Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 4
'FöstuBagur 3Tlníai,Jl'Öi96 V2 Konungur fuglanna er aö fjölga sér vib Cilsfjörö. Laetur sér fátt um sprengingar verktakans finnast: Arnarvarpið næsta vor gæti stöðvað framkvæmdir Verktakar vib stórfram- kvæmdir í landinu þurfa ab hafa ýmislegt í bakþankan- um. Brúarsmibir Klæbning- ar hf. í Garbabæ, sem eru ab brúa Gilsfjörb, þurfa þannig ab huga ab arnarvarpi vib fjörbinn og vilja ógjarnan spilla fyrir konungi fugl- anna, sem er ab koma ung- um á legg. Svo kann ab fara ab næsta vor þurfi ab gera hlé á framkvæmdum á varptímanum af tillitssemi vib örninn. í nágrenni vib fyllingarnar út í fjörbinn em tvenn arnar- hjón ab unga út. Pörin eru hvort meb tvö egg í hreibri. Annab hreibrib er inni í firö- inum, hitt í Garpsdalsey á firbinum. „Þetta brennur ekki á okkur fyrr en á næsta vori, þá meg- um vib trúlega ekki byrja fyrr en eftir aö arnarvarpiö er af- stabiö, þaö er svona viss fá- ránleiki. En vib getum sprengt núna eins og vib viljum, það samþykkir örninn, en hann samþykkir ekki ab fara yfir fjöröinn, sem er jafnlangt frá hreiörinu." Gunnar segir ab kannski hafi fuglafræöingarnir talab vib örninn og örninn bannaö þeim aö fara lengra. En örn- inn hefur samþykkt spreng- ingarnar ab noröanveröu, sem raska ró hans ekki hib minnsta. „Kannski eru þetta gömul og heyrnarlaus arnarhjón, maöur veit þaö ekki. Annars þurfum vib ab taka tillit til allra hluta, og þetta stendur í verklýsingunni. Kannski þurf- um viö aö hafa tal af örnun- um og semja viö þá. Fugla- fræðingarnir geta vonandi hjálpað okkur viö það," sagði Gunnar Birgisson, verkfræb- ingur og framkvæmdastjóri Klæðningar hf., í léttu spjalli við Tímann í gær. Hann lagði áherslu á að fyrirtækið mundi leggja áherslu á að fara með gát gagnvart fugla- og dýralífi fjarðarins við hina miklu framkvæmd sem þarna er unnib ab. -JBP Reglur um nýjan ör- yggisbúnaö á krön- um hér á landi: Sumir munu af- skrá krana sína vegna kostnaðar Nú em ab taka gildi reglur sem kveba á um nýjan ör- yggisbúnað í krönum hér á landi. Um er ab ræöa nokkub dýr tæki, sem ab sögn Kristínar Sigurbar- dóttur, framkvæmdastjóra Félags vinnuvélaeigenda, líklega gerir þab ab verk- um ab nokkur fjöldi kranaeigenda muni af- skrifa tæki sín. Um er að ræða búnað sem mun kosta allt að hálfri milljón, en Kristín segir þó að með útboði, sem fram fer þessa dagana, muni líklega takast að ná kostnaði eitthvað niður. Öryggisbúnaðurinn, sem um ræðir, kemur í veg fyrir að krókurinn fari alla leið upp í spilið, sem getur valdið stórhættu. Þá segir hann til um stefnu og halla bómunnar. Búnaburinn er til mismunandi fullkom- inn, mjög fullkominn í einu lagi, eða í þremur mis- munandi tækjum. Kristín segir að alls hafi 56 kranaeigendur gefið svar um að þeir ætli að vera með í útboðinu, en alls taka nýju reglurnar til rúmlega 100 krana hér á landi. Sumir þeirra hafa ákveðið að afskrá sín tæki, enda mörg þeirra í lítilli notkun eða komin til ára sinna, og aðrir veigra sér við þeirri fjárfestingu sem leggja þarf út, sérstaklega með tilliti til þess hve lítil nýting er á tækjunum. -PS HENTU EKKIBILUÐUM HLUT — SPURÐU OKKUR FYRST Viljum leysa vanda þinn, velkominn sértu vinurinn. RENNISMÍÐI — FRÆSIVINNA — SLIPUN — VELAVIÐGERÐIR X Endurbyggjum bcnsín- og dísclvélar. X Slípum sveifarása, borum blokkir. X Réttum af höfuðlegusæti í blokkum. X Lögum legusæti og kambása í heddum. X Breytum og endumýjum drifsköft. X Plönum hedd, blokkir o.fl. X Rennum ventla og ventilsæti. X Lögum legu- og slitfleti með stál-, kopar-, og kcra- mikefnum o.fl. Margs konar nýsmíöi. Þú finnur traust í okkar lausn. VÉLAVERKSTÆÐIÐ EGILL HF. Smiðjuvegi 9A, 200 Kópavogi — Sími 554 4445, 554 4457 BOFORS Eigum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir og gerðir af skóflusker- um, með eða án tanna. Framleiðum allar gerðir af skóflum. Endurbyggjum allar gerðir af skóflum. Smíðum og gerum við Ripper- tennur. Fljót og góð afgreiðsla. Vélsmiója Guömundat Dalvegi 12, 200 Kópavogur — Sími 564 1539 Hi6 íslenska verksvit Hér birtist þýdd og staðfærb dæmisaga. Vafalaust kannast margir vib vandamálib, þótt í ýktri mynd sé. íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttær- ingi. Liðsmenn frá báöum fyrir- tækjunum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppni kom. Japanarnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu. Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var sett- ur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálib. Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn ab því ab Japanarnir létu sjö menn róa en einn stýra. í íslenska liðinu var það einn sem reri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrir- tækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til ab kanna strúktúr íslenska liðsins og gera nýtt skipurit, ef á þyrfti að halda. Eftir margra mánaða vinnu komust stjórnunarsérfræðing- arnir að því að í íslenska bátn- um væru það of margir sem stjórnuðu, en of fáir sem reru. Með hliðsjón af skýrslu sér- fræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. í stað þess að hafa sjö stýrimenn og einn áramann, voru nú hafðir fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var ára- maðurinn „mótíferaður" sam- kvæmt meginreglunni: „Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð." Næstu keppni unnu Japan- arnir með 2 km forskoti. íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með til- liti til lélegrar frammistöbu, en greiddi stjórninni bónus vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi. Ráðgjafarfyrirtækið gerbi nú aðra úttekt og komst að þeirri niðurstöðu að valin hefbi verið rétt taktík og hvatning, því væri það búnaðurinn sem þyrfti að einbeita sér að. í dag er íslenska fyrirtækið að láta hanna nýjan bát. -Úr danska verkfræðingablað- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.