Tíminn - 15.12.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.12.1995, Blaðsíða 16
Vebrtb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland og Faxaflói: Allhvöss S- og SA-átt oq rigning fram eftir kvöldi en síöan SV-stinningskaldi og snjó- eöa slydduél. Veöur fer kóln- andi og í nótt og á morgun veröur hiti á bilinu 0-3 stig. • Vestfiröir, Strandir og Nl. vestra: S-stinningskaldi eöa allhvasst og víöa rigning fram eftir kvöldi en allhvöss SV-átt meö snió- eöa slyddu- éljum i nótt. Hvöss SV-átt meö éljum á morgun. Veöur rer kólnandi. • Nl. eystra: S-kaldi eöa stinningskaldi. Allhvöss V-átt, léttskýjaö til landsins yfir daginn. Veöur fer kólnandi í nótt og á morgun veröur hiti nálægt frostmarki. • Austurland aö Clettingi og Austfiröir: SV-læg átt, súld eöa rign- ing. Hiti nálægt frostmarki i nótt og á morgun. • Suöausturland: Suövestlæg átt, stinningskaldi eöa allhvasst og súld eöa rigning. Léttskýjaö á morgun. Hiti 1-3 stig. Skiptar skoöanir um fjárfestingar erlendra aöila í ísl. sjávarútvegi. Samtök fiskvinnslustööva: Áhættufjármagn líklegt frá lífeyrissjóðunum Arnar Sigurmundsson, for- maöur Samtaka fiskvinnslu- stööva, hafnar alfariö beinni eignaraöild útlendinga aö ís- lenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum og vísar í þeim efn- um m.a. til samþykkta á tveimur síöustu aöalfundum samtakanna. Hann telur lík- legt aö þróunin veröi í þá átt aö lífeyrissjóöirnir muni koma í auknum mæli meö áhættufjármagn í atvinnu- greinar meö því aö fjárfesta í fyrirtækjum sem uppfylla ákvæöi þar aö lútandi, en ekki erlendir aöilar. Formaöur Samtaka fisk- vinnslustöðva segir einnig aö þaö, sem ráði miklu í afstöðu manna til fjárfestinga erlendra aöila í sjávarútvegi, sé einfald- lega hræðslan við að missa yfir- ráöin yfir takmarkaðri auðlind- inni í hendur útlendinga. Hann segir brýnt að menn haldi varðstöðu sinni í þessum efnum, enda hefði ella verið til lítils unnið í þeirri baráttu sem háö var fyrir útfærslu landhelg- innar á sínum tíma. Afkoma atvinnugreina milli 1993 og 1994: Hagnabur óx Fyrirtæki, önnur en peninga- og orkufyrirtæki, voru aö jafnaöi rekin meö 4,1% hagn- aöi á síöasta ári. Þaö er mikii framför, miöaö viö aöeins 0,7% hagnaö áriö áöur. Aðeins í byggingariðnaði versnaði afkoman milli ára, en stóð nokkurn veginn í stað í landbúnaði og þjónustugrein- um. Að fjármála- og orkufyrir- tækjum meðtöldum var hagn- abarhlutfall fyrirtækja 3,8% að meðaltali, en árið 1993 stób af- koman á núlli. Velta fyrirtækja óx líka umtalsvert að raungildi milli þessara ára, eða um 6,7% að meðaltali, á sama tíma og vísitala vöru og þjónustu hækk- aði um 1,5%. Þetta er meginniöurstaða Þjóðhagsstofnunar eftir úr- vinnslu úr ársreikningum 1.440 fyrirtækja, þeirra sömu bæbi ár- in, 1993 og 1994. Heildarvelta þessara fyrirtækja var 338 millj- arðar króna í fyrra. En það eru um 45% af heildarveltu at- vinnurekstrarins í landinu þab ár. ■ dagar til jóla Svo virðist sem skiptar skoð- anir séu um fjárfestingar er- lendra abila í íslenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum og m.a. hef- ur þingflokkur Þjóðvaka lagt fram frumvarp á þingi, sem heimilar útlendingum að eiga allt aö 20% eignarhlut í slíkum fyrirtækjum. Þá hafa einstaka útgerðarmenn, m.a. hjá Sam- herja hf. á Akureyri, lýst því op- inberlega yfir að það geti orðið atvinnugreininni til góðs að heimila útlendingum að fjár- festa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Samtök í sjávarútvegi hafa hinsvegar samþykkt fyrir sitt leyti ákvæbi í frumvarpi til laga um takmarkaða óbeina eignar- aðild erlendra aðila í sjávarút- vegi, sem er að stofni til álíka frumvarp og það sem fékkst ekki afgreitt á síðasta þingi. Þetta fr'umvarp er m.a. lagt fram til að laga lögin að raun- veruleikanum, en eins og kunnugt er þá eiga t.d. olíufé- lög, sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila, hlut í mörgum íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum, þótt það sé bannað samkvæmt eldri lögum. -grh Þessar huggulegu stúlkur, þcer Tara, Hulda og Þorbjörg Sif, nemendur í ísaksskóla, voru vel upplýstar í gœr og létu Ijós Sin skína. Tímamynd BG Skátahreyfingin dreifir endurskinsmerkjum til 6-10 ára barna:. Allir noti endurskinsmerki Bandalag íslenskra skáta hefur ab undanförnu sent barmnælu úr endurskini í alla barnaskóla landsins, sem dreifa þeim til 6-10 ára barna. Þetta átak skátanna hefur hlotið heitiö „Verum vel upplýst" og er framhald af átak- inu „Látum Ijós okkar skína". Skátahreyfingin og Umferbarráö skora á alla landsmenn ab nota endurskinsmerki alltaf. Skátahreyfingin hefur í ár sem undanfarin ár dreift endurskins- borðum til allra sex ára barna á landinu. Endurskinsborbarnir eru bornir utan yfir skjólfatnað og eru mjög áberandi. Landlœknir: komiö í Ijós aö bólusetningar borga sig: Innlögnum fækkar um 50-60% Rannsóknir hafa leitt í ljós ab bólusetningar gegn inflúensu og lungnabólgu eru þær bólusetn- ingar sem borga sig best, því bæbi fækka þær sjúkrahúsinnlögnum af völdum þessara sjúkdóma um allt ab 50-60% og veikindadögum sömuleibis verulega. Þetta segir Ólafur Ólafsson landlæknir hafa verib stabfest í mörgum vandlega gerbum evrópskum og bandarísk- um rannsóknum á síbustu árum. Enn virbist þó ganga fremur erf- iblega ab fá menn til ab skilja þetta. „Okkur vantar t.d. fé til þess ab bólusetja fleiri gegn lungnabólgu. Þetta þykir ein- hvern veginn ekki nógu fínt eba nógu merkilegt. En þetta er samt mjög merkilegt mál." Að sögn landlæknis voru íslend- ingar fyrstir þjóða í heiminum til að hefja kerfisbundið að bólusetja fólk, 60 ára og eldra, gegn lungnabólgu. En bólusetningar séu nú fram- kvæmdar á öllum heilsugæslu- stöðvum. „Já, við erum mjög hlynnt því að fólk sé bólusett gegn inflúensu og lungnabólgu, enda tvennt sem orö- ið hefur ljósara og ljósara í rann- sóknaniöurstöðum á síðustu árum: í fyrsta lagi að bólusetning kemur að gagni; hún gerir fólk ónæmara gegn inflúensu og fólk sem er bólu- sett ár eftir ár spjarar sig mun betur. Og í ööru lagi að þaö borgar sig ekki síður að bólusetja fullfrískt fólk en þá sem lasburða eru, því það dregur svo mikið úr fjarvistum vegna veik- inda. En áður fyrr hölluðust menn gjarnan að því að bólusetja einung- is þá sem væru lasburða eða aldraö- ir." Ólafur segir aö þessar niðurstöður hefðu að vísu ekki átt að koma á óvart, því atvinnurekendur leggi jafnan mikla áherslu á bólusetn- ingu starfsmanna sinna. Enda hafi, að þeirra mati, komið í ljós að inflú- ensubólusetning dragi verulega úr skyndilegum veikindafjarvistum, sem bæði séu fyrirtækjum dýrar og valdi oft verulegum óþægindum. ■ Formaöur stjórnar List- skreytingasjóbs fagnar tillögu meirihluta fjár- laganefndar: Framlag til sjóbsins tvöfaldaö Formaður stjórnar Listskreyt- ingasjóðs ríkisins fagnar breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við fjárlaga- frumvarpiö þar sem gert er ráð fyrir að framlag til sjóðsins hækki um 4 milljónir. Hlutverk Listskreytingasjóðs er að fegra opinberar byggingar og umhverfi þeirra með lista- verkum. Um Ieið er honum ætl- að að stuðla að listsköpun í landinu. Samkvæmt frumvarpinu var reiknað með að framlag til list- skreytingasjóðs yrði 4 milljónir á næsta ári, sem er sama fjárhæð og sjóðurinn fær á þessu ári. Breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að framlag til sjóðsins hækki í kr. 8 milljónir. Sverrir Kristinsson, formaður stjórpar Listskreytingasjóðs, segist líta á tillöguna sem skref í rétta átt. „Á þessu ári var næstum því búið að leggja sjóöinn niður með því að úthluta honum að- eins fjórum milljónum. Nú er veriö að tvöfalda þá upphæö og ég fagna því. Ég leyfi mér að Iíta svo á að þetta sé skref í rétta átt og sýni þá stefnu stjórnvalda að stuðla að listskreytingu og list- sköpun í landinu." Sverrir segist líta svo á að sjóð- urinn hafi mikilvægu hlutverki ab gegna. Hann telur sérstaklega mikilvægt að hafa falleg lista- verk í skólum, en einnig á sjúkrahúsum og öðrum opin- berum byggingum. Sjóðurinn hafi líka stublað að listsköpun, m.a. meb því að efna til sam- keppni meðal listamanna. Svérrir segir að í lögum um listskreytingasjóð sé gert ráð fyr- ir að til sjóbsins renni 1% af byggingarkostnaði ríkissjóðs af þeim byggingum sem hann byggi einn eöa með öðrum. Eft- ir þeim lögum hafi aldrei verið farið. Sem dæmi um stofnanir, sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum, nefnir Sverrir Sjúkrahúsið á ísa- firði, Fjölbrautaskólann á Sauð- árkróki, Menntaskólann á Akur- eyri, Hagaskóla, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og sambýli fatlaðra Giljaseli. Og af þeim listamönnum, sem hafa skreytt byggingarnar, má t.d. nefna Tuma Magnússon, Sigríöi Ásgeirsdóttur, Hring Jóhannes- son og Þorbjörgu Höskuldsdótt- ur. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.