króna, sem færeyska landssöfnunin skilaöi Súðvíkingum og þeir notuðu til ab reisa sér barnaheimili, þvert gegn óskum Færeyinga. Þessa höfðing- legu gjöf skátanna ætla Súðvíkingar nú að nota í skíðalyftu. Færeysku skátarnir eru að vonum æfir yfir þessari svívirðu sem stað- aryfirvöld Súðvíkinga sýna þeim, enda var af þeirra hálfu ljóst að peningarnir ættu ab renna til nauð- staddra. Hafa þeir beðið Bandalag íslenskra skáta að hafa milligöngu í þessu máli, en þar á bæ verjast menn allra frétta, enda er málið á viðkvæmu stigi, eins og það er kall- að. Það er löngu orðið ljóst ab þeir aðilar, sem hingað til hafa ráðstaf- að sþfnunarfé til Súðvíkinga, hafa ekki hagað störfum sínum með þeim hætti að óumdeilanlegt sé. Leynt og ljóst hafa þeir reynt að tæla fólk til ab búa áfram á Súöavík. Og nú hefur Alþingi sett lög sem mismuna fólki, sem orðið hefur fyrir náttúruhamförum, eftir því hvort það kýs að búa áfram á blóð- vellinum eba forða sér þaðan. Þeir sem missa eigur sínar, en vilja búa áfram í dauðagildrum barna sinna, fá greiddan sérstakan blóðbónus. Allt er þetta gert í nafni svokallaðr- ar byggbastefnu, sem er á góðri leiö PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON með að leggja blómlegar byggðir landsins í rúst, auk þess að hafa nú í ár kostaö þrjátíu og fjögur manns- líf. Þetta ófremdarástand væri meb öllu óhugsandi, ef hér ríkti ekki kjördæmaskipan sem í raun er að- eins útfærsla á því kosningafyrir- komulagi, sem tók gildi við fyrstu alþingiskosningarnar árið 1844. Fyrir hálfri annarri öld mátti skilja núverandi kjördæmaskipan. Vegna erfiðra samgangna og engra fjar- skipta var nauðsynlegt að öll svæbi landsins ættu fulltrúa á þingi. Nú hafa þær breytingar orðið, sem gera þetta fyrirkomulag með öllu óskilj- anlegt, nema þá á forsendum sagn- fræðinnar. Því má ekki gleyma, að einn er sá hópur manna sem nærist á þessari úreltu kjördæmaskipan. Hér á ég við pólitíska framapotara vítt og breitt um landið. Oft er þetta fólk sem engum kemur til hugar að nota til annars en sendiferða fyrir ráðandi öfl í vibkomandi kjördæm- um. Þetta eru ekki stjórnmála- menn, heldur senditíkur fyrir sunnan. Auðvitað eru til undan- tekningar á þessu sem öðru, en þær eru of fáar. Nú er kominn tími til ab Alþingi reki af sér slyðruorðið og gjörbylti kjördæmaskipaninni. Og í leiðinni ætti það að skipa rannsóknarnefnd, sem færi ítarlega í saumana á Súða- víkursöfnuninni og kannabi m.a. samhengi hennar og núverandi kjördæmaskipanar. Ég er ekki ab tala um rannsókn til ab refsa, held- ur til að auka skilning fólks á því í hvers konar þjóðfélagi það býr. Án slíks skilnings heldur þetta þjóðfé- lag áfram að vera hálfbarbarískt veiðimannasamfélag, hvað sem líð- ur iðnabi og upplýsingatækni tölvualdar. ■ FÖSTUDAGS PISTILL MÁLALIÐARNIR Á ALÞINGI Vélhjóladeild Framsóknarflokksins á Seltjarnarnesi hefur lagt til að ráð- herrar sitji ekki á Alþingi, heldur hleypi varamönnum ab. Það er gott frumvarp hjá Siv Friðleifsdóttur, enda er ærinn starfi fyrir einn mann ab vera ráðherra og honum hollast ab halda sig í ráðuneytinu á dag- inn, en láta þingmenn um löggjöf- ina. Sumir ráðherranna eru líka for- menn flokka sinna og sitja jafnvel í byggbastjórnum íþokkabót. Að vísu var sagt um Gizur ísleifs- son biskup á sínum tíma að af hon- um mætti gera þrjá menn og væri hann jafnvígur til allra þeirra verka: Konungur, kennimaður og víkinga- höfðingi. Nú kann að vera að því- líkir menn leynist með þjóðinni í dag, en víst er að þeir eru hvorki á þingi né í rábuneytum. Alþingi hefur hallað mjög undir flatt frá tíma heimastjórnar og kom- in er veruleg slagsíða á löggjafann. Alþingi er löggjafarsamkunda og á ekki að vasast í framkvæmdavaldinu í rábuneytunum. Rétti manngang- urinn er að þingmenn setji lögin sjálfir og sendi rábherrana meb þau í ráðuneytin til að hrinda þeim f framkvæmd. En því er nú öðruvísi farið: í dag er Alþingi hálf ómerki- leg afgreiðslulúga fyrir ráðuneytin. Nánast allt frumkvæbi kemur úr rábuneytunum, en ekki frá þing- mönnum sjálfum. Alþingi lætur gott heita að þingmönnum stjórn- arflokkanna sé smalab í þingsali í hvert skipti sem greiba þarf atkvæði um stjórnarfrumvarp. Alþingi lætur gott heita að þingnefndir bregbi út af eblilegri mebferð mála og hittist á aukafundum til ab afgreiba stjórn- arfrumvörp. Og Alþingi lætur lika gott heita að stjórnarfrumvörp séu stöðugt tekin fram yfir þingmanna- frumvörp á dagskrá þingsins. Þingmennirnir sjálfir fá ekki svona þjónustu á Alþingi. Þeir eiga undir skapti og blaði hvort trúnaðarmenn þingsins afgreiba mál þeirra í þing- sölum. Langflest þingmannafrum- vörp eru svæfð í nefndum eða slátr- að á annan hátt. Forsetar Alþingis og formenn þingnefnda eru því mibur ekki bógar til að láta jafnt yfir öll þingmál ganga og sætta sig vib það ömurlega hlutskipti að ganga erinda ráðuneytanna á þingi á kostnab samþingmannanna sinna. Sjálfur alþingismaðurinn þykir til trafala á Alþingi á milli þess sem hann greiðir atkvæði og er því best geymdur í bankaráðum eða byggbastofnunum. Andinn á bakvið þingræbið segir að Alþingi sé hin raunverulega valdastofnun fólksins í landinu og þingmaðurinn sjálfur sé hornsteinn hennar. Nú eru liðin 1064 árfrá stofnun Alþingis, en fyrsti rábherr- ann tók við embætti fyrir níutíu og einu ári og fyrsta ríkisstjórnin var myndub fyrir sjötíu og átta árum. Alþingi er því miklu eldri stofnun en bæbi ráðherrar og ríkisstjórnir. Al- þingi getur vel stjórnað án ráðu- neyta, en rábherrar ekki án Alþing- is. Löggjafarvaldið er æbra en fram- kvæmdavaldið og því nær engri átt að forsetar Alþingis séu áfram mála- libar ráðuneytanna í þinghúsinu. Fyrr en siðar verba alþingismenn ab reka af sér slybruorbið og setja lög fyrir eigin reikning. Senda þau svo í ráðuneytin og segja ráðherr- unum hvernig eigi aö hrinda þeim í framkvæmd. Þann dag tekur þjóbin ofan fyrir þinginu sínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.