Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 23. mars 1996 Nýjung sem gœti snúiö baráttunni gegn bílþjófnuöum úr vörn í sókn: abi meb tónvalssíma Enn einn Bílþjófar gætu á næstu miss- erum þurft aí> finna sér nýja „atvinnu"; ef tæki sem fundið hefur verið upp til aö koma í veg fyrir slíka verknaði veröur sett á mark- að. Tæki þetta drepur á bíln- um, stöðvar hann og læsir með einu símtali. Ekki er þó víst að tæki þetta verði heimilaö, af öryggissjónar- miðum. Bílþjófnaðir hafa verið vax- andi vandamál um heim all- an og sem dæmi má nefna að í Bretlandi var á síðasta ári stolið meira en hálfri milljón bifreiða. Þar hafa þessir þjófn- abir jafnvel þróast út í þab að þjófarnir reki eigendur út úr bifreiðum sínum með valdi, eöa að þeir brjótist inn í íbúð- ir og steli bíllyklum þar. Það er hópur tæknimanna sem áður störfuðu í breska hernum, sem hefur hannað fyrrnefndan búnað, með það að markmiði að snúa þessari þróun við. Ef hægt veröur að sannfæra þá, sem hafa efa- semdir um öryggi þessa, þá mun tæki þetta verða sett á markaðinn í júní í sumar. Lík- legt er taliö að tækið muni kosta á bilinu frá 20 þúsund og upp í 100 þúsund, eftir því hversu fullkomið tæki við- komandi vill. Hægt er að stjórna þessu tæki, sem komið er fyrir í bif- reiðinni sjálfri, hvar sem er í heiminum, svo framarlega sem viðkomandi hefur að- gang að tónvalssíma. Einnig er gert ráð fyrir að lögreglan geti haft aðgang að því, ef eig- andi óskar þess. Tækið er á stærð við sígarettupakka, hægt er að fela þab hvar sem er í bifreiðinni og því erfitt ab finna það. Tækið býður upp á nokkra möguleika: • Hægt er að stöðva bifreib- ina með því að loka rólega fyrir eldsneytisinntak hennar. • Tækið læsir dyrum, gerir rafmagnsrúður óvirkar og lok- ar þannig þjófinn inni í bif- reiðinni. • Þjófavarnarkerfi fer í gang og búnaður fer í gang sem gerir eiganda eða lögreglu kleift að finna bifreiðina með hjálp gervihnattar. • Hægt er að semja við þjóf- ana í gegnum fjarskiptasíma. • Slökkva og kveikja á ýms- um rafstýrðum búnaði í bíln- um, svo sem útvarpi, fram- Ijósum, miðstöb, loftkælingu og ýmsu fleira, sem gerir þjóf- unum erfitt fyrir. Hið nýja tæki er einnig hægt að nota í bland við aðr- ar þjófavarnir sem kunna að vera fyrir í bifreiðinni, svo sem falda myndbandsupp- tökuvél eða reykvél sem fyllir bílinn af reyk svo ökumabur- inn verður að yfirgefa bílinn. Reykurinn gerir að sjálfsögðu þjófnum ókleift að aka bíln- um og dregur auk þess að sér athygli vegfarenda, sem hjálpa mun lögreglu að hafa hendur í hári þjófsins. Lögregla í Englandi vill hins vegar fara varlega í notkun tækis sem þessa, en segir að engu að síður verbi að taka það til gaumgæfilegrar skoð- unar. Þab er einkurn öryggi fólks annars en þjófanna, sem hafa vaknað spurningar um. Til að hægt sé að stöðva bif- reiðina eba gera þá hluti sem hér að framan er greint frá, þarf viðkomandi leyninúmer- ið, sem þarf að slá inn til að komast í samband við tækið. Um leið og tækib viöurkennir abganginn, getur eigandi stöðvað ökutækið eða gert hvað sem hvert og einstakt tæki býður uppá. Félög bifreiðaeigenda hafa fagnað þessu tæki, en þó með fyrirvara. Þeir segja að hverju því beri að fagna sem dragi úr þjófnaði á bílum, en hins veg- ar verði að gæta að öryggis- þættinum, þ.e.a.s. ef leyni- númerin komast í rangar hendur. Þab, að hægt sé að stöbva bifreið með fjarstýr- ingu, geti verið hættulegt. Þeir eru þó til sem segja að með hugsanlegri markaðs- setningu þessa tækis sé ekki gengið nógu langt. Það þurfi að vera hægt að senda öflug- an rafstraum í gegnum sætið og í afturenda þjófanna, sem lami þá. -PS (Byggt á The Sunday Times) breski bíla- framleib- andinn í gjaldþrot? Þab eru ekki margar bílaverk- smiðjurnar orðnar eftir í eigu breskra aðila og þeim gæti fækkað um einn, ef gjaldþrot Reliant-bílaverksmiðjanna verður til þess að verksmiðj- urnar verða seldar erlendum aðilum eða lagðar niður. Skiptastjóri fékk á dögunum rekstur verksmibjanna í hendur og er nú ab leita aðila til að taka við rekstrinum. Reliant-verksmiðjurnar fram- leiða þó ennþá bíla — fyrirtæk- ið er þekkt fyrir þriggja hjóla Robin-bílana sína — en á þó í vandræðum með ab útvega ýmsa hluti í framleiðsluna, þar sem birgjar eru ekki sérlega kát- ir með það að selja hlutina án þess að fá þá borgaða. Fjölmargir aðilar, bæði bresk- ir og erlendir, hafa gert fyrir- spurnir til skiptastjóra, en enn hefur ekkert verið ákveðið. Hins vegar streyma pantanir inn þrátt fyrir ástandiö. - PS Hægt ab stöbva bílþjófn- Hekla hf. meb nýjan Lancer Skynvœdd sjálfskipting meö rafstýringu Hekla hf. kynnir þessa dag- ana til sögunnar nýjan Mitsubishi Lancer, nýtt útlit og glænýja hönnun. Þab, sem helst vekur eftirtekt — ef frá er taliö útlit hans, sem svipar dálítið til Galant — er að bíllinn er búinn 4 gíra sjálfskiptingu, svokallaðri Invecs JI, sem er skynvædd sjálfskipting meb rafstýr- ingu. Þab má segja ab skipt- ingin lesi akstur hvers öku- manns og hagar sér eftir því. Sem dæmi má nefna akstur niður brekku. Það getur verið misjafnt hvernig hver og einn ekur niður brekku. Sumir bremsa ekki neitt og þá bregst skiptingin við með því að skipta ekki niður. Hins vegar gagnvart þeim sem hemla oft á leið niður þessa sömu brekku, þá skiptir hún sér nib- ur. Sama má segja um almenn- an akstur. Lancer er fáanlegur hér á landi með 1300 vél og hægt að fá hann í GL og GLX útfærslu. Hann er búinn 75 hestafla vél, meb sjálfstæða gormafjöðrun, eða McPherson að framan en gormafjöðrun með fjöllibafest- ingum að aftan. Bíllinn er ríkulega búinn staðalbúnaði, með afl- og veltistýri, útvarp og segul- band, rafhituð framsæti, litað- ar rúður, líknarbelgi bæði fyrir ökumann og farþega og margt fleira. Verðin eru hagstæð, en Lancer GL, handskiptur kostar 1.330 þúsund krónur, en sjálf- skiptur GLX kostar 1.450 þús- und krónur. Hekla hf. er elst þeirra bí- laumboða, sem starfandi eru hér á landi í dag, og hefur í gegnum tíbina náö góðum ár- angri í sölu á Mitsubishi-bif- reiöum. Sem dæmi um þab má nefna að alls voru seldir 78 bílar af Mitsubishi-gerð á tveimur fyrstu mánuðum árs- ins. Hekla hefur einnig umbob fyrir Volkswagen- og Audi- bíla, auk fjölmargra umboba á öbrum sviðum. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.