Tíminn - 22.03.1996, Page 10

Tíminn - 22.03.1996, Page 10
10 Föstudagur 22. mars 1996 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. Saksóknari viö stríösglœpadómstól Sameinuöu þjóöanna í Haag: Þ j óðemishreinsanirnar hófust í Vukovar Svíþjób: Persson oröinn forsætisráðherra Göran Persson, fyrrverandi fjármálaráöherra og nýkjör- inn leiðtogi sænska Jafnaöar- mannaflokksins, tók í gær vió embætti forsætisráöherra Sví- þjóðar af Ingvar Carlsson. Greidd voru atkvæði í sænska þinginu í gær og hlaut Pers- son 178 atkvæði. Engin mót- atkvæöi vom greidd, en 154 þingmenn stjórnarandstöð- unnar sátu hjá viö atkvæða- greiösluna. „Hamingjusam- ur? Nei, en ég finn til ábyrgð- ar," sagði Persson vib frétta- menn eftir að kosningunum í þinginu var lokið. Tilkynnt verður um ráðherraskipan nýju ríkisstjórnarinnar í dag, föstudag. Afstæbiskenningin seld á uppboði 72 blaðsíðna handrit Alberts Einsteins frá árinu 1912 var selt í gær til einkaaðila sem segist ætla ab gefa þab til ísra- elska þjóöminjasafnsins í Jerúsalem. í handritinu eru elstu drög sem enn eru til að afstæðiskenningu Einsteins. Ekki var gefið upp hvert kaupverðib hafi verib, en í síðustu viku tókst ekki að selja það á uppboði þrátt fyrir að tilboð hafi verið gert í það sem hljóbaði upp á 3,3 millj- ónir bandarískra dollara. Eig- andanum þótti það of lágt. -GB/Reuter Grant Niemann, saksóknari, sagði við réttarhöld í stríbs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í fyrradag, að upphafið að „þjóðernis- hreinsununum" svokölluðu í Júgóslavíu fyrrverandi hefbu verib fjöldamorðin á 261 Kró- ata í borginni Vukovar í aust- urhluta Króatíu árið 1991. Verið var að rétta í máli þriggja háttsettra yfirmanna í júgóslavneska hernum sem eru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á drápunum í Vukovar. Að sögn Niemanns urðu þessi fjölda- morð fyrirmyndin að frekari skipulögðum fjöldamorðum í stríðsátökunum. „Þetta var upphafib að því sem kallað var þjóðernishreinsun, og sáði þar með fræjum þjóðarmorðs," sagði hann við réttarhöldin. Herforingjarnir þrír, Mile Mrksic, Miroslav Radic og Ve- selin Sljivancanin, voru ákærð- ir af dómstólnum í nóvember sl. fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Stjórnin í Belgrad hefur neitað ab fram- selja þá, en dómstóllinn hefur gripið til þess að halda opinber réttarhöld í máli þeirra að þeim fjarstöddum, bæbi til þess að auka þrýstinginn á serbnesku stjórnina og til þess ab gefa þeim sem lifðu af hildarleikinn tækifæri til að bera vitni um það sem gerðist. Saksóknaramir halda því fram að herforingjarnir þrír hafi skipað svo fyrir að 300 mönnum, sem höfðu leitað skjóls í sjúkrahúsinu í Vukovar, yrði smalað saman eftir að júgóslavneski herinn hafði tek- ib borgina herskildi í nóvember 1991, en þá hafði staðið yfir umsátur um borgina í þrjá mánuði. Það sem síöan gerðist var „röb atburða sem við höf- um séð aftur og aftur. Þab er svo margt líkt að það getur eng- inn vafi leikið á því að um vat að ræða lið í hryllilegri rába- gerð," sagbi Niemann. Hermenn og sjálfboðaliðar fluttu mennina í strætisvögn- um til bóndabæjar í nágrenni bæjarins Ovcara. „Þeir voru barðir í taumlausu ofbeldiss- valli sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir, dregnir út á drápsvöllinn — þar sem fjölda- grafir höfðu verið undirbúnar — og myrtir á kerfisbundinn hátt," sagði Niemann. Hann sagði að fjöldamorðin hefðu verið framkvæmd af her- mönnum júgóslavneska hers- ins og serbneskum sjálfboðalið- um undir eftirliti hinna þriggja ákærðu. Að sögn Dennis Milner, sem er breskur lögreglumaður sem starfar hjá Sameinuðu þjóðun- um, var hermönnunum sldpt upp í hópa sem síöan skiptust á um ab stunda barsmíðarnar. Þegar einn hópur var orðinn þreyttur tók sá næsti við. „Það var maður í yfirmannabúningi sem var með flautu inni í hlöb- unni. Hann blés í flautuna og þá fóru hinir óbreyttu sem voru inni út og í staöinn kom annar hópur sem tók við þar sem hin- ir skildu vib," sagði Milner við réttarhöldin í gær. Barsmíðarnar stóðu yfir í nokkra klukkutíma. Sumum Króatanna var þó þyrmt. Níu þeirra var bjargað af einstaka hermönnum júgóslavneska hersins sem höfðu verib vinir þeirra fyrir stríðib. Eftir að myrkur skall á var mönnunum síðan safnað sam- an og keyrðir á brott á vörubíl, ab því er Milner segir. Flestir þeirra sáust aldrei aftur, en ein- um manni tókst að stökkva af vörubílnum á ferð. Síðar tókst honum að vísa mannréttinda- samtökum á fjöldagrafir. Dómstóllinn á eftir að hlýða á framburð 11 vitna, þar á með- al læknis sem hélt kyrru fyrir á sjúkrahúsinu meðan umsátrib um Vukovar stóö yfir, auk nokkurra manna sem áttu því láni að fagna að sleppa á lífi. Réttarhöldin munu væntan- lega standa yfir í nokkra daga, og reiknað er með því að niður- staða þeirra verði staðfesting ákæruatriðanna og að gefnar verði út alþjóðlegar handtöku- skipanir á hendur hinum ákærðu. Áður hafa farið fram sams- konar vitnaleiðslur fyrir stríðs- glæpadómstólnum í máli tveggja Serba, annars vegar Milan Martic, leiðtoga Króatíu- Serba sem er ákærður fyrir að gefa skipun um sprengjuárás á Zagreb, og Dragan Nikolic, sem er Bosníu-Serbi sem stjórnaði Sisica fangabúðunum í norð- austurhluta Bosníu árið 1992. -GB/Reuter Menntun — Atvinna — Framtíö Rábstefna Eyþings og Háskólans á Akureyri veröur haldin föstudaginn 29. mars 1995 á veitingastaönum Fiölaranum, Skipagötu 14 á Akureyri. Dagskrá: Kl. 9.30 Skráning þátttakenda. 10.00 Setning ráðstefnunnar. Einar Njálsson, formab- ur Eyþings. 10.15 Ávarp Davíðs Oddssonar forsætisrábherra. 10.30 Matvælaframleibsla. jón Þórbarson og Hjörleif- ur Einarsson frá Háskólanum á Akureyri. 11.30 Umræbur og fyrirspurnir. 12.00 Hádegisverbarhlé. 13.00 Orkufrekur ibnabur. Jóhannes Nordal, fv. sebla- bankastjóri. 1 3.30 Framleibslu- og þjónustuiönabur. Ingi Björns- son, framkvæmdastjóri Slippstöbvarinnar Odda hf. 14.00 Ferbaþjónusta. Helga Haraldsdóttir, forstöðu- mabur hjá Feröamálaráöi íslands. 14.30 Umræður og fyrirspurnir. 15.15 Kaffihlé. 15.45 Þróun t flutningum. Gubjón Aubunsson, for- stöðumaður markaðsdeildar Eimskips. 16.15 Háskólamenntun og tengsl vib atvinnuveg- ina. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. 16.45 Umræöur og fyrirspurnir. 17.30 Móttaka og léttar veitingar í Listasafni Akureyrar í boði Akureyrarbæjar. Rábstefnustjórar: Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Trausti Þor- steinsson, fræbslustjóri Norburl. eystra. Rábstefnugjald er 4.300 kr. Vinsamlega tilkynnib um þátttöku hjá Eyþingi í síma 461-2733 fyrir 27. mars. Greiösluáskorun Sveitarsjóður Álftaneshrepps skorar hér meb á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum til sveitarsjóðs sem álögb voru fyrir 1. mars s.l. eba fyrr og féllu í gjalddaga fyrir 15. mars 1996, ab greiða þau nú þegar og ekki síbar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin sem um er ab ræba eru: Fasteignaskattur, vatns- skattur, lóbaleiga, fjallskilagjöld, fæbiskostnabur og almennir innheimtureikningar. Óhjákvæmilegt er ab fara út í innheimtuabgerbir meb lögtaki og uppbobi, ef ekki verba gerb skil á ofangreindum skuldum, auk kostnabar. Álftártungukoti, 20. mars 1996. Oddviti Álftaneshrepps. Framboösfrestur Ákveðið hefur verib aö viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi_ Reykjavíkur um fulltrúa á 38. þing Alþýbusambands íslands. Kjörnir verba 65 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar ásamt meðmælum 100 fullgildra félagsmanna VR þurfa ab hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar, fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 25. mars n.k. Kjörstjórn. Framlag íslendinga til endurreisnar Bosníu: Tví- þætt abstob Framlag íslands til fjögurra ára verkefnis um endurreisn og uppbyggingu Bosníu-Her- segóvínu sem hefst á þessu ári verður 100 milljónir. Að verkefninu standa margar þjóbir og alþjóðastofnanir. Aðstoð íslendinga við Bo- sníu- Hersegóvínu er tvíþætt. Annars vegar er um ab ræba 10 milljóna króna neyöaraðstoö sem verður greidd á þessum ársfjórbungi og hins vegar framlag íslands til fjögurra ára verkefnis um endurreisn og uppbyggingu landsins. Það eru Alþjóðabankinn og Þróunarbanki Evrópu fyrir hönd Evrópusambandsins sem stjórna undirbúningi verkefn- isins. Verkefnið hefst á þessu ári og því lýkur árið 1999. Fram- lag Islands á þessum fjórum ár- um verður 100 milljónir en ekki hefur verið ákveðib til hvaða verkefna þær munu renna. Nefnd á vegum utan- ríkisráöherra mun taka afstöbu til þess á næstu vikum. Nefnd- ir hafa verið málaflokkar eins og samgöngumál, orkumál, menntamál og heilbrigðismál en ákvörðun verður tekin eftir ab búib er að meta á hvaða svibi þörfin er mest og meö til- liti til þess sem aðrar þjóðir munu gera. -GBK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.