Tíminn - 15.12.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.12.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. desember 1995 n Hafsteinn á Eldingunni sextugur Hafsteinn Jóhannsson, siglinga- kappi, kafari og vélstjóri frá Akra- nesi, er sextugur í dag. Hann er fæddur á Akranesi 15. desember 1935 í húsi sem kallað er Sýru- partur og var lengi vel elsta íbúð- arhús sem búið var í á Akranesi (byggt 1875). Það stendur nú í Byggðasafninu í Görðum. For- eldrar Hafsteins voru Jóhann Pét- ur Jóhannsson (f. 1912, d. 1978) frá Þaravöllum í Innra-Akranes- hreppi (foreldrar hans voru hjón- in Jóhann Gestsson og Sigríður Jónsdóttir) og Guðrún Magnús- dóttir (f. 1911, d. 1972) frá Högnastööum í Þverárhlíð — að ARNAÐ HEILLA mestu uppalin á Síðumúlaveggj- um í Hvítársíðu (foreldrar hennar voru Magnús Rögnvaldsson og Sigríður Halldórsdóttir). Systkini Hafsteins eru: Magnús Ingiberg, f. 1934; Bára, f. 1937; Hanna Rúna, f. 1941; Sigrún Sveina, f. 1947; Þorgeir, f. 1952. Hafsteinn fór snemma að stunda sjó og gerði út trillu frá sextán ára aldri fram að tvítugu. Jafnframt vann hann í frystihúsi og sótti sjó á vélbátum og togur- um frá Akranesi. Um tvítugt fór hann til Noregs og reyndi fyrst fyrir sér sem farmaður á norsku flutningaskipi, en fékk síðan vinnu í landi og fór á köfunar- námskeið. Heim kominn gat hann sér gott orð sem froskkafari hér við land á síldarárunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Kom hann þá fjölmörgum fiski- skipum til hjálpar á aðstoðarbátn- um Eldingu eftir að þeir höfðu fengið net eða tóg í skrúfuna. Nokkrum sinnum bjargaði hann mannslífum, auk þess að bjarga verðmætum frá grandi. Árið 1973 settist Hafsteinn að í Sunde á Sunnhörðalandi í Noregi þar sem hann hefur búið síðan og starfað í álveri Soral við Húsnes- Guömunda Þóra Stefánsdóttir Fædd 1. janúar 1901 Dáin 5. desember 1995 Mig langar til að minnast ömmu minnar, Guðmundu Þóru, nokkrum orðum. Guðmunda Þóra var fædd í Stardal í Stokks- eyrarhreppi þann 1. janúar 1901 og var því jafngömul öldinni. Amma flyst með foreldrum sín- um, þeim Stefáni Þorsteinssyni og Vigdísi Gestsdóttur, og eldri syst- ur sinni, Guðlaugu, að Breiðu- mýrarholti í sömu sveit árið 1905. Hún fer síðan í vinnumennsku að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi ár- ið 1918, þá sautján ára gömul. Þar er hún til ársins 1924, utan vetur- inn 1923-1924 er hún dvelst í Reykjavík við nám í fatasaum og matargerð. Árið 1924 giftist hún Kristjáni Guðmundi Sveinssyni, ráðsmanni á Stóra-Núpi. Kristján var fæddur í Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi árið 1891, en flyst með foreldrum sínum að Ásum í Gnúpverjahreppi árið 1907. Þau hófu búskap að Hæli í Gnúpverjahreppi, en fluttust síð- an að Geirakoti í Sandvíkurhreppi vorib 1929 og bjuggu þar uns Kristján lést árib 1990. Þá voru þau búin að vera gift í 66 ár og t MINNING mun það vera fátítt, ekki síst þeg- ar það er haft í huga að Kristján var 32 ára þegar þau giftu sig. Þau eignuðust sex börn: Sveinn, fæddur 1925, kennari og býr í Kópavogi, kvæntur Aðalheiði Ed- ilonsdóttur, eiga þau fimm börn. Katrín, fædd 1926, býr á Selfossi, hennar maður er Gudmund Aa- gestad, eiga þau þrjú börn. Stefán, fæddur 1927, húsasmíðameistari á Selfossi, dáinn 1970, kvæntur Önnu Borg. Sigrún, fædd 1929, móbir undirritaðs, býr á Selfossi, hennar maður er Gunnar Krist- mundsson og eiga þau fjögur börn, fyrir átti Sigrún einn son. Steinþór, fæddur 1931, vörubíl- stjóri og býr á Selfossi. Ólafur, fæddur 1949, bóndi í Geirakoti, kvæntur Maríu Hauksdóttur og eiga þau þrjú börn, fyrir átti Mar- ía eina dóttur. Ég várð þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast á heimili afa og ömmu í Geirakoti og alast þar upp að miklu leyti. Ég átti heima þar fyrstu fimm ár ævi minnar og var svo hjá þeim kaupamaður í fimm sumur á árunum 1963 til 1967. Þegar ég kynntist þeim fyrst, voru þau orðin nokkuð roskin, en héldu búskapnum samt ótrauð áfram. Það er svolítiö sérstakt, að þau kaupa jörðina Geirakot eftir að hafa búið þar í rúm 30 ár. Þá er afi um sjötugt. Það er ómetanlegt fyrir börn að fá að kynnast vel afa sínum og ömmu, starfa með þeim og nema margt um gamla tíma. Oft ér talað um það að vib, nú- tímafólkið, lifum á miklum breyt- ingatímum. Hvab má þá segja um það fólk sem fætt var fyrir og um s.l. aldamót? Hvílíkar breytingar á öllum lifnaðarháttum á þessum tíma. Afi og amma tóku þátt í þessum breytingum eins og aðrir, þótt afi væri ekki mikib fyrir breytingar og vildi hafa flest í föstum skorðum. Það er erfitt að minnast ömmu án þess að afi komi sífellt upp í hugann líka, enda ekkert skrýtib eftir öll þessi ár sem þau bjuggu saman. Það eru ótal myndir sem koma upp í hugann: Við barnabörnin gleymum því líklega seint þegar sjónvarp kom fyrst á þeirra heimili, en þau fengu sér mjög fljótlega sjónvarp eftir að íslenska sjónvarpib byrj- aði. Amma ljómaði öll, og þab var fátt í sjónvarpinu sem fór fram hjá henni fyrstu misserin. „Dýrb- lingurinn" var hennar maður, en afi sýndi litla hrifningu. Guðlaug systir ömmu kom stundum í Geirakot og dvaldi í nokkrar vikur í senn. Þá var oft glatt á hjalla, mikið prjónað og spjallað. Mikill kærleikur var með þeim systrum, enda kölluðu þær fjörb og stundað siglingar á skút- um í frístundum. Fyrir fimm árum hóf hann ein- samall siglingu umhverfis jöröina án viðkomu á skútunni Eldingu, sem hann hafbi lagt kjöl að fimm árum fyrr og smíðað sjálfur að öllu leyti á þremur árum. Sigling- unni lauk hann á átta mánuðum og má lesa nánar um það afrek hans í bókinni um Hafstein á Eld- ingunni, sem kom út hjá Iöunni árið 1993. Síbast kom Hafsteinn siglandi til íslands á Eldingunni á liðnu sumri og var þá uppi um fjöll og firnindi ab skoða sig um, þann skamma tíma sem hann stóð við. Vinir og velunnarar á íslandi senda Hafsteini hjartanlegar hamingjuóskir á afmælinu. Rúnar Ánnann Arthúrsson hvor aðra helst aldrei annað en „systir" og höfðum við krakkarnir gaman af. Amma vann mikið um ævina, eins og venja var til sveita á þess- um árum. Hún fór ekki mikið af bæ, en fylgdist vel með og átti gott með ab setja sig inn í aðstæð- ur annarra. Hún var ósérhlífin og kvartaöi aldrei. Hún var heilsu- góð lengst af, en seinni árin tóku fæturnir að gefa sig og uppá síð- kastið var hún alveg bundin hjólastól. Það sem hjálpaði henni mest, ekki síst seinni árin þegar kraftar tóku að dvína, var hversu lundgóð hún var og gat alltaf séð björtu og skoplegu hliðarnar á til- verunni. Eftir aö afi dó, dvaldi hún hjá þremur börnum sínum til skiptis, þeim Katrínu, Sigrúnu og Sveini. Onnuðust börn hennar hana vel í ellinni og ber að þakka það. Seinustu árin dvaldi hún á Ljósheimum á Selfossi. Þar var vel hugsað um hana og þar leið henni vel. Afkomendurnir voru duglegir að heimsækja hana, henni til skemmtunar og sér til uppörvunar. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu og sagði þeim sem hana heimsóttu fréttir af því. Langri lífsgöngu er lokiö. Guð blessi minningu Guðmundu Þóru.' Stefán Sigurjónsson Anna Magnúsdóttir frá Höskuldsstööum í Laxárdal Mig setti hljóðan þegar ég frétti lát Önnu Magnúsdóttur, móður- systur minnar, sem andaðist fimmtudaginn 30. nóvember síðastliðinn. Ég hafði skömmu áður hitt hana í íbúðinni þeirra Kristjáns í Silfurtúni í Búðardal, sem bar heiti jarðarinnar þeirra, Höskuldsstaðir. Ab vanda veitti Anna kaffi og meölæti og var glöð í bragði, svo sem endranær. Ekki átti ég von á því, ab þetta væri í síðasta sinn sem ég ætti eftir að hitta hana hérna megin grafar. Þaö var oft venja mín, þegar leiðin lá frá Reykjavík vestur að Reykhólum, að líta við hjá Önnu og Kristjáni og ræða við þau um landsins gagn og nauð- synjar. Ætíð var gaman að hitta þau og Anna oft glettin og gaman- söm í viöræðum okkar. Hún gat stundum farið nán- ast á kostum hvað snerti spaugs- yrði og gáska. Kunni ég vel að meta þab og vildi gjarnan eiga hana ab sem kunningja og vin. Þegar við hjónin komum saman til Önnu og Kristjáns, þá lenti það oft í hlut konunnar að tala við Önnu á meðan við Kristján ræddum þau dægur- mál, sem efst voru á baugi hverju sinni. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Önnu og Kristján fyrir allar góbu stundirnar, sem við hjón- in áttum á heimili þeirra á langri leið okkar vestur að Reyk- hólum. Lífsstarf þeirra hjónanna var vib landbúnaðarstörf, fyrst á Lambastöðum í Laxárdal og síb- ar á Höskuldsstöðum í sömu sveit. Það var því sveitin, sem var vettvangur lífs þeirra, jörðin sem þau ræktuðu og erjuðu, og búsmalinn sem þau önnuðust um með stakri prýði og elju- semi. Sjálfsagt hafa þau stundum hugsað um ljóðlínurnar fornu, sem segja: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel", sem koma fyrir í Ijóbinu hans Jónasar Hallgríms- sonar, þjóðskáldsins og náttúru- unnandans. En þab var ein- kenni Önnu og systra hennar að meta mikils ljóð og ljóðlist og hafa gjarnan fögur kvæði á tak- teinum í viðræðum við fólk. En nú er lífsskeiðið á enda runnið, ljóðin þögnub, en minningin lifir fögur og björt um góða konu, sem ól börnin sín í striti daganna og veitti þeim hlýju og blessun elsku sinnar. Þau þakka henni sam- leiðarsporin og árin mörgu í sveitinni. Og kunnugt er mér um það, ab barnabörnin voru henni hjartfólgin og gaf hún þeim ákveðinn skammt af kær- leika sínum og hlýju. Þau sakna vinar í stað, þegar amma þeirra er horfin jarðneskum sjónum þeirra. Guð blessi minningu þeirra um hana. Þegar starfskraftarnir dvínuðu og þau Anna og Kristján töldu sig ekki lengur fær um að stunda hefðbundinn búskap í nútímastíl, þá eftirlétu þau Magnúsi syni sínum jörðina á Höskuldsstöðum. Hann stundar þar sauðfjárbúskap eins og for- eldrar hans gerðu. Við leiðarlok hugsa ég til móðursystur minnar og bib henni blessunar Guðs. Kristjáni færi ég innilegar samúðarkveðj- ur okkar hjónanna og afkom- endum öllum. Guð styrki þau í söknuði þeirra. Bragi Benediktsson Elsku amma. Nú er hún dáin og hugurinn fer á flug. Það er svo margs að minnast. Hún amma mín elskaði okkur öll og einnig dýrin, sem hún tók að sér. Mamma sagði mér frá því þegar hún var að gefa Blesa mjólk og hann vissi hvaðan hún kom. Stundum átti hann þab þá til að ýta á bæjarhurðina og biðja um meira. Hið sama var að segja um heimalninginn, sem var heima á túni öll sín ár. Hann kom gjarnan á gluggann í kaffitím- anum til að biðja um kleinu. Hvaö hundana snerti, þá var þeim ekki úthýst úr eldhús- króknum þó þeir væru jafnvel blautir og óhreinir. Kötturinn Hróa stökk út og inn um eldhúsgluggann heima á Höskuldsstöbum ásamt hin- um köttunum, og vildu gjarnan vera þar sem amma var. .Ég man eftir eggjakökunum, sem hún bjó til áður en ég fór í skólann á morgnana, hlýju sokkunum og vettlingunum, sem hún var sífellt að prjóna á okkur, barnabörnin og raunar fleiri. Hún átti líka alltaf eitthvað t MINNING gott í munninn, þegar gest bar að garði. Hún amma mín var ekki í lífs- gæðakapphlaupi og átti aldrei mikið af skrauti eða stássi. Hún elskaði bækur og ljóð voru hennar uppáhald. Má þar nefna skáldin Jóhannes úr Kötl- um, Davíð Stefánsson og Jónas Hallgrímsson, svo að einhyerjir séu nefndir. Með þessum orbum kveb ég þig, elsku amma mín. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku afa í sorg hans og aðra sem syrgja ömmu. Blessuð sé minning þín, amma mín. Við kveðjum þig með þessum orðum: Þökk fyrir langa trú og tryggð og tár og strit og raun. Þökk fyrir langa dáð og dyggð og Drottinn sé þín laun. Gísli fónsson Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar ,,t vegna anna viö ínnslatt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.