Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 1
ftPPMsrn TF -•:- 'i.i^ívl Nýjar tillögur frá ESB, sem nú eru til skoöunar, gera m.a. ráb fyrir aukihni skattlagningu á þungar bifreibar og þœr bifreibar sem menga mest: Skattlagning á vörubifreiðar gæti stóraukist innan skamms Evrópusambandið hefur sent ís- lenskum stjórnvöldum svokall- aða „grænbók", sem inniheldur ýmsar tillögur sem að öllum lík- indum munu auka mjög skatt- lagningu á mestalla umferð. Um algera stefnubreytingu er að ræða, en tillögurnar eru nú til skoðunar í aðildarlöndum ES og EES, m.a. hér á landi, og gefst hlutaðeigandi aðilum nú kostur á að gera athugasemdir sínar við þær. Gert er ráð fyrir að búið verði að fullmóta tillögurnar á árabilinu 1997-98 og hrinda þeim í framkvæmd. Gagnvart eigendum vöru- og vöruflutningabifreiða lítur málið þannig út, að skattlagning á þá gæti stóraukist. í grænbókinni er lagt til að löggjöf um skattlagningu þungra ökutækja verði breytt. Lagt er til að lagt verði kílómetragjald á þunga bíla til að fjármagna kostn- að við mannvirkjagerð, byggt á sliti. Þá er lagt til að eldsneyti verði skattlagt með tilliti til mengunar, sem reyndar er gert að hluta til í dag eftir blýmagni, og einnig að bifreiðagjöld verði mishá, tengt há- vaðamengun sem bifreiðarnar valda. Lagt er til að teknir verði upp vegtollar í þéttbýli til að draga úr umferðarteppum, en allir þessir þættir gætu haft áhrif á þann kostnað, sem leggst á eigendur vöru- og vöruflutningabifreiða, og þar með aukið skattbyrði þeirra til muna. Eins og áður sagði, er það Evr- ópusambandið sem hefur sett fram þessar tillögur að breytingum og þær eru nú á frumskoöunarstigi hér á landi. „Það er kannski full- snemmt að tjá sig mikið um þetta, en fyrstu viðbrögð eru þau að þetta hljómar ekki vel. Menn eru hugs- anlega að tala um talsverða aukn- ingu á skattlagningu og mikla út- gjaldaaukningu. Ef ekki er tekið til- lit til þeírrar skattlagningar sem fyrir er, en við íslendingar erum með langhæstu skattlagninguna á umferð, þá sé ég ekki betur en að við séum í miklum vandræðum," segir Kristín Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Félags vinnuvélaeig- enda. - Olíufélagib hefur hafib sölu á WetStop, sem er ný vörn gegn raka- myndun í eldsneytisgeymum bíla og vinnuvéla: Þéttir raka í elds- neytisgeymum Olíufélagið hefur sett á markað- inn nýtt tæki sem nefnist „Wet- Stop", en því er ætlað að leysa þau vandamál sem skapast þegar raki þéttist í olíugeymum, sem og í glussakerfum. Það er veður- far hér á landi sem skapar þessi vandamál, en þau eru þó breyti- leg eftir árstíðum og landshlut- um. Notaðar hafa verið ýmsar aðferð- ir við að eyða vatni og þétta olíu- geyma. Notuð hafa verið ýmis íblöndunarefni. í bensíngeyma hefur verið notaður ísvari, en hann er ekki hægt að nota á dieselbíla. í WetStop er sérstakt útfellingar- efni, sem breytir vatni í hlaup- kennt efni sem safnast í sérstakan hólk, sem stungið er ofan í olíu- geyminn. Vatnið er því fjarlægt úr geyminum jafnóðum og það myndast, í stað þess að það fari ásamt dieselolíunni í brunann, eins og t.d. íblöndunarefni gera. Þetta gerir það að verkum að dýr- um vélbúnaði stafar ekki hætta af vatni sem safnast hefur saman í eldsneytisgeymum, sem síðan flyst yfir í brunakerfi vinnu- eða öku- tækis. Vatnsmengun getur valdið miklu sliti í olíuverki og fleira, sem getur síðan skemmt út frá sér aðra hluta dieselvélar. Kostnaðurinn vR> þessar viðgerðir getur verið umtals- verður. Á þessarí mynd má sjá hvernig WetStop-ínu er sökkt ofan á botn eldsneytisgeymisins. WetStop er plasthólkur um 5 cm að þvermáli. Innan í hólknum er poki úr sérstöku nælonefni, sem hleypir vökva inn en ekki út. Inn- an í pokanum er síðan duft sem Svona lítur WetStop hólkurinn út og síban er sérstókum poka komib fyrir inni í honum. myndar efnasamband með vatni, þannig að það hleypur og til verð- ur hlaupkennt efni. Eins og áður sagði er tækinu stungið ofan í eldsneytisgeyminn og haft í færi. Hver poki sýgur í sig um hálfan lítra af vatni og þegar því er náð þarf að skipta um poka í hólknum. Nauðsynlegt er að draga pokann-upp öðru hverju til að fylgjast með hversu mikið vatn hefur safnast í pokann. Um er að raeða lausn fyrir þá sem reka langferöabíla, flutningatæki, vinnuvélar, landvélar og báta með dieselvélum. -PS í upplýsingunum frá ESB kemur fram að talið sé að um 5% af þjóð- arframleiðslu hvers ESB-ríkis fari í kostnað vegna mengunar, tafa, slits og slysa í umferð á þjóðveg- um. Umræðan víðsvegar hafi æ meir verið að komast á það stig að þeir borgi sem noti, slíti, valdi töf- um, eyði eða mengi. Þar kemur einnig fram að 40 tonna vöruflutn- ingabíll slíti slitlagi á við 3000 fólksbíla, þannig að miðað við þær upplýsingar, sem koma fram í plöggum ESB, þá virðist ljóst að það sé ætlunin að leggja aukna skatta á þyngri bíla og bíla sem menga, sem í báðum tilvikum eru oftast vöru- og vöruflutningabif- reiðar. -PS VOKVAFLEYGAR FRD „Furukawa Rock Drill" stendur fyrir japanska hágæða vökvafleyga á belta- og traktors- gröfur. FRD býóur upp á nýjustu tækni, áreiðanleika, endinguog gífurlegt rekstraröryggi. FRD fleygar eru til í öllum stærðum og hægt er að nota þá á allar gerðir belta- og traktorsgrafha. Einstök gæði - frá einum stærsta frámleiðanda vökvafleyga í heiminum. LAR ehf TÆKIÁ TRAUSTUM GRUNNI Funahöfða 6-112 Reykjavík • &'mi 563 4500 • Fax 563 4501

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.